Morgunblaðið - 19.08.1982, Page 27

Morgunblaðið - 19.08.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 27 Toluca-mótið fer rólega af stað Skák Margeir Pétursson ANNAÐ millisvKÖamótið af þrem- ur hófst í síðustu viku í Toluca í Mexíkó. I'ar tefla fjórtán skák- menn hvaðanæva að úr heiminum um tvö sæti í næstu áskorenda- keppni. Undanfarin ár hefur breiddin á toppnum í skákinni aukist jafnt og þétt og það er orðið hartnær vonlaust að spá nokkru um hverjir verði hlutskarpastir. Ég undirritaður ætti að vita þetta allra manna bezt, því ég spáði því fyrir millisvæðamótið í Las Palmas að kynslóðaskipti væru í uppsiglingu á toppnum. Niðurstaðan á mótinu varö hins vegar sú að aldursforseti þess, hinn 61 árs gamli Smyslov, varð annar þeirra sem komust áfram. Þótt Alþjóðaskáksambandið hafi gætt þess vandlega að milli- svæðamótin þrjú séu sem jöfn- ust að styrkleika hefur þess lítt verið gætt að reyna að hafa mót- in öll jafn lífleg, enda auðvitað enginn mælikvarði til á það hver tefli skemmtilegast. Frægustu kanónurnar, þeir Kasparov og Tal, lenda t.d. saman á mótinu í Moskvu 1. september, enda hlakka flestir skákáhugamenn mest til þess. Timman og Larsen voru báðir í Las Palmas, en á Toluca-mótinu sem nú stendur yfir eru aftur á móti margir af rólegri skákmönnunum saman komnir. Þegar þetta er ritað eru búnar fjórar umferðir af mótinu og af þeim 26 skákum sem er lokið hafa 17 orðið jafntefli. Fjórir af þeim sem búist var við að berð- ust um annað af sætunum tveim hafa gert allar skákir sínar jafn- tefli, þeir Spassky, Poluga- Stærsta terta heims: 325 metrar hurfu á einu kvöldi Belgrad, 16. ágúst. AP. MATREIÐSLUMENN fjögurra hótela unnu i heila viku við að fullgera tertu, þá stærstu, sem um getur. Gripurinn mældist 325 metra langur og var seldur ferða- mönnum á ströndinni í Portoroz, en sá staður er íslendingum að góðu kunnur, eitt góðviðriskvöld- ið í síðustu viku. Hvarf kakan að sögn eins og dögg fyrir sólu. Fyrir þá, sem e.t.v. hefðu áhuga á að spreyta sig á slík- um bakstri látum við upp- skriftina fylgja með til gam- ans. í tertuna fóru 9180 egg, eitt tonn af sykri, 620 kíló af smjörlíki, 304 kíló af smjöri, 244 kíló af hveiti og 31 kíló af kaffi. Ekki fylgdi sögunni hvernig rúllutertunni var kom- ið fyrir á ströndinni. jevsky, Nunn og Jusupov. Staðan í mótinu er þessi: 1. Igor Ivanov, Kanada 3 v. af 4 mögulegum. 2.-3. Andras Adorjan, Ungverja- landi, og Yasser Seirawan, Bandaríkjunum, 2'A v. og bið- skák sín á milli. 4. Juri Balashov, Sovétríkjun- um, 2 'k v. 5.-9. Lajos Portisch, Ungverja- landi, John Nunn, Englandi, Boris Spassky, Sovét., Lev Polugajevsky, Sovét., Artur Jusupov, Sovét, og Krunoslav Hulak, Júgóslavíu, 2v. 11.-12. Jorge Rubinetti, Argent- ínu, og Eugenio Torre, Filipps- eyjum, l'A v. 13. Amador Rodriguez, Kúbu, 1 v. 14. Bachar Kouatly, Líbanon, 'k v. Igor Ivanov, sá sem trónar nú á toppnum, flýði til Kanada árið 1979 er hann var á heimleið frá alþjóðlegu skákmóti á Kúbu, en hann er eins og nafnið bendir til fæddur og uppalinn í Sovétríkj- unum. Hann hefur, eins og fleiri landar hans sem hafa söðlað um, blómstrað eftir flóttann en það er í meira lagi ótrúlegt að hann, sem fyrir þremur árum var gjör- samlega óþekktur utan Sovét- ríkjanna, nái að komast áfram þrátt fyrir þessa góðu byrjun. Hann hefur lagt Kouatly og Torre að velli, en gert jafntefli við Seirawan og Jusupov. Yasser Seirawan, 22ja ára gamall frá Seattle í Bandaríkj- unum, hefur gengið mjög vel á kappmótum undanfarin ár og hefur t.d. lagt bæði Karpov og Korchnoi að velli. Hann var að- stoðarmaður Korchnois í síðustu Landflótta Rússi efst- ur á milli- svæðamóti Toluca, 16. áfnÍNt. AP. IGOR Ivanov, Kanada, er efstur á millisvæðamótinu i skák i Toluca í Mexíkó eftir að fjórum umferöum er lokið. Ivanov, sem baðst hælis sem pólítiskur flóttamaður í Kanada fyrir tveimur árum, hefur hlotið þrjá vinn- inga af fjórum mögulegum, en fast á hæla hans fylgja Seirawan, Banda- ríkjunum, og Adorjan, Ungverja- landi, með tvo og hálfan vinning og biðskák sín á milli. Balashov, Sovét- ríkjunum, hefur einnig tvo og hálfan vinning, en þeir Portisch, Ungverja- landi, Boris Spassky, Nunn, Eng- landi, og Rússarnir Jusupov og Pol- ugajevsky hafa allir tvo vinninga. Tvö efstu sætin á mótinu gefa rétt til þátttöku í áskorendakeppninni sem hefst á næsta ári. Little Fingers, tónatöframaður- inn Mike Oldfield sem léikur af fingrum fram úr hljóðgerflum sinum og spinnur skemmtileg- ustu þræði, enda er söngurinn Five Miles Out víða vinsæll og er reyndar eitt af hans beztu lög- um. Þá er þarna astralska hljómsveitin Mental as Any- thing, sem sannar að áströlsk popptónlist er enginn eftirbátur frænku hennar í Bretlandi og þannig halda Ástralíumenn reyndar jafn styrkum takti bæði í leiklist og kvikmyndagerð þeg- ar bezt lætur. Það er bæði þung og létt tón- list á plötunni Á fullu, en létt rneti í ríkari mæli eins og vera ber og þeir eru tii dæmis létt- lyndir í meira lagi og hressir þremenningarnir í hljómsveit- inni Fun Boy Three, sem gerðu garðinn frægan fyrir skömmu með laginu The Lunatics, en plötur þeirra renna nú út eins og heitar lummur í Bretlandi og það er einmitt orðið yfir plötuna Á fullu, það eru margar nýbak- aðar og heitar lummur á henni og það er líklega það sem til stendur hverju sinni á vettvangi dægurflugunnar. heimsmeistarakeppni og lausa- fregnir herma að áskorandinn fyrrverandi hafi undanfarnar vikur endurgoldið honum það með því að hjálpa honum við undirbúning fyrir Toluca-mótið. Það þyrfti því engan að undra þótt Seirawan kæmist áfram og hann gæd nú þegar náð efsta sætinu af Ivanov, því hann á inni betri biðskák gegn Adorjan. Hann hefur því fengið óska- byrjun og stóð fyrir fréttnæm- ustu úrslitum mótsins er hann lagði hinn geysisterka ung- verska stórmeistara, Lajos Port- isch, að velli í annarri umferð. Hvitt: Portisch Svart: Seirawan Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5. Bd3 — Rc6, 6. Rf3 — Bxc3 Húbner-afbrigðið, sem þótti mjög framúrstefnulegt þegar það fyrst kom fram fyrir rúmum áratug. Svartur lætur biskupa- parið ótilkveðinn til að veikja hvítu peðastöðuna. 7. bxc3 — d6, 8. 0-0 í hinni frægu áttundu einvíg- isskák þeirra Spasskys og Fisch- ers lék hinn fyrrnefndi hér 8. e4 — e5, 9. d5, en það er algengasta framhaldið. Það er athyglisvert að Seirawan hefur náð góðum árangri með afbrigðinu með svörtu, en Portisch oft unnið á því með hvítu. — e5, 9. Rd2J? Þannig lék Ungverjinn einnig gegn Timman í Wijk aan Zee 1978, sem svaraði með 9. — cxd4, 10. cxd4 —. exd4, 11. exd4 — Rxd4, 12. Hel+ — Re6, en eftir 13. Ba3! hafði hvítur góðar bæt- ur fyrir peðið og vann skákina. Seirawan gín ekki við agninu. — 0-0, 10. Rb3 — De7, 11. a4 — b6, 12. Khl — Ba6, 13. Ba3?! Menn hvíts á a3 og b3 berja höfðinu við stein í framhaldinu þár sem peðið á c5 er. Nær virð- ist fyrir hvít að þreifa fyrir sér á kóngsvæng, en Portisch veit jú manna bezt hvernig tefla á með hvítu gegn Nimzoindversku vörninni, eða hvað? — Hfc8, 14. Dd2 — e4, 15. Be2 — Rb8! Svartur hefur liðsflutninga yf- ir á kóngsvæng. 16. f4 — exf3!, 17. gxf3 — Rbd7 Hér og í næstu leikjum er ekki vænlegt fyrir svart að reyna að vinna peðið á c4. T.d. nú 17. — cxd4? 18. Rxd4 og hótar 19. Rf5. 18. Hgl — Rf8, 19. Hg2?! — Rg6, 20. a5 20. Hagl hefði haldið svörtum niðri á kóngsvæng, en þá á svartur 20. — Dd7!, 21. a5 — Da4. Nú hrifsar Seirawan frum- kvæðið: — Rh4!, 21. Hf2 — cxd4 Nú fyrst má leyfa sér að taka peðið. I framhaldinu reynir Portisch af örvæntingu að afla sér gagnfæra, en staða hans reynist of losaraleg. 22. Rxd4 — Bxc4, 23. e4 — De5, 24. Hgl — Bxe2, 25. Hxe2 — Rg6, 26. a6!? Hæpinn leikur og Seirawan er vel með á nótunum: — d5!, 27. Hg5 — Df4, 28. exd5 — Hxc3!, 29. Dxc3 — Dxg5, 30. d6 — h5, 31. Dc6 — Hd8, 32. Db5 — Df4, 33. Dd3 — Hc8, 34. De3 — Hc4, 35. Rb5 Þessu hefur hvítur ekki efni á, en staðan var í rúst. — Df5, 36. Rxa7 — Rh4, 37. Bb2 — Rg4!, 38. d7 — Rxe3, 39. d8-D+ — Kh7 og hvítur gafst upp, því 40. Hxe3 er svarað með Dbl+. Vel tefld skák af hálfu Seira- wans, en Portisch, sem hefur verið mjög mistækur það sem af er árinu, verður heldur betur að taka sig á ef hann ætlar að kom- ast áfram, þó fyrir mótið hafi margir álitið hann öflugasta þátttakandann. ARANGURSRIKAR STJÓRNUNARAÐGERÐJR Námskeiö fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. „Most prevalent and hardest to discover is the waste of human lab- or. because it doesn’t ieave any scrap behind which has to be cleaned up.a (Henry Ford) Mr. Edward H. Hartmann Preskient of Maynard Menagement Institute. Ráðgjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgðahald Upplýsingakerti — Tölvuráðgjöf Markaðs- og söluráðgjöt Stjórnenda- og starfsþjálfun Fyrirlesarinn E.H. Hartmann er yfirmaöur Maynard Manage- ment Institute USA og í stjórn H.B. Maynard & Co. Hjá M.B. Maynard & Co. starfa um 300 manns og er þaö meöal virtustu ráögjafafyrirtækja í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Allt frá stofnun þess 1934 hefur fyrirtækiö veriö braut- ryöjandi í þróun nýrra stjórnunaraöferða. E.H. Hartmann hefur langa reynslu á aiþjóölegum vettvangi sem ráögjafi og fyrirlesari. Modern Managment Methods for Achieving Quick Results 1. What is your real productivity? A useful formula that considers your available produc- tivity factors. 2. The key to improved productivity. 3. Using standards to set realistic goals. 4. A performance reporting system for more scientific man- agement. 5. "Activity Value Analysis" for controlling overhead costs. Námskeiö þetta er hnitmiöað yfirlit úr fimm tveggja daga námskeiöum um árangursríkar stjórnunaraögeröir. Aðferöir þær sem veröa kynntar eru nýjar hér á landi en hafa margsannaö gildi sitt í Bandaríkj- unum og víöar. Fundarstaður: Hótel Loftleiöir. Tími: Fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13.30—18.00. Verö: Kr. 2000,- Vinsamlegast tilkynniö þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Fjöldi takmarkaöur. REKSTRARSTOFAN — Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum — Hamraborg 1 202 Kópavogi Sími 91-44033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.