Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
7
GULL OG
DEMANTAR
Kjartan Asmundsson,
(jullsmiðiu', Aðalstræti 8.
Garðabær
Fótaaðgeröir fyrir aldraða og öryrkja eru hafnar að
nýju í íþróttahúsinu Ásgarði.
Pantanir í síma 43426.
Fólag8málaróð Garðabæjar.
iUlabrestur af
mannavöldum
— eftir Bjöm
\ DagbjartssonA
Björn Dagbjartsson færði að því rök hór í
blaðinu á fimmtudaginn, aö ákvaröanir núver-
andi ríkisstjórnar i fiskveiðistjórnun skipti sköp-
um um þann „aflabrest" sem nú er um rætt, þó
aö þorskafli veröi örugglega sá þriöji mesti frá
upphafi þorskveiöa islendinga. Þaö er sama
hvert litiö er, alls staöar blasir öngþveitiö viö
vegna stjórnleysis — þó halda stjórnarsinnar
áfram aö telja sér trú um, aö ríkisstjórninni tak-
ist að gera betur.
Dagblað eða
símstöð?
Við stofnun Dagblaðsins
var því lýst yfir af ritstjóra
þess, að það væri einskon-
ar símstöð. Kftir samruna
Dagblaðsins og Visis hefur
þessi sami ritstjóri lýst því
yfir, að líta beri á hið tví-
eina blað sem símstöð. Nú
er auðvitað mikill munur á
dagblaði og símstöð, að
öðrum kosti hefði blaðaút-
gáfa lagst niður við til-
komu símans. I>etta er því
mjög sérkennileg til-
raunastarfsemi sem stund-
uð er i blaðaútgáfu hér á
landi, þegar það er mark-
mið eins blaðanna að
starfa eins og símstöð.
Daghlaðið studdi mynd-
un þessarar ríkisstjórnar.
Eftir samruna Dagblaðsins
og Vísis var eins og runnið
hefðu tvær grímur á stjórn-
málamennina á Dagblað-
inu og þeir tóku til við að
rita forystugreinar í hið tví-
eina blað, sem mátti öðrum
þræði skilja sem minn-
ingargreinar um rikis-
stjórnina. Hins vegar hefur
það gerst síðustu daga, eft-
ir að ríkisstjórnin tók
ákvörðun um efnahagsúr-
ræðin sem eru að stöðva
fiskiskipaflotann, að
Dagblaðsmenn eru aftur
teknir til við að hrósa ríkis-
stjórninni. Þetta lof er að
vlsu með þeim neikvæðu
formerkjum, að þeir telja
stjórnarandstöðuna ekki
hafa getað gert betur.
Við lestur þessara
forystugreina og sveifln-
anna í |>eim geta menn ef
til vill komist að rökunum
fyrir því, að ritstjórinn vill
að litið sé á blað sitt sem
símstöð. Stefnan ræðst af
því hverjir hringja í hann.
Augljóst er, að stjómar-
sinnar hafa reynt að snúast
til varnar með margvisleg-
um hætli í vandræðum sín-
um, alþýðubandalagsmenn
boðuðu til funda og aðrir
tóku upp símann og
hringdu í gamla stuðn-
ingsmenn.
Kyrrum fréttastjóri á síð-
degisblöðunum hefur lýst
því, hvernig símhringing
frá Olafi R. Grímssyni
dugði á sínum tíma til þcss,
að bæði síðdegisblöðin
voru með sömu forsíðufrétt
— en það þarf áreiðanlega
áhrifameiri menn til að
hringja út af leiðurum.
Máttlaus rök
í Dagblaðinu í fyrradag
er sagt, að stjórnarandstöð-
unni beri „að lcggja annað
til mála en niðurrif1', í
Helgarpóstinum í gær segir
Sigurður A. Magnússon, að
stjórnarandstöðunni sé
„umhugað" að leiða þjóð-
ina „eina ferðina enn út i
kviksyndið". Málsvörnin
fyrir ríkisstjórnina felst
sem sé í þvi, að án hennar
væri allt ennþá verra. En
þessi rök stjórnarsinna
falla dauð og eru með öllu
máttlaus, enda sett fram til
að beina athyglinni frá
öngþveitinu sem hefur
skapast vegna ríkis-
stjórnarinnar. Aflabrestur
af mannavöldum hét grein
eftir Björn Dagbjartsson
hér í blaðinu á fimmtudag
og var þar gerð úttekt á
fiskveiðistefnu ríkis-
stjórnarinnar, ef nota má
það orð um stefnuleysið. Af
atvinnumálastefnunni sem
mótuð var i efnahags-
aðgerðunum fyrir þremur
vikum, leiðir, að togaraflot-
inn stöðvasL Af stefnu iðn-
aðarráðherra, Hjörleifs
Guttormssonar, sýnist það
eitt munu leiða, að álverinu
í Straumsvík verði lokað og
þannig mætti áfram telja.
Var einhver að tala um
„niðurrir' og „kviksyndi"?
Stuðningsmenn
ríkisstjórnarinnar ættu að
hætta að rökstyðja nauð-
syn þess að hún sitji áfram
með því að ráðast á
stjómarandstöðuna. Þeir
eiga að berjast fyrir stjórn
sinni undir réttum kjörorð-
um eins og |>essu: Vernd-
um atvinnu ráðherranna —
leggjum atvinnulífið i rúst!
SVAR: Greiöslur af verðtryggðum lánum hækka í hlut-
falli við hækkun lánskjaravísitölu (stundum
byggingarvísitölu). En hvernig verða greiðslurnar
í framtíðinni miðað við laun manna? Laun hækka
almennt miðað við kaupgreiðsluvísitölu og auk
þess hækka þau vegna grunnkaupshækkana.
Gera verður ráð fyrir að laun hækki a.m.k. ámóta
og lánin í framtíðinni, nema reiknað sé með að
lífskjör fari versnandi. Reynsla undanfarandi ára-
tuga sýnir að yfirleitt hækkuðu laun meira en allar
vísitölur. En hvert er þá hlutfall afborgana og
vaxta af launum?
Ef ung hjón kaupa sér íbúð, sem kostar kr.
800.000, og eiga sjálf skyldusparnað og annað
fé upp á kr. 300.000, þá vantar þau kr. 500.000.
Þessa upphæð verða þau að taka að láni hjá líf-
eyrissjóðum, Húsnæðismálastofnun, bönkum og
skyldmennum. Ef gert er ráð fyrir að þessi lán séu
verðtryggð og til 25 ára, þá er árleg afborgun af
þeim kr. 20.000 og vextir (3%) fyrsta árið kr.
15.000, en lækka niður í kr. 600 síðasta árið.
Greiðslurnar eru því frá kr. 35.000 á ári fyrsta árið
niður í kr. 20.600 síðasta árið. Og þessar upp-
hæðir hækka e.t.v. ámóta og launin og því getur
unga fólkið reiknað með að þurfa að greiða tvenn
til þrenn mánaðarlaun í afborganir, vexti og verð-
bætur næstu 25 árin.
ILANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA
IlífeyrissjOða LÍFEYRISSJÓÐA