Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
29
Neytendamál: ^
Krefjist betri merkinga
eftir dr. Jón Úttar
Ragnarsson dósent
Eitt brýnasta hagsmunamál ís-
lenskra neytenda er að merkingar
á matvörum verði stórlega bættar.
Er þetta jafnframt mikið hags-
munamál fyrir framleiðendur.
Æ fleiri matvörur eru seldar í
luktum umbúðum og verður sí-
fellt brýnna að þær séu merktar
rækilega svo neytandinn eigi
ekki á hættu að kaupa köttinn í
sekknum.
Merkingar á matvörum eiga
ekki aðeins að upplýsa um hvers
konar vöru er að ræða og hver
framleiðandinn sé, heldur einnig
hvert gildi hún hefur fyrir neytand-
ann.
Neytendur og samtök þeirra
eiga að krefjast þess að stjórn-
völd bæti úr því vandræða-
ástandi sem ríkir á þessu sviði.
Merkingar
á matvörum
Merkingar matvæla á íslensk-
um markaði eru að jafnaði léleg-
ar. I fyrsta lagi eru kröfur hins
opinbera litlar. I öðru lagi er
þeim reglum sem fyrir eru ekki
alltaf fylgt.
Til þess að bæta úr þarf nýja
reglugerð sem m.a. kveður á um
að á matvælum í luktum umbúð-
um skuli greina frá efnainnihaldi,
næringargildi og síðasta söludegi.
Efnainnihald á að gefa upp
þannig að talin séu upp öll hráefni
og aukaefni sem í vörunni eru í röð
eftir minnkandi magni, þ.e. það
sem mest er af fyrst o.s.frv.
Næringargildi þarf að gefa upp
þannig að magn helstu næringar-
efna í 100 grömmum af vöru sé
skráð, t.d. milligrömm af C-víta-
míni í 100 grömmum af vörunni.
Síðasta söludag þarf auðvitað
einnig að gefa upp (helst
geymsluþolið líka eða fram-
leiðsludag) svo neytandinn geti
áttað sig á því hve gömul varan
er.
Einungis ef neytandinn hefur
allar þessar upplýsingar getur
hann farið að hagnýta sér þekk-
ingu sína í næringarfræði við
matarinnkaup og fæðuval.
Að nota merkingar
Til þess að merkingarnar komi
að gagni verða neytendur að nota
þær. Reynslan sýnir að þótt fáir
geri það fyrst í stað eykst hlut-
fall þeirra jafnt og'þétt.
Segjum svo að neytandinn
kaupi ávaxtasafa sem inniheldur
40 milligrömm af C-vítamíni í
100 grömmum af safa. Hvernig
getur hann notfært sér þessa
þekkingu?
I fyrsta lagi þarf neytandinn
að vita að hann getur gert ráð
fyrir að í einu glasi séu um 200
grömm af safa. Auk þess er ráð-
lagður dagskammtur af C-víta-
míni 60 mg (fullorðnir).
Þetta þýðir þá að í einu glasi
(200 g) eru um 80 milligrömm af
C-vítamíni eða meira en nemur
einum ráðlögðum dagskammti
(RDS) — nánar tiltekið 133%- af
RDS.
í reynd væri betra að skrá magn
næringarefna beint á umbúðir sem
hlutfall af RDS, t.d. að í 100
grömmum af safa séu 67% af ráð-
lögðum dagskammti af C-vítamíni.
Jón Ottar Ragnarsson
Notkun lykilefna
Lykilefni koma hér að góðu
gagni (sjá fyrri grein). Þessi efni
eru sex talsins og nægir að
reikna magn þessara efna í fæð-
unni. Einfaldar það mjög út-
reikninga.
Lykilefnin eru C-vítamín
(garðávextir), trefjaefni (korn-
matur), járn (kjöt og fiskur),
kalk (mjólkurmatur), D-vítamín
(lýsi/innmatur) og fjölómettaðar
fitusýrur (jurtaolíur).
Neytandinn getur gert ráð
fyrir að fái hann nóg af þessum
sex efnum í fæðinu ætti hann að
fá nóg af öllum þeim næringar-
efnum sem hann þarf á að halda.
Framleiðendur matvæla þar
sem magn einhvers lykilefnis fer
yfir ákveðið mark ættu að geta
greint frá þeirri staðreynd á um-
búðum, t.d. „þessi afurð er góður
C-vítamíngjan.“
Að sjálfsögðu verða að gilda
strangar reglur um þetta atriði
svo einungis þær afurðir sem eru
góðar uppsprettur fyrir viðkom-
andi efni séu merktar á þann
hátt.
Lokaorð
Mikið vantar á að merkingar
matvæla á íslenskum markaði
standist nútímakröfur. /Ettu neyt-
endur og samtök þeirra að snúa
sér af alefli að því að fá úr þessu
bætt.
Forsenda þess að hægt verði
að gera umbætur á þessu sviði er
að samin verði víðtæk reglugerð
um merkingar er nái jafnt til
innlendra sem erlendra fram-
leiðenda.
Margt bendir til þess að um-
bætur á þessu sviði muni einnig
koma framleiðendum til góða.
Þeir fá betri yfirsýn yfir mark-
aðinn og meiri upplýsingar um
innfluttar vörur.
Mestu skiptir að neytandinn fái
upplýsingar um efnainnihald og
næringargildi sem eru aðgengi-
legar og sem hann getur hagnýtt
sér við matarinnkaup og fæðuval.
Sjötugur:
Jóhann Salberg Guð-
mundsson sýslumaður
Sýslumaður Skagfirðinga, Jó-
hann Salberg Guðmundsson,
stendur nú á sjötugu. Jóhann hóf
feril sinn ungur maður sem sýslu-
maður Strandamanna. Sýslumað-
ur Skagfirðinga varð hann 1956,
þegar Sigurður Sigurðsson, sem
lengi hafði verið sýslumaður
Skagafjarðarsýslu, lét af störfum.
Starfsferill Jóhanns Salbergs er
einstakur. Hann hefur helgað sitt
starf að vera í forystu fyrir sín
héruð, fyrst á Ströndum og síðan í
Skagafirði. Með Jóhanni hverfur
einn af hinum gömlu og gegnu
sýslumönnum, sem miklu frekar
er héraðshöfðingi og mannasætt-
ir, sem lætur sig öll varða velferð
héraðs og íbúa þess, frekar en
helga sig vélrænum verkefnum
dómarans og fógetans. Ekki þarf
að undra þótt skarð verði fyrir
skildi hjá Skagfirðingum, þegar
jafn ástsæll og gróinn héraðshöfð-
ingi sleppur umsýslu sinni. Klukk-
an er komin og taflið er búið í
tímatali því, sem ákvarðar starfs-
aldur embættismanna. Þetta er
kaldur dómur og engan veginn
sársaukalaus, en lög eru lög og
regla er regla, sem kveður á um
leikslok, án tillits til einstaklings-
ins.
Við Jóhann Salberg Guð-
mundsson munum hafa kynnst
fyrir tilviljun á biðstofu í Stjórn-
arráðinu á árinu 1956. Veruleg
kynni tókust ekki með okkur fyrr
en ég tók við störfum hjá Fjórð-
ungssambandi Norðlendinga 1971.
Svo hagar til uppbyggingu Fjórð-
ungssambandsins, að sýslufélög
Norðurlands eiga aðild að sam-
bandinu. Þessi háttur hefur verið
frá upphafi. Segja má, að sýslurn-
ar hafi alla tíð verið hjarl sam-
bandsins, sem voru frumkvöðlar
að stofnun þess ásamt bæjarfélög-
um. Það hefur verið tvímælalaust
styrkur fyrir sambandið að sýslu-
menn hafa setið í æðstu stjórn
þess og haft afgerandi áhrif á
gang mála. Jóhann Salberg Guð-
mundsson, sýslumaður Skagfirð-
inga, er einn þeirra sýslumanna,
sem lagt hafa hér drjúga hönd á
verk að sameina byggðir Norður-
lands í einu slíku sambandi, þar
sem byggð stendur með byggð, á
grundvelli hinnar rótföstu héraða-
skiptingar Norðurlands. Hann
hefur haldið sinni sýslu fram til
jafnræðis við önnur héruð og látið
sig miklu varða um velferðarmál,
sem héraðið hefur staðið saman
um. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
hefur sameinað hreppána til sam-
starfs við Sauðárkróksbæ um heil-
brigðismálefni, um málefni aldr-
aðra og um brunavarnir. A sviði
heilbrigðisþjónustu og í málefnum
aldraðra hefur bær og sýsla staðið
órofa að átökum, sem öllu Skaga-
fjarðarhéraði er til sæmdar og
öðrum héruðum til eftirbreytni.
Eitt þeirra málefna sem hvílt hef-
ur á sýslunefnd Skagafjarðar, og
ekki síst á oddvita hennar, er
gamli draumurinn um héraðs-
skóla Skagfirðinga í Varmahlíð.
Nú hefur þessi hugmynd aðlagað
sig hinum nýja tíma. I Varmahlíð
er kominn barna- og unglinga-
skóli, sem í senn er grunnskóli
fyrir meginhluta héraðsins og
neðstu bekki í framhaldsskóla-
kerfinu. Með Varmahlíð hafa
Skagfirðingar eignast sitt höfuð-
ból sveitanna, sem er hliðstætt við
uppbyggingu Lauga í Þingeyjar-
sýslu. Við Varmahlíð liggja vegir
til allra átta. Þar eru krossgötur.
Hefði ekki komið til samstaða um
Varmahlíð, væri þar ekki risið
myndarlegt þorp og enginn legði
lykkju á leið sína af hinum beina
og breiða vegi yfir þveran Skaga-
fjörð. Ekki er vafamál að hér sem
oftar hefur oltið á forystu þess
manns, sem stöðu sinnar vegna
var oddviti Skagfirðinga. Málin
hafa verið leyst með friði og rétt-
sýni, þar sem gætt hefur verið
sanngirni i samskiptum sveitanna
og hins ört vaxandi bæjar, þannig
að þrátt fyrir deildar meiningar
um staðsetningu einstakra
mannvirkja hefur skapast vaxandi
samstaða.
Jóhann Salberg Guðmundsson
hefur jafnan átt sæti í fjórðungs-
ráði þau ár sem ég hefi starfað við
Fjórðungssamband Norðlendinga
og verið formaður þess. Hann hef-
ur látið sig annt um sambandið og
staðið vörð um það í hvívetna og
átt drjúgan þátt í að auka sam-
heldni um það. Hann hefur staðið
vörð um hagsmuni sveitanna án
þess að vera andstæður þéttbýl-
inu. Hann er maður samstarfs og
sátta í samskiptum þéttbýlis og
sveita. Þetta markaði störf hans í
Fjórðungssambandinu. Það hefur
verið deilt á Fjórðungssambandið
að hefja sýslumenn sem embætt-
ismenn ríkisins til hávega í sam-
tökin. Það skal á engan hallað þótt
sagt sé hér afdráttarlaust, að án
sýslumanna Norðlendinga hefði
Fjórðungssamband Norðlendinga
verið svipminni samtök en ella, og
án þeirra hefði ekki tekist sú sam-
vinna, sem á sér stað milli sveita
og þéttbýlis, sem einkennir norð-
lenskt sveitarstjórnarlíf. Seta Jó-
hanns Salbergs Guðmundssonar í
fjórðungsráði sannar að sú stefna
var heillavænleg að saman færu í
einum samtökum sýslur og sveit-
arfélög. Hann var málsvari þeirr-
ar stefnu að saman starfi byggð
með byggð, bæði innan héraða og í
fjórðungnum í heild. Nú í leikslok-
in vil ég færa Jóhanni Salberg
Guðmundssyni bestu óskir á ör-
lagaríkum tímamótum ævinnar
frá Fjórðungssambandi Norðlend-
inga. Persónulega færi ég Jóhanni
og fjölskyldu hans hlýjar kveðjur
mínar og minna, með bestu óskum
um framtíð alla á nýjum vett-
vangi, að loknum löngum starfs-
degi.
Askell Einarsson
Fyrirlestur um
bókmenntir Sama
JOIIN Gustavsen, norskur blaða-
maður og rithöfundur, heldur mánu-
daginn 6. september kl. 20.30 fyrir-
lcstur í Norræna húsinu sem nefnist
Samenes litteratur (i nordisk
sammenheng).
John Gustavsen fæddist í Pros-
anger 1943. Hann hefúr lokið
kennaraprófi og prófi frá Sér-
kennaraskóla ríkisins auk
háskólanáms. Hefur sent frá sér
fjórar bækur, m.a. bók, þar sem
hann lýsir uppvaxtarárum sínum í
norður-norskum fiskibæ, „Lille
Chicago". Kom hún út 1978 og
sama ár sendi hann frá sér barna-
bókina „Alarm over Russevág".
Það ár fékk John Gustavsen styrk,
FRITT-ORD-stipend, til að vinna
að ýmsum málefnum Sama ög í
bókinni „Samer tier ikke lenger.
Om ytringsforbud i Sameland"
(1980) fjallar hann um ýmis þess-
ara málefna. Fjórða bók hans er
skáldsagan „Flammen". Þá hefur
hann unnið að bók um leiki sam-
iskra barna og ýmsar leikhefðir og
er nú að vinna að skáldsögu og bók
um samíska nútímalistamenn.
John Gustavsen er sjálfur Sami og
er fulltrúi Samiska rithöfundafé-
lagsins (stofnár 1979) í norska rit-
höfundaráðinu. Samiskar bók-
menntir eru mjög á uppleið og
bæði norski menningarsjóðurinn
og norræni menningarsjóðurinn
hafa veitt styrk til útgáfu bóka á
samisku. Félag samisku rithöf-
undanna, sem í eru yfir 30 rithöf-
undar, líta björtum augum til
samvinnu við norræn rithöfunda-
félög og eins vinna þeir mikið með
öðrum samiskum listamönnum.
(KrélUtilkynnmg)
HUSGAGIMA
SVIMIIMG
SKEIFUIMNAR
SMOJUVEGI6
Sýnum næstu daga húsgögn sem voru á
„Scandinavian Furniture Fair“ í „Bella Center“
í Kaupmannahöfn s.l. vor.
Laugardag 9-18 Sunnudag 14-18 Virka daga 9-18
Komið og kynnist því nýjasta í húsgögnum, sem
öll eru á kynningarverði:
Þyggið ekta RÍÓ-kaffi meðan þið skoðið ykkur um.
Verið velkomin.
” Simi44544