Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBERJ982 Verðmæti sjávarvöniframleiðslu 1977—1982, fast verðlag (1981). Spá I Spáll 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1982 m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. 1. Loðnuafurðir 670 710 790 675 575 200 10 2. Botnfiskaf. 2.730 2.895 3.140 3.600 3.925 3.720 3.480 3. Aðrar sjávaraf. 535 640 845 1.020 815 765 765 4. Samtals 3.935 4.245 4.775 5.295 5.315 4.685 4.255 1977 = 100 108 121 134 135 119 108 Forsendur spár 1982: I 3% samdr. þjóðartekna 12% minnkun verðmætis 400 þ. tonn þorskur 280 t. annar botnfiskur 200 t. loðna á haustvertíð II 6% samdr. þjóðartekna 20% minnkun sjávarafla 350 þús. tonn. þorskur 300 þús. tonn annar botnfiskur 01. loðna. Eins og sést á þessu er svartsýnni spáin eins og aflaverðmæti 1978 og sú bjartsýnni ámóta og 1979. Árin 1980 og 1981 voru mestu aflaár í sögu þjóðarinnar. því bókstaflega komið í veg fyrir enn alvarlegri afleiðingar óstjórn- ar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Mikil greiðslubyrði erlendra lána er auðvitað fyrst og fremst sprott- in af sífellt meiri erlendum lán- tökum, sem oft er stofnað til í því skyni að halda rekstri opinberra fyrirtækja gangandi. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að erlendar lántökur hitaveitna og rafveitna eru yfirleitt afleiðingar þess, að ekki fékkst gjaldskrárhækkun í nafni þeirrar niðurtalningarinnar, sem fært hefur verðbólguna í 60%. Fátt er svo með öllu illt Eftir síðustu umbrot í ríkis- stjórninni og þann trúnaðarbrest, sem myndaðist milli ráðherranna í samningaviðræðunum um efna- hagstillögur hennar, er ljóst, að núverandi stjórnarsamstarf verð- ur ekki endurnýjað eftir næstu þingkosningar, hvenær sem þær verða. Eins og hér hefur verið rak- ið, er árangurinn af efnahagsúr- ræðum ríkisstjórnarinnar heldur rýr. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. í ótta sínum við kjósendur hefur forysta Alþýðubandalagsins kokgleypt öll slagorðin um „samn- ingana í gildi". Þeir hafa án sam- ráðs við samtök launþega, en með fulltingi leikbrúða sinna í forystu- sveit verkalýðshreyfingarinnar, enn á ný skert launakjör með lög- um. Þessi stefnubreyting boðar væntanlega nýja siði og varla verður í framtíðinni gripið til verkfalla og útflutningsbanns, þegar „jafna þarf búsifjum á alla landsmenn". Verði þessi stefnubreyting var- anleg ber að fagna henni og óska þeim til hamingju, sem komu henni í kring. Sé hún hins vegar bundin við hagsmuni einstakra flokka, hlýtur launafólk að taka til hendi og sparka pólitiskum vind- hönum úr forystuhlutverkum í verkalýðshreyfingunni. Nýir og hækkaðir skattar frá haustinu 1978: (Verðlag fjárlaga 1982 í þús. kr.) 1. Hækkun eignarskatts einstaklinga .................... 53.000 2. Hækkun tekjuskatts einstaklinga .................... 368.000 — Lækkun sjúkratryggingagjalds .................... 126.000 295.000 3. Söluskattur 2% haustið 1979 ........................ 256.000 4. Vörugjald 6% sama tíma ............................. 107.000 5. Gjald á ferðalög (skv. frv.) ........................ 47.000 6. Innflutningsgjald á sælgæti ......................... 11.000 7. Skattar á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði ........... 32.100 8. Hækkun verðjöfnunargjalds á raforku um 6% ........... 28.500 9. Skattahækkun á benzíni, umfram verðlagsbr........... 217.000 10. Orkujöfnunargjald .................................. 191.000 11. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra ................... 13.500 12. Markaðar tekjur teknar í ríkissjóð .................. 61.000 13. Vanáætlun vegna skertra skattvísitölu ............... 30.000 14. Tollafgreiðsiugjald ................................. 45.000 15. Bankaskattar ........................................ 47.000 1.391.000 Frá dregst: Niðurfelling söluskatts af matvöru haustið ’78 ......... 224.000 Lækkun tolla og aðflutningsgjalda ....................... 97.000 Lækkun launaskatts .................................... 40.000 Lækkun stimpilgjalds .................................... 20.000 Samtals kr. 1.001.000 Tölur þessar eru áætlaðar og í flestum tilvikum fremur vanáætl- aðar en hitt. Nýja vörugjaldshækkunin er ekki tekin með, en talið er, að hún afli ríkissjóði 130 milljóna á fjórum síðustu mánuðum þessa árs. Sé miðað við meðalverðlag 1982 eins og það verður skv. spám Þjóðhagsstofnunar má hækka flestar tölurnar um u.þ.b. 13%. Það lætur því nærri, að hver 5 manna fjölskylda greiði 2 þúsund kr. hærri skatta á hverjum mánuði eingöngu vegna skattahækkana síðustu fjögurra ára. Þessar ungu telpur, Þórunn Ev» Hallsdóttir, Köldukinn 21, Hafnarfirði, og Hallveig Broddadóttir, Lindarbraut 4, Seltjarnarnesi, efndu til hlutaveltu og afhentu Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra ágóðann. Þriðja rit Öryggismálanefndar: Kjarnorku- vopnalaus svæði ÚT ER komið þriðja ritið í ritröð öryggismálanefndar um öryggis- og alþjóðamál. Ritið ber heitið „Kjarnorkuvopnalaus svæði: Til- lögur á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og umræður á Norðurlönd- um“. Höfundur ritsins er Þórður Ingvi Guðmundsson. Hugmyndina að myndun kjarn- orkuvopnalausra svæða má rekja allt aftur til sjötta áratugarins, og hefur frá þeim tíma nokkur fjöldi ályktana hlotið samþykki á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um myndun slíkra svæða í hinum ýmsu heimshlutum. í byrjun sjöunda áratugarins kom fram til- laga um myndun kjarnorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum. Hefur þessi tillaga vakið allmikla athygli, einkum á síðustu árum. Öryggismálanefnd hafði frum- kvæði að samningu þessa rits sem hér birtist með það í huga að fá fram heildarmynd af þeim mál- flutningi sem fram hefur farið um kjarnorkuvopnalaus svæði frá upphafi en einkum með hliðsjón af umræðunni á Norðurlöndum að undanförnu. í ritinu er fjallað um þær tillögur sem fram hafa komið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um myndun kjarnorkuvopna- lausra svæða í Suður-Asíu, Mið- Austurlöndum og Afríku, svo og efnisatriði þess samnings sem gerður hefur verið um kjarnorku- vopnalaust svæði í Suður-Amer- íku. Þá er greint frá uppruna og þróun hugmynda um myndun kjarnorkuvopnalauss svæðis fyrir Norðurlönd og sérstaklega vikið að þeirri umræðu sem farið hefur fram um þetta mál síðustu tvö ár- in. í tengslum við það er fjallað um stöðu Islands í hugsanlegri myndun slíks svæðis og greint frá viðbrögðum íslenskra stjórnmála- manna við þessari hugmynd. í Öryggismálanefnd eiga sæti eftirtaldir fulltrúar þingflokk- anna: Björgvin Vilmundarson (formaður) og Sigurður E. Guð- mundsson frá Alþýðuflokki, ólaf- ur Ragnar Grímsson (varaformað- ur) og Einar Karl Haraldsson frá Alþýðubandalagi, Björn Bjarna- son og Matthías Á. Mathiesen frá Sjálfstæðisflokki, Þórarinn Þórar- insson og Haraldur Ólafsson frá Framsóknarflokki. (Frétutilkynning) Húsgögn í barna- og unglingaherbergi Aöeins 1000 út 1000 á mán Geymiö þessa auglýsingu Bekkur 105 og hillur 226. Teg. 2024. Bekkur + hilla + klaeöaskápur skúffusk. Teg. 2033. Skápur m/skrifb. + bókaskápur. Teg. 2037. Geysilegt úrval - Nlyndalistar - Góð kjör, lágt verð. r v. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ I.AMISWOMVH r «• okkar pakkar og sendir HDSGAGNAHOLLIN BlLDSHÖFOA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 hvert á land sem er. I sima 91-81410 (ærðu upplysingar um verð, gæði og afborgunarkjör. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.