Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 194. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reagan varar við útþenslu Israela Washington Post um gasleiðsluna: Bandaríkjastjórn linast í afstöðunni Washinglon, 3. scptembor. AP. AÐ SÖGN dagblaðsins Washington Post í dag kveður nú við annan tón í viðhorfum Bandaríkjastjórnar til gasleiðslunnar miklu, sem verið er að leggja frá Síberíu til Evrópu. Stefnan er sú sama á yfirborðinu, en undir niðri virðast önnur viðhorf ríkja að sögn blaðsins. Segir þar að reiðin og sannfær- ingarkrafturinn, sem áður hafi einkennt málflutning Bandaríkjastjórnar, sé ekki sá sami og áður. „Með framlengingu kornsölu- samningsins við Sovétmenn standa Bandaríkjamenn frammi fyrir því að þeir verða að fara að sættast við Evrópuríkin sem hlut eiga að máli.“ Sagði blaðið afstöðu Evrópuríkja fullkomlega eðlilega þegar til þess væri horft að með annarri hendi beittu Bandaríkjamenn nokkur Evr- ópuríki þvingunum og með hinni héldu þau komútflutningi áfram þangað. Háttsettir ráðamenn frá fjórum Vestur-Evrópuríkjum; Bretlandi, V-Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu, hittust á fundi í dag þar sem aðgerð- ir Bandaríkjamanna voru fordæmd- ar. Er talið að fundi þessum hafi verið komið á til þessa að reyna að „bjarga andliti** Reagans Banda- ríkjaforseta eins og það var orðað. „Það kemur ekki til greina að við hvikum frá okkar fyrri yfirlýsing- um,“ sagði fulltrúi Breta á fundin- um. Yaobang hvetur til af- náms stéttaskiptingar Peking, 3. september. AP. LEIÐTOGI kínverska kommúnista- flokksins, Hu Yaobang, hvatti i opnun- arræðu sinni til afnáms stéttaskipt- ingar í Kína, að því er segir í fréttum frá kínversku fréttastofunni Xinhua í dag. Tólfta þing kínverska kommún- istaflokksins hófst á miðvikudag. Hann sagði að stéttaskipting „inn- an vissra marka“ myndi verða um ókomin ár. Yaobang sagði ennfrem- ur að það tæki nokkrar kynslóðir að koma á fullkomnum kommúnisma, en því marki yrði náð. Spjótunum yrði nú fyrst og fremst beint að fjár- glæframönnum og „skemmdarverka- mönnum", sem styddu Taiwan. „Þeg- ar tekist hefur að útrýma slíkum mönnum verður stéttaskipting að mestu úr sögunni." Ummæli Yaobang vöktu mikla at- hygli og þykja í mikilli þversögn við ræðu Hua Kuofeng, sem þá var leið- togi flokksins, á síðasta þingi flokks- ins fyrir fimm árum. Séð eftir gasleiðshinni miklu, sem verió er að leggja frá Síberíu til Evrópu. Myndin er tekin i Gorki-héraði. Boða hertar aðgerðir gegn andófemönnum Varsjá, 3. seplember. AP. YFIRVÖLD i Póllandi lýstu því yfir að aðgerðir gegn andófsmönnum yrðu hertar að mun i því skyni að refsa fyrir mótmælin sem urðu fyrr í vikunni. Þá herti lögregla gæslu i borginni Lubin að mun. Ennfremur var tilkynnt að fjórði maðurinn hefði látist í gær á sjúkrahúsi af völdum skotsára, sem hann hlaut í óeirðum í Wroc- Hæsta verð á gulli í ár l.undúnum, 3. ueplember. AP. VERÐ á gulli var i dag hærra en það hefur verið í nær heilt ár þegar markaðir lokuðu i Lundúnum. Verð á únsu var þá komið í 458,50 doll- ara og hefur ekki verið svo hátt frá því í síðari hluta september í fyrra. Hækkunin frá í gær var gífurleg. Þá var únsan skráð á 417 dollara. Á sama tíma hélst staða doll- arans næsta lítið breytt. Hafði heldur styrkst frá því deginum áður og almennt stóð hann betur gagnvart öðrum megin gjald- miðlum en þegar markaðir lok- uðu fyrir síðustu helgi. í Lundún- um var 1,7285 dalur í pundinu í dag en var 1,7352 í gær. Lögregla beitir vatnsdælum til að sundra mannfjöldanum I Kraká. law. Yfirvöld í borginni hafa sagt að 30 manns hafi slasast í átökum þar. Tveir menn létust í Lubin, en átökin voru einna hörðust þar. Þar slösuðust ennfremur 12 manns og 12 lögregluþjónar, sumir mjög al- varlega. Sá fjórði lést af ókunnri ástæðu í Gdansk. Á fundi með erlendum frétta- mönnum, sem yfirvöld boðuðu til í dag, var frá því skýrt að óeirðir hefðu brotist út í 34 af 49 héruðum landsins og verið alvarlegri en átökin þann 3. maí sl. „vegna þess að þau höfðu verið í undirbúningi svo lengi,“ eins og það var orðað. Þá var ennfremur upplýst að fjórir helstu leiðtogar andófs- Kaupmannahöfn, 3. september. AP. „ÞAÐ ER rétt að gefa íhaldsflokkn- um tækifæri á að mynda borgara- lega ríkisstjórn," sagði Anker Jörg- ensen, forsætisráðherra Dana, eftir að hann lagði fram afsögn sína og ráðuneytis sins í dag. Eftir að hafa tekið við afsögn hans og rætt við forystumenn þeirra níu flokka, sem eiga sæti á þingi, fól Margrét Dana- drottning leiðtoga íhaldsflokksins, Paul Schliiter, að mynda nýja ríkis- stjórn. Almennt er búist við að reynd mannasamtakanna KOR hefðu verið handteknir. Er þeim gefið að sök að grafa undan stjórnkerfi landsins. Er slíkt dauðasök í land- inu. Þessir sömu menn voru hand- teknir í desember í fyrra þegar herlög voru sett á í landinu og þá án nokkurra skýringa. verði myndun minnihlutastjórnar borgaraflokkanna. Schlúter sagði í viðtali við fréttamenn að erfitt yrði að mynda meirihlutastjórn. Hann vildi ekki útiloka þann möguleika, að komið yrði á minnihlutastjórn með skriflegu samþykki hlutað- eigandi flokka, en bætti því við að hann þyrfti annað umboð drottn- ingar áður en svo gæti orðið. Danski íhaldsflokkurinn hefur W*.shinjjton, Tel Aviv, Túnis, 3. september. AP. „VIÐ eigum langa leið fyrir höndum enn,“ sagði Yasser Arafat þegar hann kom til Túnis í dag. Var honum geysilega vel fagnað af fjölda fólks sem tók á móti honum á flugvellin- um. Tvær orrustuvélar fylgdu vél Arafats frá Aþenu. Túnis er þriðja ríkið, sem hann tekur sér bólfestu í. Áður en PLO flutti bækistöðvar sin- ar til Líbanon höfðust samtökin við í Jórdaníu. Reagan Bandaríkjaforseti til- kynnti Menachem Begin, forsætis- ráðherra ísraels, frá því í kvöld að hann væri alfarið á móti því að ísraelar þendu byggð sina frekar út á Vesturbakkanum og á Gaza á meðan Palestínumenn væru að fá sjálfsforræði. Þá sagði einnig í orð- sendingu Reagans að Bandaríkja- menn litu svo á, að þau landsvæði sem þegar væru í höndum Isrela ættu að vera undir þeirra stjórn en önnur gæsla ætti að vera í höndum Palestínumanna á meðan aðlögun- artímanum stæði. Þá neitaði Bandaríkjastjórn í dag alfarið þeim ásökunum Israela að Reagan hefði eingöngu haft samráð við Araba áður en hann flutti tillögur sínar til lausnar vandanum í Mið-Austurlöndum. Sagði fulltrúi stjórnarinnar frétta- mönnum að haft hefði verið sam- band við alla aðila á sama hátt. Formaður verkamannaflokksins í ísrael, Shimon Peres, lýsti í dag yfir stuðningi sínum við tillögur Bandaríkjamanna, sem Reagan lagði fram í gær. Sagðist hann hafa trú á því að tillögurnar væru skref í rétta átt og bætti því við að flokk- ur hans myndi bera þær undir fólk- ið í landinu. „Ég held að þetta verði upphafið að umræðum, sem eiga eftir að skipta meginmáli fyrir framtíð ísraels og varanlegan frið í Mið-Austurlöndum.“ Tillögur Reagans hafa fengið jákvæðar undirtektir í Jórdaníu og Egyptalandi og V-Þjóðverjar hafa lýst yfir ánægju sinni með þær. Á hinn bóginn hafa Sýrlendingar, eins og ísraelar, alfarið hafnað þeim. næstflest þingsæti, 26 talsins. Flokkur Jörgensen, sósíaldemó- kratar, er sá stærsti með 60 þing- sæti, en baðst undan því að leiða stjórnarmyndunarviðræður. Áður en formenn flokkanna gengu á fund drottningar áttu frjálslyndir og íhaldsmenn viðræður þar sem þeir komust að samkomulagi um að vinna saman að myndun stjórnar án tillits til hvaða leið- toga borgaraflokkanna yrði falin stjórnarmyndun. Danmörk: íhaldsflokknum er falin myndun nýrrar stjórnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.