Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 33 Dr. Bjöm Dagbjartsson: Fiskafóðursfram- leiðsla í Siglufirði Dr. Björn DagbjarLsson flutti er- indi um möguleika í matvslaiðnaði á Fjórðungsþingi Norðiendinga í fyrri viku. Hér verður drepið á örfáa punkta, sem vöktu sérstaka athygli fréttamanns Mbl., er þingið sat. Skyr á Evrópumarkað? Utflutningur á mjólkurafurðum er ekki vænlegur á næstunni, sagði Björn, en mér finnst líklegt að finna megi rjómaskyri með nægilegt geymsluþol markað sums staðar í Mið-Evrópu. Hugmynd ekki frá réttum adila! Annað slagið er rætt um mark- aðsmöguleika dilkakjöts erlendis, s.s. á léttreyktu lambakjöti, hangiketi í Evrópu, frystu og fersku kjöti til Arabalanda, frystu kjöti til Japan, o.s.frv. Lítið hefur þó orðið úr sölu. „Hugmyndin um hangikjötið til Evrópu kom ekki frá réttum aðila. Slátrunaraðferð- ir Araba voru ekki taldar nógu fínar fyrir íslenzk dýraverndarfé- lög. ísland er ekki á skrá í Japan yfir lönd sem mega selja þangað landdýrakjöt. Allt virðast þetta smáhindranir, sem auðvelt væri að yfirstíga ...“ Loðdýrafóður Ef hugmyndir um 80 ný loð- dýrabú verða að veruleika, eykst innlendur markaður fyrir loðdýra- fóður. Hráefni í loðdýrafóður er að Iangmestu leyti úrgangur frá fiskvinnslu og slátrun, og fóður- eldhús, sem þjónað geta mörgum loðdýrabúum, þarf að staðsetja í tengslum við annaðhvort slátur- hús eða frystihús. Margt mælir með því að refabændur stofni margir saman, ásamt frystihúsi eða sláturhúsi, helzt báðum, stór fóðureldhús er þjóni stóru svæði. Fiskafóður Nú bendir ýmislegt til, sagði dr. Björn, að á næstu árum verði þörf fyrir jafnvel þúsundir tonna af fóðri fyrir eldislax og -silung. „Það er mjög líklegt að fljótt verði hagkvæmt að framleiða þetta fóð- ur innanlands, og ef skynsemi fær að ráða, á aðeins einum stað, en jafnvel með erlendri þátttöku eða eftir keyptri uppskrift. Siglufjörð- ur (SR) hefur ýmislegt upp á að bjóða í þessu sambandi, s.s. nægi- legt húsrými, vélakost, vinnuafl og sumt af hráefnum: fiskimjöl, lýsi og rækjuúrgang ... Ég held t.d., að Siglfirðingar ættu hið snarasta að segja sig í samband við einn eða fleiri stórhuga fiskeldismenn og stofna slíkt fiskfóðurfyrir- tæki... Skýrsla er til um þetta mál á vegum sjávarútvegsráðun- eytisins, þó ég geti ekki á þessu stigi skýrt frá efni hennar ...“ Lagmetisbjartsýni Dr. Björn talaði um „fórnar- lömb lagmetisbjartsýni". „Á Skagaströnd er niðursuðuverk- smiðja sem aldrei fór í gang. Á Dalvík var síðan reynt að sjóða niður rækju fyrir 3 árum. Á Húsa- vík er ennþá lengra síðan mennn gáfust upp við lagmetið ... Sæblik á Kópaskeri framleiddi í nokkrar vikur vorið 1980 ... Mér sýnist engir sérstakir nýir möguleikar blasa við í lagmetisiðnaði. Ég held þó, að það sé forsenda nr. 1 til eðlilegrar þróunar, að fyrirtækin taki sjálf meira frumkvæði í eigin málum og verði óháðari tilskipun- um og breytingum hins opinbera frá degi til dags. Aðrar forsendur, s.s. betri skilyrði til hráefnisöflun- ar, sérþjálfaðir starfsmenn, stærri framleiðslueiningar og staðlaðar og vandaðar vörur, munu fyrir- tækin sjálf fremur geta skapað sér, hvert í sínu lagi, ef þau þurfa ekki að hlíta stofnunareinokun í sölumálum. Rækjuniðursuða sýn- ist hagkvæm nú,“ sagði Björn, „og erlendar markaðsspár segja að alls konar kæfur (pöstur) úr fisk- meti mæti vaxandi vinsældum." „Formlega séð er enginn vafi á því að stofndagur- inn er 20. febrúar 1882“ „SÚ SKOÐUN Jakobs Hálfdanar- sonar, sem er einn af frumkvöðlum stofnunar Kaupfélags Þingeyinga, að Kaupfélagið hafi verið stofnað haustið 1881, er löngu kunn, eins og m.a. kemur fram í ævisögu hans sem vitnað er til og út kemur í haust, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag,“ sagði Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri afmælisnefndar samvinnuhreyfingarinnar, í samtali við Mbl. „I Morgunblaðinu á miðvikudag var frétt um að sjálfsævisaga Jak- obs Hálfdanarsonar kæmi út hjá ísafoldarprentsmiðju í haust, en Jakob var á sínum tíma frumkvöð- ull að stofnun fyrsta íslenska kaupfélagsins, Kaupfélags Þingey- inga. í bókinni segir Jakob, að Kaupfélag Þingeyinga hafi form- lega verið stofnað hinn 26. sept- ember 1881 á Grenjaðarstað í Þingeyjarþingi, en sem kunnugt er, hefur jafnan verið litið svo á af forystumönnum samvinnuhreyf- ingarinnar að fyrsta kaupfélagið hafi verið stofnað á Þverá í Lax- árdal 20. febrúar 1882, og í sam- ræmi við það var haldið uppá 100 ára afmæli samvinnuhreyfingar- innar fyrr á þessu ári. Haukur Ingibergsson sagði einnig í svari sínu: „Þessi ævisaga hefur lengi verið til í handriti þó hún hafi ekki verið prentuð og hafa ýmsir lesið hana, meira að segja var hún mikið notuð sem heimild í sögu Húsavíkur eftir Karl Kristjánsson, sem út kom fyrir nokkrum árum. Þarna er því síður en svo um að ræða nýjar upplýsingar eða upplýsingar sem koma á óvart. Þetta er hins vegar skoðun Jakobs. Það er einnig vitað, að þeir menn, sem voru með honum í stjórn kaupfélagsins, voru á ann- arri skoðun. Þeir álitu að stofn- dagurinn væri 20. febrúar 1882 og var þarna ákveðinn meiningar- munur. Af hverju stafar þá þessi meiningarmunur? Jú, hann var auðvitað vegna þess að þegar verið var að stofna svona félagsmála- samtök í landi þar sem ákaflega lítil félagshefð var, voru menn fálmandi við að leita leiða til þess að rétta við sinn hlut og bæta lífs- kjörin. Áður en til formlegrar stofnunar kom, voru því haldnir ýmsir undirbúningsfundir og um þetta mál var lengi talað. Það, sem gerir það að verkum að stofndagurinn er talinn 20. febrú- ar 1882, er, að þá er haldinn þessi fundur á Þverá í Laxárdal, félagið formlega stofnað, samþykkt lög fyrir það og kosin stjórn. Fundinn sóttu fulltrúar úr sveitunum, vald- ir af hópum manna í hverri sveit fyrir sig, þannig að þarna virðist hafa verið stefnt til formlegs stofnfundar með fulltrúavali. Formlega séð er því enginn vafi á því að stofndagurinn er 20. febrú- ar 1882 þó þessir undirbúnings- fundir hafi verið bæði á Grenjað- arstað og öðrum stöðum. Því má einnig bæta við, að sjálfsævisöguna hóf Jakob að skrifa einhverntímann uppúr 1891, en til er bréf sem Jakob skrifaði árið 1902 til Péturs á Gautlöndum, þar sem hann segir að hann sé ekki orðinn eins harður á því að halda því fram, að stofn- dagurinn sé 26. september 1881, en sér væru báðir dagarnir jafn minnisstæðir, og í bréfinu líkir Jakob 26. september 1881 við getn- aðardag kaupfélagsins, en 20. febrúar 1882 við fæðingardag þess,“ sagði Haukur Ingibergsson að lokum. Hjartans þakkir færi ég öUum vinum og vandamönnum sem gUiddu mig á 90 ára afmœlinu 20. ágúst, sl. með heimsóknum, gjöfum, skeytum, kortum og blómum og geröu mér daginn ógeymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Jónína Ólafsdóttir, Strandgötu 4, Hvammstanga. Tónlistarskólinn í Görðum Innritun fer fram í húsnæöi skólans aö Hæðarbyggö 28, Garðabæ, frá og meö 6. til 9. sept. í Álftanesdeild skólans föstudaginn 10. sept. á sveitarstjórnarskrif- stofunni, Bjarnastaðarskóla, alla dagana frá kl. 16—18.30. Fyrri hluti skólagjalda greiöist viö innritun og nemendur afhendi afrit af stundaskrám. Sími 42270. Skólastjóri. Snjóbræðslurör — Vatnsrör Eigum fyrirliggjandi snjóbræðslurör. Einnig rör fyrir heitt og kalt vatn. Kynniö ykkur veröið og veljið íslenskt. Plastmótun, Lækur, Ölfusi. S. 99-4508. auglýsir íslensk hús í íslenskt umhverfi. Sumarhús í formi gömlu torfbæjanna, baöstofa, rekkjur, skarklæöing og torf á þaki, stærö 75 fm má breyta kostnaöarlítiö í 100 fm. Auövelt í flutningi og uppsetningu, til sýnis og sölu um helgina, Bröttabrekku 4, Kópavogi. HUGmynDnsmiDJnn Brattabrekka 4, sími 91—40071. Frá Nýja T ónlistarskólanum Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer fram í skólanum frá mánudegi 6. sept. til fimmtudags 9. sept. Nemendur frá í fyrra staöfesti umsóknir sínar mánudaginn 6. og þriðjudaginn 7. sept. Tekið verður á móti nýjum umsóknum miðviku- daginn 8. og fimmtudaginn 9. sept. Kennslugreinar, píanó, orgel, cembal, fiöla, celló, gítar, söngur. Einnig forskóli fyrir 6—9 ára börn. Nýjar kennslugreinar, flautuleikur og klarinettu- leikur. Fyrri hluta skólagjalds þarf að greiða viö innritun. Skólinn verður settur mánud. 20. sept. kl. 18 í skólanum. Skólastjóri. Þýzka bókasafnið veröur lokaö frá og meö 30. sept. 1982 um óákveö- inn tíma. Þeir sem hafa bækur aö láni, eru vinsamlegast beön- ir um aö skila þeim fyrir hinn 21. sept. 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.