Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPÍÉMBER 1982
11
Hallgrímskirkja:
Ráðgert að stofna
listafélag
og tvo kóra
í ráði er að stofna Styrktarfélag
listalífs við Hallgrímskirkju. Að
sögn Harðar Áskelssonar, organ-
ista kirkjunnar, er tilgangur fé-
lagsins, sem stofnað verður form-
lega á Hallgrímsdaginn, 27. okt.,
að stuðla að blómlegu lífi tónlistar
og annarra listgreina í helgidóm-
inum á Skólavörðuhæð. Þannig
yrði unnt að nýta sem best þá að-
stöðu sem þar verður fyrir hendi
að kirkjusmíðinni lokinni. Sagði
Hörður það í beinu framhaldi af
yfirlýstu markmiði forvígismanna
kirkjunnar að hún eigi að verða
tónlistarhöll fyrir alla kristna og
listelskandi íslendinga, en ekki
einvörðungu Hallgrímssöfnuð. Því
væri í bígerð að byrja að halda
tónleika-, Ijóða- og bókmennta-
kvöld og listsýningar ýmiss konar
þó að kirkjusmíðinni sé ekki lok-
ið. Einnig væri ráðgert að auka
vægi lista í bænagjörð og guðs-
þjónustu.
Sagði Hörður að til að þessi
draumur gæti ræst leituðu
starfsmenn kirkjunnar nú lið-
sinnis velunnara hennar og
kirkjulegra lista að þeir veiti
annars vegar stuðning með
áhuga og hugmyndaauðgi og
hins vegar í formi árgjalds, sem
jafnframt yrði áskrift að list-
viðburðum vetrarins. Árgjöld
styrktarfélaga ættu að standa
straum af hluta þess kostnaðar
sem óhjákvæmilega fylgdi
starfseminni.
Að sögn Harðar er einnig í
ráði að stofna tvo kóra við
Hallgrímskirkju, mósettukór og
barnakór og mundi starfsemi
þeirra tengjast listafélaginu. Af
þeim hugmyndum sem upp hafa
komið varðandi starfshætti
þessa félags mætti t.d. nefna
kantötuguðsþjónustu á aðvent-
unni. Þar yrði söfnuðinum boðin
þátttaka í söngnum þannig að á
laugardegi verður æfð kantata
með öllum sem þátttöku óskuðu
og hún síðan flutt í messu á
sunnudeginum með aðstoð ein-
söngvara og hljóðfæraleikara.
Ennfremur sagði Hörður að sú
nýbreytni hefði þegar komist á í
Hallgrímskirkju að syngja nátt-
söng hvert miðvikudagskvöld.
Þá væri ráðgert að halda fjár-
öflunarkvöld 29. sept. nk. þar
sem dr. Jakob Jónsson frumflyt-
ur ljóðabálk um Síðu-Hall og
kristnitökuna.
Síðan yrði t.d. hátíðarmessa á
Hallgrímsdegi þegar félagið
verður formlega stofnað og 10
nóv. væri fyrirhugað að halda
„Liljukvöld", en þá verður Lilja
Eysteins Ásgrímssonar flutt
með aðstoð Björns Björnboe,
myndlistarmanns og klerks við
Niðaróssdómkirkju.
Hús Minjasafns Austurlands að Skógarlöndum 4, Egilsstöðum.
Egilsstaðir:
Safnastofnun Austurlands 10 ára
KgilsHtöðum, I. sept.
SAFNASTOFNUN Austurlands var
formlega stofnuð á aðalfundi Sam-
bands sveitarfélaga í Austurlands-
kjördæmi haustið 1972 og hefur síð-
an starfað á vegum sveitarstjórnar-
sambandsins. Þessara tímamóta var
minnst á aðalfundi SSA á Egilsstöð-
um í gær. Á fundinum var lagt fram
afmælisrit, er stjórn safnastofnunar
hefur unnið í tilefni 10 ára afmælis-
ins. Þá samþykkti aðalfundur SSA
að veita safnastofnuninni 100.000
kr. til rekstrar stofnunarinnar.
I skýrslu formanns stjórnar
Safnastofnunar Austurlands —
SAL, Halldórs Sigurðssonar, er
hann flutti á aðalfundi SSA, kom
m.a. fram, að hlutverk safnastofn-
unar er að vinna að skipulegri
uppbyggingu og viðgangi safna
annarra en bókasafna á félags-
svæði SSA í samvinnu við um-
ráðaaðila safnanna. Þá vinnur
SAL að örnefnasöfnun, rannsókn-
um á menningarsögu, fornleifum
og náttúrufyrirbærum. Stjórn
SAL á nána samvinnu við Þjóð-
minjasafn Islands um málefni er
varða verksvið þess á Austurlandi.
Tekjur SAL byggjast einkum á
árlegu framlagi SSA og ríkissjóðs
auk tekna, sem stjórninni tekst að
afla eða eru gefnar stofnuninni.
Fyrir réttu ári var Ragnheiður
Helga Þórarinsdóttir þjóðfræð-
ingur ráðin minjavörður SAL. Þá
hefur ræst nokkuð úr varðandi
vinnuaðstöðu fyrir minjavörð, þar
sem komið hefur verið upp bráða-
birgðahúsnæði Minjasafns Aust-
urlands að Skógarlöndum 4 á Eg-
ilsstöðum. Þar stendur nú yfir
ljósmyndasýning frá Þjóðminja-
safninu úr safni Nicoline
Weywadt og Hansínu Björnsdótt-
ur frá Teigarhorni við Berufjörð.
Sýningin er opin virka daga kl.
15—19 en um helgar frá kl. 14—19.
Henni lýkur 12. september.
— Ólafur
rökfærslu kardínálans. Hann
getur tryggt, að við njótum
áfram frelsis og lýðræðis, en
þurfum hvorki að þola alræðið
né allsherjareyðileggingu. Rök-
semdir kardinálans standast því
ekki nánari skoðun.
Röksemdir kardínálans eru
óneitanlega glæsilegar, þótt þær
standist ekki. Mér er ekki kunn-
ugt um neitt sambærilegt dæmi
úr mótmælendakirkjunni. Sumt
af því, sem hún hefur tekið sér
fyrir hendur í veraldlegum mál-
um, hefur tekizt vel, eins og
Hjálparstofnun kirkjunnar. En
sumt af því, sem Alkirkjuráðið
hefur gert, eins og stuðningur
við skæruliðahreyfingar, er í
bezta falli vafasamt. Og sumir
embættismenn Alkirkjuráðsins
eru seinheppnir, svo að vægt sé
til orða tekið, eins og Philip
Potter, sem sagði þetta í útvarpi
í Prag: „Við höfum lært það af
reynslu bræðra okkar í sósíal-
ísku löndunum, að kirkjur okkar,
undir áhrifum þeirrar samfé-
lagsgerðar, sem þær búa við,
tóku afstöðu með kúgurunum.
Ég hef skilið í heimsóknum mín-
um til sósialísku landanna, að
kristnir menn i þeim taka þátt í
byggingu réttláts samfélags ...“
(Walter Laqueur: Hollanditis, í
Commentary, ágúst 1981.)
Kannski bera svona staðhæf-
ingar vott um heimsku fremur
en seinheppni.
Ályktun Prestastefnunnar á
Hólum um friðarmálefni getur
vart talizt meiri háttar framlag
til friðarumræðunnar. Hún er í
níu liðum og í henni er lögð
áherzla á fagnaðarerindið,
boðskap kirkjunnar, vígbúnaður
í heiminum er fordæmdur og
hvatt til þess að kirkjan taki upp
viðræður við stjórnmálaflokka
landsins um friðarmál, afvopnun
sé ofar flokkssjónarmiðum, og
söfnuðir landsins hefji umræður
um málefni friðarins. Mest af
þessu eru hlutir, sem allir geta
tekið undir og vonast til, að tak-
ist sem bezt. En það er tvennt,
sem er vafasamt að minnsta
kosti. í fyrsta lagi að afvopnun
sé ofar flokkssjónarmiðum. í
öðru lagi að kirkjan hefji við-
ræður við stjórnmálaflokkana
um málefni friðar og afvopnun-
ar. Það er sennilega vegna þess,
að afvopnun er ofar flokkssjón-
armiðum, að kirkjan á að hefja
viðræður við stjórnmálaflokk-
ana um hana. Það hlýtur þá að
helgast af því, að kirkjan sé bet-
ur hæf en stjórnmálaflokkarnir
að sjá, hvernig varanlegum
hagsmunum mannkynsins í af-
vopnunarmálum sé borgið.
Það er rétt að benda á, að í
þessari ályktun felst ákveðin lít-
ilsvirðing við stjórnmálaflokk-
ana. Þeir eru ekki á íslandi eða í
öðrum löndum fullkomnar stofn-
anir fremur en önnur mannanna
verk. En þeir eru óhjákvæmi-
legir við þá skipan, sem nú ríkir.
Þeir leggja fram sínar stefnu-
skrár og framkvæma vilja sinn,
komist þeir í stjórn. Á fjögurra
ára fresti að minnsta kosti ljá
kjósendur þeim atkvæði sitt eða
ekki eftir efnum og ástæðum. í
stjórnmálum er ekki um að ræða
nein viðhorf, sem eru algerlega
ofar flokkssjónarmiðum. Það er
því ástæðulaust að þola möglun-
arlaust, þegar prestar ætla að
grípa til klerkdóms síns til að
koma stjórnmálaskoðunum sín-
um á framfæri við landslýð.
Kirkjan hefur enga sérstöðu,
sem gerir embættismönnum
hennar kleift að meta veraldleg
efni á borð við afvopnunarmál af
meiri skarpskyggni og meira viti
en aðrir. Ef prestar hafa ein-
dregnar skoðanir á afvopnun-
armálum eiga þeir að koma þeim
á framfæri sem einstaklingar,
eins og aðrir þegnar en ekki í
krafti embætta sinna. Það er því
von mín, að klerkar í kirkjum
landsins fari varlega með þann
friðarboðskap, sem þeir hyggjast
flytja söfnuðum sínum hinn 12.
september næstkomandi.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Ein stórbrotnasta náttúra heims, hrikaleg og mild, ýmist villt eöa
tamin.
Dvaliö í Durban, Höfðaborg, Zululandi, Swaizilandi og Kruger Park.
Þér hlotnast óafmáanleg ferðaminning fyrir sanngjarnan tilkostnað,
en það eru adeins örfá sæti óseld.
F erðasírífstofsín
avandí
Lskjargata 6a, simi 17445
SUDUR-AFRÍKA
brottför 23. okt. — 13. nóv.