Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 28
Á leið í skólann í september fjölgar stórlega gangandi vegfarendum. Þúsund- ir skólabarna hefja skólagöngu. Þ.á m. bætast við a.m.k. 4 þús- und nýir „sjálfstæðir vegfarend- ur“ sex og sjö ára gamlir. Þeir hefja nýtt skeið, spennandi og forvitnilegt. Nýjar götur, umferð bíla og áður ókunn viðfangsefni blasa við. A þessum árstíma versna um- ferðarskilyrðin. Myrkur, hálka og fleiri erfiðir þættir taka við. Börn eru að jafnaði í meiri slysahættu en fullorðið fólk. Þekkingar- og reynsluleysi getur verið órsökin. Hlutverk okkar er Frá Umferðarráði að efla með þeim almenna var- kárni. Við megum ekki gera um- ferðina ógnvekjandi í augum þeirra. Mjög er takmarkað hvað auka má sjálfstraust barns sem vegfaranda ef því hefur aðeins verið kennt að hræðast hættur í umferðinni. Nauðsynlegt er að kenna góðar, einfaldar reglur varðandi umferðina. Útskýrið hvernig skal hegða sér. Við höf- um e.t.v. einblínt á þær hættur, sem börnum eru búnar, en van- rækt að upplýsa um rétta hegð- un þegar hættulegar kringum- stæður blasa við. l.Hvað er til ráða? Ýmsar ráðstafanir eru fyrir hendi til þss að draga úr þeim hættum sem fylgja umferðinni og efla með börnum ýmsa eigin- leika sem stuðla að öryggi í um- ferðinni. Skólinn hefur tækifæri til þess að veita fræðslu um grundvall- aratriði reglna og um aðstæður í nágrenni skólans, oft í samvinnu við lögreglu viðkomandi staðar. Þrátt fyrir þekkingu á helstu reglum í umferðinni er ekki að vænta góðs árangurs nema til komi verkleg kennsla. Kennarar hafa fremur takmarkaða að- stöðu til að sinna þessum þætti og því þurfa foreldrar að fylgja börnum fyrstu skiptin og ræða um helstu atriði sem varast ber á skólaleiðinni og benda á örugg- ustu leiðina. í því sambandi þarf að taka tillit til aðstæðna: gangstéttar, gangbrauta, lýs- ingar, álags í umferð, útsýnis- aðstæðna o.m.fl. Viðtöl á for- eldrafundum um þessi mál ásamt nánu samstarfi við lög- reglu geta haft áhrif í jákvæða átt. Til þess að auðvelda foreldrum þessa fræðslu hefur Umferðar- ráð í samvinnu við menntamála- ráðuneytið sent öllum nemend- um, sem hefja skólagöngu í fyrsta sinn, upplýsingabréf „Á leið í skólann". Virk þátttaka foreldra og annarra fullorðinna í umferðinni er veigamikið atriði í viðleitninni við að ala upp góða vegfarendur. Það er ljóst að unnt væri að koma í veg fyrir mörg slys ef fyrir hendi væri meiri til- litssemi og vinsemd í garð náungans á vegferð okkar. Fórn- arlund sem viðurkennir hlut annarra vegfarenda og líflegt skopskyn, laust við minnimátt- arkennd, eru eiginleikar sem framar öllu auka öryggið í um- ferðinni. Hinn mannlegi þáttur umferðarinnar snýst að verulegu leiti um aðlögunarhæfni ein- stakra vegfarenda. í umferðinni geta börn t.d. átt við sérstök vandamá! að glíma sem fullorðið fólk veitir ekki athygli í fljótu bragði. Leiðir til úrbóta Verði foreldrar varir við slæmar aðstæður á leið barnsins til skólans sem jafnvel auðvelt er að bæta, þurfa ábendingar að berast til tæknimanna bæjarfé- laga eða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Alltof oft tekur mörg ár að fullgera gatnakerfi ásamt merkingum þannig að að- stæður gangandi vegfarenda, ekki síst barna, séu sæmilega tryggðar. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast Erlendur sendiráðs- starfsmaður óskar aö taka á leigu íbúöarhúsnæöi í Reykjavík meö síma og frysti. Nánari upplýs- ingar í síma 29100 á skrifstofutíma. Húsnæði óskast Lögfræðingur sem búiö hefur erlendis óskar eftir 4ra—5 herb. íbúö eða einbýlishúsi á leigu fyrir sig og fjölskyldu sína. Upplýsingar í síma 12983. Húsnæði óskast# Menntamálaráðuneytið óskar aö taka á leigu húsnæöi fyrir eina af stofnunum sínum. 120—200 fm einbýlishús í vesturhluta borg- arinnar eöa á Seltjarnarnesi kæmi einna helst til greina. Upplýsingar gefur Anna Hermannsdóttir, deildarstjóri í síma 20970 á skrifstofutíma. Menntamálaráðuneytið, 31. ágúst 1982. veiöi Nokkur lax- og silungsveiði til sölu í Kálfá, Gnúpverjahreppi. Gott veiöi- hús. Uppl. í síma 23564. Landsmálafélagið Vörður: Efnahagsráðstafanir rfkisstjórnarinnar og stjórnmálaviðhorfið Landsmálafélagiö Vöröur boöar til fund- ar um efnahagsráöstafanir ríkisstjórnar- innar og stjórnmálaviöhorfiö. Framsögumaöur: Geir Hallgrimsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins. Fundurinn veröur haldinn miövikudaginn 8. september kl. 20.30 í Valhöll, Háalelt- isbraut 1. Vöröur Haustferð Óðins Málfundafélagió Óðinn efnir til ferðar laugardaginn 11. eeptember nk. Ekiö veröur um Borgarnes upp Noröurárdal og yflr Grjótháls í Þverárhlíö, Hestháls og Geldingadraga til Reykjavíkur. Fariö veröur frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 09, áætlaöur komutími kl. 19. Hádegisveröur veröur snæddur í Hreöarvatnsskála. Farseölar eru seldir í Valhöll, Háaleitisbraut 1, til föstudagskvölds á skrifstofutíma. Upplýsingasími í Valhöll: 82900. Verö kr.: 200 (innifalinn hádegisveröur í Hreöarvatnsskála og leiö- S°®n Mélfundafélagiö ÓOinn. Aðalfundur kjördæmisráös Sjálfstæöisfélaganna í Noröurlandskjördæmi eystra veröur haldinn aö Hótel Reynihliö dagana 11. og 12. september nk. og hefst laugardag kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Atvinnumál kjördæmisins. Halldór Blöndal, alþlngismaöur. 3. Stjórnmálaviöhorfíö. Lárus Jónsson, alþingísmaður. 4. Framboö til alþingiskosninga. 5. Starf Sjálfstæöisflokksins fram aö kosningum. Inga Jóna Þóröar- dóttir, framkvæmdastjóri Sjálfstaaöisflokksins. 6. Önnur mál. * Stlórnln. Halldór Lárus Inga Jóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.