Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 14
14
—------MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
Ford Escort
reynsluekið
— Rúmgóður
— Kraftmikill
— Góðir aksturseiginleikar
FORD ESCORT var á siðasta ári
kosinn bíll ársins, bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum, og kom það í
sjálfu sér fáum á óvart, því á ferð-
inni er mjög skemmtilegur og vel
hannaður bíll. Hann hafði verið á
teikniborðinu hjá Ford-mönnum
um langt árabil og var ekkert til
sparað og útkoman því góð. A dög-
unum reynsluók ég Ford Escort
1.3 GL og hann stóð að sjálfsögðu
fyllilega fyrir sínu. Um er að ræða
rúmgóðan, tiltölulega kraftmikinn
bil, með góða aksturseiginleika,
bæði á malhiki og úti á malarveg-
um.
RÝMI
Bíllinn er fjögurra dyra, auk
þess með stóra skuthurð, sem
auðveldar mjög umgang um
hann að aftan. Það sem vekur
mesta athygli, þegar setzt er inn
í bílinn, er hversu rúmgóður
hann er. Rýmið fyrir ökumann
og farþega frammi í er eins og
það gerist mest í venjulegum
fólksbílum. Reyndar er rýmið
aftur í ennfremur með ágætum.
SÆTI
Frammi í eru stólar, klæddir
með tauáklæði. þægilegt er að
sitja í þeim. Þeir veita góðan
bakstuðning og veita auk þess
óvenjulega góðan hliðarstuðn-
ing. Reyndar verður að hafa
þann fyrirvara á, þegar rætt er
um bílsæti, að smekkur manna
er misjafn. Það fer hins vegar
ekki á milli mála, að sætin í
Escortinum eru vönduð. Stólarn-
ir eru með hefðbundnum still-
ingum. Að sjálfsögðu hægt að
færa þá fram og aftur og síðan
er hægt að breyta stillingum á
bakinu. Höfuðpúðarnir eru
þannig úr garði gerðir, að þeir
skyggja lítið sem ekkert á útsýni
úr bílnum og er það vel. Um aft-
ursætið er það að segja, að ágætt
er að sitja í því við annan mann.
Hins vegar er rými varla nægi-
legt fyrir þriðja mann, ef ferðast
er langar vegalengdir. Því má
segja, að Escortinn sé óvenju-
lega rúmgóður bíll fyrir fjóra
fullorðna, sérstaklega sé það
haft í huga hver ytri mál hans
eru.
ÚTSÝNI
Útsýni úr bílnum er ágætt.
Ökumaður situr tiltölulega hátt
og póstar skyggja lítið á. Enn-
fremur eru gluggar tiltölulega
stórir. Reyndar á þetta ennfrem-
ur við um farþega. Utsýni þeirra
er ágætt.
MÆLABORÐ
Mælaborðið í Escort er
óvenjulega vel hannað, en það er
byggt tiltölulega þétt, þannig að
ökumaður á auðvelt með að ná
til allra stjórntækja, án þess ,að
teygja sig. Reyndar er mæla-
borðið tiltölulega venjulegt í út-
liti, nema hvað stýrishjól er
frekar nýtízkulegt. I mælaborð-
inu er að sjálfsögðu hraðamælir
og í honum er „trimmari". Þá er
sérstakur benzínmælir og hita-
mælir, auk þess sem stór
kvartzklukka er í borðinu. Síðan
eru hin ýmsu aðvörunarljós, eins
og í sambandi við olíu, neyðar-
Ijós, aðalljós og fleira. Að ósekju
mætti vera sérstakur olíuþrýst-
ingsmælir. A vinstri hönd við
stýrishjólið er stefnuljósarofi,
en í honum er ennfremur flauta
bílsins og skiptari aðalljósanna.
Rofinn er vel staðsettur. A
hægri hönd við stýrishjólið er
síðan rofi fyrir þurrkurnar og
rúðupiss. Stjórntæki miðstöðv-
arinnar eru hægra megin í
mælaborðinu, en eru vel innan
seilingar. Reyndar eru þau
óvenjulega vel staðsett fyrir
ökumanna, að eiga við þau. Þau
eru frekar einföld að gerð, en
hins vegar virkar miðstöðin al-
veg ágætlega, er fljót að hita bíl-
inn upp og taka móðu af rúðum.
I borðinu er svo rofi fyrir aftur-
rúðuupphitar og afturrðuþurrku.
Afturrúðuþurrka er til mikilla
bóta, sérstaklega á bílum með
lag Escortsins, en þeir eiga það
til að ausa svolítið upp á sig þeg-
ar ekið er á blautum vegum.
PEDALAR OG
GÍRSKIPTING
Um pedala er það að segja, að
þeir eru vel staðsettir og rými
fyrir fætur ökumanns er mikið
og gott. Engin hætta er á að
stíga á tvo pedala samtímis, eins
og oft vill verða í bílum. Það
eina, sem finna má að staðsetn-
ingu bílsins, er að við benzín-
gjöfina mætti vera hliðarstuðn-
ingur, þegar ekið er á löngum
leiðum. Kúplingin virkar vel og
bremsur eru mjög góðar á bíln-
um. Bíllinn er fjögurra gíra og
skiptistöngin er vel staðsett með
góðu handfangi. Skiptingin er
mjög þétt, þ.e.a.s. engan losara-
brag er að finna í henni. Tiltölu-
Ford Escort 1.3 GL.
FORD
Gerð: Ford Escort 1.3 GL
Framleiðandi: Ford
Framleiðsluland:
Vestur-Þýzkaland
Innflytjandi:
Sveinn Egilsson hf.
Verð: 179.000,-
Afgreiðslufrestur: Til á lager
Lengd: 3.970 mm
Brcidd: 1.640 mm
Hæö: 1.340 mm
Hjólhaf: 2.400 mm
Fótarými frammi í: 1.030 mm
Fótarými aftur í: 900 mm
Vél: 4 strokka, 1.296 rúm-
senti metrar, 69 hestöfl
Drif: Framdrifinn
llámarkshraði:
157 km/ klukkustund
Tími í 100 km/ klst:
12,8 sekúndur
Benzíntankur: 40 lítra
Olíukerfi: 3,66 lítrar
Kælikerfi: 6,55 lítrar
Hjólbarðar: 155/ SR 13
Gírkassi: 4ra gíra með
hlutfall: 3.58/ 2.05/ 1.35/ 0.95
Brcmsur: diskar að framan,
en tunnur að aftan
Stór skuthurð að aftan gerir umgang auðveldan.
lega stutt er milli gíra, sem er
kostur.
AFL
Bíllinn er ágætlega kraftmik-
ill, en hann er knúinn fjögurra
strokka, 69 hestafla, 1.296 rúm-
sentimetra vél. Reyndar er hægt
að velja í Escortinn vélar á bil-
inu frá 1.117 rúmsentimetrum til
1.597 rúmsentimetr. Bíllinn
vinnur mjög vel í gírunum, sér-
staklega 2. og 3. gír. Hann er því
mjög lipur í innanbæjarakstri og
því má reyndar skjóta inn, að
beygjuradíusinn er ágætur og
stýrið er tiltölulega létt þrátt
fyrir þá staðreynd, að bíllinn sé
framdrifinn. í sambandi við afl-
ið, þá má reyndar segja, að það
vanti yfirleitt ekki. Bíllinn vinn-
ur alveg prýðilega upp brekkur í
4. gír. Til dæmis var honum ekið
upp Kambana með fjórum full-
orðnum í í 4. gír, án þess að
verða mikið um.
AKSTURSEIG-
INLEIKAR
Aksturseiginleikar Escortsins
eru mjög góðir, hvort heldur ekið
er á malbiki eða úti á malarveg-
um. Fjöðrunin er hæfilega stíf,
þannig að hann verður ekkert
óþarflega hastur á mölinni, en
hins vegar leggst hann ekkert
fram á hornin, þótt honum sé
ekið á nokkuð miklum hraða inn
í beygjur. Það sem kom mest á
óvart í sambandi við aksturseig-
inleika bílsins, er hversu stöðug-
ur hann er úti á malarvegum.
Það er ekkert tiltökumál, að aka
honum á miklum hraða á holótt-
um malarvegum, þannig að því
leytinu hentar hann íslenzkum
aðstæðum mjög vel. Ennfremur
kom Escortinn vel út, þegar hon-
um var ekið tiltölulega hratt á
steyptum vegum, þ.e.a.s. svörun
var öll hin ágætasta.
NIÐURSTAÐA
Þegar upp er staðið að loknum
reynsluakstri bílsins við ólíkustu
aðstæður, er ekki hægt að segja
annað, en að hann standi fylli-
lega undir nafni, sem bíll ársins
1981, bæði í Evrópu og í Banda-
ríkjunum. Hann er rúmgóður,
kraftmikill og hefur góða akst-
urseiginleika.