Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 -. ■ t-r*" Liverpool: Skotárás á lögregluna Liverpool, 3. sept AP. VOPNAÐIR lögreglumenn réðust I dag inn i nokkur hús í Toxteth- hverfinu í Liverpool eftir að þrjú ungmenni höfðu skotið á lögreglu- menn með haglabyssum, sem höfðu verið hlaupstýfðar. í fyrra urðu mikl- ar óeirðir í þessu hverfi en þetta er í fyrsta sinn sem skotvopn eru notuð. Talsmaður lögreglunnar sagði, að í aðgerðunum hefðu nokkrir menn verið handteknir og hald lagt á vopnin og mikið af skotfær- um. Þær hófust eftir að lögreglan stöðvaði flutningabil, sem þótti „grunsamlegur", en ungmennin þrjú hófu þá að skjóta að lögreglu- mönnunum. Enginn varð fyrir skoti og fljótt flýðu tveir mann- anna af vettvangi en sá þriðji féll í hendur lögreglunni. Allt var með kyrrum kjörum í Toxteth í dag en þar hefur marg- oft komið til mikilla óláta. Þar er blökkufólk fjölmennt og atvinnu- leysi mikið. Flugmóðurskipið Illustrious, fremst á myndinni, hefur nú leyst af hólmi fiugmóðurskipið Invincible, fjær, við Falklandseyjar og mun það síðarnefnda nú halda heim til Bretlands. Argentínumenn og Breta greinir mjög á um hvort Invincible hafi orðið fyrir árás i Falklandseyjastriðinu. Argentínumenn segjast hafa hæft það með Exocet-flugskeyti og varpað á það sprengjum að auki en þessu neita Bretar. Þeir segja, að skipið hafi aldrei orðið fyrir neinu hnja.ski. Invinc- ible er væntanlegt í höfn 17. september nk. og mun þá verða tekið á móti því með kostum og kynjum enda er Andrew prins þar um borð sem þyrluflugmaður. Franskur sendiherra krafinn sagna í Rúmeníu ERLENT Tékkóslóvakía: Réttarhöld yfir 4 „Samstöðu- mönnum“ Vín, 3. septomber. AP. FJOKIR meðlimir úr „byltingar- hópi“, áður ókunnri tékkneskri hreyfingu, munu verða leiddir fyrir dómstóla i Prag næstkomandi mánudag, ákærðir fyrir að hafa dreift efni sem er í tengslum við hin ólöglegu verkalýðsfélög Samstöðu, að því er haft er eftir heimildum úr útlendingaeftirlitinu í dag. Þessir fjórir menn munu vera bræður og munu þeir hafa verið í haldi frá því snemma á þessu ári vegna þessara saka. Talið er, að réttarhöldin muni taka allt að tólf dögum, en álitið er, að mennirnir fjórir hafi verið að dreifa upplýsingum um verka- lýðsfélögin og ræðum nokkurra leiðtoga þeirra. París, 3. september. AP. FRANSKI sendiherrann i Rúmeníu var kallaður til fundar við rúmensku utanríkisþjónustuna og hann beðinn að útskýra hina „óvinveittu herferð" franskra fjölmiðla í sambandi við samantekin ráð um að drepa tvo út- læga Rúmena, samkvæmt fjölmiðl- um í Frakklandi i dag. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í París staðfesti að franski sendiherrann í Rúmeníu, Marcel Beaux, hafi verið kallaður til fundar við rúmenska yfirmenn í Búkarest, en talsmaðurinn sagði að að öðru leyti væri hann málinu ókunnugur. Fréttir frá Búkarest herma að Rúmenar hafi kvartað yfir því að allt varðandi þetta morðsamsæri væri „hneykslanlegt athæfi", gert í þeim tilgangi að bendla Rúmena við eitthvað sem þeir hefðu aldrei haft í hyggju, þ.e. að drepa hina útlægu rithöfunda Virgil Tanase og Paul Goma, sem búa í París. Á þriðjudag birti dagblaðið „Le Matin" hins vegar frétt þar sem fram kemur að rúmenskur leyni- þjónustumaður hafi tilkynnt þeim að hann hafi í febrúarmánuði síð- astliðnum fengið fyrirmæli um að drepa báða mennina. Rökstuddar fréttir frá París herma að franska leyniþjónustan hafi gripið til þess ráðs að setja á svið rán á Tanase, og tilraun til að drepa Goma á eitri til að gefa rúmenska leyniþjónustumannin- um tækifæri til þess að koma fjöl- skyldu sinni heilli á húfi frá Rúm- eníu áður en upp kæmist um allt. Rúmenska sendiráðið í París hefur staðfastlega neitað því að stjórn þess hafi verið á nokkurn- hátt viðriðin samsæri um að drepa þessa menn og sé þetta allt tilbún- ingur „óvina sem ekki vilji sjá góð tengsl milli Frakklands og Rúm- eníu“. Verðbólgan í Argentínu: Þar borga menn 7000 pesos fyrir dagblað BuenoH Airen, 3. september. AP. TIL AÐ ná i nýjustu fréttir að morgni er annað hvort að tína til 7000 pesos í röðinni eftir dagblaðinu eða kveikja á útvarpinu sem kostaði 2.000.000 pesos. Ilafirðu í hyggju að kaupa þér dollara, kostar einn slikur 40.000 pesos. var á árinu 1980. Verðið á dagblað- inu sem getið var um í upphafi væri margfalt hærra ef ekki hefðu verið skorin tvö núll aftan af gjaldmiðl- inum árið 1968 til að gera þetta allt viðráðanlegra. Slík er verðbólgan í Argentínu, sem varð í fyrsta sæti hvað verð- bólgu snertir á síðasta ári með 131 prósent, og ef allt fer sem horfir mun hún halda þessu lítt eftirsótta sæti á þessu ári. Verðbólgan er á allra vörum í landinu nú sem endranær, því hún er ekki nýtt fyrirbæri í Argentínu. Hún hefur plagað þjóðina í marga áratugi og hefur einungis einu sinni farið niður fyrir 100 prósent, það Verða Egilsstaðir að hafnarbæ á næstu öld? Rouider, í 'olorado, 3. aept. AP. Almenningur í landinu veit ekki hvernig á að snúa sér í þessum kröggum þjóðarinnar og algengt er að heyra álit sem þetta á götum úti: „Það eina sem vit er í, er að eyða sem mestu á líðandi stundu. Það er gagnsiaust að geyma fé sitt í banka, þar sem á morgun verður það orðið að engu.“ Fjórir fjármálaráðherrar hafa fengið að spreyta sig á fjárhags- ástandinu á undanförnum átta mánuðum. Sá síðasti, Jose Dagnino Pastore, var aðeins við völd í 53 daga og nú er tekinn við embættinu Jorge Wehbe, sem var áður við völd fyrir tíu árum. ÞÓTT allar rannsóknir bendi til að hitastigið á jörðunni muni hækka mjög á næstu öld með skelfilegum afleiðingum fyrir alla jarðarbúa, láta ráðamenn þessa spádóma sem vind um eyru þjóta og vilja helst ekkert af þeim vita. Svo segja a.m.k. vísindamenn, sem þykjast vita hvert stefnir. Vísindamönnum ber nú orðið saman um, að á næstu 40—100 ár- um muni koltvísýringur í and- rúmsloftinu tvöfaldast og hita- stigið hækka um 5 gráður á celcí- us. Þetta fyrirbrigði kallast „gróðurhúsaástand" vegna þess, að koltvísýringurinn dregur úr hitaútgeislun á sama hátt oggróð- urhús. „Þetta er alheimsvandamál, það mesta og flóknasta, sem bíður mannkynsins á þessari og næstu öld,“ segir Robert Schware, vís- indamaður, sem starfar við bandarísku veðurfarsrannsókna- stöðina í Boulder í Colorado. I skýrslu, sem kom út í júlí sl., segir, að hærra hitastig muni valda aukinni bráðnun heim- skautaíssins, vorið verður fyrr á ferðinni og haustið síðar og jarð- vegsraki mun minnka um mitt og norðanvert norðurhvel jarðar. Vegna aukinnar ísbráðnunar mun sjávarborð hækka, um nokkra metra jafnvel, hafnarborgir fara á kaf og þurrlendið minnka stór- lega. Dr. William Kellogg, vísinda- maður við rannsóknastofnuna, segir, að afleiðingarnar fyrir heimsbyggðina muni verða mjög misjafnar. Sumar þjóðir muni hagnast á breytingunni en aðrar, langflestar raunar, muni tapa. Hann segir að þrátt fyrir allt séu engin ragnarök í nánd. „Maðurinn er skynsöm skepna, sem á auðvelt með að laga sig að breyttum að- stæðum." Daginn áður en Dagnino sagði af sér birti vikuritið „La Semana" lista yfir þá hluti sem ekki hækk- uðu meira en 16 prósent í júlímán- uði og gaf út lista sem hentugt væri að fylgja til að halda fjárhagnum í horfinu. Samkvæmt honum er hag- stæðast að þvo sér einungis með hárþvottalegi, þar sem hann hækk- aði aðeins um sjö af hundraði á meðan að venjulegt sápustykki hækkaði um 24 af hundraði og ef öll þessi verðbólga fer að stíga fólki til höfuðs í bókstaflegri merkingu og valda þar verk, þá er ekki ástæða til örvæntingar þar sem asperín hækk- aði aðeins um 10 af hundraði. A-Þýskaland: 3flýja Miíncben, V-Þynkalandi. 3. aeptember. AP. ÞRÍR austur-þýskir flóttamenn hafa komið til V-Þýskalands á undan- { förnum dögum á leið til Austurríkis, samkvæmt upplýsingum frá landa- mæralögreglunni í dag. Tveir þeirra komu saman eftir að hafa verið í sumarleyfi í aust- antjaldslandi segir í yfirlýsing- unni frá lögreglunni, en sam- kvæmt hefð yfirvalda eru nöfn og heimilisföng flóttamanna ekki gefin upp. Veður víða um heim Akureyrj 4 skýjað Amsterdam 19 heióskirt Aþena 34 heióskfrt Barcelona 26 skýjað Berlín 20 heiðskfrt BrUssel 23 heiðskfrt Chicago 25 hefðskfrt Dyflinni 19 heiðskfrt Feneyjar 27 þokumóða Frankfurt 22 heiðskfrt Genf 22 hefðskfrt Helsinki 17 skýjað Hong Kong 31 heiðskfrt Jerúsalem 32 heiðskfrt Jóhannesarborg 14 heiðskfrt Kairó 35 heiðskfrt Kaupmannahöfn 17 skýjað Laa Palmas 26 lóttskýjað Lissabon 33 heiðskfrt London 23 heiðskfrt Los Angeles 37 hefðskfrt Madrid 31 heiðskfrt Malaga 25 heiðskfrt Mallorca 22 skýjað Mexfkóborg 25 heiðskfrt Miami 31 rfgning Moskva 22 skýjað Nýja Delhf 35 skýjaó æi Vnrb IWw TOiK 25 skýjað Osló 17 heiðskfrt París 24 heiðskfrt Perth 18 heiðskfrt Rio de Janeiro 27 skýjað Reykjavík 7 lóttskýjað Rómaborg 29 heiðskfrt San Francisco 21 hefðskfrt Stokkhólmur 16 heiðskfrt Sydney 26 hefðskfrt Tel Aviv 30 heiðskfrt Tókýó 30 skýjað Vancouver 24 skýjað Vinarborg 21 skýjað bórahöfn 9 hólfskýjað Jugóslavía: * Astarbríminn endist illa Subotica, Júgóslavíu, 3. sept. AP. FYRIR nokkrum árum var það leitt i lög í Vojvodina-héraði i Júgóslavíu, að ungt fólk í giftingarhugleiðingum yrði að bíða í mánuð eftir leyfisbréf- inu. Það hefur haft þær afieiðingar, að sögn embættismanna, að helm- ingi hjónaleysanna hefur að jafnaði snúist hugur áður en mánuðurinn er liðinn. Hjónaskilnuðum hefur fjölgað mjög í Júgóslavíu og hafa yfirvöld af því miklar áhyggjur. Til að hamla gegn þessari þróun voru þessi lög sett en þau eiga að gefa fólki tíma til að átta sig og gá hvort mesti ástarbríminn rennur ekki af við biðina. Ilona Ludonji, embættismaður á manntals- skrifstofu í Subotica, segir, að nú sé það regla, að innan 30 daga frá því að unga fólkið komi og vilji fá leyfisbréf hafi helmingurinn hætt við allt saman. Stundum kemur þó fyrir, segir Ilona, „að flytja verður brúðina beint úr athöfninni á fæðingar- deildina og nokkrum sinnum hef ég og samstarfsmenn mínir orðið að taka á móti barni á skrifstof- unni“. Af þessum sökum hefur lögunum verið breytt lítillega og má nú stytta biðtímann eða af- nema þegar sérstaklega stendur á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.