Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
Andreaa Schmidt og Hðrður Áskelsson.
Tónleikar í Hallgrímskirkju:
Fluttar verða tvær
kantötur eftir Bach
Tónleikar verða haldnir i Hall-
grímskirkju sunnudaginn 5. sept. kl.
20.30. A efnisskránni eru tvær kant-
otur eftir Jóhann Sebastian Bach
sem fjalla um dauðann og eilífðina.
A tónlcikunum, sem haldnir eru til
styrktar orgelsjóði kirkjunnar, koma
fram 15 hljóðfæraleikarar, 20
manna kór auk baritónsöngvarans
Andreas Sehmidt, en hann er af þýð-
versku bergi brotinn. Einnig fer
Kristján 1». Stephensen með stórt
cinsöngshlutvcrk, en konsertmeist-
ari er Rut Ingólfsdóttir. Fyrri kant-
atan, sem ber nafnið lch habe
genug, fjallar um lofsöng Simeons
sem vildi ekki deyja fyrr en hann
hefði séð Jesúm. Verkið skiptist í
þrjár aríur og tvo talsöngva. Síðari
kantatan, sem flutt verður, heitir Ich
will gerne den Kreuzstab tragen og
er efni hennar sem hinnar fyrri sótt í
Biblíuna.
Þýski söngvarinn Andreas
Scmidt, sem fer með stærsta ein-
söngshlutverkið á tónleikunum, er
fæddur í Diisseldorf 1960. Að
stúdentsprófi loknu 1979, stundaði
hann nám í kirkjutónlist í heima-
borg sinni. Eftir að hann lauk
burtfararprófi þaðan 1981 hefur
hann verið í einsöngsnámi hjá
Ingeborg Reicheld. í stuttu sam-
tali við blm. Morgunblaðsins
kvaðst Andreas hafa sungið óra-
toríur og komið víða fram á
söngkvöldum í Þýskalandi þetta
árið. Þar hefði einnig fyrsta út-
varpsupptakan á söng hans verið
gerð ekki alls fyrir löngu.
Er hann var inntur eftir fram-
tíðaráformum sínum sagðist hann
hafa áhuga á að starfa við óperu-
hús og hefði hann þegar fengið til-
boð þar að lútandi. Þó yrði það
ekki í bráð sökum þess að hann
mundi hefja söngnám hjá hinum
virta kennara Dieter Fischer-
Dieskau í Berlín 1983. Að sögn
Andreas má ætla að námstíminn
þar verði tvö til þrjú ár. Samt
kvaðst hann hafa í hyggju að námi
loknu að halda áfram að syngja
óratoríur með óperusöngnum.
Þess má geta að lokum að
launagreiðslur þeirra sem taka
þátt í tónleikunum á sunnu-
dagskvöld og aðgangseyrir renna í
orgelsjóð kirkjunnar. Hann var
stofnaður til að unnt verði að fjár-
festa í orgeli sem hentar Hall-
grímskirkju þegar lokið verður við
smíði hennar.
Myndin er tekin í Hallgrímskirkju. Frá vinstri: Andreas Schmidt, Höróor
Áskelsson, sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Stríd og fridur
II. grein
Kirkjan og kjarn-
m^lrll vnnil l lfl - eftir Guðmund
JL \JL V M. JL JL JL JL Heiðar Frímannsson
Einn þáttur í friðarhreyfing-
unni, sem hefur vakið nokkra at-
hygli og gefið þeim virðulegra og
ábyrgðarfyllra yfirbragð en tíð-
kast um mótmælendasöfnuði, er
stuðningur kirkjunnar við frið-
arhreyfinguna. Þetta er áber-
andi í Bandaríkjunum með kaþ-
ólsku kirkjuna, en nokkuð marg-
ir biskupar hafa tekið þátt í
störfum friðarhreyfingarinnar
og samið og samþykkt ýmiss
konar yfirlýsingar, sem ganga í
sömu átt og friðarhreyfingin
stefnir. í Vestur-Evrópu, sér-
staklega í V-Þýzkalandi og Hol-
landi, hefur mótmælendakirkjan
tekið virkan þátt í störfum frið-
arhreyfingarinnar og stutt hana
með ráðum og dáð. Á íslandi
hefur kirkjan ekki tekið beinan
þátt í baráttu friðarhreyfingar-
innar, en nú nýverið samþykkti
Prestastefnan á Hólum sam-
hljóða ályktun um málefni frið-
arins. Það er rétt að hyggja nán-
ar að því, hvernig kirkjan ætti
að boða frið á jörð.
Nú er það öllum ljóst, sem vita
vilja, að meginboðskapur kirkj-
unnar hefur ævinlega verið frið-
ur á jörðu. Sá friður hefur verið,
að mannkynið lifði í sátt við Guð
sinn og fagnaðarerindið mótaði
hegðun og hátterni allra manna.
Hlutverk kirkjunnar er því boð-
un orðsins, útbreiðsla hins
kristilega boðskapar meðal
mannfólksins. En hafi þetta ver-
ið svo frá upphafi, hvað ber þá
nýtt við nú? Það, sem gerist, er,
að kirkjan hefur snúið sér í
auknum mæli að veraldlegum
efnum. í málefnum friðarins
lætur hún sér ekki hin geistlegu
nægja.
I kaþólskum sið á þetta sér
nokkurn aðdraganda. I sam-
þykktum annars Vatikanþings-
ins, 1962—1965, er að finna
kafla, sem biskupar hafa notað
til að rökstyðja andmæli sín við
hermálastefnu Bandaríkjanna.
Á einum stað segir: „Vísindaleg
vopn hlaðast upp ekki einungis í
því skyni, að þau séu notuð í
stríði. Varnarstyrkur hverrar
þjóðar er talinn velta á hæfni
hennar til að svara andstæðingi
sínum þegar í stað. Þess vegna
fælir með áður óþekktum hætti
þessi samsöfnun vopnanna, sem
eykst með hverju árinu, mögu-
legan óvin frá því að gera árás.
Margir telja, að þetta sé bezta
leiðin til að viðhalda tiltekinni
tegund friðar milli þjóða nú á
tímum.
Hvað sem segja má um þessa
aðferð til fælingar, þá ættu
menn að vera sannfærðir um, að
vopnakapphlaupið, sem svo
margar þjóðir taka þátt í, er
ekki örugg leið til að varðveita
friðinn." (Commentary, 1982,
marz, bls. 37.)
í næstu grein á undan þessari
stendur: „Allar þessar ástæður
knýja oss til að meta stríð í Ijósi
algerlega nýrra viðhorfa.“ Fyrri
ívitnunin í þessa samþykkt Vat-
ikanþingsins gaf i sjálfu sér ekk-
ert nýtt til kynna, en þessi síðari
hefur orðið kaþólskum klerkum
og biskupum tilefni til nýstár-
legra yfirlýsinga og athafna.
Það, sem kallaði á algerlega
ný viðhorf að mati annars Vat-
ikanþingsins, var kjarnorku-
vopnin. Ástæðan til þess, að þau
kalla á algerlega ný viðhorf,
hlýtur að vera sú, að eyðilegg-
ingarmáttur þeirra er meiri en
vopna, sem áður hafa verið til.
En þótt eyðileggingarmáttur
þeirra sé meiri, og því til sönn-
unar megi segja margar hryll-
ingssögur, þá er hér einungis um
stigsmun að ræða en ekki eðlis-
mun. Áður var einungis mögu-
legt að leggja einstaka bæi, ein-
stök héruð, jafnvel einstök lönd í
rúst, en nú er hugsanlegt, að öll
heimsbyggðin farist, ef kjarn-
orkustríð brytist út. Svo
ógnvænleg sem sú tilhugsun er,
þá kallar hún vart á algerlega ný
viðhorf, allra sízt þau að kirkjan
fái í auknum mæli forræði í ver-
aldlegum efnum.
En í krafti þessara nýju við-
horfa hafa kaþólskir prestar í
Bandaríkjunum tekið að hvetja
menn til að halda eftir helming
af því, sem þeir greiða í skatt, en
Hunthausen erkibiskup í Seattle
heldur því fram, að svo mikill
hluti af fé ríkisins fari í vopna-
framleiðslu. Hvernig hann hefur
fengið þessa tölu er öilum óljóst.
60 af 350 kaþólskum biskupum
Bandaríkjanna hafa gengið í Pax
Christi, sem eru kaþólsk afvopn-
unarsamtök.
Krol kardínáli setti fram meg-
inatriðin í kenningum þessara
klerka um kjarnorkuvopn, þegar
hann sat fyrir svörum hjá utan-
ríkismálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings 6. september
1979. Hann telur sumar tegundir
stríðs réttlætanlegar, en kjarn-
orkustríð sé utan marka þess,
sem er réttlætanlegt í sjálfs-
vörn. Síðan bendir hann á, að
kaþólskir menn telji það
syndsamlegt að ætla að fremja
morð rétt eins og að fremja það.
Kardínálinn segir: „Siðferðileg
afleiðing þessa er, að það er ekki
einungis rangt að beita lang-
drægum kjarnorkuvopnum held-
ur líka hinn yfirlýsti ásetningur
um að beita þeim, sem fólginn er
í fælingarstefnunni. Þetta skýrir
óánægju kaþólskra manna með
kjarnorkuógnina og hve þeir
telja það brýnt, að kjarnorku-
vopnakapphlaupinu verði snúið
við. Það skiptir gífurlegu máli,
að samningar náist um þýð-
ingarmikla og stöðuga minnkun
kjarnorkuvopna og að lokum
hverfi kjarnorkuógnin og hótun-
in um gagnkvæma eyðilegg-
ingu."
Sé þessi kenning kardínálans
rétt, þá er grundvellinum kippt
undan varnarmálastefnu Banda-
ríkjanna og Vestur-Evrópu í
einu vetfangi. Sé enginn ásetn-
ingur um að beita vopnunum, þá
stafar heldur engri ógn af þeim.
Afleiðing þessa hlýtur síðan að
vera sú, að réttlætanlegt sé að
þola ósigur, verða undir í barátt-
unni við alræðið. Sé syndsamlegt
að ætla að beita kjarnorkuvopn-
um, jafnvel þótt á mann sé ráð-
izt, þá hlýtur þetta viðhorf að
leiða til ósigurs. Forsenda kard-
ínálans fyrir þessum röksemd-
um er sú, að um sé að ræða tvo
illa kosti: að koma af stað kjarn-
orkustyrjöld eða gefast upp fyrir
alræðinu. Seinni kosturinn sé
skárri en sá fyrri; og mönnum
beri að þjást og vona í þeirri
vissu, að í tímans rás breytist
stofnanir mannfélagsins, náð
Guðs muni gera mannkyninu
hlutskipti sitt bærilegt.
Það er rétt að gera athuga;
semdir við rök kardínálans. í
fyrsta lagi er ástæðulaust að
fallast á þá skoðun, að ásetning-
ur sé jafn syndsamlegur og at-
höfn. Það er vel hugsanlegt, að
menn gangi með þá grillu allt
lífið, að þeir vilji myrða mann,
en framkvæmi hana aldrei, jafn-
vel þótt grillan hafi einhvern
tíma orðið reglulegur ásetning-
ur. Ásetningur einn saman skað-
ar aldri neinn. Og í þessu sam-
hengi hlýtur það að vera aðal-
atriði. Þess vegna er hæpið að
beita kaþólskri guðfræði til að
sýna fram á, að öryggishags-
munum Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu sé bezt þjónað
með því að gefast upp fyrirfram.
Þetta hefur heitið hugleysi, og
ég held, að svo sé enn.
í öðru lagi getur ásetningur-
inn, sem er undirstaða ógnarinn-
ar, tryggt, að um aðra kosti sé að
velja en þá, sem eru forsenda