Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 5. september - Bls. 45-76 ÖRLAGASAGA ÍSLENZKS FÍKNIEFNA- NEYTANDA í 15 ár drakk hann kogara, át pillur og sprautaði sig með morfíni Hann cr þrjátíu og tveggja ára gamall. Fjórtán ára hóf hann ad drekka áfengi, 16 ára drakk hann kogara og fór fljótlega yfir í fíkniefni. Kynni hans af fíkniefnum hófust með neyslu LSD. Hann neytti hass og yfirleitt allra fíkni- efna sem hann komst yfir, át allar þær pillur sem hann komst i og drakk brennivín, kogara, allL Hann hefur reynt að fyrirfara sér. Þrisvar var hann lagður meðvitundundarlaus inn á gjörgæzlu vegna ofneyslu lyfja og fíkniefna; eitt sinn var hann meðvitundarlaus þrjá sólar- hringa. Hann hefur lent í mörgum slysum vegna fíkniefnaneyslu, einu sinni hálsbrotnað. Hann hefur fundist úti á víðavangi i 10 stiga gaddi og líkamshiti hans var þá kominn niður fyrir þrjátiu gráður. Innan sólarhrings var hann strokinn af sjúkrahúsinu, því líkaminn krafðist fíkniefna. Hann sprautaði sig með morfíni, hann drakk brennivín og át pillur. Hann hafði gefið upp alla von; endirinn virtist svo skammt undan. Fyrir fjórum árum útvegaði móðir hans honum pláss í Reykjadal hjá SÁÁ. Hann var lagður inn, en var ekki fyrr kominn út en hann „féll„. Fimm sinnum fór hann á með- ferðarstofnanir, en féll jafnharðan. Nú hins vegar telur hann sig loksins vera að komast út úr því helvíti, sem líf hans hefur verið nánast frá barnæsku. Nafn hans skiptir ekki meginmáli; hann segir sögu sína svo hún megi verða öðrum víti til varnaðar. Hvar eru félagar hans, sem lögðu upp með honum fyrir fjórtán árum þegar hassið átti að frelsa heiminn og allir er fíkniefna neyttu voru svo óendanlega hamingjusamir; eða þeir sem urðu samferða honum í heimi fíkniefnanna um tíma? Hann svarar: „Margir þeirra eru dánir; þeir ýmist frömdu sjálfsmorð, tóku of stóra skammta eða lentu í slysum, sem voru bein afleiðing fíkniefna- neyslu. Nokkrir eru geðveikir, þá fyrst og fremst vegna neyslu LSD og ná sér aldrei. Margir eru komnir í AA-samtökin en nokkr- ir halda ennþá út í brálæðislegum heimi fíkniefnanna. Ég og fleiri bíðum þeirra; spurningin er hvort þeir komi áður dauðinn nær til þeirra. Ég var fjórtán ára þegar ég drakk í fyrsta sinn, var í verbúðum á síld. Þetta var sumarið áður en ég fór í annan bekk. Þegar frá upphafi drakk ég mikið; það var eins og ég lokaðist og tilfinningalegur þroski minn stöðvaðist. Ég hef oft velt þessu fyrir mér, af hverju ég hellti mér svona brjálæðislega út í brennivínið og síðar fíkniefnin, en hef ekki fundið skýringu. Mér gekk vel í skóla og stóð mig vel í íþróttum, þannig að ekki þurfti ég að upphefja mig. Mér gekk þolanlega í 2. bekk og fór síðan í landspróf. Áfengið var stöðugur fylgifiskur og auðvelt að verða sér úti um það. Hópur- inn hélt sig á Hressó. Fljótlega fór ég að rétta mig af daginn eftir, mæting í skóla varð afleit, heimanám ekkert. Ég skynjaði að ég mundi aldrei ná landsprófi og rétt skreið upp úr 3. bekk. Fór síðan á síld og drykkjan ágerðist stöðugt. Fljótlega fór að bera á „black—out“, minnið tapaðist og sextán ára gamall var ég farinn að drekka kogara. Námi var ég þá hættur, stundaði vinnu illa. Átján ára var ég fullmótaður alkóhólisti. Þá hóf ég sambúð, en það var hörmungartímabil bæði fyrir hana og mig. Ég var kominn á kaf í pillur og brennivín, neytti örvandi lyfja og róandi þegar ég komst í þau. Mig fýsti að komast í fíkniefni og fyrstu kynni mín af þeim var þegar ég var 19 ára; þá LSD sem ég fékk hjá kunningja mínum. Sá var nýkominn frá Kanaríeyjum og kunn- ingsskapur hófst með okkur. Við urðum okkur úti um 40 stykki af LSD, neyttum þess í mánuð og ég gjörsamlega ruglaðist; endaði á geðdeild. Ég var ofsalega ruglaður og reyndi að fyrirfara mér. Á geðdeildinni var ég dópaður af lyfjum, en ekki var reynt að grafast fyrir um vandann. Ég var þar í 2 mánuði, en það var svo mikið vesen í kring- um mig, stöðugt lyfjaát, að ég var látinn fara. Ég vildi reyna að komast út úr þessu og fór í sveit norður í land, en varð mjög veikur því engin lyfin hafði ég með mér. Eg hresst- ist þó, en löngunin að komast í bæinn í fíkniefni og brennivín ágerðist og ég fór eft- ir þriggja mánaða vist.“ Mér fannst hassið stórkostlegt „Ég náði fljótlega sambandi við kunningja mína og komst þá í fyrsta sinn í kynni við hass. Mér fannst það stórkostlegt, allt var svo fyndið og ég reykti hass og drakk brennivín óspart. Tvítugur að aldri var ég í fyrsta sinn lagður inn á almennt sjúkrahús. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef síðan verið lagður inn á sjúkrahús, en ég notaði það til þess að hvíla mig eftir sukkið og ná mér líkamlega. Það var tekið hjartalínurit og mönnum brá mjög í brún, því engu líkara var en ég væri að fá kransæðastíflu. Þetta notfærði ég mér oft; eða allar götur til 1976 aö ég fór í hjartaþræðingu og þá kom í ljós, að þetta var meðfæddur hjartagalli, en hættulítill. Frá því um tvítugt til 23 ára aldurs vann ég stopult, kannski 3 mánuði á ári, en var annars í stöðugu brennivíni og fíkniefnum og hafði ofan af mér með því að smygla inn hassi og selja. Tuttugu og þriggja ára gam- all fór ég til Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Þar hófst nýtt tímabil; ég reykti stöðugt hass, át LSD, sniffaði amfetamín, allt sem ég komst yfir.“ Sósíalinn greiddí allt „Ég kynntist stúlku og við fórum að búa saman. Hún varð ófrísk og við komum heim og okkur fæddist sonur. Við bjuggum úti á Iandi og tókst að halda fíkniefnaneyslu nokkurn veginn í skefjum. Við fórum til Danmerkur eftir 9 mánaða dvöl hér. Ætluð- um auðvitað að vinna og láta af fyrri sið. En það fór á annan veg. Við fengum vinnu, en misstum hana fljótlega vegna óreglu. Þá hófst sósíal-ganga okkar; misnotkun á al- manna tryggingum. Þegar við fengum greiðslur þá fóru peningarnir í fíkniefni og svo fór, að sósíalinn greiddi fyrir okkur húsaleigu, rafmagn, allt. Allir peningar fóru í fíkniefni og við stálum okkur mat í verzl- unum og náðum mikilli leikni í því. Þá fór ég oft út að næturlagi og stal. Það slitnaði upp úr sambúðinni og ég fór til Svíþjóðar í leit að vinnu. En það stóð skammt, ég þvældist um Svíþjóð í nokkrar vikur stöðugt undir áhrifum áfengis og lyfja. Endaði loks í Gautaborg, gjörsamlega vegalaus. Ég ráfaði í þrjá sólarhringa um borgina, gjörsamlega búinn á líkama og sál. Utigangsmenn aumkuðu sig yfir mig, veittu mat og húsaskjól. Þar var ég um tíma og hjarnaði við, enda karlarnir mér góðir. Svo fór, að skipverjar á íslenzku skipi voru svo vinsamlegir að leyfa mér að sigla með heim og faðir minn tók á móti mér á bryggjunni. Honum hefur sjálfsagt brugðið í brún þegar hann sá mig á hafnarbakkanum." Verst var sjálfsmeðaumkunin „Ég var grindhoraður, klæddur rifnum röndóttum bol, gatslitnum gallabuxum, sem ég hafði reynt að gera við sjálfur. Á skóna vantaði sólana og ég var í jakka, sem ég hafði fundið í Kristjaníu og enginn, ekki einu sinni þar, hafði viljað. Hann var gat- slitinn og ermarnar voru rifnar upp að handarkrika. Það var ekki sjón að sjá mig. Þetta var haustið 1974. Ég var orðinn úr- vinda af þreytu vegna lyfjaneyslu, þung- lyndur, en verst var sjálfsmeðaumkunin. í eigin aumingjaskap vorkenndi maður sjálf- um sér og kenndi öllum öðrum en sjálfum sér um hvernig komið var. Aðeins eitt kom til greina í huga mínum; að halda áfram að flýja raunveruleikann. Næstu tvö árin var ég stanslaust í brenni- víni, pillum og hassi. Ég fór í ferðir til þess að kaupa og smygla hassi, seldi stöðugt fíkniefni. Ég var í stöðugri vímu, út úr heiminum. En svo kom, að meira segja SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.