Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 30
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson Séra Aubur Eir Vilhjálmsdóttir A U DROTTINSDEGI í Vindáshlíð Kinu sinni var allt svo gott og öruggt Fólk er alltaf að segja að heim- ur fari versnandi. Gott ef það hef- ur ekki verið sagt svo öldum skiptir. Þótt éjj sé því ekki sam- mála — nema rett stundum — verð ég að viðurkenna að stundum læðist sá ótti að mér að aldrei, ' aldrei aftur muni það merkisfólk, sem setti svip sinn á umhverfið einu sinni, eifjnast sína líka með nýjum kynslóðum. Og þegar ég talfæri þetta við einhverja, eru þeir oftar en ekki sammála. Fólk, sem var svo vingjarnlegt og heið- arlegt þegar við vorum lítil, á sér ekki eftirmynd í hraðanum og sukkinu í þessari þjóðfélags- ómynd okkar núna, segjum við og andvörpum sáran. Og enn er hægt að gleðjast eins og þá En svo sannast það aftur og aft- ur að þetta er óþarfa angist. Enn er bráðungt fólk heiðarleikinn og vinsemdin uppmálað. Þegar við hittum það, öðlumst við nýja trú á mannkynið og hjörtu okkar hlýna. Einn slíkan hóp af ungu fólki finnum við uppi í Vindáshlíð. Þar ráða nokkrar ungar konur ríkjum, dveljast þar sumarlangt og taka á móti nýjum og nýjum hópum lít- illa stelpna, unglingsstúlkna og fjölskyldna. Vinkonur þeirra úr bænum hla>ja að þeim þegar þær í Hlíðinni eru búnar að gleyma því hvort það er mánudagur eða kannski miðvikudagur og fylgjast mest lítið með fréttum. En það er góð tilbreyting að yfirgefa hið venjulega borgarlíf um tíma, segja heimakonur, hlusta á árnið- inn og anda að sér birkiilminum og vinna svona saman frá morgni til kvólds. I>ví hópar af góðu fólki láta hendur standa fram úr ermum Eitt kvöldið sit ég í eldhúshorn- inu í Vindáshlíð, nýkomin í heim- sókn. Inni í stofu eru tæplega 70 stelpur á aldrinum frá 9 til 13 ára. Þær eru að undirbúa sig undir kvöldvökuna. Sigrún Huld Jón- asdóttir er fyrirliði staðarins og Þórunn Elídóttir ráðskona. Með þeim vinna fleiri dugnaðarforkar, Þeir sem gengu framhjá 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Lúk. 10, 23—37. Þeir hröðuðu sér fram hjá. Við skiljum ekki hvernig slíkt getur gerst. Hvað þá er menn eins og prestur og levíti (n.k. meðhjálpari) áttu í hiut. Þó er slíkt og þvílíkt alltaf að gerast. Dæmisagan á sér hliðstæður hér hjá okkur. Þótt það sé sjaldnast um að ræða einhvern, sem liggur í blóði sínu á gangstéttinni, þar sem við eigum leið um. Fremur er það yfirleitt „bara“ einhver, sem þarfn- ast þess, að einhver rétti til hans hlýja vinarhönd, segi orð sem styrkir og vermir, sýni skilning, samúð, stuðning í verki. Og við vitum að við ættum að gera þetta, og gætum það. En við megum bara ekki vera að því. Það er svo mikið að gera. Og við lítum undan og göngum framhjá. Ég held að þegar allt kemur til alls þá sé ekki svo mikil munur á okkur yfirleitt og prestinum og levítan- um í dæmisögunni. Við höfum svo sannarlega ekkert efni á að fordæma þá. Vegna þess, að það er einn grundvallarmunur á okkur og þeim, sá, að við berum meiri ábyrgð en þeir. Því við höfum heyrt boðskap Jesú Krists og játast honum. Af honum vitum við að það er ekki rétt að „hver er sjálfum sér næstur". Við vitum að okkur ber að hjálpa, að okkur ber að elska Drottinn af öllu hjarta, huga og mætti, og náungann eins og okkur sjálf. Hver skyldi nú vinna í pokahlaupinu og hvað skyldi vera í verðlaun? Ragnheiður bakari, Helga Soffia, Brynja Dís, Hanna, Ásta og Magnea. Ég dáist að öryggi og vinnusemi þessa hóps ungra kvenna, sem ekki víla fyrir sér að láta hendur standa fram úr erm- um, hika ekki við að elda og baka fyrir stóra hópa og láta ekki deig- an síga þótt stundum rigni og þá þurfi að hafa ofan af fyrir litlum stelpum inni við. Það eru þeim forréttindi að fá að boða orð Guðs, boða það í söng og leik og samverunni allri, sem líka tekur til kakósins og kjötbollanna. En nú hefst kvöldvakan Helga Soffía slær gítarinn og skarinn syngur hraustlega, en léttilega. Stelpur úr tveimur herb- ergjum sjá um skemmtiatriði, Stundum eni haldin svona náttfataboð í Hlíðinni. Þau eru alls ekki haldin uppi í herbergjum heldur niðri í stofu. Þetta er Vindáshlíð. Stóri íþróttaskálinn sést ekki á myndinni, en kirkjan var flutt úr Saurbæ þegar nýja kirkjan var byggð þar. Ljéam. Signía H. Jónaad. sem eru leikrit og leikir og nú er mikið hlegið. Stelpurnar eru meira en fúsar til þátttöku í öllu sem gerist og færri komast að en vilja. Leikir eru undursamlegt tæki til að gleyma feimninni og efla sjáifstraustið og hlýlegir for- ingjar og uppörvandi jafnaldrar hafa góð áhrif. Sagan væri samt ekki sönn, ef við viðurkenndum ekki að auðvitað getur alltaf brugðið til beggja vona. Jafnaldr- ar eru ekki alltaf uppörvandi og maður getur meira að segja orðið móðgaður út í „konurnar", því hugmyndir um hentug uppátæki eru ekki alltaf eins hjá öllum. Bak við þennan hóp er annar hópur Auðvitað stendur annar hópur að baki hinum vösku konum í Vindáshlíð. Hlíðarstjórn, skipuð reyndum félagskonum í KFUK, annast skipulag starfsins og við- hald hússins og fær vinnuflokka til starfa bæði vor og haust. Saga sumarstarfsins í Vindáshlíð er orðin löng. Um langt árabil voru þær Helga Magnúsdóttir kennari í forystu á staðnum og Sigurlaug Svanlaugsdóttir húsfreyja fremst í flokki í eldhúsi. Nú er Betsy Halldórsson formaður Hlíðar- stjórnar. Mikill fjöldi kvenna og karla hefur lagt starfinu lið, unn- ið að því í sjálfboðavinnu, lagt fram fjármuni. Og svo er enn. Og sífellt er beðið mikið fyrir þessu starfi, konur út um landið allt biðja Guð að blessa stúlkurnar í Vindáshlíð, biðja þess að þær, sem koma þangað, læri að þekkja blessun kristinnar trúar. Og ýmsir hópar hitt- ast í Hlíðinni Um verslunarmannahelgina var fjölskylduflokkur í Vindás- hlíð. Þá var margvíslegt efni í boði, bæði fyrir börnin sér og for- eldra og aðra fyrir sig og svo alla saman. 1 ágústlok var kvenna- flokkur, sem er slíkur að vert væri að skrifa um hann langt mál. Skólafólk heldur mót í Hlíðinni á haustin og vorin og fleiri fá að halda þar fundi og mannamót. Það er ekkert eins og í Vindáshlíð, segja foringjarnir í flokknum, og margir eru þeim sammála. En nú er mál að fara heim Kvöldvökunni lýkur með helgi- stund. Og svo er farið í háttinn, en það getur tekið nokkurn tíma. Fyrir svefninn fara foringjarnir inn í herbergin, setjast í ró og spjalla við stelpurnar um daginn og veginn og trúna á Jesúm Krist í deginum og á veginum. Þær biðja með þeim kvöldbænir. Þegar allt er komið í ró, förum við full- orðnu í kirkju. Við kveikjum á kertum og göngum saman til alt- aris. Það er ekki gert á hverju kvöldi, en allir dagar eru heldur ekki eins í Vindáshlíð. En við, sem keyrum nú heim gegnum sumar- nóttina, fögnum því mikið að dag- arnir þar og kvöldin skuli vera eins og þau eru. Það eykur okkur bjartsýni og þakklæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.