Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 4
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Hinn helhvíti snær Fíkniefni hinna ríku Kokain er gjarnan tekið inn með því að sjúga það upp í nösina og þá sem hvítt duft. Sala á kokainblöðum í Bolivíu. Allt frá því að Vestur- landabúar komust fyrst í snertingu við kokain fyrir rúmri öld, hefur því verið skipaður „veglegri“ sess en öðrum fíkniefnum, enda ekkert fíkniefni fyrr og síðar, sem vakið hefur jafn mikla eftirvæntingu og jafn miklar falsvonir. Á undanförnum ár- um hefur neyzla þessa fíkni- lyfs stóraukizt og þá fyrst og fremst í Bandaríkjunum. All- ar horfur eru á því, að hið sama eigi eftir að gerast í Vestur-Evrópu. I»að hefur verið sagt um kokain, að það sé fíkniefni „fína“ fólksins og neytendur þess halda því gjarnan fram, að það efíi hugarstarfsemina og auki sköpunarmátt. Það hefur því ekki hvað sízt náð útbreiðslu á meðal skálda og lista- manna. Öllum rannsóknum ber hins vegar saman um það, að afleiðingar langvar- andi notkunar kokains séu ekki frábrugðnar afíeiðing- um morfíns og annarra sterkra fíkniefna og lýsi sér í algerri líkamlegri og and- legri hnignun viðkomandi, sem oftast endi sem rekald fyrir utan garða þjóðfélags- ins, ef hann er þá ekki dauð- ur áður. í Bandaríkjunum er talið, að þar hafi um þriðjungur ungs fólks á aldurskeiðinu 18—25 ára haft einhverja reynslu af koka- ini. Þar í landi er verzlunin með þetta fíkniefni stærsta ólöglega tekjulindin af öllum. Árleg velta í þessari „grein“ er álitin nema um 32 milljörðum dollara. Á lista tímaritsins Fortune yfir 500 veltuhæstu fyrirtækin í Banda- ríkjunum er „Cocs & Co“ í sjöunda sæti. í vestur-þýzka læknaritinu mátti lesa í byrjun þessa árs: — Ekki er víst, hvenær kokainaldan skellur yfir V-Evr- ópu. En það er hins vegar víst, að hjá henni verður ekki komizt. Til þessa hefur yfirvöldum hvar sem er gengið illa að fletta ofan af kokainverzluninni og gera efnið upptækt. Ástæðan er sögð einkum sú, hve erfitt er að fá yfirsýn yfir kokainmarkaðinn og neytendur efnisins. Sam- kvæmt ársskýrslu fíkniefna- nefndar Sameinuðu þjóðanna er það „taumlaus offramleiðsla" á blöðum kokainjurtarinnar i lönd- um Suður-Ameríku, sem ýtt hef- ur svo geigvænlega undir fram- leiðslu á kokaini sem fíkniefni. Mest af því fer til Bandaríkj- anna, en ársneyzlan þar er talin nema 25—30 tonnum á ári. Nótt eftir nótt fljúga flugvélarnar hlaðnar kokainblöðum frá Kol- ombíu og öðrum löndum Suður- Ameríku í norður til Bandaríkj- anna, þar sem efnið er síðan unn- ið úr blöðunum með leynd. Flug- mennirnir eru flestir reyndir úr Vietnam-stríðinu og komast óséðir fram hjá ratsjám með því að fljúga nógu lágt. Til þess að vinna bót á þessu hyggjast bandarísk yfirvöld nú taka í notkun svonefndar „Awacs“- leitarflugvélar. Skapar þrumuveður í heilanum Aðeins örfáum mínútum eftir að kokainið hefur verið tekið inn og komizt inn í blóðrásina, um- lykur það mikilvæga hluta heil- ans, eins og heilabðrkinn, sem hefur að geyma minnið og skyn- semina, hluta af miðheilanum, sem stjórnar svefni og matarlyst, og litla heilann, sem stjórnar ósjálfráðum hreyfingum. í heil- anum kemur fíkniefnið af stað reglulegu þrumuveðri með því að taka við stjórn taugaboðanna, sem fara frá einni heilafrumu til annarrar. Kokainneytendur segja það þessu fíkniefni „til lofs“, að það geri neytandann ekki að einangr- uðum aumingja eins og heroinið, en þar sekkur fórnarlambið æ dýpra í einveru fjarlægðar frá veruleikanum. Þess í stað verði kokainneytandinn kátur og málglaður og þreytutilfinning hans hverfi. Hann þykist hugsa skýrar og eiga betur með að tjá sig. Læknisrannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að andspænis málskrúðinu komi í ljós minni geta til þess að einbeita sér. Eftir stóra skammta eða langvarandi neyzlu kallar fíkniefnið fram geðrænar truflanir eins og ótta- tilfinningu og ljósfælni. Þung- lyndi og ofskynjanir sækja að og alræmd er sú tilfinning, að við- komanda finnst hann vera mor- andi í pöddum. Öllum rannsókn- um ber saman um, að við lang- varandi notkun kokains dragi úr þægilegum áhrifum efnisins en hin neikvæðu áhrif þess sæki á. Ekki þýði að stækka skammtana, því að slíkt komi að engu haldi. Það eina, sem dugar, er að hætta notkun efnisins, en það er hæg- ara sagt en gert. Afleiðingar um- fangsmikillar og langvarandi neyzlu kokains eru yfirleitt ekki frábrugðnar afleiðingum morfíns og annarra fíkniefna og lýsa sér í líkamlegri og andlegri hrörnun Leikstjórinn og kvikmynda- framleiðandinn Rainer Fass- binder (sjá Lola í Regnbog- anum). Hann fannst látinn 10. júní sl. af ofskammti af kokaini og öörum lyfjum. fórnarlambsins, sem oftast end- ar þá sem rekald. Vafasamt framlag rokkstjarnanna Vaxandi útbreiðslu geta selj- endur kokains m.a. þakkað vafa- sömu framlagi ýmissa þjóðlaga- og rokkstjarna, sem sungið hafa um blessun og bölvun „hins hvíta snævar". Aðvörunarmerkið „No Snow — No Show“, sem rokk- hljómsveitir gefa út fyrirfram á ferðalögum sínum, er öllum á því sviði ætlað að þekkja. Þar sem tónlistarmennirnir vilja ekki taka sjálfir áhættuna af því að flytja fíkniefnið milli landa á ferðalögum sínum, kemur það í hlut þeirra, sem tónleikana skipuleggja eða aðstoðarmanna þeirra að verða sér út um kokain. Þannig eiga Rolling Stones að hafa frestað tónleikum um hálfa aðra klukkustund, þar til þeim hafði verið útvegað fíkniefnið. — Samkvæmi án kokains, stóð í kvikmyndablaðinu Cinema fyrir skemmstu, — er nú litið á eins og samkvæmi hjá fátækling- um eða hallærislega gamaldags. Þessi lýsing blaðsins á kvik- myndaheiminum nú er sláandi og bandarískt kvikmyndafólk, sem bendlað hefur verið opin- berlega við kokain, er orðið svo margt, að ekki verður kastað tölu á það. Af fáeinum nöfnum má nefna Faye Dunaway og Lindu Blair (Exorcist), söngvarann og leikarann Kris Kristofferson og rökkstjórnuna Eric Burdon. Þeir, sem selja kokain í Holly- wood, aka um í Rolls Royce og búa í Sunset Bouleward. Þar í verzlunum má hindrunarlaust kaupa þau tæki, sem með þarf til neyzlu á kokaini, eins og sérstök pappírsrör til þess að sjúga efnið með upp í nösina. Þessi rör má fá af öllum gerðum, t.d. úr gylltu fílabeini, en ennfremur má þar fá fjaðravogir til þess að vigta með kokain, öskjur undir kokain og enn fleira. En allt þetta hverf- ur þó í skuggann af verzluninni með kokainið sjálft, þó að leynt fari, því að hagnaðurinn þar er gífurlegur. Úr 500 kg af koka- blöðum, sem keypt hafa verið fyrir 1200 dollara, má framleiða smáskammta, sem í smásölu er hægt að selja fyrir hálfa milljón dollara. John Belushi, bandarískur gamanleikari og sjónvarps- stjarna, fannst látinn á hótel- herbergi sínu 5. marz sl. Bana- mein hans var of stór skammtur af kokaini. Hann var ekki nema 33 ára gamall. Sama dag fundu leitarmenn í Miami 2000 kg af kokaini. Bæði þessi atvik urðu til þess að örva mjög umræður um kokain, en öll- um er ljóst, að neyzla þess í Bandaríkjunum er komin langt út fyrir raðir listamanna og glaumgosa. Þannig má finna kokainnotkun jafnt á meðal verðbréfasala í Wall Street og metnaðargjarnra lögmanna í borgum á vesturströndinni eða sérfræðinga í kjarnorkuiðnaðin- um. — Kokain er dæmigert banda- rískt fíkniefni, er haft eftir George R. Gay, fíkniefnakönnuði í San Francisco. Menn telja sér trú um, að það sé í samræmi við hið vestræna iðnþjóðfélag, þar sem mest er lagt upp úr getu manna, og það á að fela í sér fyrirheit um beztu eiginleika Bandaríkjamanna eins og frum- kvæði, dugnað og bjartsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.