Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 47 „Gria höllin“ í Kristjaníu. — I „Fríríkinu Kristjaníu" ól fólk með sér drauma um fegurra og betra mannlíf en tíðkaðist úti í hinu harða neysluþjóðfélagi. Sumum hefur eflaust tekist að gera þá drauma að veruleika, en aðrir „virðast ekki lengur hafa neitt að stefna að nema næstu vímu“, eins og segir í viðtalinu. varð fljótt hvers manns hugljúfi í Islendinganýlendunni því að hann hélt öllum uppi á dópi og brenni- víni. Við höfðum engar áhyggjur af því hvernig hann færi að því að vera svona stórmannlegur til að byrja með, vissum bara að hann var 30 ára gamall og hafði setið inni 11 ár ævi sinnar. Þó fóru að renna á okkur tvær grímur þegar hann fór að mæta með heilu bílhlössin af skartgripum og öðru þýfi og tæma sjóðina á stofugólfið hjá okkur. Eftir smátíma gerðum við okkur ljóst að hann sprautaði sig með heróíni, innbrotin urðu æ svaka- legri og allt hans atferli. Hann var nú samt tekinn með á þorrablót, íklæddur lopapeysu og vakti mikla hrifningu viðstaddra. Það má eigin- lega segja að hann hafi haldið aðal- ræðuna á þorrablótinu, þar sem hann dásamaði íslendinga fyrir að vera gott og hjartahreint fólk og sagði þá vera einu vinina sem hann hefði eignast um dagana, en a.m.k. það síðasta var nú eflaust alveg rétt. Þegar hér var komið sögu var vinskapurinn farinn að vera okkur nokkuð þungur í skauti. Hann var farinn að sprauta sig fyrir framan okkur, en það hafði hann ekki gert áður, og maður gat átt von á því ef maður gekk með honum á götu, að hann ræki hnefann inn um næsta glugga, opnaði læsinguna, hyrfi inn og kæmi síðan alblóðugur út með fangið fullt af ránsfeng og lögregl- una á hælunum. Ég bauð honum nú samt í mat á jólunum, en þegar ég kom heim þann daginn beið mín lítið bréf sem í stóð: „Jeg er gáet hjem“. Það þýddi að honum fannst útivistin vera orð- in nógu löng og var farinn aftur í fangelsið, eina heimilið sem hann þekkti. Ári seinna endurtók sagan sig. Hann slapp út og leitaði skjóls hjá Islendingum, en var nú allur svakalegri en í fyrra skiptið, veif- andi skotvopnum o.s.frv. En þá var ég á förum úr landinu og hafði ekk- ert af honum að segja. „Allt svo öfgakennt“ Þegar vetraði, kuldinn kom og ekkert var hægt að fara og ekkert við að vera, varð allt einhvern veg- inn svo öfgakennt. Þá komu tveir íslendingar ekki saman án þess að allt yrði vitlaust og við vorum hætt að fá inni á nokkrum stað fyrir skemmtanir. Þegar fólk lá ekki í þunglyndi og sjálfsmeðaumkun var verið að reykja hass, drekka bjór og slást og mér fannst dálitið um það að fólk fyndist það geta látið allt eftir sér af því að það var statt í Kaupmannahöfn en ekki heima hjá sér, væri jafnvel í því að gera sér upp alls konar tilhneigingar sem það hafði alls ekki, bara til að fylla upp i tilgangsleysi tilveru sinnar á staðnum. Ég var oft að tala um hve ástand- ið væri slæmt við félaga mína og við ræddum það, en þó vildu fæstir viðurkenna að nokkuð væri að.“ Hverju vildir þú þá kenna um? „Þessari endalaustu vímuleit og frekar bjórnum en hassinu. Ég er alveg á móti því að fá hann hingað eftir kynni mín af honum í Kaup- mannahöfn. En flestir vildu kenna kerfinu um. Að þeirra dómi var rík- ið einfaldlega ekki nógu gott við þá. Nú, svo kom sumar með sól og gullkálfum og þá hýrnaði yfir mannskapnum. Það varð meiri hreyfing á fólki og rykið var dustað af áformunum." Varð þá eitthvað úr þeim áform- um? „Ég veit vart hvað skal segja. Hjá sumum, t.d. krökkum sem voru að fást við leiklist og tónlist, má kannski segja að eitthvað hafi orðið úr hlutunum, en margt rann líka út í sandinn. Svo var auðvitað líka fullt af „streit" liði, efnilegum náms- mönnum o.s.frv. Þá sá maður helst á spilakvöldum úti í Jónshúsi." Hvað varð um hina? Heldur þú að þeir hafi tekið út einhvern þroska við Hafnardvölina, þrátt fyrir allt? „Mér fannst ég alltaf vera sér og standa utan við það sem var að ger- ast, af því að ég var svo ósátt við það hvernig þetta fólk fór með tíma sinn og krafta. En margir hjakka enn í sama farinu og nokkrir eru alveg útbrunnir. Svo eru aðrir, sem eru orðnir ráðsettir, eiga börn og buru og hús í Þingholtunum." HHS Á þriðjudag: „ÞEIRRA ATVINNA ER AÐ LJÚGA SVÍKJA OG STELA“ OGFLEIRA v stórútsölu marka* Húsgagnahöllinni (aður syningarhöllin Bildshöfða) Nýjar vörur teknar fram á morgun og næstu daga Vöruúrval Fatnaður á dömur — herra — unglinga — börn og ungbörn. Hljómplötur — kassettur. Efni í stórkostlegu úrvali. Gardínuefni — stórísar — sængurfatnaöur — handklæði — sportvörur alls konar — íþróttaskór — o.fl. o.fl. Þetta er markaöur sem enginn getur látiö fram hjá sér fara — hreint út sagt ótrúlega góö kjör. Karnbær — Belgjageróin — Steinar — Hummel- umboðið — Nylon Plast — Z-brautir — Gluggatjöld hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.