Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 51 ellefu leytið eða hálf tólf á hverju kvöldi. Eg hitti sama fólkið og ég hef alltaf gert. Ég hitti Marshall Brickman. Svo er það auðvitað Mia og Diane Keaton, stundum Tony Roberts og stundum Michael Murphy, en það með er það næst- um því upptalið. Það hefur lítil breyting orðið hjá mér síðan ég sá þig síðast." Svo við tölum um þann tíma, sem var rétt áður en „Annie Hall“ kom út. Sóttir þú nokkurn tíma verðlaun- in? „Nei, nei...“ Hefðu þeir ekki átt að senda þér þau? Eða hefur þú yfirleitt spurst fyrir um það? „Ég hef ekki minnstu hugmynd um það. Ef þú kæmir heim til mín mundir þú sjá, að ég er ekki einn af þeim sem safna minnismerkj- um. Ég safna ekki blaðaúrklipp- um, myndum, sýningarskrám eða þess háttar hlutum. Slíkt skiptir mig mjög litlu máli.“ Ég man að fyrir fimm árum töluð- um við um Óskarsverðlaunin og ræddum um hversu sjaldan gaman- myndir hlytu almennilega viður- kenningu hjá „akademíunni'*. Þú sagði með mikilli áherslu að þú myndir aldrei verða útnefndur. „Ég hélt það líka. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Mér datt ekki í hug að ég myndi nokk- urn tíma hljóta útnefningu. Ég er ekki að segja þetta neinum til hnjóðs. Það var fínt að fá verð- launin. Þetta var fjárhagslegur ávinningur, því myndin gerði sig betur eftir verðlaunaafhending- una. En fyrir mér var þetta... — ég horfði ekki einu sinni á útnefn- inguna í sjónvarpinu. Ég fór á bjórknæpuna þar sem ég bregð venjulega á leik á mánudags- kvöldum." En ef verðlaunaafhendingin hefði verið á þriðjudagskvöldi? „Ég hefði sennilega ekki horft á þetta hvernig sem á stóð. Ég vildi ekki horfa upp á Diane og Mars- hall og fólk sem ég þekki sitja á meðal áhorfenda svona... (hann hlunkast niður í sófann og setur upp flaðurslegan eftirvæntingar- svip)“. Hvað fór úrskeiðis hjá þér í „Stardust Meories"? „Ég hef nú ýmislegt að segja til varnar þeirri mynd. Ég held að menn hafi misskilið hana. Ef til vill má kenna mér um að hafa ekki gert hana auðskildari. Ákveðinn hópur fólks skildi samt sem áður hvað ég var að fara og innst inni finnst mér að ég hafi gert mig nógu skiljanlegan, a.m.k. fyrir sumu fólki. En ég skal viðurkenna að fullt af fólki sem sá myndina, fór út og hugsaði með sér: Jæja, hér höfum við mynd þar sem Woody Allen segir: Ég hata að- dáendur mína, þeir eru heimskir, ágjarnir og ruddalegir. Auðvitað er ekkert fjarri sann- leikanum. Mér finnst þetta alls ekki. Ég á ekki svo marga að- dáendur og þeir eru ekki ágjarnir. Það sem vakti fyrir mér var að gera mynd um tilbúna persónu, náunga sem hafði öll ytri einkenni velgengni svo sem penthús, limos- ínu, bílstjóra, frægð og frama, allt þetta, — en var samt sem áður taugabilaður og fullkomlega óheilbrigð manneskja... En einhvern veginn fannst fólki ég hafa svikið það í þessari mynd. Það trúði á mig og hélt að það þekkti mig úr öllum hinum mynd- unum og svo skyndilega snýst ég gegn þeim. En ég var ekki að beina spjótum mínum að þeim. Ég hafði enga ástæðu til þess. Á þessum tíma hafði „Manhattan" gengið vel og þetta tímabil var mjög án- ægjulegt fyrir mig. Ég átti því alls ekki um sárt að binda. En það er einhvern veginn svo, að þegar maður hefur einu sinni fengið á sig ákveðna ímynd í hugum fólks er erfitt að snúa við blaðinu. Fólk er búið að venjast því að hafa mann svona en ekki hinsegin og þegar maður vili breyta til og reyna eitthvað nýtt mætir maður mótspyrnu... (Lauslega snarað/ — Sv.G.) Hríseyingar — Hríseyingar Hríseyingamót veröur haldiö í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 2. okt. 1982. Vinsamlegast hafiö samband sem fyrst viö Sigurö Brynjólfsson í síma 86481, Valgeröi Magnúsdóttur, í síma 66610, eöa Önnu Fjalarsdóttir í síma 85370. Sumarbústaðarlönd við veiðia Til sölu eöa leigu 5 hektarar ca. 90 km frá Reykjavík, á sama staö er garöyrkjustöö til leigu í eitt ár eöa lengur. Upplýsingar í síma 23929 eftir kl. 18.00. Ekki er ráð nema 1 tíma sé tekíð Væntanlega hefði sumarhýran enst beturmeð skynsamlegri ' ' varðveislu. Þjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum stendur öllum viðskipamönnum hans til boða, og hún veitist þeim ókeypis. Ráögjafínn í Útvegsbankanum Nánari upplýsingar á öllum afgröiðslustöðum bankans. ÚTVECSBANKINN T-i'inmitt hsmlrinn f\jrir Ivicr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.