Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 61 60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 í Pingnesi má á þessari mynd, sem ÓI.K.Mag. tók með infrarauðri litfilmu, vel greina margar af þeim 17—18 rústum sem sjá má merki um. Hefur uppgröftur farið fram í greinilega sUerstu rústinni hægra megin við sumarbústaðinn, sem þarna er. Ofar sést önnur rúst, sem búið er að grafa i og rústaleifar þar á milli. í stóru rústinni má neðst finna í torfvegg lag frá því um eða fyrir 900. síðara stigi fundust ummerki um kolalag. Sem fyrr er sagt, sagði Guðmundur að grafa þyrfti meira þarna. En það hef- ur líka verið gert fyrr, og sjást ummerki eftir þær holur. Jónas Hallgrímsson gróf þar fyrstur Það var Jónas Hallgrímsson sem fyrstur mun hafa vakið eft- irtekt á fornum búðarústum í nesi því, er Þingnes heitir, og telur hann óefað að þar hafi ver- ið fornar búðir eða þingstaður. Hann rannsakaði staðinn i júní 1841 við sjöunda mann og gróf upp eina búð, sem var 32 fet á lengd innan veggja og 14 á breidd og veggir 6 feta þykkir. Taldi Jónas víst að þetta væru hvorki peningshús né neinar aðrar slíkar tóftir, þar eð hann fann enga gólfskán eða slík kennimerki. Þá kom Bretinn Angus Smith þangað 1873 og gerði Sigurður Guðmundsson málari þá uppdrátt af þessum stað, sem var prentaður með bók hans. Og Sigurður Vigfússon kveðst í grein í ársriti Fornleifa- félagsins hafa komið þar löngu fyrr. Séð þá merki um 12 búðir og fundið hring milli tveggja búðanna. Einnig mun Daniel Bruun hafa kannað þessar rúst- ir. Ber allt að sama brunni, og allir færa þeir sennilegar ástæð- ur fyrir því að þarna hafi verið þingstaður. Þing á undan alþingi Og þá hvaða þing? í Land- námu segir: „Þeirra son (Ingólfs og Hallveigar) var Þorsteinn er þing lét setja á Kjalarnesi áður alþingi var sett.“ Ari fróði segir um þingstað Kjalnesinga í Is- lendingabók: „Alþingi var sett Búðir í Þingnesi frá því um 900 Kemur heim við fyrsta þing Þorsteins Ingólfssonar Á Þingnesi, sem gengur út í Elliöavatn, má sjá margar rústir húsa og hefur löngum veriö taliö aö þarna hafi staöiö hiö forna Kjalarnesþing og þetta séu búöir þeirra sem þaö sóttu. Þessar tóftir sjást vel á infrarauöri litmynd sem Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari blaösins tók fyrir nokkrum ár- um og hér birtist. Tóftirnar hafa veriö undir vernd þjóö- minjavaröar og nú hefur í sumar og fyrrasumar veriö grafiö í 3 þeirra. Viö uppgröft- inn í sumar hefur komiö í Ijós, aö svonefnt landnámslag, þ.e. öskulagiö sérkennilega (grænsvart aö ofan og Ijóst aö neöan) frá því um 894—895 hefur fundist neöst í torfvegg í einu húsinu. Kemur þaö vel heim og saman viö sögur um aö þarna hafi veriö búö á tím- um Þorsteins Ingólfssonar, sonar fyrsta landnámsmanns- ins og Hallgeröar langbrókar, en í Landnámu er sagt aö hann hafi látiö setja þing á Kjalarnesi og þá veriö þar sem heitir Leiövöllur viö Kollafjörö. Þær menjar eru nú komnar undir vegg, enda miklu minna rými þar. Jafnvel hafa sumir taliö aö þingiö hafi fyrst veriö viö Kollafjörö en síöar flutt í Þingnes. Þessi uppgröftur ætti þá aö hafa sannaö aö búöir og þá þing var strax í Þingnesi viö Elliöavatn. Þingnes gengur út í Elliðavatn. Rústimar eru um allt nesió, en i fyrra og nú var grafió þar sem krossarnir eru. Hækkaó hefur í vatninu síóan farið var að stífla það vegna virkjunar og sumar rústirnar því ahreg niðri við fjöruborðið. í nesinu er einn sumarbústaður á leigulandi og bátaskýli. Fréttamaður Mbl. hefur haft samband við þá Guðmund Ólafsson safnvörð, sem stjórnar uppgreftrinum í Þingnesi við Elliðavatn, og Þorvald Frið- riksson fornleifafræðing og fengið hjá þeim upplýsingar um árangur, auk þeirra hafa unnið að þessu verki í sumar fornleifa- fræðingarnir Barði Valde- marsson og Kristín Sigurðar- dóttir. Sagði Guðmundur að upphaflega hefði verið ætlunin að grafa aðeins í eina rúst til að gera könnun á á tímasetningu á þessum ummerkjum, en það hefði reynst flóknara en talið var í fyrstu, og vakið áhuga, svo haldið var áfram í sumar og er ekki lokið. Þarna eru sem sagt mannvist- arleifar í tveimur húsum, sem grafin voru upp, svo og í svæð- inu á milli þeirra, þar sem eru slitrur af húsum. Það elsta er þá skv. fyrrsögðu frá því um eða fyrir 900 og yngstu lögin frá því um 1200, er allt langt undir Kötluöskulaginu. Það sem bend- ir einnig til þess að þarna hafi verið þingbúðir, er að gólflögin eru mjög þunn og því eins og ekki hafi verið búið þarna að staðaldri. Gæti passað við það, að menn hafi aðeins notað búð- irnar í vikutíma að vorinu með- an þingið stóð. Stærsta rústin er eftir allstóra búð, stærri en þingmannabúðirnar á Þingvöll- um. í rústunum fundust í fyrra- sumar í efri mannvistarleifun- um nokkrir skrautnaglar og lítið silfurbrot. Og efst í einu lagi frá að ráði Úlfljóts og allra lands- manna þar es nú es: en áþr vas þing á Kjalarnesi; þat es Þor- steinn Ingólfsson landnáma- manns, faðir Þorkels mána lög- sögumanns, hafði þar, og höfð- ingjar þeir es at því hurfo." Nefna báðar frásagnirnar Þorstein Ingólfsson, sem var höfuðmaðurinn og sonur fyrsta landnámsmannsins. Og nú, þegar búið er að tíma- setja með uppgreftri neðstu rústir um eða fyrir 900, hljóta þá ekki þetta að vera þingbúðir hans manna? Þetta svokallaða landnámsöskulag, sem er neðst í torfi í vegg í Þingnesi, hefur m.a. fundist á Grænlandsjökli og er þar tímasett 894—95. —E.Pá. Oxford: Svindlað meÖ tryggingafé Oxford, Englandi, 2. september. AP. LÖGREGLAN tilkynnti í dag að handteknir hefðu verið 286 menn og konur sem væru grunuð um að hafa svindlað fé út úr tryggingum, þar sem ríkið hafi tapað allt að 1,5 milljón punda á síð- ustu átta vikum. Hinir grunuðu munu vera í yfir- heyrslum, en alls munu 100 lög- reglumenn hafa starfað að lausn þessa máls. Fljótlega beindist athygli lög- reglunnar að tveimur heimilis- föngum, þar sem allir þessir 286 höfðu skráð heimilisföng sín og síðan sótt um framfærslufé úr tryggingunum, en samkvæmt upp- lýsingum er ekki mögulegt að fleiri en 25 manns geti hafa átt samastað á uppgefnum stöðum. Þeir sem gáfu upp heimilisföng þessi voru síðan handteknir er þeir komu að vitja aura sinna, sem ýmist voru í formi atvinnuleysis- bóta eða almenns framfærslueyr- is. Flestir þeirra sem eru í haldi munu vera án fasts heimilisfangs. Ný hval- byssa Óaló, 2. sepL Fri rrétUritua MbL NORSKIR vísindamenn hafa smíðað nýja hvalbyssu, sem styttir dauðastrið hvalsins til mikilla muna. Bendir margt til, að þessi byssa verði í framtíð- inni notuð við hvalveiðar og muni um leið þagga niður í þeim, sem segja, að lífið sé murkað úr hvölunum. Tilraunir, sem gerðar hafa verið með byssuna í sumar, sýna að hún er afar handhæg í notkun og að hvalurinn deyr strax og skotið hittir hann. Það voru vísindamenn við Dýralæknaháskólann norska, sem byssuna smíðuðu að beiðni Alþjóða hvalveiðiráðs- ins og sjávarútvegsráðu- neytisins í Noregi. •H KOMATSU ALLAR STÆRDIR OG GERÐIR LYFTARA FRA KOMATSU $ Venjulegt mastur Opiö mastur Opna mastrið á Komatsu- lyfturunum veitir óhindraó útsýni. Eigum til afgreiðslu nú þegar 3ja tonna dieselknúinn lyftara með snúningsbúnaði. Verð kr. 310.400. Góðir greiðsluskilmálarar. Ath.: verö þetta er síðan ffyrir gengisfellingu. Margar aörar stæröir af diesel og rafknúnum lyfturum væntan- legar á næstunni. Aukiö öryggi á vinnustööum meö Komatsu. Varahluta og viöhaldsþjónusta. KOMATSU á íslandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiöshöfða 23. Sími: 81299 VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Z3 Þl Al'GLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR I MORGUNBLAÐINl ÞEIR KOMA—LIKLEGA TIL AD HEFNA ÓFARANNA UNDANFARIN ÁR Austur-Þýskaland ein sterkasta knattspyrnuþjóð heims, sem viö höfum velgt undir uggum, leika nú gegn ís- lenzka landsliöinu á Laugardalsvelli, miövikudaginn 8. sept. nk. kl. 18.00. Tekst okkur enn einu sinni vel upp gegn Þjóöverjum. K.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.