Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 73 VÍl?akandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ... Hver var lífsglaða konan með kíkinn? Stan Hickman, sem er til heimilis á 245 Cheriton Road, Folkestone CT19 4AZ í Englandi, sendir okkur eftirfarandi bréf: Fyrir fjörutíu og tveimur árum gegndi ég herþjónustu í ykkar fagra landi og meðal þess, sem þá kom fyrir mig, er mér einn at- burður sérstaklega minnisstæður. Við eina götuna út úr Reykjavík var sjúkrahús og á þessum tíma (1940-41) var ung kona sjúklingur þar. Til að hafa ofan af fyrir sér og drepa tímann fylgdist hún með því, sem fram fór á götunni, með litlum kíki og var vön að veifa til herbílanna í hvert sinn sem þeir fóru framhjá. Dag nokkurn kom einn bílstjór- anna auga á ungu konuna í glugg- anum og heilsaði upp á hana með því að þeyta flautuna hressilega. Þar með var tónninn gefinn og all- ir bílstjórar okkar flautuðu þegar þeir fóru hjá og öllum þeirra veif- aði unga konan í kveðjuskyni. Síðan hefur mér margoft dottið í hug þessi dularfulla og glaðlynda íslenska kona. Hver var hún? Er hún enn á lífi? Getur einhver nú, 42 árum síðar, frætt um þetta skemmtilega mál, sem verður mér ætíð ógleymanlegt? Ég man hve lífsgleði þessarar ungu konu yljaði mörgum ein- mana hermanninum um hjarta- rætur, t.d. þeim, sem þetta ritar. Yðar einlægur, Stan Hickman. Rýmingar- sala á vörubílahjólböröum, nýj- um og sóluöum, bæði Diagonal og Radial. Verð á 1000x20 frá kr. 2.750.-. Verðá 1100x20 frá kr. 2.870.-. Verð á 1200x20 frá kr. 4.620.-. BARÐINN HF. Skútuvogi 2, Reykjavík, sími 30501. * A erindi til okkar allra, íslendinga Helga Þorsteinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að færa Torfa Jónssyni þakklæti mitt fyrir þáttinn „Það er svo margt að minnast á“, sem var á dagskrá útvarpsins kl. 11 f.h. föstu- dag 3. september. Þar voru fluttir minningarkaflar eftir Elías Mar rithöfund, sem hann hefur skrifað um ömmu sína. Vonandi er að út- varpið sjái sér fært að láta endur- taka þennan þátt á þeim tíma þegar sem flestir geta hlustað. Þessi ör- laga- og hetjusaga á svo sannarlega erindi til allra íslendinga. Elías Mar Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Erindin eftir myndhöggvarann Hinn 26. ágúst var spurst fyrir um erindi tvö, sem skráð eru á stall styttunnar, sem stendur utan við Strandar- kirkju. Tveimur dögum seinna birtust erindin hér í þættin- um, en höfundarins var ekki getið. Nú hefur okkur borist vitneskja um, að það var höf- undur styttunnar, Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari frá Kirkjubæ, sem erindin orti, og birtust þau í bókinni Lista- mannaljóð, sem út kom árið 1964. Vísa vikunnar Manni er engin miskunn sýnd er mælast skrefin; hin fræga niðurtalning týnd og tröllum gefin. ALUTAP Á ÞRIÐJUDÖGUM IHOTTA —<um— NÆSTSIÐASTA UMFERÐ ÍSLANDSMÓTSINS í KNATTSPYRNU VIÐTAL VIÐ TIM DWYER GOLFFRÉTTIR ítarlegar og spennandi íþróttafréttir B2P SIG&A V/öGÁ £ ^íLVERAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.