Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 6
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 I í bandarísku menningarlífi er það ávallt stórviðburður þegar frum- sýnd er mynd eftir leikstjórann og leikarann Woody Allen. Svo var einnig nú, þegar nýjasta mynd hans, „A Midsummer Night’s Sex Comedy“, var frumsýnd í New York fyrr á þessu ári. Woody All- en hélt upp á frumsýninguna með því að rjúfa langa þögn sína við bandaríska fjölmiðla og voru birt viðtöl við hann í stórblöðum þar vestra og er hluti af einu þeirra birtur hér á eftir. „A Midsummer Woody Alten og Mia Farrow f hlutverkum eínum í „A Midsummer Night’s Sex Comedy". Night’s Sex Comedy“, sem er eins konar „svefnherbergis skopleik- ur“, fjallar um hverflyndi þriggja hjóna. Hún lýsir einni helgi ástar- æðis og daðurs á sveitasetri ást- leitins, kenjótts uppfyndinga- manns, sem leikinn er af Woody Allen og hinnar feimnu, en tor- tryggnu konu hans, sem leikin er af Mary Steenburgen. Gestirnir, sem koma til að taka þátt í hinum „rómantíska feluleik“, eru leiknir af José Feerer, Miu Farow, Tony Roberts og Julie Hagerty. Miðsumarnótt með Þótt enginn dragi hæfileika All- ens í efa hefur myndin samt hlotið misjafna dóma og nægir þar að vitna í gagnrýnendur eins og Jenet Maslin hjá The New York Times og Sheilu Benson hjá The Los Angeles Times. — „Hvað svo sem Allen er að gera með því að búa til þessa einföldu og þægilegu gamanmynd er hann ekki að gera þá hluti sem hann er bestur í,“ — skrifar Maslin og kallar myndina „hliðarspor við fyrri verk hans“, en bætir því þó við að engin ástæða sé að horfa framhjá henni. Benson sagði myndina vera “auð- meltanlega" og „Iétt þvaður sem væri hvorki fugl né fiskur og ekki dæmigerð Woody Allen-mynd“. Myndin er sú tíunda í röðinni á leikstjórnarferli Allen, sem hófst fyrir þrettán árum síðan með kvikmyndinni „Take the Money and Run“. Hún er jafnframt sú fyrsta af þremur, sem hann gerði samning um við Orion-fyrirtækið. Allen hefur þegar lokið við aðra mynd, sem væntanlega verður frumsýnd um jólin og að sögn er hann að hefja upptökur á þeirri þriðju. En lítum nú á hvað lista- maðurinn hefur til málanna að leggja: Hvena'r fór hugmyndin að þessari mynd að brjótast um í kollinum á þér? „Ég hafði skrifaö annan gaman- leik — handritið að myndinni sem kemur um jólin — og mér datt í hug að gera alvarlega mynd sam- hliða hinni. Ég vildi gera mynd um napurlegt samband, mynd um náunga sem harmar glatað tæki- færi og stúlku sem er í þann veg- inn að gefa sig alla að miklu eldri manni, sem í raun er ekki hinn rétti fyrir hana. Upprunalega hugmyndin var ekki gamanmynd heldur mynd alvarlegs eðlis. Síðan fékk ég bakþanka og hugsaði með mér: — Guð minn góður, þetta efni bókstaflega heimtar spaugilega meðhöndlun. — Hópur af fólki í sumarhúsi um helgi, með mánaskin í bland við fuglasöng og blóm og allt það. Því ekki að skoða þetta viðfangsefni í spéspegli? Og láta alvöruna liggja á milli línanna. Svo ég fór að skrifa handritið út frá þessum punkti og sóttist verkið vel því ég fór strax að hafa mikla ánægju af þessu. Þá hafði ég tvö handrit í hönd- unum. Ég hafði hinn upprunalega, svart-hvíta, „surrealistiska" gamanleik og svo þennan róman- tíska „mærðarleik", sem þarfnað- ist mildra, hlýlegra lita. Ég hugs- aði með mér: Ég bíð í ár með að filma þetta. Síðan fékk ég bak- þanka og hugsaði með mér: Nei, því ekki að filma þær saman. Á þann hátt gat ég hagnýtt ýmislegt WOODY ALLEN sameiginlega svo sem góða veðrið. Svo ég hófst handa við að móta verkið og filmaði þær saman. Þetta eru gjörsamlega óskyldar sögur. Hin gerist í New York á þriðja áratugnum." Er hlutverkaskipting sú sama? „Nei, aðeins ég og Mia. Kvik- myndatökufólkið er hins vegar það sama, að sjálfsögðu. En sem sagt, ég filmaði þær saman og merkilega nokk, það borgaði sig fjárhagslega. Til dæmis á meðan maður beið eftir ákveðnum veðra- brigðum í litmyndinni gat maður notað tímann og tekið atriði í svart-hvítu myndinni." Þú hefur valið „Brúðarmars” Mendelssohns sem titillag í „A Mid- summer Night’s Sex Uomedy”. Á maður að taka það sem staðfestingu á þeim orðrómi að þú hyggist ganga i hjónaband? „Nei, nei...“ Er það kannski óskhyggja? „Ég veit það ekki. En þið hjá blöðunum búið til og finnið upp hina furðulegustu hluti um mig. Eitt var að ég hefði fjárfest í húsi á ströndinni, sem var ekki satt. Annað var að ég og Mia værum að flytja til Connecticut, sem var að sjálfsögðu kjaftæði. Að við værum gift og síðan að við ætluðum að giftast. Og í einni greininni var sagt að ég ætti í útistöðum við Orion, en ég hafði farið í mat með stjórnendunum og við vorum að ræða nýja samninga. Svona er þetta alít hjá ykkur, bull og kjaft- æði.“ Hafa ekki hinar mótsagnakennd- ustu lýsingar verið gefnar á þér á undanrórnum árum — um tíma var sagt að þú værir hrókur alls fagnað- ar í samkvæmislífinu? t4.„Uh huh...“ Okkur var talið trú um að þú vær- ir í raun félagslyndur laumupoki, sem stælist út á kvöldin til að skemmta sér? „Þetta þekki ég ekki. Þessa ímynd þekki ég ekki. Það sem ég hef lesið er að ég fari á „Elaine’s" (veitingastaður í New York) á hverju kvöldi og það er einfaldlega til að fá að vera í friði. Það er eini staðurinn í borginni þar sem þú getur borðað í friði. Gestum er bannað að biðja um eiginhandar- áritun og ljósmyndurum er ekki hleypt inn á staðinn. Það er það góða við að borða á „Elaine's". Ég er þar alltaf innan um sama fólk- ið, 60 eða 70 manns, sem virðist borða þar á hverju kvöldi. Venjulega vakna ég snemma, skrifa eða vinn við kvikmyndatöku allan daginn. Ég kem aftur heim um kvöldið, sæki Miu og við förum á „Elaine’s" og fáum okkur snarl og síðan förum við snemma að sofa. Ég er venjulega sofnaður um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.