Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 13
MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 ____—i-_____________________________ 57 sem til þeirra mála þekktu, báru virðingu fyrir hæstaréttarlög- manninum Birni Kalman. Enginn þeirra er greinarhöfundur ræddi við minnist þess að hafa séð Björn tefla eða heyrt hann tala um skák. Flestir kváðust þó hafa heyrt þann orðróm í bænum að hann væri snillingur í þeirri íþrótt. Björn Kalman efnaðist aldrei af lögmannsstörfum sínum. Um 1930 fluttist hann til Vestmannaeyja og áratugi síðar kvæntist hann Ragnheiði Oddsdóttur, hjúkrun- arkonu. Er líða tók á ævi Björns hallaði sífellt undan fæti, en þar kom hvort tveggja til heilsuleysi og notkun áfengra drykkja. Þegar Björn lést í janúar 1956, minntist Hákon Bjarnason þess í Morgun- blaðinu hve mikið dálæti faðir hans, Páll Ólafsson, hafi haft á honum: „Páll var orðinn roskinn þegar Björn var að komast á legg og mun það síst hafa dregið úr dálæt- inu. Bréf Páls frá þessum tíma eru full af umhyggju fyrir syninum unga jafnframt áhyggjum um framtíð hans.“ Við þetta mætti bæta að missir þriggja sona hefur líklega ekki dregið úr umhyggju Páls fyrir Birni. í ljósi þess sem síðar varð um Björn, verður eftir- farandi ljóð Páls hugstæðara en ella: „Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, Ijós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann besta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt.“ Hvers vegna B? Þótt ýmsir þræðir séu lausir í sögu Björns Kalman er ljóst að þar hefur ekki farið neinn meðal- maður. Til þess eru lýsingarnar á honum of stórbrotnar. Samkvæmt heimildum greinarhöfundar mun skákferill hans hafa verið nokk- urskonar þjóðsaga á Harvard lengi eftir að hann hætti þar námi. í bók Gylfa Gröndal, Menn og minningar, segir Jón E. Ólafs- son eftirfarandi um ferðir Stefans Zweig: „.. .Zweig fór í ferðalag til Ameríku fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri. Hann dvaldi nokkurn tíma í New York og fór einnig til Boston og heimsótti Harvard ...“ Þá segir Jón að ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi kynnst Vilhjálmi Stefánssyni. Hafi Zweig dvalið lengi í Harvard má ætla að hann hafi heyrt sögu Björns þar, því Zweig var mikill áhuga- maður um skák. Það má undarlegt heita ef Zweig hefur ekki þekkt sögu Björns er hann reit Manntafl. Sögupersóna Zweigs og Björn vinna sigra sem aðkomumenn í reyksal farþegaskips, eftir að þar hafa farið fram kappskákir að þeim fjarstöddum. Eins og sögu- persónan er Björn einn í hópi margra keppinauta þegar hann leggur Marshall að velli. Eins og heimsmeistarinn i sögunni verður Marshall allt í einu forviða þegar Björn kemur til sögunnar. Björn teflir við Marshall eftir að hann hefur tekið ákvörðun um að hætta allri taflmennsku, alveg eins og sögupersóna Zweigs. Hvorugur gengur til leiks af ráðnum hug, heldur tefla báðir fyrir hvatn- ingarorð félaga sinna. Báðir neita að tefla frekar þegar sú ósk er lát- in í ljósi. Ákvörðun Björns og skáksnill- ingsins í Manntafli um að tefla aldrei framar er af sama toga. Þeir geta ekki gleymt skákum sín- um og óttast að þeir séu að veikj- ast á geði vegna þeirrar „maníu" að hugsa einlægt um skákir. Báðir eiga örðugt með svefn af þessum sökum. Þá er athyglisvert að Zweig gefur skáksnillingnum í sögunni ekkert nafn, öndvert við aðra sem um er fjallað í þriðju persónu. Hann lætur sér nægja að nefna aðeins bókstafinn B þegar um aðalpersónuna er að ræða. Hvers vegna endilega B þegar um þrjátíu aðra bókstafi er að velja? Og hvers vegna lætur Zweig hann ekki heita einhverju nafni — ein- hverju hljómfegurra og skáldlegra nafni en bara B? Meðal þeirra manna sem grein- arhöfundur hefur rætt mál þetta við er Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður sem er áhugamað- ur um hvort tveggja skáksögu og ritverk Stefan Zweigs. Guðmund- ur gerði meira en að taka undir vangaveltur greinarhöfundar. Hann kvaðst, eftir nokkra athug- un á málinu, vera alveg sann- færður um að Björn Kalman væri fyrirmynd Zweigs að þessari skærustu perlu smásagnagerðar- innar, eins og hann orðaði það. Örlög Zweigs í viðræðum við menn hefur greinarhöfundur víða orðið var við þá kenningu að skáklýsingar Zweigs í Manntafli séu með þeim hætti að höfundur geti ekki hafa haft mikla innsýn í viðfangsefnið, skákina. Þessi kenning er, vægt til orða tekið, ósköp lasburða. Zweig hefði svo sem verið í lófa lagið að velta sér uppúr til dæmis einstök- um afbrigðum ákveðinna varna- tegunda, en þá er líka viðbúið að með því hefði hann þrengt lesendahóp sinn til mikilla muna. Auk þess þarf ekki mikinn speking til að sjá að skákin er ekkert aðal- atriði í Manntafli, heldur aðeins rammi. Vera má að einhverjir les- endur gamni sér aðeins við skáklýs- ingarnar í sögunni, en þá hafa þeir líka farið á mis við hið raunveru- lega viðfangsefni höfundar; upp- gjörið við þá mannlegu eymd og smáborgarahátt sem þýski nas- isminn var. Sjálfur lifði Zweig það aldrei að vera lokaður inni af löndum sínum fyrir jafn fáránlega sök og þá að vera af uppruna sínum en ekki einhverjum öðrum. Þvert á móti, og kannski sínu verra, var hann lokaður úti, fjarri tyftunarglöðum skósveinum hins aríska hrygn- ingastofns. Fyrst flúði hann til Lundúna, þá til New York og loks til Brasilíu. Helför Hitlers um Evrópu lagðist þyngra á Zweig með hverju ári. Viðbrögð hans voru fyrst og fremst sárindi og vonbrigði. Ekkert lá fjær þessum frjálslynda húmanista en ofbeldi og yfirgangur. Halldór Laxness greinir frá því í Skáldatíma að Zweig hafi lýst þeirri skoðun við sig fyrir stríð, að Island myndi komast af klakk- laust. „Þegar næsta stríð ríður yf- ir,“ sagði hann við Halldór, „sendi ég yður orð að útvega mér her- bergiskytru einhverstaðar upp- undir þaki í Reykjavík." Þetta orð sendi hann því miður aldrei. Stefan Zweig og kona hans, El- izabeth Charlotte, settust að í smábænum Petropolis skammt frá Rio de Janeiro. Niðurbrotin og vonsvikin yfir örlögum sínum og þjóðar sinnar styttu þau sér aldur á heimili sínu 23. febrúar árið 1942. í bréfi sem Zweig skildi eftir, lýsir hann því að maður eins og hann, kominn yfir sextugt, þurfi óvenju mikið þrek til að taka upp þráðinn enn einu sinni.' Eftir hin löngu ár á veglaúsum flótta séu kraftar hans á þrotum. Telji hann því betra að kveðja þetta líf af frjálsum vilja og með réttu ráði. Þetta líf sem þekkti engin gæði á jörðu æðri persónulegu frelsi. Þór- arinn Guðnason sneri niðurlags- orðum bréfsins þannig á íslensku: „Svo kveð ég alla vini mína. Vonandi lifa þeir það að sjá roða nýs dags eftir þessa löngu nótt. En mig brestur þolinmæði, og því fer ég á undan þeim." Um þessi örlög reit Laxness: „Ég hef þá fánýtu skoðun að hefði Zweig skrifað mér eins og hann sagði og ég útvegað honum kames undir súð í Reykjavík mundi ekki hafa farið sem fór.“ Síríus -ámillivína jmoi Mm Hreint súkkuladi fyrir sælkera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.