Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 18
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 ÞRÁTT FYRIR ýmsa smáöröugleika er ekki hægt aö segja annað en fyrsta raunverulega rokkhátíö Islend- inga, „Melarokk“, hafi tekist meö miklum ágætum á laugardag. Á þessari hátíö sást glöggt hversu mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi. Þarna komu fram 16 hljómsveitir og samt voru margar, m.a. Egó, Þursarn- ir/Stuómenn o.fl. mjög vinsælar sveitir ekki til staðar. Ef ekki hefði komiö til nístings- kuldi þegar á daginn leiö er óhætt aö fullyrða aö aösókn heföi oröið enn meiri, aö ekki sé nú talaö um ef tvær áöurnefndar sveitir hefðu troð- iö upp. Samt er ekki hægt aö kvarta. Veðurguðirnir stóöu aö mestu viö sitt, ekki rigndi, en þeir heföu að ósekju mátt varpa örlítiö meiri hlýju yfir samkunduna. Flestir þeirra 1800 gesta, sem greiddu sig inn, voru nefnilega orönir bláir af kulda, þegar skemmtuninni lauk. Þeir, sem ekki höföu brjóstbirtu meðferöis, héldu á sér hita meö því aö hoppa um og dansa. Eftir 90 minútna biö eftir aö há- tiöin hæfist fyrr um daginn (tafir viröast vera landlægur sjúkdómur íslensks poppheims) var ekki laust viö að óþreyju væri tekið aö gæta í rööum þeirra, sem hvað lengst höföu beöið. Ma þar kannski finna skýringuna á talsveröri drykkju þeg- ar á kvöldið leiö. Annars er ekki meö öllu rétt aö kasta ábyrgöinni á þessarr töf beint á heröar aöstand- enda hátíöarinnar. Lokatónleikar Zukovsky-námskeiös nokkurs voru nefnilega í Háskólabíói kl. 14. Ekki mátti hætta á aö óæðri tónlist, sem venjulegt rokk, gæti e.t.v. raskaö ró þeirra æðri. Var því brugöið á þaö ráö aö færa hátiöina aftur um 90 mínútur. Greinilegt var eins og svo oft á slíkum samkomum, aö margir komu meira til þess aö sýna sig og sjá aöra, jafnvel til aö krækja sér í slagsmál í leiöinni en til þess aö hlusta á þá tónlist sem boöiö var uppá. Var Ijótt aö sjá til meölima tveggja hljómsveitanna undir lokin á sjálfu sviöinu. Aumt til þess aö vita, aö ekki einu sinni hljómsveitarmeö- limirnir, sem manná best vita hversu leiðinlegt er aö hafa einhvern lýö uppi á sviöinu, geta hagað sér skikkanlega á þeirra eigin hátíö. Ennfremur var hörmung að sjá hvernig tréstólar, sem voru gestum til þæginda, voru útleiknir. Mátti sjá leifar þeirra á víö og dreif sunnan- vert viö sjálft sviðiö. Mikil undirbúningsvinna lá aö baki þessari hátíö. Heljarmikiö sviö var reist á miöjum vellinum og und- irrituðum er til efs aö vandaöra sviö hafi veriö reist fyrir slíka hátiö. Stórt og rúmgott, án þess þó að vera eitthvert gímald. „Sándtékk“ var á föstudag og ekki var hægt aö amast út í hljómburö á hátíðinni, hefur sennilega ekki veriö öllu betra á úti- hátíö hérlendis. Þó voru smávægi- legir erfiöleikar um miöbik tónleik- anna, en aö ööru leyti gekk þetta snuröulaust fyrir sig. Þar sem töfin langa i upphafi há- tíöarinnar setti tímaáætlunina nokk- uö úr skoröum var ákveöið aö keyra dagskrána áfram með látum. Gekk þaö framar vonum og þeir, sem riöu á vaöiö, voru strákarnir í Reflex. Voru þá nákvæmlega 97 mínútur frá þvi hátiöin átti upphaflega aö hefj- ast. Hér á eftir látum viö gamminn geisa og birtum örlitla umsögn um hverja þá hljómsveit, sem kom fram á hátíöinni. Birtum jafnframt stjörnugjöf. Rétt er aö benda hljómsveitunum og aödáendum þeirra aö hér er ekki um Stóradóm aö ræöa fremur venju, þannig aö séu menn ekki sáttir viö þau um- mæli, sem hér falla eru þeir beönir aö láta þau bara, sem vind um eyru þjóta. Viö kynnum um leiö meölimi allra hljómsveitanna. Reflex ☆ ☆ Reflex er ein þeirra óþekktu sveita, sem tróöu upp á „Mela- rokk"-hátíðinni. Óþekktu hljóm- sveitirnar áttu þaö flestar sam- merkt, að þær komu stórlega á óvart. Reflex er fjögurra manna sveit skipuö þeim Baldvini Erni Árnasyni á trommur, Guömundi Sigmarssyni á gítar, Ólafi Ægissyni, bassaleikara, og Heimi Má Péturs- syni, söngvara. Reflex lék hressilegt rokk, aö mestu upp á gamla móöinn, og Björk Guðmundsdóttir og félagar hennar í Tappa Tíkarrassi slógu í gegn með glœsibrag. Morgunblaðið/ Emilía „Melarokk“ Ekki var lakara að hafa höfuð- fatið í lagi. Mor|(unblaðið/ SSv. Trommuleikari BARA-flokksins vakti mikla athygli. MorjrunblaAid/ SSv. komst ágætlega frá sínu. Inn á milli, t.d. í laginu um islensku alþýðuna, „Skammastu þín", örlaöi á nýbylgju- tilþrifum. Hljóöfæraleikararnir eru ekki neinir snillingar hver um sig, en skipa saman trausta heild Tromm- aranum hættir þó nokkuð til aö „hlaupa upp" eins og gjarnan er sagt um veöhlaupahestana og til þess aö koma tónlist sinni fullkom- lega til skila þarf Reflex aö tefla fram öörum gítarleikara. Þaö er margt mjög gott viö (>essa sveit og hún á vafalítiö eftir aö láta mikiö i sér heyra áöur en langt um líöur. Tappi Tíkarrass ☆ ☆ ☆ ☆ Tappi Tíkarrass tók viö af Reflex. Tappinn er skipaöur þeim Björk Guömundsdóttur, söngkonu, Guö- mundi „Limbó" Gunnarssyni, trommuleikara, Jakob Magnússyni, bassaleikara, og Eyjólfi Jóhanns- syni, gítarleikara. Þaö er best aö vera ekkert aö skafa utan af hlutun- um, en Tappi Tíkarrass er aö mati undirritaös ein allra efnilegasta unga hljómsveitin í dag. Ekki einungis eru meölimir hljómsveitarinnar pottþéttir hljóö- færaleikarar heldur er söngkonan, lítil en fjandanum sviðshressari, Björk Guðmundsdóttir, á góöri leiö meö aö veröa frábær. Tónlistina hjá Tappa er ekki beint auðhlaupið aö skilgreina. Á köflum má greina nokkur áhrif af ætt Þeysara, enda e.t.v. ekki óeölilegt þar sem Jakob er bróöir Þorsteins Magnússonar. Gitarleikur Eyjólfs er sérstaklega eftirtektarveröur þótt e.t.v. sé ekki rétt aö tína einhvern einn hljóöfæra- leikara út úr. Sveit, sem stefnir í aö veröa eitthvaö meiriháttar á okkar mælikvaröa. KOS ☆ ☆ ☆ ☆ Þriöja sveitin, sem tróö upp, var tríóiö KOS, sem viö kynntum hér á Járnsíöunni fyrir nokkrum vikum. Hljómsveitina skipa þeir Jón Björg- vinsson, trommuleikari, Þröstur Þórisson, bassaleikari, og Þröstur Þorbjörnsson á gítar. Þaö má segja um KOS eins og margar aörar aö hljómsveitin kom geysilega á óvart. Er ekki fjarri lagi aö halda því fram, aö hljóðfær.ileik- ur hafi ekki gerst betri en hja þeim á allri hátíöinni. Allur flutningur þeirra var til mikíllar fyrirmyndar og hvergi feilpúst aö finna. Sérstaklega vakti trommuleikarinn athygli. Lögin voru flest nokkuö rokkuð, en inn á milli mátti greina reggae-áhrif. Var ekki hlaupiö aö því aö greina aö hér væri trió á ferö en ekki fjölmennari sveit. Hljómsveit, sem lofar miklu. Grýlurnar ☆ ☆ ☆ Ef ég ætti hatt og gengi dags daglega með slikt höfuöfat væri ég vafalítiö fyrir löngu búinn að éta hann líkt og enski blaöamaöurinn foröum, sem kvaöst mundu éta hattinn sinn ef Uriah Heep yröi ein- hvern tíma fræg hljómsveit. Þaö er best aö viöurkenna þaö strax, að Grýlurnar eru oröin betri hljómsveit ern mig óraöi nokkru sinni fyrir að hún yröi. Þaö er í raun dálítiö merkilegt, ekki hvaö síst í Ijósi þess að gítar- leikurinn er enn óskaplega veik- buröa, þó svo nú sjái tvær um hlut- verk einnar áöur. Hvorki Inga Rún né Bára Grimsdóttir búa yfir þeirri leikni, sem myndi gera útslagiö fyrir hljómsveitina. Synd og skömm því hinar þrjár, Ragnhildnr Gisladóttir, Linda Björk Hreiöarsdóttir og Her- dis Hallvarösdóttir mynda saman mjög þéttan kjarna. Herdís hefur hreinlega ekkert fyrir því að spila á bassakrílið sitt. Tónlistin hjá Grýlunum hefur í sjálfu sér ekki mikiö breyst, en flutn- ingurinn er allur annar en áöur var. Hægt er aö flokka flest lögin undir blöndu popps og rokks. Inn á miili var hraöinn þó keyrður upp og sveitin naut sin virkilega eins og í lögum á borö viö Status Quo- rokkarann „Break the Rules". Til þess aö veröa enn betri þurfa Grýl- urnar aö veröa sér úti um gítarleik- ara, sem er fær um aö koma því á framfæri, sem honum er ætlað. Þaö dugar ekki aö bæta öörum jafn slökum viö. Hin Konunglega flugeldarokksveit ☆ Þaö veröur ekki um þau i sveitinni sagt, að gerviö hafi ekki veriö ágætt. Nafniö sömuleiöis gott. Vafa- laust getaö þau spilaö ágætlega líka, en þaö var ekki sjá aö þau heföu áhuga á aö sýna snefil af kunnáttu sinni. Enda er óhætt aö segja, aö viötökurnar sem hljóm- sveitin fékk, segi meira en mörg orö. Undirtektir voru ákaflega tak- markaöar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.