Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 20
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Lifað í tónlistarheimi fortíðar Tónlistarlíf stendur med miklum blóma á vorum dögum og á það ekki síður við um sígilda tónlist en aðrar stefnur og strauma. Aheyrendum sígildrar tónlistar fer fjölg- andi, starfsár hljómsveita- og tónlistar- stofnana lengjast og snillingar eru upp- götvaðir á hverju ári. í stórborg eins og New York eru yfir hundrað tónleikar í viku hverri og hinn sígildi tónlistarheimur um víða veröld iðar af lífi. En í öllum þess- um hræringum er ákveðinn stöðugleiki eða eigum við heldur að segja stöðnun, eins konar óhreyfanleg þungamiðja sem allt snýst um: Tónlistarlíf okkar er byggt á stöðugum endurtekningum. Tón I istarKagnrýnandi stórblaðsins The New York Times, Edward Rothstein, hefur fjallað um þessar endurtekningar klass- ísku verkanna í pistlum sínum og í upphafi síðasta starfsárs Fíl- harmoníuhljómsveitar New York og Metropolitan-óperunnar gerir hann úttekt á efnisvali þessara stofnana og kemst þá enn og aftur að sömu niðurstöðu: Verk gömlu meistaranna eru í yfirgnæfandi meirihluta. Af yfir níutíu verkum, sem Fílharmoníuhljómsveitin tók fyrir á 125 tónleikum, voru aðeins sex ný verk, sem ekki höfðu áður hljómað í tónleikasölum New York-borgar. Hins vegar voru þar fremstir í flokki klassískir meist- arar eins og Mozart, með sjö verk, þar af fjóra vinsæla píanókon- serta, Beethoven, með sex verk og þar af þrjár þekktar sinfóníur og aðrir sem voru framarlega í röð- inni voru Brahms, Schumann, Schubert, Tchaikovsky, Liszt, Wagner og Dvorak. í Metropolitan-óperunni var sömu sögu að segja. Tólf af tutt- ugu óperum sem þar voru settar á svið, yfir helmingur, voru endur- tekningar klassískra verka, sem voru frumflutt á árunum milli 1830 og 1885. Fimm þessara verka voru eftir Verdi og aðeins tvær óperanna voru tuttugustualdar óperur. Og það sama var upp á teningnum í öðrum tónlistar- stofnunum borgarinnar að sögn Rothstein og hann bætir því við að þetta sé orðin órjúfanleg hefð þar sem ný verk fái inni aðeins fyrir kurteisis sakir. • Efnisskrár bæði Metropolitan- og Fílharmoníuhljómsveitarinnar síðasta starfsárið voru því ágætar heimildir um tónlist á átjándu og nítjándu öld og þannig hefur það alltaf verið og mun sjálfsagt verða í náinni framtíð. Og þessi stefna er vissulega árangursrík. Tónlist- arsalirnir fyllast af áheyrendum með yfir níutíu prósent sætanýt- ingu. Að minnsta kosti tólf þúsund sæti eru seld á þá fjóra tónleika sem Fílharmonían heldur í viku hverri og yfir 25 þúsund miðar eru seldir á þær sjö sýningar sem Metropolitan setur á svið viku- lega. Efnisvalið gefur því- vissu- lega vísbendingu um hvert straumurinn liggur og hver smekkur manna er í þessum efn- um. Til gamans gerði undirritaður samanburð á efnisvali Sinfóníu- hljómsveitar íslands og varð niðurstaðan sú sama og ef við tök- um eina viku af alvarlegri tónlist- arútsendingu Ríkisútvarpsins sjá- um við að gömlu meistararnir halda þar sínum hlut og vel það. Það var ef til vill táknrænt fyrir þessar hugleiðingar að á sama tíma og þær voru festar á blað var verið að flytja „Tyrkneska mars- inn“ úr Sónötu í A-dúr, K331, eftir Mozart í útvarpinu. Það skal einn- ig skýrt tekið fram að þessi pistill er ekki skrifaður af vandlætingu eða óár.ægju með þróun þessara Gömlu meistararnir fullnœgja tónlistar- þörfinni mála. Undirritaður er sama marki brenndur og flestir aðrir, að taka verk gömlu meistaranna fram yfir nýrri verk og hlusta aftur og aftur á sömu klassísku tónverkin, eins og barn sem vill sí og æ hlusta á sama gamla ævintýrið. • Fyrr á öldum var flutningur nýrra verka regla en ekki undan- tekning eins og nú er. Bach var með nýja kantötu tilbúna á hverj- um sunnudegi og Mozart samdi nýja konserta fyrir hverja tón- leika. Tónleikahallir og óperuhús nitjándu aldar nötruðu af frum- flutningi mikilfenglegra tónverka. En eitthvað breyttist á öldinni okkar. Síðasta blaðsíðan í safnriti sígildrar tónlistar var skrifuð út og bókinni var lokað. Tónlistar- stofnanir urðu að eins konar forn- minjasöfnum þar sem aftur og aftur er flett upp í bókinni góðu. Endurtekningar eiga sér auðvit- að stað í öðrum listgreinum einn- ig. En aðeins í tónlistinni er hinu nýja svo áberandi ýtt til hliðar fyrir lotningarfullri dýrkun á því gamla. Ný leikrit eru yfirleitt há- punkturinn á hverju leikári hjá leikhúsunum og ný málverk vekja athygli um leið og þau eru hengd upp á veggi sýningarsalanna. Nýj- ar skáldsögur renna út úr prentsmiðjunum og lesendur gleypa þær í sig. Til að sjá í þessu samhengi hversu tónlistarlífið er frábrugðið verðum við að ímynda okkur að kvikmyndahúsin sýndu alltaf sömu myndina eða að útgef- endur sérhæfðu sig í Dickens og öðrum löngu liðnum höfundum. Og varðandi sérkenni tónlistar- lífsins er það einnig athyglisvert hversu afmarkað hið sögulega tímabil þess er. Sígilda tónlistin einskorðast við átjándu og nítj- ándu öld. • Nítjánda öldin var vissulega glæsilegt tímabil í menningarsögu Vestur-Evrópu og tónlistin reis þar einna hæst. En dýrkun manna á þessu tímabili tónlistarsögunnar hefur aftur á móti, á vissan hátt, staðið eðlilegri þróun í tónlist- arsköpun fyrir þrifum. Aðrar skýringar skella skuldinni á skort á djörfum og nýjungagjörnum áheyrendum, þunglamalegar stofnanir, auglýsingaskrum þar sem tónlistin er gerð að verslun- arvöru eða þá stöðnun í hljóðritun og hljómplötuútgáfu á alvarlegri tónlist. Allar hafa þessar skýringar eitthvað til síns máls. En þær bera einnig vott um sérkennilega minnimáttarkennd í menningar- legu tilliti. Og þær útskýra ekki hvers vegna endurtekningar hafa orðið svo víðtækar af eigin verð- leikum né hvers vegna þessar endurtekningar miðast svo mjög við tónlistarhefð nítjándu aldar. Við flettum ekki upp í safnriti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.