Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 14
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 1 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Það er ekki úr vegi að huga að rifsberjum þessa dagana. Þeir sem eru ekki svo heppnir að tína sjálfir berin af runnunum, eiga þess nú kost að kaupa sér ber, því þau sjást í sumum verzlun- um. Það er vel, því þetta eru önd- vegis ber, og margt hægt að gera úr þeim. Það er helzt að sækja hug- myndir um rifsberjamatreiðslu til Norðurlandanna og Bret- lands, því þegar sunnar dregur er hægt að rækta önnur og eftir- sóttari ber, sem stela senunni frá rifsberjunum. Þarna suðurfrá kunna menn ýmislegt fyrir sér í berjamat- reiðslu og því hægt að læra ýmislegt af þeim, þó tegundirnar séu frábrugðnar. Sultu- og hlaupgerð kemur kannski fyrst upp í hugann, þeg- ar rifsber eru annars vegar. Auk þess að nota sykur og ber er hægt að nota t.d. sultað engi- ferhnýði til að gefa gott og óvenjulegt bragð. Vín er góð viðbót, ekki sízt í nokkur glös, sem eru svo notuð við hátíðleg tækifæri eða til gjafa. Heima- tilbúnar sultur eru nefnilega frábærar jólagjafir, svo ekki sé nú meira sagt. I rifsberjasultur er einnig hægt að nota annað en eingöngu rifsber. Aðrir ávextir koma einnig vel til greina, t.d. epli og perur. Rifsber eru öndvegis hráefni í ýmiss konar eftirrétti og kökur. Frystið því ber til vetrarins og þá eruð þið ekki í vandræðum að útbúa frísklega og vítamínríka eftirrétti í vetur. Berin geymast í um ár, eða til næstu uppskeru, í frysti við + 18°, eða kaldara. Þvoið berin áður en þið frystið þau með því að láta þau í sigti og bregða þeim undir rennandi vatn. Mér finnst þægilegast að tína þau af stilkunum og hreinsa þau áður en þau eru frysti, því þá þarf ekkert að eiga við þau, þegar þau eru matreidd. Látið berin þorna á hreinum stykkj- um, frystið þau á bakka og setjið þau í poka, þegar þau eru frosin. Ef þau eru ekki lausfryst, er gott að hreyfa pokana, eða ílátin sem þau eru frysti í, nokkrum si- nnum meðan berin eru að frjósa, svo þau frjósi ekki í einn kökk. Mér finnst óþarfi að strá sykri á þau áður en þau eru fryst, en það er smekksatriði. Berin eru góð í kökur, t.d. ávaxtakökur, í pæa, e.t.v. með eplum eða perum (sbr. hér á eftir), í ísa, eða með ís, t.d. hituð með sykri, eða ísfroðu (sbr. hér á eftir) og í ávaxtasalat, svo eitthvað sé nefnt. Það fer ekki mikið fyrir því að rifsber séu notuð í aðra rétti en eftirrétti og kökur. í fyrra sagði ég frá einni hugmynd, sem mér var sagt frá. Lifur var bökuð heil í ofni, og yfir hana var hellt ögn af hvítvíni (getur einnig ver- ið þurrt eða hálfþurrt sérrí eða þurrt vermút eða rauðvín) og rifsber, t.d. '/2—1 dl. Þetta er vafalaust öndvegirréttur. Einnig er hægt að nota nokkur rifsber í grænmetissalat, t.d. með blað- salati. Sums staðar hefur sézt í búðum, og reyndar verið ræktað í skólagörðunum, rauðleitt blað- salat. Þetta er bæði fallegt og einkar gott blaðsalat, sem gam- an er að nota eitt sér, en einnig með skærgrænu salati. Þeir sem ná sér í rifsber eiga því von á ýmsu góðu, því það má gera margt gott úr þeim. Góða skemmtun! Rifsberjaísfro (Handa fjórum) Ef þið eigið rifsber í frysti, eruð þið hreint enga stund að útbúa ísfroðu úr þeim. En auk þess að eiga rifsber þarf einnig rafmagnskvörn (blender, mix- er). Ef ekki, þá er hægt að hakka berin, og þeyta þau síðan saman við sykurinn og safann, og frysta svo. Svona ísfroðu er hægt að búa til úr alls konar ávaxtasafa (og reyndar einnig grænmetissafa). Á frönsku heitir þessi réttur Sorbet. 7 dl frosin rifsber 1 dl sykur, gjarnan tæplega 2 'k dl appelsínusafi rifsber í þennan rétt. Pæinn sómir sér vel sem eftirréttur eða sem meðlæti með te eða kaffi. Pæabotn: 3'A dl hveiti 100 g kalt smjör 1—3 msk ískalt vatn 1. Setjið ofninn á 200°. 2. Saxið smjörið saman við hveitið og nuddið það síðan sam- an við, þar til blandan er orðin eins og sandur. Bætið þá í hana ögn af köldu vatni, þannig að úr verði samhangandi deig. Þrýstið því innan í smurt pæaform, í kökuform með lausum botni, eða í fat, sem þið getið borið kökuna fram í. 3. Bakið botninn í um 15 mín. BERJATIÐ 1. Allt og sumt sem þarf að gera er að setja berin, sykurinn og safann i kvörn, e.t.v. í tveimur umferðum, og bera froðuna fram. Ef ykkur sýnist svo, getið þið sett ögn af víni saman við full- orðinsskammtana, t.d. koníaki eða brandíi, eða öðru ámóta áfengi, kirsuberjavíni eða öðrum berjavínum eða líkjörum. Ef ykkur sýnist svo, getið þið borið óþeyttan rjóma fram með ísn- Pæi með epl- um, perum og rifsberjum Epli og perur fást nú í miklu og góðu úrvali, ýmsar tegundir þessara ávaxta eru til. Bæði per- ur og epli eru einkar góð með rifsberjum, þið getið einnig not- að eingöngu epli eða eingöngu perur. Pæafyllinguna getið þið einnig notað sem fyllingu í pönnukökur. Þið getið þá látið fyllinguna malla á pönnu, þar til eplin og perurnar fara að mýkj- ast, sett í pönnukönurnar og borið fram eða bakað þær fyrst fylltar í ofninum í um 15—20 mín. Sýrður rjómi er góður með pæanum eða pönnukökunum, einnig sýrður rjómi blandaður venjulegum rjóma til helminga. Það er gott að láta blönduna standa í kæliskáp í nokkrar klst., eða allt að sólarhring. Þeyttur rjómi eða rjómaís getur einnig verið gott meðlæti. Auk þess sem nefnt er hér að neðan í fyllingu, kemur annað til greina. Saxaðar heslihnetur og möndlur eru góð viðbót, einnig rifið marsipan. Viðbæturnar fara allt eftir því hvað ykkur lízt bezt. Og varla þarf að nefna, að það er tilvalið að nota fryst Fyllingin: 3 epli 2 perur 2 dl rifsber um 30 gr brætt smjör xh tsk kanell, e.t.v. ögn af steyttu allrahanda og negulnögnum xh dl hrásykur, púðursykur eða venjulegur sykur Afhýðið eplin og perurnar, skerið kjarnhúsin úr og skerið aldinkjötið í bita eða sneiðar eft- ir smekk. Blandið saman sykri og kanel, og öðru kryddi ef þið notið það. Blandið öllu saman og hellið í hálfbakaða pæaskelina eða raðið eplum, perum og rifs- berjum í formið og stráið krydd- sykrinum á og dreypið smjörinu yfir. Bakið kökuna í um 30 mín. eða þar til eplin og perurnar eru bakaðar í gegn. Kakan er bezt volg. Léttsteikt kjöt með rifsberjum Hér er hugmynd að kjötrétti með riísberjum. Verðið ykkur úti um gott og meyrt kjöt, sem er hægt að léttsteikja á pönnu. Varið ykkur á svokölluðum buffsneiðum eða schnitzelsneið- um, sem er búið að renna gegn- um einhverja skurðarvél, þannig að kjötið er næstum hakkað en loðir þó saman í sneiðum. Slíkt kjöt verður alveg þurrt eftir steikingu. Þeir fáu dropar af kjötsafa sem hafa ekki náð að renna úr því í kjötborðinu, gera það á pönnunni, og sneiðin verð- ur ótrúlega þurr og leiðinleg undir tönn. Að mínu viti er þetta hrein skemmdarstarfsemi. Stundum er því haldið fram að við tætinguna verði kjötið meyrara. En við skulum ekki gleyma því að kjöt meyrnar við efnabreytingar í kjötinu þeg- ar það er geymt, en ekki við það að kjötið er tætt. Eða heldur nokkur því fram að kjöt verði meyrara við að vera skorið í bita með hníf og gaffli? Óprúttnir kaupmenn geta sett seigt kjöt, sem er ekki hægt að steikja á pönnu, í skurðarvél og fengið þunnar sneiðar úr þykkum og ólögulegum bitum. Meyrasta kjötið er dýrast, svo að þarna er um vörusvik að ræða. Auðvitað vakir þetta ekki fyrir öllum kaupmönnum sem bjóða upp á þessar tættu kjötsneiðar. Þetta er hreinlega gert af gömlum vana. Það er hægt að nota hvaða meyrt kjöt sem er. Villibráðin lambakjöt hæfir vel með rifs- berjum, einnig nauta- og kálfa- kjöt. Einnig er hægt að nota t.d. kjúklingabringu. Bræðið saman smjör og ólífu- olíu, t.d. % af smjöri og V* af olíu. Olían sér um að smjörið brenni ekki eins. Steikið kjöt- sneiðarnar báðum megin, það er smekksatriði hversu lengi. Því harðara sem kjötið er viðkomu, því meira steikt er það. Þegar kjötið er steikt, takið það þá af pönnunni, haldið því heitu, hell- ið þá um 1 dl af kjötsoði, gjarnan kjúklingasoði eða víni, t.d. þurru sérríi, þurru hvítvíni, rauðvíni, þurru vermúti og e.t.v. 1 msk af koníaki eða brandíi með. Vínið getið þið drýgt með vatni, svo það verði um 1 dl. Látið vökvann leysa upp allt sem hefur festst við pönnuna og blandast kjötsaf- anum. Bætið um 2—4 msk af rifs- berjum i, látið þau hitna, setjið kjötið á pönnuna, eða hellið saf- anum úr pönnunni yfir kötið og berið fram. Berin eiga auðvitað að fylgja sósunni. Ef ykkur sýn- ist svo, getið þið bragðbætt með ögn af ekta, japanskri sojasósu. Fljótlegt, einfalt og haustlegt, ekki satt? Þreytulegt salat Blaðsalat missir nokkuð fljótt stinnleika sinn, eftir að það er tekið upp. Það er því oft nokkuð framlágt á búðarborðum. Til er einfalt ráð til að bjarga því við. Leggið salatið í bleyti í ískalt vatn, gjarnan með ísmolum, eða skolið salatið vel undir ískaldri vatnsbunu. Setjið síðan salatið í plastpoka og inn í kæliskáp. Eft- ir nokkrar klst. er það orðið stökkt og gott. Eftir þessa með- ferð geymist það í allt að 2 sól- arhringum í kæliskáp án þess að glata frískleikanum. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐINU UGIASIMÍA SIMINN KK: 22480 Smiðiuvegi 6 Simi44544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.