Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 2
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 „Framkvæmd draum- anna endalaust frestað" „Við stóðum á götunni þegar við komum til Kaupmannahafnar, áttum hvorki grænan eyri né höfðum húsaskjól," segir viðmælandi blm., 25 ára gömul stúlka, sem árið 1976 fór til Kaupmannahafnar í ævintýraleit ásamt nokkrum félögum sínum, ílentist þar í borg í tvö ár og féllst á að spjalla um reynslu sína af þeirri dvöl. Mörgum kann að finnast sú mynd sem hér er upp dregin af lífinu í íslendinganýlendunni, eða hluta hennar, nokkuð dökk. Hvað þá afstöðu varðar verður hver og einn að gera upp hug sinn, en á það skal minnt að unga kynslóðin í dag er ekki sú fyrsta sem leitar til Kaupmanna- hafnar í ýmsum tilgangi. Islendingar hafa löngum haft fyrir sið að vera ódælir þar í borg og tekist bærilega upp, þótt hvorki hassi né atvinnuleysisbótum hafi verið til að dreifa á öldum áður. „Ég ætlaði upphaflega bara í stutt frí — að vísu með þann bak- þanka að fá mér vinnu — enda var aleiga okkar þriggja, sem fórum saman út, 40 danskar krónur," segir hún. „Það var fyrst og fremst ævintýraþrá, sem varð þess vald- andi að við fórum að heiman. í Kaupmannahöfn var fullt af íslend- ingum sem voru í svipuðum hug- leiðingum og flestir í svipaðri að- stoðu og við. Ég var óvenjulega heppin í húsnæðismálum og fékk líka fljótlega vinnu á hóteli. Undir- borgaða, að vísu, en það var ekki um margt annað að ræða. Kaupið var fimm dönskum krónum undir lögboðnu lágmarki og þarna unnu aðallega konur frá Austurlöndum og svo við nokkrar stelpur frá Is- landi. Ég hætti á hótelinu eftir nokkra mánuði en vann á svipuðum stöðum allan tímann, sem ég dvaldi í Kaupmannahöfn. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að ég hafi verið sú eina af stór- um hópi Islendinga, sem alltaf var í vinnu þessi tvö ár. Margir voru að sjálfsögðu í skóla en svo voru líka margir sem ekki voru við neitt og þeir voru allir á „sósíalnum", atvinnuleysisbótum. Reyndar man ég eftir tveimur lönd- um, sem voru reknir af „sósíalnum" fyrir að vera of þruftafrekir, en slíkt var sjaldgæft. Enda voru ýmis ráð með að ná sem mestu út úr sjóðnum og menn misjafnlega séðir. Einn rótgróinn íslenskur Hafnar- búi, sem ég þekkti, er búinn að lifa góðu lífi á sósíalnum um árabil og hefur alltaf verið óþreytandi við að ráðleggja fólki hvernig megi „svindla á sossanum". Hann var síðan í útvarpinu á dögunum og tí- undaði þar, fullur vandlætingar, hinar ýmsu aðferðir sem óprúttnir íslenskir táningar notuðu við að kollsigla kerfið. En þær snjöllustu eru flestar frá honum sjálfum komnar. Á einum þeirra staða, sem ég vann á, útvegaði ég einum fimm löndum mínum vinnu, en þeir hættu allir um leið eða voru reknir, sá harðasti hélt út í viku.“ Hvers vegna? „Flestum hefur eflaust þótt þægi- legra að vera á atvinnuleysisbótum en að slíta sér út í illa borgaðri vinnu og svo nennti fólk hreinlega ekki að standa í svona ómerkilegum störfum. Auðvitað hafði þetta í för með sér að lifað var frá degi til dags. Þeir litlu peningar, sem inn komu, fóru í sukk og aftur sukk og alltaf var verið að fresta því að framkvæma draumana sem voru a.m.k. yfirskin dvalarinnar á staðn- um. Þó að stundum væri gaman, var eins og almennt þunglyndi gripi um sig þegar á leið. „Gullkálfarnir“ Flestir reyktu hass, en mér vit- anlega voru ekki margir á kafi í „harðari" efnum, þótt þeir hafi kannski fiktað eitthvað við þau. Þeir sem neyttu mikils voru þá yfir- leitt sjálfir í sölumennsku úti í Kristjaníu, það hefur alltaf verið töluvert um að íslendingar væru í slíku. Annars voru óvenjulega fáir ís- lendingar í Kristjaníu árin sem ég bjó í Kaupmannahöfn, kannski svona 40 manns auk krakkanna sem komu á sumrin, eða „gullkálfanna", eins og þau voru kölluð, því að þau áttu peninga. Það stóð nú yfirleitt ekki íengi, því það var alltaf ráðist á gullkálfana og þeir látnir borga. Kristjanía fannst mér alltaf dap- urlegur og ömurlegur staður, þó ég kæmi þangað oft í fylgd með öðrum. Ég hef kannski verið ein um þá skoðun, flestir virtust skemmta sér vel. En þarna vafraði liðið um, út- sukkað og uppdópað og yfir öllu hvíldi einhver hræðilegur tómleiki. Enginn virtist hafa neitt að stefna að, nema næstu vímu, og það var eins og fólkið væri einhvern veginn orðið tilfinningalaust. „Jeg er gáet hjem“ Einu sinni tókum við upp á arma okkar danskan bankaræningja, sem við hittum í Kristjaníu. Sá var í helgarleyfi frá fangelsinu og lang- aði ekkert aftur þangað strax, svo að það varð úr að við skutum yfir hann skjólshúsi. Maðurinn var hinn viðkunnanlegasti og kattþrifinn og ÖRLAGASAGA ÍSLENZKS FÍKNIEFNA- NEYTANDA fíkniefnaliðið hætti að umgangast mig, það treysti mér ekki lengur. Ég var of mikill aumingi og fór að vera með útigagns- mönnum; hinum svokölluðu rónum. Hins vegar hafði ég látið af neyslu LSD. Ég varð hræddur við að sjá hvernig LSD fór með fólk í Kristjaníu; fólk gjörsamlega brjálaðist. Litlu munaði að ég hefði sjálfur farið yfirum og ég varð ofsalega hræddur. Neysla LSD er í raun barátta um að halda sönsum. LSD er eins og rússnesk rúlletta; maður veit ekki hvort maður ruglast í fyrsta sinn, eða hundraðsta sinn. En fyrr eða síðar ruglast fólk og við taka geðveikrahælin." Sprautaði mig með morfíni „Árið 1976 lenti ég í slysi, hálsbrotnaði í vímu og var ótrúlega heppinn að lamast ekki. Tveir hálsliðir brotnuðu og aðrir skekktust. Ég var í nokkra mánuði á sjúkra- húsi í strekk, fólk kom með hass, lyf og áfengi til mín. Ég hóf sambúð með stúlku og var sendur á Vífilstaði. Þar kynntist ég AA, en daginn eftir að ég kom út var ég dottinn. Það má segja að síðustu tvö árin hafi verið þau verstu; þrekið var búið, ég var farinn á sál og líkama. Mér var orðið sama um allt, líka hvort ég neytti lyfja eins og morfíns og er endirinn þá yfirleitt skammt undan. Ég sprautaði mig með morfíni og var alæta á pillur, fíkniefni og brennivín. En á meðferðarstofnanir fór ég, fyrst og fremst til þess að hvíla mig. Ég var á Gunn- arsholti í 3 mánuði, fór að Hlaðgerðarkoti veturinn 1978 og ætlaði að láta trúna bjarga mér, en það gekk ekki. Ég fór til Eyja og var þurr í 3 vikur, en féll og var rekinn og fór á vergang. Fram að þeim tíma hafði ég ekki notað morfín. I Eyjum hóf ég að sprauta mig með morfíni, sem stolið var úr bátum.“ Fór til SÁÁ og fékk trúna að ég gæti hætt „Móðir mín hafði samband við mig og sagðist vera búinn að fá pláss fyrir mig í Reykjadal hjá SÁÁ. Ég fór þangað, var í 3 vikur og var svo aumur, að ég gat ekki stigið í fæturna i hálfan mánuð. En þarna sá ég menn sem höfðu hætt, ég fékk trú að ég gæti hætt. Síðan fór ég á Freeport og var þar í 7 vikur og leið mjög vel. Á Freeport var alkóhólismi tekinn fyrir og lyfjaneysla, en ekki fíkniefni. Ég gat ekki hugsað mér að sleppa hassinu og fljótlega eftir að ég kom heim 1978 hóf ég að reykja hass. Mér tókst að blekkja alla í kringum mig, var alltaf edrú en stöðugt undir áhrif- um kannabisefna. Þennan leik lék ég í níu mánuði að ég réð mig á skip. Fór út en fékk mér í glas á aðfangadag; skipstjórinn bauð öllum í kokteil og ég blekkti sjálfan mig. Fimm sólarhringum síðar rankaði ég við mér í St. Pauli í Hamborg, peningalaus og illa til fara. Ég komst í skipið og sagði skip- stjóranum sögu mína; hann útvegaði mér farseðil heim og ég fór beint í Reykjadal af flugvellinum. Mér fannst ég hafa tapað, en blekkti þó sjálfan mig stöðugt, því ég taldi mér stöðugt trú um, að hassreykingar væru í lagi. Ég fór þrisvar að Silungapolli og auk þess í tvær langtímameðferðir. En ég gat aldrei losað mig við hassið. Skýringin á því held ég að sé sá mórall sem ríkir meðal kannabisneyt- enda. Ég var búinn að reykja kannabisefni í öll þessi ár og allan tímann var rætt um hve stórkostlegt og dásamlegt hass væri. Menn ræddu um að senda alþingismönnum hass til þess að sannfæra þá. Það var búið að heilaþvo mig, sem og aðra. Umræður í hass- hópum voru andþjóðfélagslegar og hassið vegsamað. Ég held, að þetta sé vörn þessa fólks. Það verður fljótlega sljótt af hass- neyslu, hættir að nenna að vinna og verður utangarðs. Því er gripið til þess ráðs að for- dæma þjóðfélagið og réttlæta hassneysluna, eigin aumingjaskap." Kunni því vel að lifa sem skaplaus aumingi á stofnun „Vorið 1979 lenti ég í fyrsta sinn í klóm fíkniefnalögreglunnar og má með ólíkindum heita, að ég skuli ekki hafa verið gripinn fyrr. Ári síðar var ég sendur á deild 10 á Kleppi, var þá búinn að drekka í hálfan mánuð og nota í fyrsta sinn lyf í 2 ár, en þeirri neyslu hafði ég þó hætt. Mótstöðuafl mitt var ekkert orðið. Um leið og ég smakk- aði vín og lyf hrundi ég bókstaflega talað. Mér fannst ég ekki hafa þrek til þess að rífa mig upp úr aumingjaskapnum; — mér fannst ég vera eitt af þessum vonlausu til- fellum og var búinn að sætta mig við það. í raun leið mér hvergi betur en á stofnunum, ég var orðinn stofnanamatur. Þar var ég laus við ábyrgð og kunni því vel að lifa sem skaplaus aumingi á stofnun og láta aðra sjá um mig. Þarna hefði vendipunkturinn getað verið; algjör uppgjöf en fyrir þrábeiðni fólks fór ég á Vífilstaði. Sjálfur hafði ég ekki trú á að ég stæði mig en þá tóku forlögin völdin. Á Vífilstöðum kynntist ég ungri stúlku, mjög jákvæðri og upplífgandi og áhuga- samri. Hún hreif mig með sér. Eftir þriggja vikna dvöl ákvað ég virkilega að reyna og vistin á Vífilstöðum varð 2 mánuðir. Síðan fórum við fjögur saman út á land og stofn- uðum AA-samtök. Mér fór að líða vel; lifði í raun lífinu í fyrsta sinn frá barnæsku. En auðvitað var þetta erfitt, tilfinningalíf mitt var í rúst, sjálfsvirðing lítil. Ég hafði alltaf talið mig skaplausan; verið viðkunn- anlegur vesalingur sem aldrei skipti skapi. En eftir nokkra mánaða dvöl var eins og ég færi að vakna til lífsins. Ég varð mjög taugaóstyrkur og skapmikill og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við, — fannst alltaf verið að vega að mér. Hvað eftir ann- að var ég að því kominn að gefast upp; byrja að drekka aftur, en vinkona mín var mjög skilningsrík og við ræddum málin fram og aftur. Ég stundaði sjóinn, en það átti illa við mig að vera á sjó því ég var oft sjóveikur. Ég hætti á sjónum og við fluttumst í kaupstað. Þar fékk ég góða vinnu, var fljótlega falin verkstjóm og konan varð ófrísk. Þetta var gott tímabil, ég stundaði vinnuna vel og sjálfsvirðing mín jókst auk þess að ég sótti AA-fundi reglulega. En við misstum hús- næðið og eins og í mörgum kaupstöðum, þá er ekki hlaupið að fá húsnæði. Mér bauðst vinna í nágrenni Reykjavíkur og við fluttum síðastliðið haust.“ Ég fékk mér hasspípu en þá rann upp fyrir mér hve mikil blekking hassið er „Ég hóf að vinna og kunni því ágætlega en aðstæður voru slæmar. Við bjuggum með barn í litlu herbergi og aðstæður lögðust þungt á mig. Vegna fjarlægðar sótti ég AA- fundi stopult. Mig fór að langa í hass og fékk mér fljótlega pípu og fór að reykja . En þá eins og rann upp fyrir mér ljós; það rann upp fyrir mér hve mikil blekking og vitleysa þetta var, hve mikill óþverri hassið er. Mér hafði fundist hass allra meina bót, en komst að því að þetta var óþverri. Vellíðan sem ég hafði talið mig finna í hassvímu var einnig blekking. Fyrir þessa reynslu hafði mig stöðugt dreymt hass, en slíkt gerist ekki lengur. Ég hef ekki reykt hass eða notað aðra vímugjafa síðan. Nú erum við flutt í góða íbúð og ég stunda vinnu mína vel og sæki AA-fundi reglulega. Auðvitað koma fyrir erfiðleikatímabil og ég á erfitt með að hemja skapið, en mér finnst ég í stakk búinn til þess að takast á við vandamál mín. Ég var kærulaus um allt, samviskulaus, en reyni nú að lifa lífinu eins rétt og ég get.“ Hassið hættulegast allra vímugjafa vegna þess hve lúmskt það er „Ég held að hassið sé hættulegast allra vímugjafa vegna þess hve lúmskt það er. Fólk sem reykir hass verður hægt en sígandi áhugalaust, sljótt, latt. Hass hefur áhrif á kynlífið, tilfinningin fyrir mótaðila dofnar og fólk kemst ekki í andlegt samband. Áhugi fyrir vinnu dvínar og fólk finnur sig van- máttugt í lífsbaráttunni. Innst inni vill það taka þátt í hinu daglega lífi, en brestur kjark og kýs að lifa í eigin heimi blekkinga. Því fordæmir það þjóðfélagið og réttlætir eigin aumingjaskap." —Hvaða augum lítur þú lífið, nú þegar þú hefur haldið þig frá vímugjöfum um nokk- urt skeið? „Það er mér mjög dýrmætt; ég held að þjóðfélagið fái ekki samviskusamari þegna, en þá sem hafa lent utanveltu, en náð að rétta sig af. Mér finnst með ólíkindum, að ég skuli vera lifandi, eftir það sem á undan er gengið. Ég trúi á æðri máttarvöld og tel raunar, að einhver hafi haldið hlífiskildi yf- ir mér. Ég reyndi að fyrirfara mér. Þrisvar var ég fluttur meðvitundarlaus á gjörgæzlu vegna ofneyslu lyfja og var meðvitundarlaus marga sólarhringa. Veturinn 1978 fór ég einhverju sinni í Klúbbinn og man ég var með glas í hendi á neðstu hæð, en svo hvarf allt í myrkur. Það næsta sem ég vissi af mér, var að ég stóð upp að háls í ísköldu vatni og ís lá yfir öllu. Mér tókst einhvern veginn að krafla mig upp á bakkann. Það var 10 stiga frost og snjókoma og ég vissi ekkert hvar ég var staddur. í fjarska sá ég ljós. Ég hóf að ráfa um; en fötin frusu nánast um leið utan á mér. Ég man mér var æðislega kalt og að ég datt og gat ekki staðið upp. Ég reyndi að skríða, en leið út í óminni. Það næsta sem ég mundi var að ég vaknaði upp á Borgarspital- anum, þá var líkamshitinn kominn niður í 30 stig. Lögreglumenn voru af tilviljun á eftirlitsferð og sáu einhverja þúst utan veg- ar; það var þá ég og þeir björguðu lífi mínu. Mér finnst ég hafa hlutverki að gegna eft- ir þessa reynslu mína. Úr því aumingi eins og ég var orðinn get risið upp, þá geta aðrir það. Kunningar mínir sumir hafa fylgt í kjölfarið. í dag er nokkuð stór hópur fólks, sem af þrautseigju hefur risið upp úr víta- hring fíkniefna og reynir að lifa lífinu eins rétt og því er kostur. Við bíðum hinna, sem enn þjást, í von um að geta aðstoðað þá; vísað þeim veginn út úr blekkingarheimi fíkniefna." H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.