Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. september - Bls. 33-56 HOROWITZ síðasti snillingurinn eftir Harold Schonberg að er í tíðaranda okkar að taka með tortryggni áberandi snilld eða til- finningaríkri tjáningu af hvaða tagi sem er. Enginn listamaður getur þó haft til að bera of mikla ieikni í með- ferð þess miðils sem hann notar, og þetta gildir um rithöfunda, málara og stærðfræðinga ekki síð- ur en tónlistarmenn. Einu sinni var Moritz Rosenthal að því spurður hvort hann væri tregur við að sýna hversu mikilli tækni hann hefði yfir að ráða. „Skamm- ast Rockefeller sín fyrir milijón- irnar sínar?" var svarið. Hvað stoðar háleit hugsjón ef fingur eða raddbönd megna ekki að framkalla hana? Það þarf ekki að taka það fram að tæknina á að leggja að fótum listagyðjunnar, en án þess að hafa tækni á valdi sínu í byrjun er ótrúlegt að listamaður- komist langt á listabrautinni. Þó er það svo — ef marka má tíðar- andann — að fólk virðist jafna því við erkisyndina ef tónlistarmaður iætur gamminn geysa og sýnir að hann skammast sín ekki fyrir að sýna hvert vald hann hefur á þess- um afburðafingrum sínum, radd- böndum eða tónsprota. Þessar hugieiðingar vöknuðu þegar Vladimir Horowitz hélt tónleika i Lundúnum um daginn. Þeir sem þá voru í Festival Hall og milljónirnar um víða veröld sem fylgdust með sjónvarpsút- sendingunni heyrðu — og sáu — þennan 78 ára gamla pianóleikara flytja dæmigerða efnisskrá á dæmigerðan hátt. Scarlatti, Liszt, „Kennsluaðferðir sem nú tídkast grundvallast alls ekki á því frelsi og þeim guðdómiega rétti túlkandans sem Horowitz áskilur sér“. Chopin — allt flæddi það fram undan fingrum hans í stíl sem er einkennandi fyrir hann einan og frábrugðinn stíl allra annarra pí- anóleikara sem nú eru uppi. Á þessum tónleikum kom enn einu sinni í Ijós — eins og frekari staðfestingar væri þörf — að Horowitz er einstæður. Hann er ekki einungis sá eini sem eftir er í þessum flokki; það kann vel að vera að í gjörvallri sögu píanóleiks sé hann hinn eini i þessum flokki. Og þegar hann er allur er enginn til að taka við af honum. Vera má að þetta hljómi sem gífuryrði, en þá skulum við bara líta á stað- reyndirnar og spyrja síðan nokk- urra spurninga. Það er enginn til að taka við af Vladimir Horowitz af því að hann er fullkominn einstaklingshyggju- maður og stíll hans er andhverfa við þá hefð sem rakin er til Ant- ons Rubinstein, en flestir píanó- leikarar sem nú láta að sér kveða eru með á takteinum meira og minna sömu efnisskrána og leika hana meira og minna eins. Eng- inn, af því að enginn annar píanó- leikari nú á tímum hefur hljóm og áslátt sem minnir svo mikið sem óljóst á hinn öfluga leik Horowitz. Enginn, af því að kennsluaðferðir sem nú tíðkast grundvallast alls ekki á því frelsi og þeim guðdóm- lega rétti túlkandans sem Horo- witz áskilur sér. Enginn, af því að leikni hins fræga Horowitz, enda þótt nú orðið komi það fyrir stöku sinnum að honum fipist, er í sér- flokki. Og um fram allt — enginn, af því að á einleikstónleikum á okkar tímum megnar enginn píanóleikari að skapa þá ómeng- uðu spennu sem fylgir Horowitz eins og skugginn. Þar af leiðandi er hann í aðstöðu til að setja upp svimandi upphæðir í þóknun — þær hæstu í músíksögunni. Sumir hinna yngri píanóleikara hafa yfir að ráða tækni sem í sjálfri sér jafnast á við tækni Horowitz. Tökum til dæmis Alexis Weissenberg, Horacio Gutiérrez, Maurizio Poilini, Vladimir Ashk- enazy og Martha Argerich, svo ekki séu nefndir nema fimm. Þetta eru píanóleikarar sem allir eiga sér glæsilegan feril. En leikur einskis þeirra vitnar um þetta takmarkalausa frelsi, spennu, vídd og dýpt sem Horowitz hefur þegar hann er beztur. Og þrátt fyrir alla sína kosti og hæfileika jafnast leikur einskis þeirra á við leik Horowitz þegar hann var upp á sitt bezta. Til eru þeir sem telja Horowitz fyrst og fremst afburðamann á sviði tækni og trúðleikara sem gangi ekki annað til en að láta áheyrendur standa á öndinni. Þetta er ekki rétt, þótt á síðari árum hafi Horowitz sætt illu um- tali þeirra sem telja að „snilld“ sé skammaryrði. Það sem skiptir máli er vitaskuld það hvernig snilldin nýtist, og Horowitz hefur að mestu tekizt að nýta snilld sína í þágu tónlistarinnar sjálfrar. Hann hefur farið sparlega með „glansnúmerin", eins og The Stars and Stripes Forever og Carmen- fantasíuna, og haft þau fyrir aukalög. (Þessi verk er hann nú hættur að leika.) í leik hans er viss taugaveiklun. Hann skipu- leggur ekki túlkun meiriháttar tónverka í samræmi við formúlur ósveigjanlegustu gagnrýnenda (þeim finnst píanóleikarar eins og Álfred Brendel ímynd fullkomn- unar), og í meðferð hans geta af- markaðir kaflar tónverka tekið á sig hinar kostulegustu myndir. En þetta er gömul, sígild saga. Svo dæmi sé tekið frá síðustu öld; Þeir sem álitu Clöru Schumann vera hinn fullkomna píanóleikara þoldu ekki að hlusta á Franz Liszt. Og öfugt. Einu sinni sagði Liszt: „Ef ykkur langar til að vita hvern- ig á ekki að spila Schumann þá skuluð þið hlusta á Clöru.“ Hlut- lægni og óhlutlægni — yin og yang — eru aldrei langt undan. Víst má halda því fram að Horowitz sé langtum fágaðri lista- maður nú en hann var fyrir stríð. Stíll hans hefur breytzt með árun- um. Nú er hann mjög upptekinn af því að vera Vladimir Horowitz, sá eini sem eftir er af gamla skólan- um. En þegar hann skelltist fram „Fágaðri listamadur nú en hann var fyrir stríð“. á sjónarsviðið á þriðja áratugnum var hann þó ekki annað en meiri- háttar hæfileikamaður meðal risa eins og Sergei Rachmaninoff, Jos- ef Lhévinne, Josef Hofman, Ignaz Friedman, Moritz Rosenthal, Leopold Godowsky og Benno Mois- eiwitsch. Allir voru þeir slavneskir píanó- leikarar, og Horowitz er grein af þeim meiði. Viðtökurnar urðu um- svifalaust í samræmi við tilefnið og glæsilegum nýliða var fagnað. Píanóleikari með stálfingur, gífur- legur hljómur, ofboðsleg tilfinning fyrir hljóðfalli og algjörlega skýr „Gæddur hinum ómælanlega eigin- leika sem enginn kann skil á“. músíkstefna — á þennan veg voru ummælin. Mikill píanósnillingur hafði kvatt sér hljóðs og Hofmann sagði eitt sinn við þann sem þetta ritar að Horowitz væri sá sem mundi halda uppi hefð hans og Rachmaninoffs. Á örfáum árum varð Horowitz stórstjarna og það hefur hann ver- ið æ síðan. Nær undantekningar- laust verða stórstjörnur að stór- stjörnum vegna þess að þær gefa þeim sem njóta eitthvað sem eng- inn annar hefur að gefa þeim. Horowitz var og hefur haldið áfram að vera magnaður píanó- leikari. Það var ekki einungis makalaus leikni hans sem fyllti tónleikasali um allan heim. Auk leikninnar var Horowitz gæddur hinum ómælanlega eiginleika sem enginn kann skil á. Sá sem finnur formúluna að þeim dulardómi og getur komið henni í áþreifanlegt efni verður mjög auðugur. En hver sem þessi eiginleiki er þá gæðir hann listamann því sem þarf til að ná upp fyrir brúnina á stólbakinu og inn í eyru og anda hvers hlust- anda. Persóna Horowitz er fágætlega sterk og stór, og án þess getur engin stórstjarna orðið til, sama hvað viðkomandi er músíkalskur, hugkvæmur og einlægur listamað- ur. í þessu sambandi er það ekki sviðsframkoman sem máli skiptir. Jascha Heifetz, sem vissulega hafði þennan dularfulla og óskilgreinanlega hæfileika í mjög ríkum mæli, aðhafðist ekkert ann- að en að ganga inn á sviðið og spila. Honum stökk ekki bros og ævinlega var hann mjög settlegur. Samt gaf hann frá sér eitthvað stórkostlegt sem umlukti áheyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.