Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Ráðstefna um ellina og undirbúning hennar ÞjónustumiðstöAin matsölustaður, bar, setustofa, samkomusalur, fundarsalur, gufubaðstofa, fullkomið véla- þvottahús og aðstaða til borð- tennisiðkunar. í móttökunni er hægt að taka ýmsa muni á leigu, svo sem litasjónvarpstæki, út- varpstæki og reiðhjól, og þar er einnig hægt að fá léða bolta, spil og leikföng handa börnunum, endurgjaldslaust. Og í rauninni þarf ekki annað en að labba yfir Karlslunde Strandvej til þess að sækja þá þjónustu sem ekki er séð fyrir í orlofsbyggðinni. Beint á móti, handan götunnar, eru nokkur hús í einum hnapp og þar eru banki, stór kjörbúð, krá og diskótek. Og snertispöl norðar bakarí. Það má því segja, að öll þjónusta sé innan seilingar. Karnaleikur að fara með strætó eða lest Síðan tekur Guðmundur Gunnarsson við og leiðir fólk í allan sannleika um það, hversu auðvelt sé að ferðast með stræt- isvögnum og lestum í Danaveldi, að ekki sé minnst á að komast hér um næsta nágrenni eða til Kaupmannahafnar. Barnaleik- ur. Fram kemur m.a.: Strætis- vagnar stoppa rétt við bæjar- dyrnar og ferðatíðni þeirra er svipuð og heima. Það tekur 15—20 mínútur að komast með þeim suður til Kege, en um 12—15 mínútur norður til Hundige. í Hundige er skipti- stöð og þar er hægt að velja um það tvennt, að halda áfram með öðrum vagni, til Kaupmanna- hafnar eða eitthvað annað, ell- egar taka lest. Ferðatíðni lest- anna á að falla nokkurn veginn saman við leiðaáætlun vagn- anna, svo að um mjög langa bið er ekki að ræða. A skrifstofu- tíma er auk þess hægt að taka hraðlestina niður í borgina og er hún um 20 mín. á leiðinni. Fyrir þá sem heldur vilja ferðast um á einkabíl, hafa Samvinnuferðir/Landsýn samið um afsláttarverð við bílaleiguna Hertz, sem auk þess kemur með bílana á staðinn og sækir þá að notkun lokinni. Skoðunarferðir Geirþrúður Pálsdóttir rekur smiðshöggið á þennan kynn- ingarfund og greinir ítarlega frá skoðunarferðum, sem bjóðast undir leiðsögn fararstjóra. Um er að ræða ferðir til Kaup- mannahafnar, Hróarskeldu og Lejre, Lególands á Jótlandi, Sví- þjóðar, Þýskalands og víðar. Ferðadagskráin gengur yfir á hálfum mánuði og þá er stokkað upp og ný umferð hefst. Fólk getur skrifað sig í þessar ferðir með tveggja daga fyrirvara, ef það hefur áhuga. - O - Þetta er ekki lítið upplýs- ingaflóð, sem fararstjórarnir hafa nú hellt yfir fundarmenn, svona að morgni dags, en allir ættu að vera nokkru nær um það, sem koma skal á næstu vik- um. Meira um það á morgun. Hilmar Pétur Þormóðsson PÖSTUDAGINN 3. september sl. var haldin ráóstefna um ellina og uadirbúning hennar á vegum nefnd- ar um málefni aldraóra. Til ráðstefn- unnar var boóió fulltrúum hinna ýmsu stéttarfélaga auk nokkurra Oeiri gesta. Á ráóstefnunni var fjallað um tvö efni, annar.s vegar um nýtingu fri- tfmans og hins vegar um heilsuraekt. Framsögumenn um nýtingu frí- tímans voru Helena Halldórsdótt- ir, fulltrúi, sem kynnti félagsstarf eldri borgara í Reykjavík, Magnús Eggertsson, fyrrv. yfirlögreglu- þjónn sem kynnti félagsstarf elli- lífeyrisþega í BSRB, Guðrún Hall- dórsdóttir, skólastjóri, sem fjall- aði um fullorðinsfræðslu, Snorri Konráðsson, sem kynnti námskeið á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu um undirbúning ellinnar, Guðjón Þorgilsson, sem ræddi viðhorf ellilífeyrisþega til nýtingar frítímans, og Þórir S. Guðbergsson, sem ræddi nýtingu LANDSFUNDUR Bókavarðafélags Islands stendur yfir í Reykjavík dag- ana 6.—11. september, og að venju er um aó ræóa námskeiðs- og fund- arhöld. Þessi fundur er hinn 7. í röó- inni, hinn fyrsti var haldinn í sept- ember 1970 og síðan reglulega ann- að hvert ár. Aðalefni Landsfundar að þessu sinni er námskeið um upplýs- ingamiðlun í nútíð og framtíð, þar sem er bæði kynning á íslenskum og erlendum handbókum og notk- un þeirra í upplýsingaþjónustu bókasafna, og einnig upplýs- ingamiðlun og leit með aðstöðu tölvu og tölvunotkun bókasafna, og stendur það námskeið í einn og hálfan dag, en hitt námskeiðið er um Þjónustu við börn og er það einnig eins og hálfs dags nám- skeið. Farin verður kynnisferð í bókasöfn og stofnanir á Reykja- víkursvæðinu og landsfundi lýkur svo með tveggja daga fundarhöld- 15. ársþing Landssambands íslenskra frímerkjasafnara var haldið að Kjarvalsstöðum í Reykjavík sunnudaginn 22. ág- úst sl., en þá stóð þar yfir á veg- um Félags frímerkjasafnara frí- merkjasýning FRIMEX 1982. Á þinginu voru fulltrúar hinna ýmsu félaga frímerkja- safnara hér á landi, og ræddu þeir sameiginleg áhugamál sín varðandi frímerkjasýningu í Laugardalshöllinni í Reykja- vík dagana 3.-8. júlí 1984. Verður það fyrsta norræna frímerkjasýning, sem haldin hefur verið á Islandi. Hefur hún hlotið nafnið NORDIA 84. Undirbúningur sýningar- innar, sem verður stærsta frí- frítímans frá félagsfræðilegu sjónarmiði. Framsögumenn um heilsurækt voru Þorsteinn Einarsson, fyrr- verandi íþróttafulltrúi, sem ræddi heilsurækt aldraðra, Páll Ólafs- son, íþróttakennari, sem ræddi möguleika á heilsurækt fyrir aldr- aða í heilsuræktarstöðvum, Magn- ús Ólafsson, sjúkraþjálfari, sem kynnti samstarf endurhæfingar- stöðvarinnar á Akureyri og verka- lýðshreyfingarinnar þar, Rann- veig Þórólfsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, sem fjallaði um fyrirbyggj- andi heilsurækt og ísak Hall- grímsson læknir, sem ræddi áhrif heilsuræktar. Að framsöguerindum loknum tóku umræðuhópar til starfa, og voru samþykktar ýmsar ályktanir um að komið yrði á skipulegri heilsurækt aldraðra, og að full- orðnu fólki yrðu gefnir fjölbreytt- ari möguleikar á aðstöðu til nýt- ingar frítímans á víðara sviði en nú væri. um og fyrirlestrum ásamt aðal- fundi Bókavarðafélags Islands og deildum innan þess félags. Einn erlendur fyrirlesari hefur verið fenginn til að kenna á nám- skeiðinu um þjónustu við börn. Er það Malin Koldenius, barnabóka- vörður frá Örebro í Svíþjóð. Mun Malin Koldenius einnig halda fyrirlestur á fundi laugardaginn 11. september. Aðrir fyrirlesara og kennarar eru úr röðum ís- lenskra bókavarða. Aðalmálið á aðalfundi Bóka- varðafélagsins verður um endur- skipun á uppbyggingu félagsins, sem miðar að því að færa það meira til horfs við bókavarðafélög bæði á Norðurlöndum og t.d. Eng- landi. Þátttakendur í landsfundinum, ýmist öllum eða einhverjum þátt- um hans, eru um 130, og mun það fjölmennasti Iandsfundur bóka- varðafélagsins sem haldinn hefur verið. merkjasýning, sem hér hefur verið haldin, er þegar hafinn, og starfar að honum 7 manna sýningarnefnd. Formaður landssambands- ins, Sigurður R. Pétursson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í hans stað var kosinn Jón Aðalsteinn Jónsson. Aðrir í stjórn landssambandsins eru Finnur Kolbeinsson, varafor- maður, Hálfdan Helgason, rit- ari, Gunnar Rafn Einarsson, gjaldkeri, Sverrir Einarsson, blaðafulltrúi og meðstjórn- endur Eiður Árnason, Jón Eg- ilsson, Páll H. Ásgeirsson og Sveinn Jónsson. I varastjórn eru Ólafur Elíasson og Sigurð- ur P. Gestsson. Á rÓIÓ (Ljónm.: B.A.) ) m lurjltir Metsölublad á hverjum degi! Landsfundur Bóka- varðafélagsins Jón Aðalsteinn Jónsson kosinn formaður Lands- sambands frímerkjasafnara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.