Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 51 fclk í fréttum Lona Hertz og sonurínn Thomas MARGIR muna án efa eftir mánu- dag.smynd er sýnd var í Háskólabiói síóastliðinn vetur og fjallaAi um ein- hverfa drenginn Thomas og baráttu móAur hans, dönsku leikkonunnar Ixtnu Hertz, viA aö ná til hans. Tvö ár eru liðin frá því myndin um Thomas var gerð og allt virðist benda til þess að hin þrotlausa barátta móður hans verði til þess að einn góðan veðurdag verði hægt að nálgast hann og fá hann til að tjá sig. I dag er hann sextán ára gamall. Hann er hreinlegur og hef- ur lært að hjóla og ferðast með almenningsvögnum. Hann er ekki lengur árásargjarn, það er undan- tekning ef hann slær eða bítur. Skömmu eftir að tökum myndar- innar var lokið fyrir tveimur árum hóf Thomas skólagöngu þar sem hann hefur notið leiðsagnar sex klukkustundir á dag þessi tvö ár. Lona Hertz ásamt einhverfa syninum Thomasi, sem nú hefur tekið miklum framforum. Kennari hans þar segir að hann hafi náð ótrúlegum framförum frá því hann kom fyrst í skólann þó enn sé langt í land, en það sorglega er að eftir tvö ár fær hann ekki lengur þessa kennslu við sitt hæfi þar sem hann hefur þá náð átján ára aldri og skólakerfið segir stopp sökum aldurs þrátt fyrir að móðir hans og kennarar meti þroska hans á við fimm ára barn. „En ég mun halda áfram að berj- ast gegn þeim er halda því fram að ekki sé til nema ein framtíð handa börnum eins og Thomasi, þ.e. að ýta þeim til hliðar og gleyma þeim,“ segir Lona Hertz. „Við verð- um að berjast fyrir því að þeir andlega fötluðu geti lifað lífi sem er sem líkast því sem talið er eðli- legt til þess og einungis þannig er hugsanlegt að þessu fólki líði vel,“ sagð hún og tilkynnti um leið að nú skyldu stjórnmálamenn í Dan- mörku ekki fá ráðrúm til að þegja mál andlega fatlaðra í hel. Borgny Rusten uppeldisfræöingur heldur erindi um Sérkennslu einhverfra og félagslega þjónustu við foreldra þeirra í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. september kl. 20.30. Umsjónarfólag einhverfra Landssamtökin Þroskahjálp Styrktarfélag vangefinna Fólag íslenskra sórkennara Sálfræðingafólag Islands Fólagsráögjafafólag íslands. Þroskaþjálfafólag íslands Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð Olivia Newton-John lifirí stöðugum ótta + Söngkonan Olivia Newton-John skelfur af hræðslu bak við hina háu múra er umlykja heimili hennar. I*ó hefur hún þar yfir að ráða fjór- um lífvörðum sem gæta hennar all- an sólarhringinn og múrarnir er áð- ur voru nefndir eru fjögurra metra háir og þaktir gaddavír. Áhyggjur söngkonunnar stafa af því að hún er þess fullviss að hún sé orðin skotspónn geðsjúkra manna sem vilja henni ýmislegt misjafnt. Fyrir tveimur mánuð- um handtók lögreglan til dæmis mann er þótti grunsamlegur í nágrenni við heimili hennar, en sá bar á sér eldheitt og afbrigði- legt ástarbréf til hennar, þar sem sagði einnig að hann væri reiðu- búinn að kvænast henni hvenær sem væri — bara að nefna dag- inn. Nokkrum dögum eftir að hann var látinn laus fann Olivia tvo katta sinna dauða fyrir utan múra heimilisins og hafði þeim verið misþyrmt á hinn hrotta- legasta hátt. „Eg vil ekki vera talin móð- ursjúk, en ég viðurkenni að ég er hrædd og undrandi. Hvernig get- ur nokkur fundið upp á hlut sem þessum? Ég hef aldrei gert flugu mein á minni lífstíð og sé ekkert samhengi í þessum ógnunum," sagði Olivia í blaðaviðtali. Henni hefur jafnvel dottið í hug að selja húseign sína og kveðja frægðina, þar sem hún sé keypt fulldýru verði á þennan hátt. Oliviu Newton-John finnst hún hafa keypt frægðina fulldýru verði nú er hún lifir i stöðugum ótta. Góð ráð sótt tilpáfa: Móðir Teresa heimsótti Jóhannes Pál II páfa til að sækja sér góð ráð áður en hún hélt til stríðshrjáðu borgarinnar Beirút til hjálparstarfa ásamt systrum sínum. Er þangað kom var það síðan hennar fyrsta verk að bjarga börnum er höfðu verið lokuð inni á sundurskotnu geðsjúkrahúsi dögum saman, en öll voru þessi börn líkamlega eða andlega fötluð. COSPER Hugsaðu þér bara, einhvern tíma munu barnabörn okkar horfa á þessa mynd i sjónvarpinu. ANATOMIC dömubindi Nýja dömubindiö, sem tekur meiri raka til sín. Bindið sem þú finnur minna fyrir. Bindið sem sést minna. Bindið sem er algjörlega lagað eftir líkamanum. Anatomic dömubindið er þykkast, þar sem þörfin er mest. 1 \ < ^ \ i 1 Bladburöarfólk óskast! i —-——— Austurbær Laugavegur neðri Lindargata Eskihlíð 14—35 „ Hverfisgata Uthverfi 63—120 Lindarsel Þingholtsstræti Hólmgaröur Vesturbær síðumúli Tjarnargata 3-40 Drekavogu Tjarnarstigur „ „ a Garöastræti Karfavogur 3 m ¥ r U| 5408 lóimítw pplýsingar í síma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.