Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 35 verkum. Þeir gömlu höfðu á valdi sínu tækni sem fékk allt til að hljóma eins og það væri leikið án „Þvættingur að píanóleikarar nútím- ans séu betur mennt- aðir og ráði yfir full- komnari tækni en þeir gömlu“. áreynslu og þar að auki tækni sem framleiddi flauelshljóm. Fagur hljómur var það sem sótzt var eft- ir í rómantíkinni og Horowitz hef- ur alla tíð verið algjörlega klár á fegurðargildi hljómsins í sjálfum sér. Hver kemur þá í hans stað sem postuli rómantíkurinnar? Það yrði að vera píanóleikari sem sérhæfir sig í nítjándu aldar tónlist, og það merkir að sérfræðingar í Beethov- en, Mozart og Schubert eru úr leik. Það hlyti að vera píanóleikari sem hefði til að bera rómantískan glæsileika með tilheyrandi glitr- andi upphafinni snilld og höfð- ingsbrag, ásamt dirfsku og djöf- ulmóð, með rytmíska aðlögun og skilning á löngum klingjandi lag- línum. Margir ungir píanóleikarar virðast halda að rómantísk túlkun hafi óhjákvæmilega í för með sér rnikið rúbató og stöðugar hraða- breytingar. En þetta er misskiln- ingur. Hinir fremstu rómantísku píanóleikarar notuðu ekki mikið rúbató, miklu minna raunar en Horowitz. Hins vegar beittu þeir hraðabreytingum óspart, drógu úr áherzlum og juku þær eftir þörf- um, nýttu til fullnustu innradd- irnar (sem tónskáldin sjálf höfðu haft svo mikið fyrir að útlista sem nákvæmast þótt nú láti flestir pí- anóleikarar þær lönd og leið), þeir léku yfirleitt með meiri hraða en nú tíðkast og þeir vissu svo sann- arlega hvernig átti að fara að því að láta laglínuna klingja. Þegar Horowitz er beztur hefur hann allt þetta á takteinum, en það er af og frá að nokkur hinna yngri manna geri það. Ekki Ashk- enazy, með sinn fagra og tilfinn- ingaríka leik, sem þó er ekki mik- „Ekki Ashkenazy, ekki Pollini, ekki Weissenberg og ekki Perahia, en Martha Argerich kemst nær því“. ill í sniðum. Ekki Pollini, sem er fullþroskaður listamaður en sval- ur í rómantískri túlkun. Þá ekki Weissenberg, með sína óviðjafn- anlegu en nokkuð hörðu fingur, sem ná ekki fram litbrigðum og mýkt rómantískrar tónlistar. Og ekki aldeilis hinn glæsilegi en stirfni Muray Perahia, sem er svo kurteislegur í framgöngu. Martha Argerich kemst nær því. Að minnsta kosti hefur hún ástríðuna og rétta skapsmuni, en jafnvel hún geldur þess að vera barn síns tíma og það og þjálfunin sem hún hefur hlotið, hindra að hún geti tileinkað sér rómantíska tónlist í sama mæli og Horowitz og snill- ingarnir sem voru á ferðinni fyrir stríð. Af eldri kynslóð eru til píanó- leikarar sem hafa eitthvert hug- boð um í hverju rómantísk túlkun er fólgin. Af Rússum má nefna Svjatoslav Richter. (Emil Gilels er farinn að dala og ungu mennirnir hafa sama stíl og jafnaldrar þeirra um öll Vesturlönd.) Með auknum þroska hefur Jorge Bolet orðið verðugur arftaki manna eins og Lhévinne og Godowskys. Shura Sherkassky heldur uppi merki Hofmanns. Earl Wild er fær um að túlka Liszt af brennandi snilld og sama er að segja um Claudio Arrau, en í framtíðinni verður lit- ið á upptöku hans með útsettu eyðunum sem eitt helzta afrek í Liszt-túlkun. Og síðan fer maður að leita með logandi ljósi. En yfir öllum á sviðinu gnæfir Vladimir Horowitz. (Þýð. - Á.R.) 00 Þessi nýja leiftursókn beinist að því að stór- lækka verð á geysigóðu úrvali affyrsta flokks fatnaði. Þú verður áþreifanlega var við árangur- inn strax með því að gera frábær kaup í Leiftur- sóknarsalnum á Skúlagötu 26 (á horni Skúla- götu og Vitastígs). Föt Verð . kr. 990 frá kr : Mittisblússur ... kr. 400 Jakkar . kr. 500 Háskólabolir ... kr. 100 Flauelsbuxur . kr. 190 Trimmjakkar með hettu .... ... kr. 150 Khakibuxur . kr. 295 Trimmbuxur ... kr. 100 Barnabuxur úr denim og flaueli . kr. 185 Bolir ... kr. 50 Peysur . kr. 100 Frakkar ... kr. 690 Vesti . kr. 50 Sundskýlur ... kr. 50 Skyrtur . kr. 50 og fleira og fleira og fleira Komdu og láttu verðgildi krónunnar marg- faldast í höndum þér með því að nýta þér þessa nýju leiftursókn til stórlækkunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.