Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Reynslan af kommún- istum 1 ríkisstjórn Eftir Sigurð Péturs- son gerlafrœðing I fyrri kafla þessarar greinar var ekkert minnst á utanríkis- málin. Var það í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinn- ar, en þar var gengið fram hjá utanríkismálunum, að öðru leyti en því, að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins áttu að hafa neitunarvald, ef þar kæmi til alvarlegs ágrein- ings. Meginatriðið í utanríkisstefnu íslenzkra kommúnista er andstaða gegn Atlantshafsbandalaginu og þá fyrst og fremst gegn Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Hefur Alþýðubandalagið haldið uppi heiftarlegum-áróðri á móti Banda- ríkjunum og hefur það meira að segja náð að misnota Ríkisútvarp- ið í þeim tilgangi. Það vill svo til að þessir róttæku landar okkar hafa átt sér hlið- stæðu eða jafnvel fyrirmynd í öðru lýðræðisríki, en það var í Chile í Suður-Ameríku í stjórnar- tíð Allendes, hins sögufræga for- seta landsins á árunum 1970— ’73. Þar var bæði stjórnarfarið og ár- óðurinn, eins og íslenzku komm- únistarnir aðhyllast og hafa beitt. Verður vikið hér nánar að því, er þarna gerðist. Sigurður Pétursson, Heimild mín er frásögn Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og birt- ust meginatriði hennar í franska tímaritinu L’Express 12/3 sl. Auk þess er stuðzt við endurminningar nóbelskáldsins Neruda, sem birt- ust í enskri þýðingu 1978 (Penguin books). Valdataka Allendes í september 1970 var Salvador Allende þingræðislega kjörinn forseti Chile. í september árinu áður hafði kommúnistaflokkur Chile tilnefnt rithöfundinn Pablo Neruda sem forsetaefni sitt, en Neruda dró sig síðar til baka og hóf stuðning við Allende, sem þá varð einn í framboði fyrir vinstri flokkana. Pablo Neruda var fæddur í Chile 1904 og varð snemma þekkt Ijóðskáld bæði heima og erlendis. Hann varð brátt mjög róttækur í skoðunum og gerðist síðar at- kvæðamikill áróðursmaður Moskvu-kommúnisma. Ferðaðist hann víða um heim þeirra erinda og voru ljóð hans og önnur rit gef- in út á fjölda tungumála. Við valdatöku Allendes var Neruda gerður ambassador í París. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbeis 1971 og hann andaðist í Santíago árið 1973. Salvador Allende (f. 1908) var við upphaf valdaferils síns skoðanabróðir Francois Mitter- and, þáverandi aðalritara franska sósíalistaflokksins. Fór Mitterand í opinbera heimsókn til Chile árið 1971, en það var svo árið 1972 sem hann gaf út sameiginlega stefnu- skrá með franska kommúnista- Síöari hluti flokknum. Hins vegar hafði All- ende komist til valda með stuðn- ingi kommúnistaflokksins í Chile, sem fyrr var sagt, og varð honum því mjög háður. Þróun vinstra samstarfsins varð mjög hægfara í Frakklandi, en öðru máli gegndi í Chile, þar varð þróun þessara mála mjög hraðfara og endaði með skelfingu. Yfirtök kommúnismans Kommúnistar náðu strax yfir- tökum í stjórn Allendes, sem gerð- ist mjög róttæk og komst við það í andstöðu við lýðræðissinna. Harkalegar aðgerðir í þjóðnýtingu fyrirtækja og eignaupptökum hjá jarðeigendum settu svipinn á stjórnarstefnuna, og skaðabóta- kröfur erlendis frá hleyptu ríkinu óðara í stórar skuldir. Það var í marz 1972, að amerísk- ur blaðamaður upplýsti, að fjöl- þjóðafyrirtæki eitt hafi boðið fjár- hagsaðstoð árið 1970 til hverra sem vildu hindra kosningu Allend- es til forseta. Ríkisstjórn Allendes greip þetta tilefni, þó að langt væri um liðið, og ásakaði stjórnar- andstöðuna um að vera nú í vit- orði með Bandaríkjunum um að steypa Allende úr forsetastóli. Stjórnarandstaðan í Chile neitaði þessu eindregið, og Kissinger, sem kannaðist við tilboðið, sagðist á sínum tíma hafa vísað því kurteis- lega frá. Rannsóknarnefnd, skipuð af þjóðþinginu í Chile, neitaði þessu einnig harðlega að rann- sókninni lokinni. Nefndin krafðist þess aftur á móti, að rannsökuð yrði önnur fullyrðing þessa um- rædda blaðamanns, en hún var sú, að sendiráð Kúbu í Santiago hafi hvatt til vopnaðrar byltingar í landinu. Á fundi í París í marz 1972, þar sem rætt var um uppgjör á skaða- bótaskuldum Chile, var enn veitt- ur á þeim greiðslufrestur í eitt ár. Bandaríkin ákváðu að hafa sam- stöðu með öðrum kröfuhöfum, svo að Allende gæti ekki sakfellt þau sérstaklega vegna skuldanna. En þrátt fyrir veitta greiðslufresti og aðra fjárhagsaðstoð erlendis frá, dró ekkert úr ákærum Allendes á hendur iðnvæddu ríkjunum og sérstaklega Bandaríkjunum fyrir að vera völd að efnahagskrepp- unni í Chile. Þurfti Allende sýni- lega að finna einhvern blórabögg- ul, til þess að réttlæta óvinsælar aðgerðir hans heima fyrir. Verð- bólgan í landinu fór stöðugt vax- andi, hún varð 163% árið 1972, en fór síðan upp í 350%. Einn af stjórnendum kommún- istaflokksins í Chile lét þau orð falla, að vandamálið væri að halda þjóðnýttu fyrirtækjunum gang- andi „með jafnmiklum ágóða og þau höfðu fært fyrri eigendum". Það virtist sem eignanámið hafi Þekkir þú einhvern sem er með mígren? Eftir Normu E. Samúelsdóttur Fimm ár eru liðin síðan nokkrir mígrensjúklingar hófu að ræða saman um væntanlegan félags- skap ... og fljótlega var stofnað félag (stofnfundur 25. febrúar 1978). — í lögum félagsins stendur í 3. gr.: a) Markmið félagsins: að vinna að því að hin opinbera heilbrigðis- þjónusta taki upp fyrirbyggjandi meðhöndlun á sjúkdómnum mí- gren. b) Að skipuleggja og hafa forystu fyrir aðgerðum er leitt gætu til stofnunar sérhæfðra göngudeilda fyrir mígrensjúklinga. c) Að stuðla að nákvæmum og samhæfðum rannsóknum á mí- gren. d) Að veita félögum samtakanna eða öðrum þeim er hafa að markmiði sínu bætta sjúkdóms- greiningu og lækningu mígren, stuðning og hvatningu til þjálfun- ar og rannsóknastarfa. e) Að stuðla að rannsóknum á mígren í náinni samvinnu við lækna og heilbrigðisyfirvöld. Jafnframt að hafa frumkvæði að upplýsingamiðlun og umræðu varðandi orsakir og afleiðingar mígren og möguleika á fyrirbyggj- andi meðhöndlun mígrensjúkl- inga. f) Að stuðla að linun þjáninga og lækninga mígrensjúklinga og hvetja þá jafnframt til að ganga til liðs við samtökin. g) Að beita sér af alefli fyrir framgangi ofangreindra markm- iða. Af Alefli. Jú, það er spurning sem vert er að velta fyrir sér. Hvað hefur gerst svo sem í þessu títt nefnda félagi, Samtökum mígrensjúklinga? Skyldi einhver hinna tvö hundruð félagsmanna hafa læknast við að ganga í sam- tökin? Ég efast um það eins og málum er háttað hjá okkur hér á íslandi í dag. Fyrir nú utan for- dóma, hefur skilningur og upplýs- ingar um þennan „heilsuspill" ver- ið í lágmarki þrátt fyrir viðleitni starfsmanna félagsins að halda úti fréttabréfi sl. 4 ár. — jafnvel hjá mígrensjúklingum sjálfum — sem maður hefur á tilfinningunni að vilji fela þannan „skammar- blett sinn“ og lái þeim hver sem vill! (Fordómar eru oft mikils megnugir!) Hér skal reynt að upplýsa nokkrar orsakir sjúkdómsins mígren (æðakrankleiki, höfuð- kvalir, ofnæmi). Mígrenkast (manneskja óvinnufær allt frá nokkrum klukkutímum upp í þrjá til fjóra daga) getur orsakast af streitu, þar með talið hræðsla, áhyggjur, áfall, tilhlökkun. Lík- amlegri áreynslu, ferðalög, og svo sakleysislegur hlutur sem að „sofa út“ getur orsakað kast, beygja sig „Til er ógrynni af bók- um um mígren, á ensku, dönsku og öðrum erlend- um tungumálum. Við eig- um fólk, sem gæti þýtt einhverja þessara bóka, en hingað til hafa forlög verið smeyk við að gefa út þýddar bækur um höfuð- verk, hrædd um að tapa á því... En þetta mun von- andi breytast.“ mikið við vinnu (húsverk, garð- yrkja), breytingar á vanabundn- um háttum: ný atvinna, við að fara í frí ... Rangt mataræði: súkkulaði, ostar, súrir ávextir, steiktur matur er oftast nefndur í því sambandi (en þetta er vissu- lega einstaklingsbundið og verður hver mígrensjúklingur að reyna að finna út sjálfur hvað veldur höfuðverk, meðan þörf tæki fást ekki til að liðsinna í þeirri þolin- mæðisvinnu, t.d. athuga hvort hjartsláttur eykst eftir neyzlu þessa eða hins, máttleysi o.s.frv.) Áfengi, sérstaklega rauðvín, sherry og bjór, er migrensjúkling- um flestum hverjum algjört eitur ... Að sleppa máltíð, fasta, getur þýtt kast, og þarf að fylgjast vel með matarvenjum mígrensjúkra barna, að þau borði. Umhverfis- áhrif: sterk birta, blikkandi ljós, skerandi hávaði, sterk lykt, breyt- ingar á veðurfari (þetta fólk ætti nú ekki að búa á Islandi þá???!!), kaldir vindar, þungskýjað. Einnig reykingar og þungt loft, rafhitun, eins og t.d. í bifreiðum. — Köld og mjög heit böð. Hjá konum er hætta á kasti kringum blæðingar (hormónatruflanir). Aðrar ástæð- ur: notkun svefntaflna, hár blóð- þrýstingur, tannverkur, álag á sjón, sársauki í hálsi ... o.s.frv. o.s.frv. Ofangreint hlýtur að gera fólki sem nennt hefur að lesa hingað, vill kynna sér þessi mál, ljóst að erfitt er að lifa þannig með öxina ævinlega reidda yfir höfði sér. Við þurfum að lifa — og við viljum lifa eðlilegu lífi eins og sagt er, alla vega að vera virtir sem þegnar sem eru jafn réttháir og aðrir íbú- ar þessa lands. Við erum jú grautfúlt fólk á milli þess sem við erum bráð- skemmtileg. Við erum manneskj- ur. Af alefli: Undirrituð rifjar upp starf félagsins, flettir fund- argerðabók er liggur fyrir framan hana: Fundur með GG og JB læknum (21.4. 1978). „Þarf að leggja áherslu á opnun göngu- deildar." Nú er í áætlun að auka aðstöðu göngudeildar." SB læknir segir pláss í Geð- deildarbyggingunni, „hún opni í haust“ (’78). Fundur með heil- brigðismálaráðherra MB 24. apríl 1978. Mjög ákvæður, segist þekkja höfuðverk, „hann hafi elst af sér“. 26. maí 1978. Fundur með ónæmisfræðingi, starfar í London, er bjartsýnn á að hugsanlega verði ekki langt að bíða þar til hægt sé að rannsaka mígren á „haldföst- um grunni“, erfitt að dæma hver sé með mígren og hver ekki. 8. ágúst 1978 (stjórnarfundur). Einn úr stjórn segist hafa lesið í blaði frá Danmörku um að hómó- pati þarlendur hafi sett vínanda og salt á tungu mígrensjúklinga og þeir fengið strax bata! — Mígrensjúklingar flestir hverjir eru æfilangt þreyttir á hinum og þessum ráðum, allur bati sem kemur á stundinni óöruggur. Mígrensjúklingar eru þakklátir fyrir allar upplýsingar er gert gætu líf þeirra heilbrigðara, en stundum fá þeir á tilfinninguna að verið sé að gera grín að þeim, leika sér að þeim (tilraunadýr)! Þarna var verið að ræða um ástandið al- mennt ... Markmið félagsins: finna grunnorsök fyrir hvern og einn. 14. okt. Sýndar kvikmyndir. GG yfirlæknir svarar fyrirspurnum. Þar segir og ELE formaður að að- albaráttumál félagsins hefði ekki verið samþykkt, engir styrkir fá- anlegir frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu! — Árlegir kökubazarar. 11. júní 1980 sent bréf til fjármálaráðuneytisins með beiðni um að fella niður sölu- skatt af fréttabréfi. Jákvætt svar barst síðar. 30. apríl 1980. Fundur, GV sál- fræðingur ræðir og kennir slökun. Um 20—30 manns, fámennt. 5. nóv. 1980. Svæðameðferð kynnt (ÓÞ). Fremur fámennt. 3. des. „Lærðu að hjálpa þér sjálfur”. Framsögn JH formaður (fámennt). 19. okt. 1981. Viðtal um göngu- deildarmálin (vantar enn gardín- ur!). Kom í ljós að það væri ekki við lækna að sakast, þeir væru flestir svo störfum hlaðnir, þeir gætu bara ekki meir. Það væri þeirra stóra von að aðstaða feng- ist sem fyrst. Þeir hefðu þó ek!:i síðasta orðið þar um. (Ár síðan SG heilbrigðisráðherra sendi bréf til lækna um skjóta þjónustu til handa mígrensjúklingum.) Talað við aðstoðarmann heil- brigðismálaráðherra (mjög já- kvæður). 20. janúar, stjórnarfundur, 1982. Mál á dagskrá: Væntanleg göngu- deild. Tveir læknar upplýstu að þetta langþráða takmark væri innan seilingar. Sjúkrarúm fyrir sjúklinga í köstum yrðu tilbúin innan skamms og mætti fara að kynna þessa þjónustu á félags- fundi 27. janúar (fara þó ekki of geyst af stað). HV ónæmisfræðingur flutti ít- arlegt erindi með skyggnimyndum um hvort mígren sé ofnæmis- sjúkdómur. Eftir 1—2 ár kvað hann marktækar niðurstöður verða fyrir hendi. (Hann sagði að tækin væru dýr: aðspurður út- skýrði hann það þannig: „Það kostar eins og tvær blokkir, í dag eigum við fjármagn sem samsvar- ar einum sófa!)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.