Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Undir Nöfiim Framboðsfundur í Bifröst Eftir Björn EgUsson frá Sveinsstöðum Hinn 17. maí '82 var framboðs- fundur í Bifröst á Sauðárkróki, að kvöldi vegna bæjarstjórnarkosn- inga, sem fram fóru 22. maí. Fundurinn stóð frá ki. 8 til 12 síð- degis og var það heldur betri tími en hundavakt á skútum. Hún var frá kl. 12 til 4 að nóttu og þótti oft kaldsamt. Mér var ekki nóg að hlusta á útvarp, ég vildi sjá andlit ræðu- manna, handaslátt og aðra til- burði. Ég sat því fundinn allan tímann, límdur við stólinn og leið vel. Fjórir af níu bæjarfulltrúum vildu ekki vera lengur í bæjar- stjórn og annað fólk og yngra kom í þeirra stað, karlar og konur. Nær tuttugu ræðumenn létu til sín heyra og sumt af því fólki hafði ekki stundað ræðuflutning að neinu ráðu. Ég man ræður á mannfundum í 60 ár og þegar ég rifja upp minn- ingar mínar um það, kemt ég að þeirri niðurstöðu, að mælskulist hafi ekki dvínað hjá þeirri kyn- slóð, sem erfir landið og nú er að taka völdin. Fyrsti ræðumaður á fundinum var einn af fyrirmönnum bæjar- ins, Jón Karlsson. Hann hefur „Ég man ræður á mannfundum í 60 ár, og þegar ég rifja upp minn- ingar mínar um það kemst ég að þeirri niöurstöðu, að mælsku- list hafi ekki dvínað hjá þeirri kynslóð, sem erfir landið og nú er að taka völdin.“ sterka rödd, talar í fullum rómi og var einn hinn skörulegasti af ræðumönnum, góður að senda skot og taka á móti skotum. Jón Karlsson er búinn að vera á Sauð- árkróki um aldarfjórðung og hef- ur lengi verið fulltrúi Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn og formað- ur Verkamannafélagsins og þar hefur hann verið hófsamur í kröfugerð, að mér finnst. Já, Jón Karlsson er ekki Þingey- ingur fyrir ekki neitt, fyrst hann drukknaði ekki í Skjálfandafljóti á fyrri tíð. Hann kom víða við og meðal annars kvartaði hann um geðvonsku Magnúsar Sigurjóns- sonar á bæjarstjórnarfundum. Þá ræddi hann um ferðamannaþjón- ustu og hélt því fram, að tjald- stæði og aðstaða þar væri með því besta á landinu. En það held ég að sé hreint ekki rétt. Hreinlætis- aðstaða mun vera góð, en tjald- stæðið er svo lítið, að varla kom- ast þar nema 30 tjöld. Það er ógirt og þó það væri girt, er ónæði þar um nætur ef svo vill verkast, því akvegur liggur allt í kring og svæðið í miðjum bæ. Þar er ekki barist en stormar á vestan „Fjórar eða sex“ konur fluttu ræður á fundinum. Þær töluðu í miklu mjórri róm en Jón Karls- son, en ræður þeirra voru samt góðar. Ég veit varla hvað þær heita, nema ég kannast við Elísa- betu Kemp. Hún er skörungur, en ég held, hún sé ekki skass. Konurnar voru samar við sig. Þær töluðu um barnagæslu og barnleikvelli. Ég man ekki hvort þær nefndu rólur og sandkassa. Svo töluðu þær um aðstoð við aldrað fólk og byggingu dvalar- heimilis. Það kemur engum á óvart að börn og gamalmenni eigi athvarf hjá konum. Og fleiri voru áhugamál kvenna, svo sem umhverfismál. Þær ræddu um fólkvang í fjallinu og Sauðárgili, með skógrækt eftir smekk. Svo bentu þær á víti til varnaðar, hauga í bænum og allt í deiglunni á „Golanhæðum". Þar ætti bærinn að hafa forustu og ganga frá opnum svæðum. Gár- ungar skírðu þéttbýlið fyrir ofan spítalann „Golanhæðir", sem er rangnefni, því þar er aldrei barist, en miklir stormar á vestan. Það verður að hafa biðlund, því það er varla kominn tími til að flytja hauga frá hesthúsum á tún og í garða. Mér þótti alltaf góður ilmur af hrossataðshaugum, þegar fór að ylna í þeim á vorin. Konur eru fagurkerar og njóta þess að vera í fögru umhverfi. Þær eru óeigingjarnari og fíngerðari en karlmenn, betri helmingur. Það er eðlisfar, sem ekki verður breytt. Ég óttast, að konur á rauðum sokkum komi því til leiðar, að ljóð- línur skáldsins, „Móðir kona meyja, meðtak lof og prís“ þurrk- ist út úr vitund þeirrar kynslóðar, sem nú lifir og ríkir. Búa þarf til deilumál svo flokkar fái næringu Þrír flokkar mynduðu meiri- hluta til að stjórna bænum á því kjörtímabili, sem nú var að ljúka: Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Samtök. Forseti bæjarstjórnar var Þorbjörn Árnason. Hann flutti nú ræðu, er snotur ræðu- maður, en talar ekki hratt. Flokksbróðir hans, forstjórinn í gæruhúsinu, talaði miklu fleiri orð á sama tíma. Sumir dýrka hrað- ann svo mjög á vorum tímum. Þorbjörn var einhver bezti ræðumaður fundarins að því leyti, að hann ræddi bæjarmálin hlut aust og vék ekki andúðarorði að nokkrum manni. Fjárhagur bæj- arins er ekki slæmur, sagði hann. Hitaveita og vatnsveita eru nú komnar í gott stand og líklegt að þau fyrirtæki geti staðið undir sér framvegis. Að gatnagerð og bygg- ingu íþróttahúss hafði lítið verið unnið. Önnur verkefni, svo sem skólamannvirki voru látin sitja fyrir. Þó er búið að steypa grunn- veggi íþróttahússins, en fram- kvæmd þeirrar byggingar veltur á framlögum úr ríkissjóði og ekki er fjárveitinganefnd Alþingis öf- undsverð að sitja og standa fyrir framan harðvítuga áróðursmenn úr öllum áttum. Ýmsir ræðumenn ávítuðu meiri- hluta bæjarstjórnar fyrir að hafa svikist um, að malbika götur sam- kvæmt áætlun og byggja íþrótta- hús, en allir flokkar lofuðu gerð þeirra mannvirkja fyrir fjórum árum. Það lá í loftinu, að deilur stóðu um röð framkvæmda. Ekki mega allir vera sammála heldur verður að búa deilumálin til, svo flokkar fái næringu. Það er ekki nýtt, að deilt sé um röð framkvæmda á Sauðárkróki. Svo var það þegar hin ágætu mannvirki voru gerð, íþróttavell- irnir og sundlaugarbyggingin. Það var Guðjón Ingimundarson, kjör- viður af Ströndum, sem átti mest- an þátt í þeirri mannvirkjagerð, þegar hann var bæjarfulltrúi og hlaut illt umtal fyrir í meira lagi. Sendimaður fyrir hvern flokk Það heyrðist á sumum ræðu- mönnum að þeir vildu ekki hyggja að fortíð, aðeins horfa fram frá líðandi stund. Frá mínu sjónar- miði er það öfugmæli. Sauðár- króksbúar eru búnir að græða mikið á hitaveitunni, ekki sízt á fyrri tíð þegar atvinnuleysi var árvisst. Og nú sprettur fram bezta brunnvatn á jarðríki undan Tindastóli og Molduxa og þess vegna er hægt að selja vatn til Spánar og Bandaríkjanna. Eitt þótti mér undarlegt, sem kom fram í umræðum um fjármál bæjarins. Árið 1976 var kostnaður Svipmynd þjóðarleiðtogi í Kína Eftir Áslaugu Ragnars „Ég er enginn járnkarl — ég er af holdi og blóði og ég hef tilfinningar," svaraði Hu Yao- bang, þegar erlendur blaðamað- ur spurði hann hvort hann yrði „sterki maðurinn" í æðstu stjórn Kína, en samtalið fór fram dag- inn áður en þing flokksins hófst nú í vikunni. Deng Xiaoping, sem er 78 ára að aldri, er að vísu talinn ráða því í Kína sem hann vill ráða, en formlega er Hu Yaobang æðsti maður landsins þar sem hann fer bæði með for- mennsku Kommúnistaflokksins og framkvæmdastjórn, en þegar flokksþinginu lýkur er búizt við því að staða Hu Yaobangs sem þjóðarleiðtoga í Kína verði af- dráttarlausari en áður. Þær breytingar standa fyrir dyrum að það verði ekki lengur formaður flokksins sem gegni hlutverki þjóðarleiðtoga, heldur framkvæmdastjóri flokksins, en síðan Hua Guofeng var settur út af sakramentinu í fyrrasumar fyrir að draga um of dám af róttæklingum, hefur Hu Yao- bang gegnt báðum þessum ábyrgðarstöðum. Hu Yaobang er fyrsti flokksformaðurinn sem engin persónudýrkun er á síðan kommúnistar komust til valda í Kína. Af Mao og siðan Hua héngu gífurlegar andlitsmyndir hvar sem litið var um gjörvallt landið, en af Hu eru engar slík- ar. Hu Yaobang hefur á undan- förnum árum verið einn ötulasti talsmaður frjálslyndrar umbóta- stefnu í landinu. Hann hefur verið einn nánasti samstarfs- maður Deng Xiaopings, en frami Hu Yaobangs er talinn mikil- vægur liður í þeim fyrirætlunum Dengs að koma mönnum er að- hyllast hófsama framfarastefnu Deng Xiaoping og Hu Yaobang. hans sjálfs í sem flestar valda- stöður á meðan hans nýtur enn við. Deng er sem fyrr segir orð- inn 78 ára að aldri, en Hu Yao- bang er 67 ára. Hu Yaobang er kominn af fá- tæku bændafólki í Hunan-hér- aði. 14 ára að aldri fór hann að heiman til að taka þátt í bylt- ingartilraunum kommúnista. Hann tók þátt í göngunni miklu 1934, og fljótlega voru honum falin trúnaðarstörf innan ung- liðahreyfingar Kommúnista- flokksins, og eftir að kommún- istar komust til valda árið 1949 tók hann sæti í yfirstjórn ung- liðahreyfingarinnar. Hu Ýaobang varð fyrir barð- inu á fjórmenningaklíkunni í menningarbyltingunni frægu, ekki síður en Deng. Þegar hann var sendur út í sveit við upphaf menningarbyltingarinnar 1966, tjáði hann syni sínum, að annað hvort yrði hann drepinn ellegar þá að róttæklingarnir yrðu úr sögunni innan tíu ára. Hu reynd- ist sannspár, því að eftir tvö og hálft ár í einangrun og tveggja og hálfs árs „endurmenntun" í anda fjórmenningaklíkunnar, sat hann fimm ár í stofufangelsi. Þá hrökklaðist fjórmenninga- klíkan frá völdum við lítinn orð- stír eftir tíu ára harðstjórn. Hu Yaobang og þeir, sem nú ráða lögum og lofum í Kína, eru umburðarlyndari en fyrirrenn- arar þeirra. í ræðum sínum að undanförnu hefur Hu hvað eftir annað lýst því yfir að mistök séu mannleg og að það eigi að gefa mönnum kost á að bæta sig og leiðrétta mistök sín fremur en að refsa þeim og beita þá harðræði. Dæmi um framkvæmd þessarar stefnu er núverandi staða Hua Guofeng. Enda þótt róttækar skoðanir hans hafi ekki átt upp á pallborðið og hann hafi því verið látinn segja af sér, hefur hann ekki verið settur út í kuldann. Hann situr enn í hinum ýmsu ráðum og nefndum innan flokks- ins og var síðast kjörinn í for- sætisnefnd flokksþingsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.