Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 55 mundi heldur en ekki skekkjast hrynjandi ljóðs og lags, ef i-in í lok tveggja orðanna væru borin fram á úrfellingar. Og Páll ólafs- son yrkir í sólarljóði sínu: .. og hvar sem tárin kvika á kinn“ „... og heim í sveitir sendirðu æ“. þeir, sem færu að bera fram a-ið á und- an á — eða u-ið á undan æ, yrðu býsna hjákátlegir, hvort sem þeir syngju hendingarnar eða læsu þær upphátt. Sem gamall Blönduósingur get ég bent á, að aldrei hef ég heyrt aðra en ókunnuga bera u-ið fram til hlítar í þessu orði, og í eyrum mér verður slíkt framburðarvilla. Þessi sérhljóði hverfur nær alveg, og mun það vera nokkuð algild regla, þegar tveir sérhljóðar koma þannig saman. Eg minnist líka úr útvarpinu manna, sem vildu vera sem skilmerkilegastir og sögðu t.d. Vestmannaeyjar alveg út í æs- ar, en fyrir bragðið kom út nokkuð greinilegt æ-hljóð, sem þar á ekki heima. Þessvegna skal í mæltu máli aðeins tæpa á a-inu á undan eyjar, og verður orðið þá lipurt og eðlilegt. Auðvitað er hægt að bera orðið þannig fram, að ekki gæti æ-hljóðs, en þá þarf að staldra ögn við á milli atkvæða, og verður það stirðbusalegt. Ég vona að þú skellir ekki skoll- eyrum við þessu, Velvakandi góð- ur, og ekki heldur hinir, sem hafa verið að ofleika í framburði orða. Úrfellingar hljóða eiga vissulega rétt á sér í framburði íslenzks máls, eru blátt áfram nauðsynleg- ar.“ Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til gatnamálastjóra íbúi í Skerjafirði hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig lang- ar til að bera fram eftirfarandi fyrirspurn til gatnamálastjóra: Hafa gatnamálayfirvöld borgar- innar gert nokkrar áætlanir um að tryggja betur en gert hefur verið, að samgönguæð íbúanna í Skerjafirði, þ.e. gatan við enda flugvallarins, lokist ekki eða verði illfær vegna snjóa eða vatnselgs. Það hefur því miður verið títt, þegar eitthvað hefur verið að veðri, og er ein ástæðan sú, að gat- an liggur þarna taisvert fyrir neð- an flugvallarbrautina. Þegar vind- ar blása af flugvellinum, skefur yfir götuna og allt verður ófært. En þetta er eina leiðin fyrir íbúa Skerjafjarðar til þess að komast heim til sín og þess vegna mikil- vægt fyrir þá að tryggilega verði um hnútana búið til þess að halda henni opinni. Og svo er það lýsing- in þarna. Hún er engin. Hafa verið kannaðir möguleikar á því að setja þarna upp götuljós? Þarna er kolniðamyrkur á dimmum vetr- arkvöldum og ekki bætir það akst- ursskilyrðin, sem oft eru erfið fyrir, eins og ég sagði, og beinlínis hættuleg. A að banna skyrpingar í sundlaugunum 3287—9128 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mér finnst að það ætti að banna fólki að skyrpa í Sundlaugunum. Heil- brigðiseftirlitið ætti að sjá svo um að skilti yrðu sett upp á bökkum lauganna, þar sem kveðið yrði á um bann við skyrpingum fólks. Þó að það eigi að heita svo, að þaö skyrpi í rennurnar við bakkana, þá er lítil bót að því, af því að oft flýtur upp fyrir og þá vitum við í hverju við erum að synda. Ég er þarna daglegur gestur á morgn- Farþegi skrifar 3. sept.: „Kæri Velvakandi. Nú veit ég að ég er ekki að kvarta fyrir mig eina, en ég kem stundum mjög þreytt heim úr ana og horfi upp á fólk hrækja í rennurnar. En mörg okkar sem þarna komum, erum orðin mjög þreytt á þessu og okkur býður við sóðaskapnum sem af því hlýst. Það er ekki einu sinni svo, að fólk hitti alltaf í rennuna. Varðandi skiltið sem ég nefndi má bæta því við, að það þyrfti aðeins að vera á íslensku, því að það kemur aldrei fyrir, að maður sjái útlendinga bera þetta við. vinnunni, og þarf eins og margir aðrir að taka strætisvagn. Mér blöskrar oft að sjá börnin sitja og standa aldrei upp fyrir okkur fullorðna fólkinu. Og um daginn kom ég örþreytt úr vinn- unni, og flýtti barnið (á að giska 6 ára gamalt) sér að setjast hjá móður sinni, sem ekki datt til hug- ar að biðja dóttur sína að standa upp. Nú fara skólarnir bráðum að byrja og vona ég svo sannarlega að kennararnir kenni börnunum svona sjálfsagða mannasiði." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Arabar og Israelsmenn hafa löngum veitt hverj- ir öðrum búsifjar; en friður væri í beggja þágu. Rétt væri: Arabar og ísraelsmenn hafa löngum veitt hvorir öðrum þungar búsifjar; en friður væri í þágu hvorra tveggju (eða hvorra tveggja.) Blöskrar oft að sjá börnin sitja KVIKMYNDAKLÚBBUR ALLIANCE FRANCAISE í REGNBOGANUM Salur E. á annarri hæö Vikulegar kvikmyndasýningar eru aö hefjast aftur Miðvikudaginn.8. september kl. 20.30. og fimmtudaginn 16. sept- ember kl. 20.30 veröur sýnd myndin: Le Samourai Sakamálamynd eftir hinn fræga franska leikstjóra Jean-Pierre Melville Aöalhlutverk í höndum Alain Delon. Meö enskum texta Aögangur ókeypis VORUMARKAÐURINN ARMÚLAIA Tilboð á nautahakki: okkar verð leyft verð pr. kg. Nautahakk í 10 kg kr. 79,00 133,00 Nautahakk í 5 kg kr. 85,00 133.00 Nautahakk vigtað kr. 99,50 133,00 Einnig á hagstæðu verði: Reyktur búöingur kr. 60,50 64,30 Kjötbúðingur kr. 60,90 66,55 Miðdegispylsa kr. 55,30 59,55 Kindakæfa kr. 66,00 74,90 VORUMARKADURINN ARMULAIA ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri ►TOFA KRISTÍNAR MF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.