Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 43 margfaldað tilkostnaðinn og dreg- ið úr framleiðninni. (Hér má geta þess, að þetta er sama vandamálið og Mitterand er að glíma við í Frakklandi núna 10 árum seinna.) í júlí 1972 vék fulltrúadeild þjóðþingsins í Chile innanríkis- ráðherranum úr embætti. Var hann sakaður um að framfylgja ekki lögum um verndun eignarétt- ar og um mannréttindi og enn- fremur um að hafa hylmað yfir smygl á vopnum frá Kúbu til skæruliða úr hópi kommúnista í Chile. Hafði fyrst verið litið á þessar sendingar sem persónu- legar gjafir til Aliende frá Castro, og máttu þær þá ekki tollskoðast. Þjóðþingið samþykkti nú þrenn lög, til þess að takmarka þessa óheillaþróun. Þau fyrstu miðuðu að því að takmarka eignaupptöku á jarðeignum, þannig að hún næði ekki til jarða, sem væru minni en 40 hektarar, og voru þau sett samkvæmt stjórnarskrá landsins. Þá komu lög um ríkisstyrk til út- varps og blaða, sem voru á heljar- þröminni, og til tryggingar á því, að þessir fjölmiðlar yrðu ekki teknir eignanámi. Hér beitti All- ende neitunarvaldi sínu. Þriðju lögin gengu út á það, að hindra ólöglegan innflutning á vopnum til vinstri skæruliða Ailende og gáfu þau hernum leyfi til að leiða þá brotlegu fyrir herrétt. Þessu gat Allende ekki staðið á móti, því að hann þurfti að leita aðstoðar hersins til að bæla niður verkföll- in. En þau hófust fyrir alvöru með allsherjarverkfalli vörubílstjóra þ. 10. október 1972, gegn fyrirhuguð- um opinberum rekstri á vöruflutn- ingum. A eftir fylgdu svo verkföll verkfræðinga, bankamanna, af- greiðslumanna, olíustöðva, mál- flutningsmanna, húsameistara, rútubílstjóra, lækna og tann- lækna. (Minnir þetta óneitanlega á verkföllin, sem hófust hér á landi í mars 1981.) Herinn kemur til sögunnar Verkföllunum í Chile lauk 5. nóvember 1972 fyrir atbeina hers- ins, sem fékk 4 fulltrúa í ríkis- stjórninni, þar á meðal innanrík- isráðherrann. Fékk herinn brátt lykilaðstöðu í stjórninni. Banda- ríkin ákváðu um þetta leyti að framlengja aðstoð sína við lýð- ræðisflokkana í Chile fram að væntanlegum kosningum til þjóð- þingsins í marz 1973. Hjálpin takmarkaðist við lýðræðisflokk- ana og fjölmiðla, sem voru í hættu vegna fjárskorts. Þessi aðstoð mun ekki hafa verið framlengd, enda var ókyrrð í landinu farin að magnast. Fyrirskipaði Kissinger bandaríska sendiráðinu í Sant- íago, að blanda sér ekki á neinn hátt í það, sem var að gerast í Chile. Fall Allende Alger yfirtaka hersins í Chile fór svo fram 11. nóvember 1973. Klukkan 6:30 um morguninn sendu útvarpsstöðvar stjórnar- andstöðunnar út tilkynningu frá yfirforingjum allra þriggja deilda hersins og ríkislögreglunnar, þar sem Allende er boðið að segja af sér þegar í stað. Foringjarnir lýstu því þar yfir, að herinn og lögreglan stæðu sameinuð í bar- áttunni gegn marxistum og gegn óhæfri ríkisstjórn, sem leiddi þjóðina til glötunar. Þeir fullviss- uðu verkamenn, að áunnin þjóð- félagsleg og efnahagsleg réttindi þeirra yrðu virt. Öllum fjölmiðlum hliðhollum ríkisstjórninni skyldu bannaðar útsendingar. Allende kom til forsetahallar- innar kl. 7:30, fylgt af vel vopnaðri varðsveit. Forsetinn lét ríkisút- varpið tilkynna, að hann neitaði að segja af sér, og hvatti hann verkamenn að yfirtaka verksmiðj- urnar og skipuleggja mótstöðu. Herinn varpaði þá sprengjum á forsetahöllina, og þegar hermenn úr landhernum réðust svo inn í höllina um hádegið, fundu þeir Allende dauðan á sínum vinnu- stað. Tilkynnt var opinberlega, að hann hefði framið sjálfsmorð, að því er virtist með hríðskotabyssu, gefinni á sínum tíma af Fidel Castro. Lokaorð Kissinger Henry Kissinger endar frásögn sína á þessa leið: „Ég hef lýst hér ítarlega falli Allendes, til þess að benda á heimssögulegt dæmi um stjórm arfarsgoðsögn (mythe politique). í vissum skoðanahópum er meint sök vor á upplausninni („destabil- isation") í Chile orðin ímynd alls þess, er þeir telja skuggalegt í am- erískum stjórnmálum. Heila mál- ið er það, að ekkert slíkt átti sér stað. Það var eigin stjórn Allende, sem með aðstoð Kúbu en ekki Bandaríkjanna, sem stóð að þess- ari hálfhernaðarlegu (paramilit- aire) uppreisn og kollsteypu,- með því að vopna leynilega öfgasinn- aða hópa kommúnista. Vér létum oss nægja að veita frjálsu blöðun- um og lýðræðisflokkunum um- beðna aðstoð gegn kröftugri og slunginni herferð, sem beitt var til útrýmingar á þeim fyrir næstu kosningar." Hugsjónir, sem ekki geta rætzt Þetta var mikil sorgarsaga og óneitanlega lærdómsrík, eins og oft er um slíkar sögur. Á aðeins þremur árum gengur lýðræðisrík- ið Chile í gegnum upphaf, þróun og endalok stjórnarfars kommún- ista. Það hefst með skáldinu, sem verður gripið af hugsjón, er leiðir til Moskvu-kommúnisma, og það er tekið til að framkvæma: þjóð- nýting, taprekstur, skuldir, verð- bólga, harðstjórn, uppreisn og stopp! Hugsjónin gat ekki rætzt, því að það var gengið fram hjá staðreyndum, og þá er voðinn vís. Stjórnarfar kommúnista virðir ekki staðreyndir mannlegs lífs, svo að rás viðburðanna verður á þessa leið: Þjóðnýting og ríkis- rekstur leiðir til taprekstrar, því að hinir nýju húsbændur kunna ekki til verka; vinnugleðin er horf- in, því að hagnaðarvon er engin; launin eru í lágmarki hjá öllum, bæði þeim, sem vilja vinna og kunna til verka, og þeim, sem hvorki nenna né kunna; ríkið sér fyrir öllum og hugsar fyrir alla; frelsið er horfið; ríkið ræktar ræf- ildóminn, svo að síður verði gerð uppreisn, en hún kemur nú samt, þó síðar verði. Stjórnarfarsgoðsögnin, sem Kissinger vakti athygli á, þessi goðsögn um ágæti alræðis öreig- anna í höndum heittrúaðra marx- ista, ásamt þeirri ófyrirgefanlegu afstöðu Bandaríkjanna, að vera á móti slíku stjórnarfari, hún er nú aðalinntakið í áróðri kommúnista um allan heim. Og það er ekki lát- ið sitja við orðin tóm. Castro, Gaddafi og fleiri byltingarseggir leggja til hermenn og hryðju- verkamenn, en vopnin, ásamt þjálfun í beitingu þeirra, eru sótt austur fyrir járntjald. Virðast nokkrar þjóðir þar aflögufærar á þessu sviði, þó að kornræktin hjá sumum þeirra sé ekki upp á marga fiska. Getur verið að andi Lysenk- os svífi þar enn yfir ökrunum. íslenskir kommúnistar reyna af fremsta megni að útbreiða áður nefnda goðsögn og telja löndum sínum trú um ágæti sovétstjórn- arfarsins og illmennsku Banda- ríkjanna. Nota þeir til þess bæði mál og myndir í fjölmiðlum, þar á meðal á áberandi hátt í Ríkisút- varpinu, auk þess sem þeir lauma þessum áróðri jafnt og þétt inn í skóla landsins. Hermennsku stunda þeir ekki ennþá, en láta sér nægja að vonzkast út í varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og samskipti utanríkisráðherra, Óiafs Jóhann- essonar, við yfirstjórn hersins. Ólafur, sem er fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins og hefur þar traust fylgi hægri arms- ins, hefur haldið áður yfirlýstri stefnu Islands í utanríkismálum óbreyttri og ekki látið köpuryrði „hernámsandstæðinga" raska ró sinni né gerðum. Fyrir róttæka vinstri menn hérlendis er harkaleg misbeiting verkfalla í stjórnmálalegum til- gangi örþrifaráðið, eins og fram kom árið 1978. Hingað til hefur verkföllum annars aðeins verið beitt hér í kjarabaráttu við at- vinnurekendur. En nú, þegar ríkið er að verða aðalvinnuveitandinn, er þessu vopni líka beitt gegn rík- isstjórninni, enda þótt í henni sitji líka ráðherrar frá kommúnista- flokknum. Þannig fór þetta einnig í Póllandi, þannig fór þetta í Chile og þannig er þetta að fara hér, undir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Þennan lærdóm hefur Gunnar Thoroddsen, vitandi eða óafvit- andi, fært þjóðinni með stjórn- armyndun sinni, en hann hefur með lagni og stillingu haldið stjórninni saman og þá siglt hann nokkuð krappan stundum. Það mun einnig hafa orðið lýð- um ljóst að forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann hafa með festu sinni og stillingu haldið uppi því trausti, sem þessi ríkisstjórn hefur notið bæði heima og erlend- is. Sigurður Pétursson gerlafræðingur Af alefli! Höfum við áorkað einhverju hjá Mígrensamtökunum? Hefur nokk- uð skeð? Ég, persónulega, skil ekki þetta 4'á árs púsluspil, en ég er mígrensjúklingur, það er ekki von! Hefur hinn almenni félagsmaður stutt félagið nóg, mætt á fundum, útskýrt sitt mál, t.d. í fjölmiðlum, og svo framvegis, við höfum allt að vinna, engu að tapa. Ekki satt? Er ég nógu duglegur að hjálpa mér sjálf(ur)? Skammat ég mín fyrir að hafa mígren? Eins og áð- ur segir, fordómar mega sín mik- ils, en okkar allra í félagingu er að uppræta þá, gera meðborgurum okkar, landsmönnum, ljóst... (sjá lög félagsins að ofan). Mígrensamtökin eru fjárlítið fé- lag, þau reka ekki skrifstofu (ástæðan að hluta vegna lítillar aðsóknar félagsmanna, hinsvegar vegna lasleika, talið jafn haldgott að starfa frá heimilum viðkom- andi. En það gengur ekki til lengd- ar, hafa ekki síma, nema heima- síma á kostnað stjórnarmanna sjálfra). Starfið leggst á fáa. Fé- lagið gæti, eins og tíðkast í öðrum löndum, komið á blómlegu starfi þegar undirstaða er komin sem skyldi. Samstaða er það sem þarf — enginn skilur kvalirnar er krampi í æðakerfi veldur eins og sá sem einnig hefur þá reynslu sjálfur. Við eigum, það er satt, kost á ýmsu, göngudeildin er til, en engin starfsemi þar. (Sagði einhver að þjóðarbúið hefði ekki efni á að sinna mígrensjúklingum!? Nei, mér hefur misheyrst!) Við eigum hér margt góðra manna og kvenna með þekkingu sem hentaði vel við að draga úr einkennunum, það kostar peninga, það er dýrt „spaug“ að vera mígrensjúklingur! Blaðamenn mega gjarnan lið- sinna okkur, hafa upp á fróðleik, fá upp skoðanir ráðherra, trygg- ingalækna, athuga hvernig sé háttað á vinnustöðum; hvort til sé verndaður vinnustaður. Það má ekki gleyma að minnast á hið jákvæða: aðstöðu barna mígren- sjúklinga í kasti á Vistheimilinu á Dalbraut. Hversu margir notfæra sér það? Ef ekki, hversvegna ekki? Mígrensjúklingar fá engar bætur, þeir greiða mígrenlyf sjálfir með- an sumir aðrir með króníska kvilla fá meðul sín frí. Heyrst hef- ur, og ekki svo óskiljanlegt þegar hugleitt er nánar: „Höfuðverkur er ekki sjúkdómur heldur sjúk- dómseinkenni"! Og þegar haft er í huga að yfir tvö hundruð sjúk- dómar í líkamanum geta fram- kallað höfuðverk, nú, nú. Ef heil- brigðismálastéttin hér á landi er svona sinnulaus um mál þessara skjólstæðinga sinna, hvað verður þá með okkur? Til er ógrynni af bókum um mígren, á ensku og dönsku og öðr- um erlendum tungumálum. Við eigum fólk sem gæti þýtt ein- hverja þessara bóka, en hingað til hafa forlög verið smeyk við að gefa út þýddar bækur um höfuð- verk, hræddir um að þeir tapi á því. En þetta mun vonandi breyt- ast. Má, ef einhver hefur áhuga á lesningu um þessi mál, benda á Freedom from Headaches, Kost og migraine: en praktist vejledning, The migraine guide and cookbook, Good food to fight Migraine — Migraine: The facts, Mastering your migraine, Migraine and headaches, pocket guide to Mi- graine and headaches, Once a month (for migraines associated with hormones and menstruation, svo eitthvað sé nefnt. (Þarf þó að panta þetta eða skrifa: óðinsgötu 17A 101, í gegnum bókaforlög. Nánari upplýsingar um bækur hjá undirritaðri í síma 14003.) Að lokum. Erlendar kannanir sýna að í flestum löndum er það þetta um 10% þjóðar með mígren, bæði börn og fullorðnir. Þetta er ættgengt, hefur auðvitað áhrif á allt fjölskyldulíf. örvænting kem- ur mörgum „sökudólgnum" til að hugleiða sjálfsmorð. Við, íslenska fjölskyldan, ættum að huga að þessum óheppnu systkinum okkar með „heilakveisuna", jafningjum okkar. Þá fer heppnin að elta okkur öll. Vitið til! Norma E. Samúelsdóttir, formaður Mígrensamtakanna. Flótti undan táragasi Mynd þessi sýnir hvar mannfjöldi hleypur undan táragassprengjum á götu í Gdansk sl. þriðjudag, en þá kom til götuóeirða þar í borg. Flestar símalínur frá Sovétríkjunum í ólagi: Tekur allt að átta klukkustundir að ná símasambandi við Moskvu Moskvu, 6. september. AP. KLIPPT hefur verið á nær allar beinar símalínur frá vesturlöndum til Sovétríkjanna á undanfornum dögum og virðist þetta vera liður í þeim tilraunum yfirvalda til að stemma stigu við auknum upplýs- ingastraumi. Á allra síðustu dögum hafa beinar símalínur frá Bandaríkj- unum, flestum Vestur-Evrópuríkjum og Japan verið rofnar. Allt frá því línurnar voru rofnar hafa símnotendur á vesturlöndum kvartað undan seinvirkri þjón- ustu. Hefur tekið langan tíma, allt að átta klukkustundir, að ná síma- sambandi til Sovétríkjanna. Hins vegar hefur engin breyting orðið á telex- og símskeytaþjónustu. Ekki hefur verið minnst á þessa breytingu á símaþjónustu í ríkis- reknum fjölmiðlum í Sovétríkjun- um. Fyrirspurnir frá vesturlönd- um hafa lítinn árangur borið. „Tæknileg" bilun er eina svarið sem fæst af viðkomandi yfirvöld- um í Sovétríkjunum. Þessi takmörkun á beinu síma- sambandi inn í Sovétríkin gerist tveimur mánuðum eftir að beinar hringingar út úr landinu voru takmarkaðar. Með því að tak- marka símasamband jafn mikið og raun ber vitni gera yfirvöid öll- um andófssamtökum mun erfið- ara að athafna sig en ella. Þau hafa mörg hver treyst mjög á símasamband við vesturlönd til að koma upplýsingum sínum á fram- færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.