Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 47 STUTTAR EN SAMT STERKAR Hin heimsfrnga plata Pink Floyd, The Wall, hofur voriö tekin af bannlista í Suöur- Afríku. Lagiö Another Brick In The Wall varö óopinber bar- áttusöngur í stúdentaóeiröum í landinu í fyrra og hittifyrra. Platan var sett á bannlista fyrir tveimur árum, en hefur fengist sums staöar í landinu þar sem henni hefur verið smyglaó. Eric Burdon, fyrum stór- stirni í hljómsveitinni Animals, var handtekinn á landamssr- um V-Þýskalands og Austur- ríkis þar sem hann var á feróalagi í síöustu viku. Burd- on, sem nú er orðinn 41 árs gamall, var áksarður um aó hafa í fórum sínum ólögleg eiturlyf. Var hann á leiö í tón- leikaferöalag um Austurríki. Bandaríska pönksveitin De- ad Kennedys hélt tónleika fyrir skemmstu og er ekki í Bruce Springsteen er sagóur eiga von á sór. frásögur færandi nema hvaó hegöan áhorfenda þótti meö allra besta móti, ef tekiö er miö af fyrri tónleikum sveitar- innar. Eigandi staöarins var þó ekki alveg á sama máli og hefur nú tekið fyrir allt tón- leikahald. Þrátt fyrir stóráföll aö und- anförnu; fyrst lát James Honeyman-Scott gítarleikara og síöan brotthlaup bassa- leikarans Pete Farndon, hefur hljómsveitin Pretenders ekki lagt upp laupana. Innan skamms er væntanleg tveggja laga plata frá Chrissie Hynde og Co. og til aö fylla í sköróin notaði hún Billy Bremner (meö öllu óskyldur fyrrum fyrirlíða Leeds United), sem eitt sinn lók meö Rockpile, og Tony Butler. Þessi hljómar undarlega. Warner Bros. (sem menn segja stærsta bros heims) hafa krækt sór í nýjan fimm ára samning viö Jimi Hendrixl Já, en ... Ekkert svoleiöis. Vió vitum öll aö Hendrix hefur hvílt í gröfinni á annan áratug. Það var fjárhaldsmaöur eigna hans, sem skrifaöi undir. Hendrix hefur nú veriö samn- ingsbundinn Warner Brothers fjórfalt lengur látinn en hann var í lifanda lífi. Undarleg þessi Ameríkal Og haldið ykkur nú, aö- dáendur Brúsa Hoppsteins. Bruce Springsteen er sagöur um þaö bil aö Ijúka viö upp- tökur á nýrri breiöskífu. Er jafnvel taliö aö hún komi út nú i haust. Margur er enn aö melta The River og koma þessi tíöindi verulega á óvart. RISAROKK í HÖLLINNI — fimm stærstu sveitir landsins láta þar gamminn geisa ÞAD er skammt stórra högga á milli í poppinu þessa dagana. Ekki eru nema 10 dagar frá því boóió var upp á 15 hljómsveita hátíö á Melavellinum og nú á föstudagskvöld kl. 20 veröur boö- iö upp á aöra tónleika, sem hafa hlotið nafniö RISAROKK, í Laug- ardalshöllinni. Koma þar fram Þursaflokkurinn, Þeyr, Egó, Grýl- urnar og BARA-Flokkurinn. Aö sögn Friöriks Friörikssonar, eins forsprakka Hugrennings/ Rokk í Reykjavík, eru þessir tón- leikar hugsaöir sem ágóöatónleik- ar fyrir fyrirtækiö, sem á í hinum mestu fjárhagskröggum vegna geröar myndarinnar. Nema skuldir Hugrennings nú um 800.000 krón- um, en um 17.000 manns hafa séö myndina. Er þaö næstum helmingi lægri tala en þurfti til aö hún stæöi undir sér. Friörik er nýkominn úr mánaö- arlangri ferö um Evrópu þar sem hann ók um ásamt kunningja sín- um og kynnti myndina í Hollandi, Sviss, V-Þýskalandi, italíu og Frakklandi. Sagöi hann undirtektir hafa veriö jákvæöar en ekkert Efnahagsaögeröir ríkisstjórn- arinnar hafa greinilega komiö vió kaunin á mörgum, jafnt rfkum sem fátækum. Hór neöst á síó- unni segir hvar þær settu strik í reiknínginn hjá Bubba Morthens og hór á eftir fer hluti fróttabrófs frá Steinum þar sem segir frá samdrætti í innflutningi á plötum: áþreifanlegt heföi komið út úr feröinni, a.m.k. ekki enn. Hljómsveitirnar, sem koma fram á RISAROKKI, gefa allar vinnu sína. Vonandi er aö vel takist til og fólk fjölmenni. Þá er rétt að geta þess aö auk þessara fimm hljóm- sveita, sem þarna koma fram. „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar munu hafa þær afleiöingar aö stórlega veröur dregiö úr inn- flutningi á erlendum hljómplötum. Er þar um aö kenna gengisfelling- unni og hækkuöu vörugjaldi, sem gera innfluttar plötur aö dýrri mun- aðarvöru. Framvegis munum viö vega og meta mjög vandlega munu ýmsir leynigestir troöa upp og er þar minnt á aö margir sóu knáir þótt þeir séu e.t.v. smáir. Má búast viö því aö tónleikarnir taki eitthvaö á fimmtu klukkustund í framkvæmd og lýkur þelm meö herlegri flugeldasýningu. Verö aögöngumiöa er kr. 150 og hvaöa plötur veröa fluttar til lands- ins. Á þetta einkum viö um breiöskífur, tveggja laga plötur veröa fluttar inn meö svipuöum hætti og veriö hefur, a.m.k. fyrst um sinn. Steinar hf. mun framvegis ein- vöröungu flytja inn hljómplötur frá CBS, A&M og öörum þeim, sem fyrirtækiö hefur einkaumboö fyrir. Erfiöleikarnir, sem skapast af efnahagsaögeröum ríkisstjórnar- innar, valda því, aö viö getum ekki lengur átt á lager allt þaö, sem flutt er til landsins af vinsælum hljóm- plötum. Því gæti fariö svo, aö ein- hverjar piötur veröi ófáanlegar frá Steinum hf. — viö þær eyöur verö- ur mjög erfitt að fást. Góöu fréttirnar eru hins vegar þær, aö megniö af þeim hljómplöt- um, sem fyrirtækiö mun senda frá sór síöustu fjóra mánuöi ársins, veröur framieitt hérlendis. Þá titla munum viö geta útvegaö framveg- is sem hingaö til. Og til aö mæta samdrætti í innflutningi erlendra hljómplatna munum viö leitast viö aö auka útgáfu á erlendum plöt- um, sem framleiddar eru hérlend- is, jafnvel þótt sú framleiösla beri einnig 40% vörugjald. Þrátt fyrir efnahagsaögeröirnar stendur hljómplatan þokkalega og hækkanir á árinu hafa ekki veriö jafnmiklar veröbólgunni. Raunverö hljómplatna hefur því lækkaö — og ekki er búist viö frekari hækk- unum til jóla, þannig aö hljómplat- an stendur vel gagnvart sam- keppnisvarningi.” fást þeir i verslunum Karnabæjar, Fálkans og svo í versluninni Stuö. Ekki sakar aö geta þess, aö þetta er í fyrsta sinn sem þessar sveitir leika allar saman á tónleikum. Nýjar plötur senn a markað ÁTTA japönsk fyrirtæki og oitt hollenskt tilkynntu í dag, aö þau myndu innan tíóar setja ó markað plötuspilara, sem væntanlega myndi leysa plötuspilara nútímans af hólmi. Á sama tíma hafa nokkur plötufyrirtæki tilkynnt að þau hyggist hefja fram- leiðslu platna fyrir þessa plötuspilara. Plötur þessar eru úr áli og aöeins 12 sentimetrar í þvermál (til glöggvunar má geta þess, aö venjulegar plötur eru 30 sm í þvermál). Er hægt aö koma allt aö 60 mínútum af uppteknu efni fyrir á hvorri hliö slíkrar plötu. Hljóömerkjum er breytt yfir í tölur, sem greyptar eru í plöt- una. Laser-geisli nemur síöan táknin án þess aö snerta nokkru sinni yfirborö plötunn- ar, sem er plasthúöaö. Er ætl- unin aö klassískar, jazz- og poppplötur veröi komnar á markaö áöur en langt um líöur. Kerfi þetta, sem hannaö er af stórfyrirtækjunum Sony og Philips í sameiningu, verður framleitt af 31 fyrirtæki, sem fengiö hefur tilskilin leyfi til þess. Er gert ráö fyrir aö plötu- spilararnir veröi komnir á markað í Japan í byrjun nóvember. Verö þessara plötu- spilara verður á bilinu 650—950 dollarar og plöturnar kosta um 14 dollara. Bubbi Morthens Grýlurnar, »em sækja (sig voöriö moö hvsrjum tónleikum, koma m.a. fram á Risarokki. Raunverð platna lækkaó, en dregið úr innflutningi - segir í fréttabréfi frá Steinum hf Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar settu strik í reikninginn — segir Bubbi Morthens um nýju plötu Egósins „ÞAÐ var ætlunin aö taka upp plötuna í Englandi, en efnahags- aögerðír ríkisstjórnarinnar settu allt ( stóran hnút,“ sagði Bubbi Morthens er vió rákumst á hann i Austurstrætinu fyrir helgi. Bætti hann þv( viö aó platan yrði þar af leiöandi tekin upp hór heima. „Viö veröum með þyngra og rokkaðra prógramm en á Breytt- um tímum. Sú plata var dálítiö poppuö,“ sagói Bubbi. Upphaflega stóö til aö fá mann- inn, sem stjórnaöi upptökum á nýj- ustu plötu Judas Priest, til starfa og þá átti aö fá „pródúserinn" frá Spliff til aö leggja síöustu hönd á hlutina. Af því getur þó ekki oröiö, en Bubbi sagöist gera sér vonir um aö hægt væri aö nota þá á næstu plötu Egósins. Egó hefur leikiö geysilega víöa undanfariö. Að sögn Bubba hefur yfirferöin á þeim veríö enn meiri en á Utangarösmönnum á sínum tíma, ef mið er tekiö af tónleika- og dansleikjafjölda og aldri hljóm- sveitarinnar. „Þetta gengur ekki upp nema meö stanslausri keyrslu. Menn lifa ekki af þessu öðru vísi.“ Þegar hann var inntur eftir því af hverju Egó heföi ekki leikið meö á „Melarokk“-hátíöinni svaraöi hann því til aö á svo stórri hátíö þýddi ekkert aö bjóöa fólki upp á gamalt og þreytt prógramm. Aö öllum lík- indum tæki Egó sér hvíld frá spila- mennsku fram yfir plötuútgáfu, en þá yröi gert víöreist um landiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.