Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
Þorlákshmfnarkirkja (Þorlákskirkja). Ljósm. Mbl. JAS
Fréttapunktar
frá Þorlákshöfii
Heitu pottarnir eru ávalh Tinsclir.
Garður Srerris Sigurjónssonar og i Álfheiðar séónr frá götu.
l^orUkxhörn, 27. ígátL
í VIÐTALI við Benedikt Thorarinsen formann landshafnarstjórnar
kom fram að nú er byrjað að dýpka höfnina. Ætlunin er að dæla úr
henni 40 þúsund m3 aðallega úr innsiglingunni og hafnarmynninu.
Djúpverk hf. hefur tekið verkið að sér og hefur tekið á leigu danskt
skip, Putti Pan, til að vinna verkið. Byrjað var að dýpka 24. ágúst og
er áætlað að verkið taki 1 — V/i mánuð. Fengist hefur fjárveiting upp
á 3 milljónir og vænst er til að hægt verði að gera við svokallaðan
Svartaskersgarð fyrir afganginn af þeiri upphæð, en hann hefur
orðið fyrir áföllum.
Benedikt sagði að loforð hefði fengist til þess að dýpka fyrir
rúmum tveim árum en fjármagn ekki fengist fyrr, en nú hann kvaðst
nokkuð ánægður með hvað lítið af sandi bærist inn í höfnina, það
væri jafnvel minna en búist hefði verið við.
Frá sundlauginni
Sundlaug Þorlákshafnar var
opnuð í fyrsta skipti fyrir almenn-
ing 23. mars 1981, en þá voru að-
eins liðnir 18 mánuðir frá því að
hafist var handa við framkvæmd-
ir. Þorlákshafnarbúar hafa tekið
lauginni mjög vel eins og sést best
á því að frá opnun laugarinnar í
mars og til áramóta 1981 komu
25.939 gestir í sund, en það sam-
svarar því að hver íbúi hafi komið
26 sinnum í sund þennan tíma, og
er það mjög gott. Sjö fyrstu mán-
uði þessa árs hafa komið 14.606
gestir í laugina og er það ágætt.
Umf Þór fór fljótlega á stað með
sundæfingar fyrir unglinga og
hafa þær gengið vel undir stjórn
hinnar landskunnu sundkonu
Hrafnhildar Guðmundsdóttur og
má mikið vera ef sundfólk héðan á
ekki eftir að blanda sér í toppbar-
áttuna á næstu árum.
Fegurstu garðarnir
Þann 18. ágúst síðastliðinn
gekkst heilbrigðis- og umhverfis-
nefnd Þorlákshafnar fyrir því að
velja fegurstu garða staðarins.
Nefndin fékk þá Ola Val Hansson
og Kjartan Ólafsson sér til aðstoð-
ar.
Að þessu sinni voru valdir garð-
arnir við Kléberg 5 og Reykjabr-
aut 19. Eigendur garðsins við
Kléberg 5 og Reykjabraut 19. Eig-
endur garðsins við Hléberg 5 eru
hjónin Sigríður D. Ólafsdóttir og
Erlingur Ævarr Jónsson, skip-
stjóri.
Eigendur garðsins við Reykja-
braut 19 eru hjónin Álfhildur
Steinbjörnsdóttir og Sverrir Sig-
urjónsson, byggingarfulltrúi.
Um hreppsnefnd
Fyrir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar samþykkti hreppsnefnd
Ölfushrepps að fjölga í nefndinni
um 2 fulltrúa það er að segja úr 5
fulltrúum í 7. Þetta var nauðsyn-
leg ráðstöfun m.a. vegna þess að
Ölfushreppur er mjög stór, nær
allt frá Alviðru, sem er upp við
Þrastarskóg, að austan og að Sel-
vogi að vestan, er því Þorlákshöfn
eins og eyja í ríkinu. Þar sem
ibúafjöldi í Þorl.h. er orðinn það
mikill miðað við sveitina var
hætta á því að sveitin ætti ekki
nema einn fulltrúa í hreppsnefnd
að aflokinni kosningu og hefði það
verið mjög erfitt. í dag er nefndin
skipuð 2 mönnum úr sveitinni og 5
mönnum úr Þorl.h. sem skiptast
þannig milli flokka 2 úr Fram-
sóknarflokki, 2 úr Sjálfstæðis;
flokki og 1 úr Alþýðuflokki. í
sveitinni er boðið fram ópólitískt.
Ekki var myndaður neinn meiri
eða minnihluti eftir síðustu kosn-
ingar frekar en áður hefur verið
gert hér.
Kirkja
Árið 1979 var tekin fyrsta
skóflustungan að kirkju hér í
Þorlákshöfn. Áður hafði verið
gerður hér myndarlegur kirkju-
garður, sem er hlaðinn úr sprengju-
grjóti, en það gerði Sigurþór
Skæringsson af mikilli snilld, en
hann hefur víða komið við með
hleðslulist sína. Byggingu kirkj-
unnar, sem hlotið hefur nafnið
Þorlákskirkja, hefur gengið mjög
vel, eða svo vel að það gengur
kraftaverki næst.
Nú er húsið að verða tilbúið
undir tréverk og það er skuldlaust
með öllu. En þetta hefur ekki
gerst af sjálfu sér, það þarf dugn-
aðarfólk til og hér höfum við slík-
an mann, en hann heitir Ingi-
mundur Guðjónsson og hefur
hann sér við hlið byggingarnefnd,
sem samanstendur af úrvalsliði,
en það eru þau Ragnheiður Ólafs-
dóttir, Gunnar Markússon, Bene-
dikt Thorarensen, Guðmundur
Friðriksson og Sverrir Sigurjóns-
son. Einnig hafa margir íbúar hér
lagt hönd á plóginn í sjálfboða-
vinnu. Arkitekt byggingarinnar er
Jörundur Pálsson, en verkfræði-
þjónustu hefur með höndum Ólaf-
ur Ingimundarson. Byggingar-
meistari er Sverrir Sigurjónsson
og yfirsmiður Hannes Gunnars-
son. í sóknarnefnd eru Ingimund-
ur Guðjónsson, Pétur Jóhannsson,
Ellen Olafsdóttir, Karl Þorláksson
og Finnbogi Vikar.
Steinullarverksmiðja
Fyrsta skóflustungan að stein-
ullarverksmiðju í Þorlákshöfn var
tekin miðvikudaginn 25. ágúst.
Skóflustunguna tók Páll Þórðar-
son en hann er einn af frumbyggj-
um þorpsins. Myndað hefur verið
hlutafélag um stofnun og rekstur
verksmiðjunnar og hefur það hlot-
ið nafnið Bergull hf., og er hluta-
fjársöfnun í fullum gangi.
Ölfushreppur:
42% af veltu í framkvæmdir
í samtali við Stefán Garðars-
son, sveitarstjóra Ölfushrepps,
kom fram að sennilega hefur aldrei
verið framkvæmt eins mikið í
Þorlákshöfn á einu ári eins og í ár.
Aðalframkvæmdin er að varan-
legt slitlag verður lagt á eftirtald-
ar götur: Egilsbraut, Oddabraut,
Reykjabraut, Hjallabraut, Knarr-
arberg og Haukaberg, alls um 1,8
km. Einnig verða lagðir kantstein-
ar meðfram öllu slitlagi í þorpinu.
Áætlað verð er 6 milljónir og eru
þá gangstéttar taldar með, en þær
verða ekki lagðar fyrr en næsta
sumar. Þegar þessum fram-
kvæmdum er lokið er um % af
gatnakerfinu bundið slitlagi, en
áætlað er að ljúka varanlegri
gatnagerð á þessu kjörtímabili.
Af öðrum framkvæmdum má
telja að lokið verður við 270 m’
leikskóla. Vonast er til að hann
verði tekinn í notkun fyrir áramót
og verði þá eftirspurn eftir leik-
skólaplássi fullnægt. Áætlað verð
hússins í dag er 2,2 millj.
8 leigu- og söluíbúðir eru í smíð-
um á vegum hreppsins og er þeim
öllum ráðstafað. Áætlað verð
hverrar íbúðar er 620 þús. og hef-
ur hreppurinn fjármagnað 20%
kostnaðar.
Þorleifur Björgvinsson
framkvæmdastjóri Glettings.
Leikskólinn er timburhús smíðað af Hannesi Gunnarssyni.
Oft hefur verið flaggað af minna tilefni.