Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
41
Páll Þórðarson tekur fyrstu gkóflustunguna að ateiaullarrerkgmiðju.
þessi sýn blasir rið þeim sem koma I veitingastofuna „Messann" og er hún
bæði Ijót og hættuleg og ætti þvi að rifa „húsið“ sem fyrst
Þannig lítur baklóðin á garði Erlings Ævarr og Sigríðar út
Ýmsar smærri framkvæmdir
hljóða upp á 1.100 þús.
Aðalframkvæmdir í sveitinni
eru malbikun á plani við félags-
heimili, vegaframkvæmdir við
fjárrétt, uppgræðsla afréttarins
og fleira, alls 1.200 þús.
Sveitarstjóri sagði einnig að eft-
irspurn eftir lóðum væri fremur
lítil um þessar mundir og fjölgun
íbúa ekki mikil, en engin skortur
væri á atvinnu.
Glettingur
Annar stærsti vinnuveitandi í
Þorlákshöfn er Glettingur hf. Þar
unnu á síðastliðnu ári að meðal-
tali 100 manns og greiddar voru 17
millj. í laun á því ári. Þetta kom
fram í viðtali við Þorleif Björg-
vinsson, framkvæmdastjóra, sem
starfað hefur við fyrirtækið frá
því það hóf starfsemi sína hér um
1970. Mikil uppbygging hefur átt
sér stað á þessum tiltölulega
stutta tíma og er húsnæði þeirra á
bilinu 8—9 þús. mz í Þorlákshöfn,
en þeir reka einnig fiskverkun og
fiskbúð á Selfossi í 1200 m2 hús-
næði. Glettingur á og gerir út 4
| báta: Höfrung III, Jón á Hofi, Jó-
hann Gíslason og Dalaröst, einnig
eiga þeir helming í Húnaröst.
Saltfisk- og skreiðarverkun ásamt
síldarsöltun og flökun eru aðal-
framleiðslugreinar. Með tilkomu
hitaveitu í Þorlákshöfn var ákveð-
ið að ráðast í þá nýbreytni að
þurrka skreið með heitum blæstri
og er sú starfsemi nú óðum að
komast í fullan gang. Hægt er að
þurrka 100 tonn af hálfþurri
skreið í húsinu í einu og tekur það
um eina viku að fullþurrka hana.
Einnig er hægt að setja inn blaut-
an fisk og tekur þá um 'h mánuð
að fullþurrka hann. Glettingur
rekur einnig mötuneyti og verbúð
því að alltaf er töluvert aðkomu-
fólk hjá þeim í vinnu. Þeir eiga
neta- og veiðarfæragerð ásamt
vélaverkstæði þannig að þeir eru
að mestu sjálfum sér nógir með
þjónustu að undanskildri raf-
magnsvinnu.
Þorleifur sagðist alltaf vera
bjartsýnn á framtíðina, nú færi
síldin að fara í fullan gang og ætti
hann von á afla af 8 til 10 nótabát-
um. Allt veltur á að markaður sé
nægur fyrir afurðir okkar.
JHS
Stefán Garðarsson,
sveitarstjóri.
Benedikt Thórarensen, formaður
hafnarnefndar.
Nú er verið að bora þriðju og síðustu holuna við Kröflu, en boranir hófust þar I maí, samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá ísleifi Jónssyni, verkfræðingi hjá Jarðborunum ríkisins. Nú er borinn við Hvíthóla, sunnan við
rafstöðina og er meðfylgjandi mynd þaðan. Bora á niður á 1200 metra dýpi, en borinn er nú kominn hálfa leið að því
marki og stendur í 600 metrum. Ljóanrod soorri Soorruon.
Þaö er viðurkennd staöreynd að Bandaríkjamenn framleiöa
kælitæki í hæsta gæðaflokki.
Með vandláta kaupendur í huga bjóðum við pví núna
ameríska PHILCO kæliskápa í mörgum stærðum og litum.
Hér fara saman fallegt útlit og haganlegar innréttingar ásamt
vandaðri hönnun sem tryggir mikla endingu.
PHILCO kæliskáparnir eru pví gæddir öllum peim kostum sem
prýða fyrsta flokks kæliskápa.
Sjón er sögu ríkari — komið í verzlanir okkar og kynnist af
eigin raun amerísku PHILCO kæliskápunum.
PHILCO FYRIR VANDLÁTA
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655