Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 45 Fararstjórafundur i setustofunni. F.v.: Sigurjón Fjeldsted, Baldur Ólafsson, Þóra Kristín Jónsdóttir, Geirþrúður Pálsdóttir, Valdimar Hergeirsson og Guðmundur Gunnarsson. Þessa mynd tók Reynir Schmidt á ströndinni fyrir neðan húsin, nokkrum dögum áður en undirritaður kom með skýjaþykknið í farangrinum. úr furu. Rúmgóðar svalir, með útsýni út á flóann, fylgja íbúð- um á efri hæð og verönd er fyrir framan hverja íbúð á jarðhæð. Frágangur íbúða og húsa er hinn vandaðasti, en án íburðar. Öll þjónusta innan seilingar Kynningarfundurinn hefst um kl. 11 á laugardagsmorgun- inn, eins og ráðgert hafði verið, í fundarsal byggðarinnar. Farar- stjórarnir sitja við langborð á móti fundarmönnum og skipta með sér verkum. Þeim til trausts og halds er Kurt Skaan- ing, framkvæmdastjóri staðar- ins. Sigurjón Fjeldsted fræðir fólk um hvaðeina sem snertir orlofsbyggðina og nágrenni hennar. Fram kemur m.a. eftir- farandi, auk þess sem þegar er upp talið: Þjónustumiðstöðin gegnir margþættu hlutverki á staðn- um. Þar er móttakan til húsa, SJÁ NÆSTU SÍÐU I dönskum orlofsbyggðum í dönskum orlofsbyggðum heitir síðari hluti þessarar samantektar og birtist hann á morgun, fimmtudag. Þar segir frá skotferð suður til Karrebæksminde og mannlífi í orlofsbyggðunum. Rabbað er við nokkrar fjölskyldur sem voru að enda dvöl sína þar og loks eru þau Geirþrúður Pálsdóttir yfirfararstjóri og Kurt Skaaning framkvæmdastjóri tekin tali og spurð um starfsemina og íslensku gestina. Maríukirkjan í Liibeck. Danska alþýðuorlofið: Hugmyndin varð til á skrifstofu Staunings Danska alþýðuorlofið eða Dansk Folke-Ferie (DFF), eins og það heitir, er í eigu dönsku launþegasamtakanna, LO. DFF rekur nú ellefu orlofsbyggðir víðs vegar um Danmörku, með samtals um 1050 íbúðum, þar á meðal byggðirnar í Karlslunde og Karrebæksminde, sem Samvinnu- ferðir/Landsýn hafa haft aðgang að fyrir viðskiptavini sína. Dansk Folke-Ferie á einnig og rekur u.þ.b. 90 manna fjallahótel í Danebu í Noregi og fjallakofa- byggðir í Noregi og Svíþjóð. í nýjustu orlofsbyggð DFF, og hinni íburðarmestu að sögn, sem valinn var staður á austurströnd Möltu, eru 150 hús og þar geta dvalist um 800 manns í einu. Auk alls sem hér hefur verið talið hefur DFF umráð yfir fjölda íbúða á Riva Del Sole og La Serra á Ítalíu, í orlofsbyggð- um systursamtaka LO í Svíþjóð, og á mikið samstarf við Norð- menn og Breta á þessu sviði. „Hvert eigum við að fara í frí?“ Það er athyglisvert hversu snemma dönsk verkalýðsforysta hefur áttað sig á mikilvægi þess- arar starfsemi og lagt á hana þunga áherslu. Sagt er að hug- myndin að stofnun DFF hafi orðið til 8. mars 1938, á skrif- stofu Thorvalds Staunings, þá- verandi forsætisráðherra Dana. Thorvald Stauning. ar. DFF hafði orðið fyrir skakkaföllum og hótelreksturinn gekk illa. En það sem e.t.v. skipti mestu var að ferðamáti fólks var að breytast og krafðist nýrrar aðlögunar af hálfu DFF. Ákveð- ið var að doka ögn við og ná átt- um. Orlofshúsin þóttu heppilegri kostur I byrjun sjötta áratugarins var nýju lífi blásið í starfsemi DFF. Hætt var ferðaskrifstofu- og hótelrekstri og kröftunum hófst eftir að íslensk verkalýðs- félög gerðust aðilar að S/L og var árangur af viðræðum al- þýðusambandsstjórnanna í báð- um löndunum um nánara sam- starf. Upphaflega hugmyndin var að þetta samstarf byggðist á jöfn- um skiptum og tæki bæði til skoðunarferða um löndin, svo- kallaðra skiptiferða, og dvalar í orlofsbyggðum. Þannig var það líka í fyrstu. Komu danskar fjöl- skyldur hingað til lands og dvöldust í Ölfusborgum, Munað- arnesi og í orlofsbyggðum fyrir norðan. En orlofshúsafæðin hér setti þessu strax þröngar skorð- ur og svo reyndist áhugi Dana á slíkri dvöl mun minni en Islend- inga. Settu Danirnir m.a. fyrir sig, hvað félagsleg aðstaða í orlofsbyggðunum hér var bág- borin og lítið við að vera fyrir gestina. Vilja halda í skiptiferöirnar Not Dana af þessu samstarfi hafa því eingöngu beinst að skiptiferðunum, en íslendingar sóst eftir hvoru tveggja, einkum þó dvöl í dönsku orlofsbyggðun- um. Hefur straumurinn þangað vaxið með hverju árinu, síðan þessi leið opnaðist, fyrir þremur árum. í sumar dvöldust um 2300 íslendingar í Karlslunde og Sigrún Halldórsdóttir fararstjóri (rið hliðina á Sigurjóni Fjeldsted) með nokkra úr skiptiferðahópnum sínum. Sigurjón lóðsaði þau um Kaupmannahöfn og hér er verið að hvíla lúin bein við Gefjunarminnismerkið. (Ljósm. Magnús Sveinsson.) Ráðherrann sat þá fund með nefnd sem skipuð var af verka- lýðshreyfingunni til þess að und- irbúa framkvæmd orlofslaganna þar í landi. Málið var tilbúið til afgreiðslu af opinberri hálfu og Stauning brýndi fyrir fundar- mönnum, að nú ætti verka- lýðshreyfingin næsta leik til þess að orlofslögin þjónuðu til- gangi sínum. Hann á m.a. að hafa sagt: „Það er út í hött að framkvæma orlofslög, ef fólk getur eftir sem áður komið og sagt: „Hvert eigum við að fara í frí? Við höfum engan stað að fara á.“ Hinn 17. október sama ár var stofnfundur DFF haldinn og reitt fram hlutafé. Hafist var handa um ferðaskrifstofu- og hótelrekstur og farið að reisa fyrstu orlofsbyggðirnar. En þá skall stríðið á og kom í veg fyrir, að DFF næði umtalsverðri fót- festu. Að stríðstímanum loknum blöstu við margvíslegir erfiðleik- einbeitt að uppbyggingu orlofs- byggða. Það var talinn heppi- legri kostur frá félagslegu sjón- armiði og gefa meira svigrúm, einkum fyrir barnafjölskyldur. Síðan hefur stöðugt verið unnið og af vaxandi þunga, með til- styrk frá ríki og aðilum vinnu- markaðarins, bæði við uppbygg- ingu nýrra orlofsbyggða og endurnýjun hinna eldri. Árið 1978 var rekstrargrund- völlur DFF breikkaður til muna og aftur var tekið til við almenn- an ferðaskrifstofurekstur, til viðbótar við þá starfsemi sem fyrir var, til að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og það var um þetta leyti, og reyndar nokkru fyrr, sem íslend- ingar fengu augastað á dönsku orlofsbyggðunum. Samstarf S/L og DFF átti að byggjast á jöfnum skiptum Samstarf Samvinnuferða/- Landsýnar og Dansk Folke-Ferie! Karrebæksminde á vegum Sam- vinnuferða/ Landsýnar. Hafði ferðaskrifstofan þar um 60 íbúð- ir til ráðstöfunar; ekki svo lítið, þegar haft er í huga, að orlofs- hús íslensku launþegahreyf- ingarinnar eru alls um 110—120. í sumar hafa um 400 Danir tekið þátt í skiptiferðunum og m.a. gist í orlofsbyggðum verka- lýðsfélaganna á leið sinni um landið. Svipaður fjöldi íslend- inga hefur farið í sams konar ferðir um Danmörku. Spyrja má hvort Dönum sé nokkur akkur í þessu samstarfi, eftir að það hefur þróast á þenn- an veg. Svarið við þeirri spurn- ingu er vafalaust háð því frá hvaða sjónarhóli er horft á mál- ið, en þeir segjast vilja tilbreyt- ingu og fyrir alla muni halda í skiptiferðirnar, því að það sé í samræmi við þá stefnu DFF að hafa á boðstólunum sem fjöl- breytilegasta valkosti fyrir sitt fólk til ódýrra orlofsferða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.