Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 37 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Móna sýnir málverk í Eden UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning á 47 pastelmyndum í Listamannaskálanum i Eden i Hveragerði. Þar eru sýndar blóma- myndir, fantasíur og landslagsmyndir. Myndirnar eru eftir listamanninn Mónu, en þetta er fyrsta mál- verkasýning hennar. Sýningu Mónu lýkur 12. september næstkom- andi. Bókaútgáfan Iðunn: Ný skáldsaga eftir Auði Haralds AUÐUR Haralds, rithöfundur og blaðamaður, sendir frá sér sína þriðju skáldsögu nú fyrir jólin, og nefnist hún því stóra nafni „Ævintýri fyrir rosknar, vonsviknar konur og eldri menn eða Hlustið þér á Mozart?“ Bókaútgáfan Iðunn gefur bók- ina út. Bókin fjallar um þrjátíu og sjö ára gamla konu, sem vakn- ar upp við það einn morgun- inn, að eiginmaður hennar er farinn til vinnu sinnar, og börn þeirra í skólann. Hún getur því ráðstafað deginum fullkomlega eins og hún sjálf vill. Þvílík vellíðan — og það á gam/a verðinu Fyrirlestur um samband sálar og líkama DAVID Lewis, prófessor í heimspeki við Princeton-háskóla í Bandaríkj- unum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands í dag, miðvikudaginn 8. sept- cmber, kl. 17:15 í stofu 201 í Lög- bergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Know- ing What It’s Like“. Undir þessari fyrirsögn mum prófessor Lewis verja efnishyggjukenningu um samband sálar og líkama og fjalla um meint andmæli gegn henni. Prófessor Lewis er meðal þekkt- ari yngri heimspekinga í Banda- ríkjunum. Hann hefur skrifað tvær bækur, Counterfactuals og Convention, auk fjölda tímarits- greina. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. öllum er heimill aðgangur. Nú getur þú eignast þína eigin Scandi SPA setlaug eöa Krúlland sundlaug á alveg ein- stöku veröi. Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar gerðir af setlaugum og sundlaugum á gamla verö- inu: Verður kr. kr. Benidorm (eins manns) loftnudd ........................ 25.600 30.200 Benidorm (eins manns) loft-og vatnsnudd ............... 38.500 30.200 Love story (tveggja manna) loftnudd ................... 27.800 32.800 Parcifie (tveggja/ þriggja manna) loft- og vatnsnudd... 27.800 32.800 Atlantic loftnudd ...................................... 24.600 29.100 Party (fjögurra—átta manna) loftnudd .................. 32.700 38.600 Family (tveggja—fjögurra manna) loft- og vatnsnudd .... 31.800 37.600 Dælusett ............................................... 32.100 37.900 Loftdæla ................................................ 7.270 8.500 3msundlaug ..................................... 10.950 13.700 3 m sundlaug með öllu .......................... 28.900 36.125 Tvær unglingabækur frá Bókaútgáfu Æskunnar Scandi Spa setlaugarnar eru heilsusamlegar, vinna gegn vöövabólgu, gigt og stressi Svona mætti lengi upp telja, en Scandi Spa erfyrst og fremst þægindi, vellíöan, ánægja og afslöppun. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 (_______________________ BÓKAÚTGÁFAN Æskan sendir nú í haust frá sér tvær unglingabækur, auk annarra bóka, sem væntanlegar eru frá forlaginu fyrir jólin. Fyrri bókin heitir Birgir og Ásdis. Höfundur er Eðvarð Ingólfsson, Ráðstefna um gagnrýni HELGINA 11.—12. september gang- ast Samtök islenskra gagnrýnenda og hin ýmsu samtök listamanna fyrir ráðstefnu um gagnrýni í stofu 201 í Árnagarði við Suðurgötu, undir heit- inu: Gagnrýni — fyrir hvern? Hvern- 'g? Ráðstefnan hefst kl. 10 f.h. með ávörpum forseta Bandalags ís- lenskra listamanna og formanns Samtaka íslenskra gagnrýnenda. Haldin verða tíu stutt framsögu- erindi, sem gagnrýnendurnir Árni Bergmann, Jón Þórarinsson, Aðal- steinn Ingólfsson, Ólafur Jónsson og Bryndís Schram, og listamenn- irnir Guðbergur Bergsson, Gunn- ar Egilsson, Benedikt Gunnars- son, Helga Bachmann og Ólafía Bjarnleifsdóttir flytja. Á eftir fylgja umræður í hópum. Á sunnudag verður ráðstefnunni fram haldið, fyrst með hópumræð- um, en lýkur síðdegis á sunnudag á sameinuðu málþingi. Að ráð- stefnunni standa Samtök ís- lenskra gagnrýnenda, Rithöfunda- samband Islands, Félag íslenskra leikara, Tónskáldafélag íslands, Félag íslenskra Tónlistarmanna, Félag íslenskra listdansara og Fé- lag íslenskra myndlistarmanna. sem kunnur er fyrir unglingaþætti sína í útvarpinu. Þetta er þriðja bók Eðvarðs. 1980 sendi hann frá sér fyrstu bók sína, Gegnum bernskumúrinn, sem vakti athygli, m.a. fyrir það að höfundurinn var ekki nema 19 ára og skrifaði skáldsögu um hið svonefnda ungl- ingavandamál. Birgir og Ásdís er sjálfstætt framhald þeirrar bókar. Hún fjallar í stuttu máli um 18 ára kærustupar, sem er að hefja sambúð og ýmsa þá byrjunarörð- ugleika, sem henni geta fylgt. Á hispurslausan og hreinskilinn hátt er fjallað um ýmis þau mál er snerta líf unglinga í heild sinni. Þarna tekur Eðvarð fyrir sögu- efni, sem lítið sem ekkert er skrif- að um hér á landi. Hin bókin er Neyðarópið hjá stálsmiðjunni og er eftir Ragnar Þorsteinsson, sem áður hefur ritað nokkrar barna- og unglingabækur. Þessi nýja saga Ragnars fjallar um sjómennsku öðrum þræði eins og margar fyrri sögur hans, en þar koma ýmis önnur hugðarefni unglinga líka til sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.