Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 andann og gældi við hann. Horo- witz hefur mjög áþekka áru, sem hefur svo mikil og sterk áhrif á áheyrendurna að gagnrýnendur ætla af göflunum að ganga. Þeir líta á Horowitz sem nokkurs kon- ar trúvilling sem sjálfsagt sé að bannfæra. I þeirra augum þjónar hann skrílmennskunni og hefur falboðið þá stórkostlegu hæfileika sem guð hefur gefið honum. Hér fyrr á árum var afstaða Horowitz til tónlistarinnar mjög klár og afdráttarlaus, þótt undar- legt kunni að virðast þeim sem hafa veitt eftirtekt þeim sérkenn- um sem hann hefur lagt sér til með aldrinum. Það er lærdómsríkt að bera saman þær þrjár upptökur á þriðja píanókonsert Rachmani- noffs sem til eru með leik Horo- witz. Útgáfan með Alfred Coates „Þriöji píanókonsert Rachmaninoffs: Lýs- andi dæmi um dýrk- un persónuleikans“. frá því rétt fyrir 1930 er stórkost- leg. Þar er mjög lítið um sérkenni- leg tilþrif. Línurnar eru dregnar skýrum dráttum, öll tæknileg vandamál eru leyst á aðdáunar- verðan hátt og leikurinn er stór- brotinn án þess að nokkurs staðar votti fyrir því að hann sé ýktur. Þessa leið velja flestir ungir píanóleikarar nútímans, án þess þó að nokkur þeirra hafi svo full- komið vald á viðfangsefninu sem Horowitz á sínum tíma. í upptökunni með Fritz Reiner frá sjötta áratugnum örlar á þeim Horowitz sem nú blasir við. Hann treinir sér suma taktana — hér ber langtum meira á rúbató (ójafn taktur sem hlítir þó vissum lög- málum) og bragurinn er allur ann- ar. Fyrir fáeinum árum lék Horo- witz Rachmaninoff-konsertinn í þriðja sinn inn á plötu, að þessu sinni ásamt Zubin Metha. Hér er túlkunin undarleg. Hann veltir sér upp úr verkefninu, teygir ltnurnar og undiraldan er þung og heildar- áhrifin lýsandi dæmi um dýrkun persónuleikans. Krafturinn er yf- irgengilegur og hinar miklu áherslur geta valdið óþægindum. Þau ýktu tilþrif sem eru áber- andi í leik Horowitz og ýmislegt annað af því tagi breyta þvt ekki að Horowitz er og verður goðsögn í augum píanóleikara. Þeir fylgja honum, hvert sem hann leggur leið sína. Þegar hann endurlífgaði Kreisleríönu Schumanns, leið ekki á löngu áður en ungir ptanóleikar- ar um allar jarðir kepptust við að flytja verkið. Fyrir nokkrum árum kom hann með Humoresku Schu- manns, sem sjaldan er leikin, og allt í einu var það verk komið í tízku. Rómantíkin er komin aftur. Það er jafnvel farið að taka alvar- lega þau verk eftir Liszt sem eng- inn leit við til skamms tíma og ungir píanóleikarar taka þau nú glaðir upp á arma sína. Þeir líta á Horowitz sem fyrirmynd sína. Frí æfingunni í Royal Festival Hall. Hann er fulltrúi rómantíkurinnar og þeir vilja líka vera rómantíker- ar. „Ber nægilega virö- ingu fyrir almenningi til aö klæöast lafa- frakka og teinóttum buxum“. Á tónlistaröld þegar allir túlk- endur eru aldir upp í því að leika eftir bókstafnum og bera ótta- blandna virðingu fyrir hinni prentuðu nótu, og hiýða skilyrðis- laust og út í æsar hverri einustu ábendingu, er Horowitz einn af þeim örfáu sem muna þá tíð er píanóleikarinn, fiðluleikarinn eða söngvarinn nálguðust það að vera jafningjar tónskáldsins. Nú er vandfundinn sá tónlistar- maður sem ekki tekur undir þann kór sem segist þjóna tónlistinni. Horowitz getur sagt eins og Liszt að hann sé þjónn almennings og hann biðst ekki afsökunar á því. I samræðum vitnar hann stanzlaust til „almennings". Hann ber jafnvel nægilega virðingu fyrir almenn- ingi til að klæða sig upp á fyrir hann. Á tónleikum klæðist hann lafafrakka og teinóttum buxum. Margir ungir tónlistarmenn slaga inn á sviðið, að því er virðist fullir fyrirlitningar á fólkinu sem búið er að borga fyrir að koma og hlusta á þá, iila rakaðir og óklipptir, íklæddir druslulegum jakkafötum á kvöldtónleikum hvern til þess að fága list sína. Hann situr og les nótur, veltir fyrir sér verkefnum, hugsar enda- laust um nýjar áherzlur, — í stuttu máli — leitar linnulaust að hinu endanlega markmiði, sinni eigin fullkomnu túlkun. Þótt ekki séu allir tónlistarmenn á einu máli um að hann sé stólpagáfaður þá bera þeir allir lotningu fyrir stórkostlegri fagmennsku hans og hugmyndafluginu sem hann auðg- ar sína tegund tónlistar með jafnt og þétt. Hans tegund af tónlist er róm- antísk. Hann leikur sjaldan Bach, nema þá útsetningar, eiginlega aldrei Haydn eða Mozart, en er samt ástríðufullur aðdáandi Scarlattis og Clementis. Hann leikur einungis hinar „titluðu" sónötur Beethovens og Schubert sinnir hann lítið. En nítjándu ald- ar tónlist, allt frá Chopin til Rachmaninoffs og Scrjabins, og jafnvel Prokofiev, — það er hans tónlist. Stundum leikur hann líka verk eftir nútímatónskáld eins og t.d. Barber, en sónötu hans frum- flutti hann á sínum tíma. „Vílar ekki fyrir sér að fikta viö nóturn- ar“. Hinn rómantíski Horowitz vílar ekki fyrir sér að hressa upp á tón- listina sem hann leikur. Á síðustu öld gerðu píanóleikarar mikið af því. I dag er enginn annar en Horowitz sem gerir það. Þeir fáu rómantíkerar sem eftir eru í hópi ,,‘>skalög?“ Þessi mynd var tekin á efingu I Avery Fisher Hall I Lincoln Center í New York fyrir fimm árum. Tónleikunum var sjónvarpað beint um gervihnötL Útsendingin var í stereó, en þetta var í fyrsta sinn sem klassískum tónleikum var sjónvarpað með þeim hetti. Á efingu í Royal Festival Hall í Lundúnum þriðjudaginn 18. maí sl., en þá um kvöldið kom Horowitz fram á tónleikum þar í borg í fyrsta sinn í 31 ár. (ekki einu sinni í smóking, hvað þá kjólfötum). Horowitz ber virðingu fyrir sínu fólki. Hann setur saman efnisskrá sem hann heldur að „almenning" langi til að heyra. Hann lítur illu auga efnisskrá þar sem ekki er úr öðru að moða en þremur sónötum eftir annað hvort Schubert eða Beethoven. Hann er fremur gefinn fyrir upplyftingu en uppfræðslu, þótt vissulega taki hann verkefna- val mjög föstum tökum. Öfugt við flesta glæsipíanista gætir hann þess jafnan vandlega að hafa ætíð á efnisskránni verk sem hann hef- ur ekki leikið áður eða verk sem hann hefur ekki leikið í háa herr- ans tíð. Hann er haldinn einæði. Hann ver mörgum klukkustundum dag fremstu píanóleikara, eins og Shura Sherkassky, Jorge Bolet og Claudio Arrau, fikta ekki við hin- ar upphaflegu nótur. Píanóleikar- ar af yngri kynslóðinni væru ekki færir um að gera það, hversu gjarnan sem þeir vildu. Þjálfun þeirra og kunnátta gefur ekki kost á neinu slíku. Fikti við nótur og upphaflegar útsetningar yrði helzt líkt við mannsmorð. Þeir mundu fyrr deyja en gerast sekir um slíka goðgá. Það virðist útbreidd skoðun að nú á dögum séu píanóleikarar yf- irleitt langtum betur menntaðir og hafi yfir að ráða fullkomnari tækni en hinir miklu píanóleikar- ar liðins tíma. Þvættingur. Nú um stundir eru engir ungir píanóleik- arar sem tæknilega jafnast á við Lhévinne, Hofmann og Rachmani- noff, fyrir utan tylft annarra sem unnt væri að telja upp. Þetta eru engir sleggjudómar. Það er nóg að hlýða á upptökur með leik gömlu snillinganna og bera þær saman við frammistöðu fremstu nútímamanna í sömu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.