Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
PRENTRÁÐSTEFNU Félags íslenzka prentiðnaöarins lauk í Reykjavík í gær, en hún stóð í tvo daga. Ráðstefn-
una sóttu nær 50 manns, þar af allmargir Norðmenn. Fjallað var um það sem efst er á baugi í prentiðnaðinum og
helstu nýjungar. Ráðstefnugestir heimsóttu Morgunblaðið í gær og var þá þessi mynd tekin. Morgunbiaaia/RAx.
Verkfall undirmanna á farskipum:
Getur valdið riftun samninga
og stöðvun vinnu í frystihúsum
— segja útflytjendur sjávarafurða
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunbladid aflaði sér í gær hjá nokkrum
útflytjenda sjávarafurða, er Ijóst að langvarandi verkfall undirmanna á
farskipum getur haft víðtæk áhrif. Svo getur farið, að ekki verði hægt að
standa við gerða sölusamninga erlendis og þar sem ekki verður hægt að
flytja fiskafurðir út getur komið til svo mikillar birgðasöfnunar hjá fiskverk-
endum, að þeir verði að stöðva framleiðslu sína. Þá er einnig sá möguleiki
fyrir hendi, að útflytjendur taki á leigu erlend skip til að leysa flutninga-
vandamálin.
Stjórnarskrárnefnd
í Horgarnesi:
„Kjördæma-
málið
erfiðast“
— segir Matthías Bjarnason
„SEIGT og fast,“ sagði Matthías
Bjarnason alþingismaður, einn
nefndarmanna í stjórnarskrámefnd,
i samtali við Mbl. i gærkvöldi þegar
hann var spurður að því hvernig
störf stjórnarskrárnefndar hefðu
gengið en þá hafði nefndin lokið
tveggja daga fundarhöldum í Borg-
arnesi.
Matthías sagði að megintíminn
í gær hefði farið í að ræða kjör-
dæmamálið. Engar ákvarðanir
hefðu verið teknar en fundur yrði
haldinn eftir viku í Reykjavík þar
sem haldið yrði áfram þar sem frá
var horfið nú. Hann sagði að ekki
hefði náðst samkomulag, málið
hefði ekki heldur verið komið svo
langt, ýmislegt ætti eftir að skýr-
ast nánar og nefndarmenn þyrftu
fyrst að hafa samband við og ræða
við flokka sína. Matthías sagði að
kjördæmamálið væri erfiðast en
reynt yrði að ná samkomulagi.
Ekki vildi Matthías greina frá
efnisatriðum í því sem rætt hefði
verið, þar sem málið væri allt á
fremur viðkvæmu stigi þessa
stundina. Varðandi önnur atriði
sagði hann að ekki hefði verið end-
anlega gengið frá þeim en farið
hefði verið sem næst síðustu um-
ferð yfir textann í fjölmörgum at-
riðum.
Matthías sagði að það sem næst
gerðist í störfum nefndarinnar
væri fundurinn í Reykjavík eftir
viku.
SAMNINGAR á milli aöila á Tungn-
ársvæðinu hafa enn ekki náðst. Síð-
asti fundur aðila stóð til kl. 3 aðfara-
nótt sunnudags en nýr fundur hófst
klukkan 20.30 í gærkvöldi. Vinnu-
veitendur telja að mikið beri á milli
í samningaviðræðum, en fulltrúar
starfsfólks segja að lítið beri á milli.
Helstu ágreiningsmálin lúta að
starfsaldurstilfærslum og aftur-
virkni samninga, en lausn á deilu
um bónusgreiðslur er komin nokkuð
áveg.
Það hefur gengið verulega sam-
an í ýmsum málum, meðal annars
í launataxtamálunum og ég tel að
mjög lítið beri á milli," sagði Sig-
urður Óskarsson, formaður verka-
lýðsfélagsins Rangæings í samtali
við Mbl., en hann var spurður um
stöðuna í samningaviðræðunum.
„Það er nú rætt um spurningu
um afturvirkni til 1. júlí, þegar
„Þetta er ekki farið að hafa
áhrif í dag, en standi verkfallið
aðalkjarasamningarnir voru gerð-
ir og síðan er rætt um minni hátt-
ar atriði, svo sem hvernig 1.
marshækkunin á næsta ári muni
virka. Ekkert þessara atriða sýn-
ist mér óleysanlegt ef vilji er fyrir
hendi. Ég held að það sýni ekki
mikla samningakúnst, ef ekki
tekst að semja á þessu stigi og ég
held að þegar menn eru búnir að
átta sig, þá hljóti þeir að reyna að
hittast og ganga frá þessu," sagði
Sigurður Óskarsson.
„Við vorum boðaðir á laugar-
dagsmorgni til sáttasemjara og
talaði hann um þau atriði sem lag-
færingar þyrftu við til þess að
samningar gætu náðst og við gerð-
um lokatilboð, þar sem gengið var
að ýtrustu kaupkröfum að okkar
mati, en þær eru langt umfram
það sem gerist á almennum mark-
aði,“ sagði Jóhann Bergþórsson,
nokkrum dögum lengur, fer það að
hafa mjög alvarleg áhrif og þýðir
það, að við getum ekki staðið við
samninga, sem við erum búnir að
gera. Það er margt í gangi og
stendur til að senda vörur út
hvaða dag sem er. Meðal annars
eru alveg á næstunni fyrirhugaðar
mjög stórar afskipanir til Sovét-
ríkjanna og Þýzkalands og það
hefði mjög alvarlegar afleiðingar,
ef þær vörur kæmust ekki á ieið-
arenda á réttum tíma og gæti orð-
ið til þess að samningum yrði rift.
A þessum árstíma er gjarnan
mest gróska í sölu á vörum okkar
og margt þeirra fer á jólamarkað.
Næstu dagar og vikur eru afskip-
unartíminn á þann markað, svo
mjög brýnt er að þessi deila leys-
ist sem fyrst," sagði Heimir
Hannesson, framkvæmdastjóri
Sölustofnunar lagmetis, í samtali
við Morgunblaðið.
forstjóri Hagvirkis, í samtali við
Mbl.
„Ég reiknaöi með að skrifað yrði
undir þetta, en síðan komu tillög-
urnar með allmörgum athuga-
semdum frá verkalýðsforystunni.
Launakerfið á Tungnársvæðinu er
þannig upp byggt að verkamenn fá
flokkatilfærslu á 3ja mánaða
fresti og gengur það upp í efsta
flokk og töldum við þar með að
ekki yrði um frekari aldursflokka-
tilfærslur að ræða, nema um
2—2,4% hækkun 1. janúar. Iðnað-
armenn eru í byrjunarflokki, í 9
mánaða flokki og í flokki eftir 9
mánuði og er þetta byggt á efsta
aldursþrepi iðnaðarmanna, þann-
ig að við töldum ekki þörf á frek-
ari aldursþrepum. Hins vegar
krefjast þeir þess að fá aldurs-
hækkun 1. mars að auki,“ sagði
Jóhann.
„Staðan hjá okkur er sú, að Jök-
ulfellið átti að byrja að lesta hjá
okkur um helgina, en það er auð-
vitað stopp. Síðan eru nokkrar
smásendingar, sem áttu að fara í
gegnum Evrópu, bæði til Suður-
Ameríku og víðar og þær liggja
hér líka og bíða. Innan skamms
mun þetta svo fara að hafa áhrif á
önnur skip, sem við vorum með í
takinu. Það er erfitt að segja til
um það hvaða áhrif þetta getur
haft á gerða samninga, en það, að
koma ekki sendingunum, sem áttu
að fara með Jökulfellinu til Port-
úgal nú, er mjög alvarlegt. Sá fisk-
ur átti að fara til einkaaðila þar,
sem vantar fiskinn til þurrkunar
fyrir jólin. Það er slæmt að þessi
sending skuli ekki komast frá
landinu. Hvað varðar það, að leysa
vandann með erlendum leiguskip-
um, hafa engar ákvarðanir verið
teknar um það, en dragist verfall-
ið á langinn hljótum við að þurfa
að grípa til þeirrar lausnar. Við
verðum að gera það sem við getum
til að koma fiskinum út úr land-
inu,“ sagði Friðrik Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda.
„Standi þetta verkfall í marga
daga lenda þegar einhver frysti-
hús í vandræðum og stöðvast jafn-
vel. Hve alvarlegt þetta ástand
Jóhann sagði ennfremur að far-
ið væri fram á að 1 árs starfsaldur
á almennum markaði svaraði til
3ja mánaða starfsaldurs á virkj-
unarstað og þýddi það nánast að
allir verkamenn færu í efsta flokk.
Hann sagði að þessar kröfur hefðu
komið inn á síðari stigum, þannig
að verið væri að bæta inn nýjum
kröfum. Þá sagði hann að ágrein-
ingur væri um verkfæragjald og
afturvirkni. Boðin væri aftur-
virkni fyrir þá sem unnu á svæð-
inu þegar verkfall skall á og hæfu
störf að nýju eftir verkfall, en
aðra ekki. Hins vegar væru gerðar
kröfur um afturvirkni fyrir alla.
„Það er talið af hálfu Vinnuveit-
endasambandsins að farið hafi
verið langt yfir eðlileg mörk og ég
get ekki mótmælt því, þannig að
ég sé ekki að til sé viðræðugrund-
völlur nema menn breyti um af-
stöðu," sagði Jóhann Bergþórsson.
verður fer alveg eftir því hve lengi
verkfailið stendur, því alltaf er um
verulegar birgðir að ræða. Það er
náttúrlega neyðarúrræði að grípa
til erlendra leiguskipa, en standi
verkfallið lengi verður það auðvit-
að gert, en maður vonar í lengstu
lög að svo verði ekki,“ sagði Eyj-
ólfur ísfeld Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar
hraðfrystihúsanna.
FjórÖungur
flotans hefur
nú stöðvast
FJÓRÐUNGUR farskipaflotans ligg-
úr nú bundinn í höfn vegna verkfalls
undirmanna, eða 13 skip af 50. Fund-
ur undirmanna og útgerðarmanna
hófst eftir hádegi í gærdag hjá sátta-
semjara og stóð enn, þegar Morgun-
blaðið fór í prentun.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
hafði heldur þokazt í samkomulags-
átt í gærkvöldi, en þó var engan
veginn séð fyrir endann á deilunni.
Aðalágreiningsefni aðila er krafa
undirmanna um nokkru meiri
grunnkaupshækkun, en samið hefur
verið um í samningum annarra að-
ila að undanförnu, en auk þess hafa
undirmenn farið fram á, að yfir-
vinnuálag verði 80% í 60%.
Útgerðarmenn lögðu á dögunum
fram tilboð, sem byggir að mestu
leyti á samningum þeim, sem gerðir
hafa verið við flesta launþegahópa
landsins á undanförnum vikum og
mánuðum, en því hafa undirmenn
alfarið hafnað.
Stöðvun farskipaflotans er þegar
farin að hafa áhrif m.a. á útflutn-
ing og ljóst er, að náist ekki samn-
ingar innan tíðar getur verkfallið
haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir
útflutning landsmanna.
Góðar fisksölur
í Englandi í gær
ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn erlendis í gær, bæöi í Englandi
og Þýzkalandi. Gott verð fékkst fyrir
fiskinn i Englandi, en lakara í
Þýzkalandi.
Brimnes EA seldi 60,9 lestir í
Hull, heildarverð var 1.076.700
krónur, meðalverð 17,68. Súlan EA
seldi 63,1 lest í Grimsby. Heildar-
verð var 1.075.900 krónur, meðal-
verð 17,05. Þá seldi Þorsteinn GK
65,1 lest í Cuxhaven. Heildarverð
var 583.400 krónur, meðalverð
8,95.
Stjórnarskrárnefnd lauk tveggja daga fundarhöldum i Borgarnesi í gærkvöldi.
Myndin er tekin í Hótel Borgarnesi af nefndarmönnum að störfum ásamt
ráðgjafa sínum og ritara. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, formaður
nefndarinnar, situr við borðsendann og stjórnar fundinum. Mbl./ HBj.
Forstjóri Hagvirkis um Tungnaárdeiluna:
Ekki til viðræðugrundvöllur
nema menn breyti um afstöðu
„Tel að mjög lítið beri á milli,“ segir Siguröur Oskarsson