Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 Heimsmet í s sett á eynni Krít Víkingur mætir Real Sociedad: Víkingar með óbreytt lið gegn Sociedad — Ufarte látinn spila þrátt fyrir meiðsli „Víkingar eru hvergi smeykir — þeir munu sýna góðan leik gegn Real Sociedad. Betri en í Reykjavík, en ég vil engu spá um úrslit," sagói Youri Sedov, þjálfari íslandsmeistara Víkings, í viótali við spænsk blöð í gær. Mikill áhugi er á Evrópuleik Víkings og Real Sociedad í San Sebastian í kvöld. Mikið hefur verið fjallað um leikinn í sjónvarpi og blöðum, viðtöl hafa birst viö Youri Sedov og forsvarsmenn Víkings. Margir blaðamenn voru á flugvellinum þegar Víkingar komu til San Seb- astian á mánudag og er búist viö líðlega 20 þúsund áhorfendum á leikinn. „Það er mikill hugur meöal Vík- inga — við erum staöráönir í aö standa okkur vel. Ég hef þá trú, að leikmenn Real Sociedad muni reyna að lokka okkur fram á völl- inn, sem er mun stærri en Laug- ardalsleikvangur, og síðan beita snörpum sóknarlotum. Þaö er greinilegt, aö Spánverjar búast viö haröri mótspyrnu — þekktasti leikmaöur Real, landsliösmaöurinn Ufarte, á viö meiösli aö stríöa, en það kom fram í fjölmiðlum, aö hann mun samt leika,“ sagöi Ómar Torfason, fyrirliöi Víkings, í samtali viö Mbl. Víkingar tefla fram óbreyttu liöi frá fyrri leik Víkings og Real Soci- edad. Markvöröur veröur Ög- mundur Kristinsson, aörir leik- menn, Þóröur Marelsson, Jóhann- es Bárðarson, Stefán Halldórsson, Magnús Þorvaldsson, Jóhann Þorvarðarson, Gunnar Gunnars- son, Ómar Torfason, Aöalsteinn Aöalsteinsson, Sverrir Herberts- son og Heimir Karlsson. H.Halls. Óvænt úrslit í norsku knattspyrnunni TALSVERT var um óvænt úrslit í norsku deildarkeppninni í knattspyrnu er tuttugasta um- ferðin fór fram um helgina. Til dæmis varð Víkingur frá Stav- angri að láta sár lynda jafntefli á heimavelli gegn botnliöinu Molde. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Fredrikstad — Mjöndalen 4-2 Hamkam — Lilleström 1-0 Rosenborg — Valerengen 1-0 Sogndal — Bryne 3-0 Start — Moss 1-2 Viking — Molde 1-1 Þegar tvær umferöir eru eftir, er staöan sú, aö Viking hefur 26 stig og jók forystuna þrátt fyrir hin slæmu úrslit á sunnudaginn. Lille- ström og Hamkam hafa 24 stig hvort félag, Valerengen, Mjöndal- en og Bryne hafa 22 stig hvert. Neðst eru nú Molde og Sogndal meö 15 stig hvort, Start hefur 16 stig, en Fredrikstad og Moss hafa 17 stig hvort. íiiT7illlD HEIMSMETIÐ í spjótkasti var bætt um helgina, þegar gríska stúlkan Sophia Sakarofa kastaði 74,20 metra á gríska meistara- mótinu í Chania á Krít. Eldra metiö átti finnska stúlkan Tiina Lillak, sem kastaöi 72,40 m á Heimsleikunum í Helsinki 29. júlí í sumar. Sakarofa, sem er 27 ára leikfim- iskennari frá Aþenu, vann til bronzverðlauna á nýafstöönu Evróþumeistaramóti í frjálsíþrótt- um, en mótiö var háö. í byrjun þessa mánaöar í Aþenu. Þar sigr- aöi landi hennar, Anna Verouli, meö 70,02 metra og var þaö í fyrsta sinn sem grísk kona kastar Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður var einn af mörgum íslend- ingum sem sóttu Vigdísi forseta heim er boð var haldið í Seattle í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Á myndinni má sjá hvar forsetinn er að ræða viö Pétur, en á milli þeirra stendur vinkona Péturs. Eins og kunnugt er, leikur Pétur með Portland Trailblaisers. Liöið hefur æft af kappi aö undanförnu, en stutt er í það að keppnistímabiliö hefjist. Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon. Urvalsdeild í ensku knatt- spyrnunni á næsta ári Tottenham gekk síðan vel framan af í deildarbikarnum, FA-bikarn- um og Evrópukeppni bikarhafa. Síöan var mörgum deildarleikjum frestað um háveturinn og fyrir vikið var álagið óheyrilegt undir lok tímabilsins. Lék liðið allt að þrjá leiki á viku. Allt mikilvæga leiki, því liðið var einnig í hópi efstu liða í 1. deild. Tottenham varö að láta sér einn sigur lynda, í FA-bikarkeppninni. Arið áöur var Ipswich í svipaöri aðstöðu og varð að sætta sig við að vinna aöeins UEFA-bikarinn. Stórliðin verða því aö leika allt að 60 leiki á hverju tímabili og það gerir áhorfendum ekki auðveldara um vik að fylgjast meö. Mikill áhugi mun vera á því aö fækka leikjum með einhverju móti og hafa ýmsar hugmyndir skotiö upp kollinum. Sjálfsagt veröur eitthvaö gert í málinu, því stjórn enska knattspyrnusambandsins ákvaö eftir tveggja klukkustunda fund á sunnudaginn, aö skipa nefnd til aö leggja fram tillögur til úrbóta. Fundurinn var haldinn meö fullu samþykki ensku deildarfélag- anna. Vitaö er aö úrvalsdeildar- hugmyndin á talsveröu fylgi aö fagna, sérstaklega meöal félaga eins og Liverpool, Ipswich, Man- chester Utd. og fleiri. Þaö er sér- staklega Liverpool sem hefur hald- iö hugmyndinni á lofti. Knattspyrnuforystan í Englandi hefur miklar áhyggjur af því þessa dagana hvert stefnir. Áhorfendum fækkar óðfluga og lang flest deildarfélög Englands eru rekin með meiri og minni halla. Mörg félög eru nánast á hausnum. Þá þykir álagið á ýms- um af toppliðunum vera um of og komið úr hófi fram. Ef Tottenham er tekið sem dæmi, þá barðist liðið á fjórum vígstöðvum á síð- asta keppnistímabili. öll 1. deild- ar félögin leika 42 deildarleiki, yfir 70 metra. Sakarofa kastaöi 67,04 í Aþenu og Lillak var fjóröa með 66,26 metra. Fyrst kvenna til aö kasta spjóti yfir 60 metra varö Elvira Osolina Sovétríkjunum, sem kastaði 61,38 1964, og fyrst til að kasta spjótinu yfir 70 metra varö landa hennar Tatjana Birgulina, sem kastaöi 70,08 í Podolks 1980. Síöan kast- aöi búlgarska frjálsíþróttakonan Antoanetta Todorova 71,88 í Zagr- eb í fyrra, en met hennar stóö svo þar til Lillak kastaði 72,40 i ár. Metið hefur því veriö bætt um rétt tæpa fimm metra á tveimur árum. Og konurnar láta eflaust ekki staö- ar numiö hér. — ágás. • Heimsmethafinn nýbakaði ( spjótkasti kvenna. Sophia Sakor- afa fagnar hér eftir aö vinna bronz á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum fyrr í mánuðinum, en um helgina haföi hún ástæðu til aö fagna frekar þegar hún bætti heimsmetiö í spjótkasti um 1,60 metra. N-Kóreu- maöur sigraði MIKID alþjóölegt maraþon- hlaup fór fram í Peking um siðustu helgi. Keppendur voru frá 24 löndum. Sigur- vegarinn í hlaupinu var Norður-Kóreumaöurinn Li Jong Hyon. Tími hans var 2 klst. 14 mín. 44 sek. Alls tóku 189 keppendur þátt í hlaup- inu og komu allir f mark. Þúsundir íbúa Peking fylgd- ust með keppninni. Annar í hlaupinu varð ftal- inn Rastello á 2:15,51 og í þriðja sæti varð landi sigur- vegarans, So Chang Sik, á 2:16,56. Vel heppnuð firmakeppni hjá GR Laugardaginn 25. sept- ember fór fram í blíöskap- arveöri úrslit í firmakeppni GR, sem er sú 38. í rööinni. Að þessu sinni voru 224 fyrirtæki með í keppninni og þarf ekki að lýsa þeim mikla stuðningi sem þetta er fyrir GR. Tólf fyrirtæki komust í úr- slit og fyrir þau léku okkar bestu kylfingar 18 holur án forgjafar. Úrslit urðu þessi: Högg: Röð: S. Guðjónsson hf. heildv. Sigurður Pétursson 75 3. Sveinn Egilsson hf. Siguröur Hafsteinsson 73 1. Ólafur Gíslason & Co. Geir Svansson 81 Hjólbaröaþjónustan Guðmundur Arason 87 Lögfr.skrst. Magn. Þórðars. Ragnar Ólafsson 74 2. Versl. Fíber Björgvin Þorsteinsson 79 5. Sútunarstöö SS Jóhann Ó. Guðmundss. 87 Múlakaffi Peter Salmon 84 Figaró rakarastofa Helgi og Heimir sigruðu í Haust- leiknum hjá GR Sunnudaginn 26. sept. var háður sk. Haustleikur ungl- inga þar sem rétt til þátttöku höfðu þeir sem fæddir eru 1965 og síöar. Leikfyrirkomulag var Foursome þar sem tveir leika saman einum bolta og slá annað hvert högg. Úrslit uröu þessi: 1. sæti Helgi Eiríksson og Heimir Þorsteinss. 67 högg. 2. sæti Böðvsr Bergsson og Sigtr. Hilmarss. 68 högg. 3. sæti Heiðar Gunnlaugss. og Sigurhans Vignir 69 högg. Rósmund- ur vann Keppni um Nýliöabikarinn hefur staðió siðan 5. sept- ember. Þetta er holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Keppt hefur veriö um forkunnarfagran grip í þess- ari keppni síðan 1944 og hafa mörg þekkt nöfn verið skráð á hann. Að þessu sinni léku til úr- slita Rósmundur Jónsson og Yuzuru Ogino. Þurftu þeir að leika 36 holur til aö fá fram úrslit. Rósmundur vann þessa viöureign á síðustu holunum. Undirbúningskeppnina vann Jón Ingi Bjarnfinnsson á 58 höggum nettó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.