Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 19 Asu Wright-fyrirlest- ur í Þjóðminjasafninu Charlotte Blindheim, fornleifa- fræðingur frá Osló, heldur opin- beran fyrirlestur í Þjóðminjasafni Islands á vegum minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn er á norsku og nefnist: Handelsproblemer i Norge í Vikingetiden, byttehandel eller organiserte transaksjoner, og byggir á rannsóknum fyrirlesara í Kaupangi í Noregi, hinum forna Skíringasal, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðdáandinn í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ sýnir nú bandaríska kvikmynd, sem nefnist Aðdáandinn og segir af ungum aðdáanda leik- konu og hvernig aðdáun hans leiðir hann inn á braut ofsókna og ofbeld- is. Lauren Bacall leikur leikkonuna en í öðrum helztu hlutverkum eru James Garner, Maureen Staple- ton, Hector Elizondo og Michael Biehn, sem leikur aðdáandann. Björn Jónsson Björn Jóns- son hagfræð- ingur til Súdan BJÖRN Jónsson hagfræðingur er farinn til Súdan á vegum Kauða kross íslands til að leysa af hólmi Jón II. Hólm, sem starfað hefur við það undanfarna fjóra mánuöi að út- vega starfsmönnum Rauða krossins á sjúkrahúsum og i flóttamannabúð- um í landinu lyf og hjúkrunargögn. Fyrirhugað er að Björn Jónsson verði í Súdan til febrúarloka 1983 en þá taki þriðji íslendingurinn við þessu starfi. WIKA Þrýstimælar Allar stáerðir og gerðií ÍflcyiölliQýgjy ip Vesturgötu 16, símí 13280 TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga er nú að hefja sitt 25. starfsár, en skólinn er rekinn af öllum hreppum sýslunnar og eru kennslustaðir 7 talsins. Fyrstu vikuna í janúar nk. mun skólinn minnast afmælis síns með hátíðardagskrá, en barnakór skólans hefur gefíð út hljómplötu í tilefni af þessum áfanga. Á plötunni eru 15 lög, innlend og erlend. Formaður skólanefndar er Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ, og skólastjóri er Sigríður Sigurðardóttir. Draumur alda- mótabarnsins GEIMSTEINN hefíir gefíð út hljómplötu Magnúsar Þórs Sig- mundssonar, sem heitir „Draumur aldamótabarnsins" og er efni henn- ar Ijóð eftir Margréti Jónsdóttur og tónlist Magnúsar Þórs við þau. Þetta er sjöunda plata Magnús- ar og ljóðin eru úr bókinni „Ný ljóð“ eftir Margréti, en bókin kom út 1970, ári áður en höfundur hennar lést. Magnús Þór Sigmundsson Margrét Jónsdóttir Ali MacGraw "Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert fyrir húðina var að velja Lux." Allt frá því Ali MacGraw hóf leikferil sinn í kvikmyndum taldist hún til fámenns úrvalsliðs alþióðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps hefur hún jafnan haldið eigin útliti;einstaklings- bundnum fegurðarstíl. Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það. I’að er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer betur með húö hennár en nokkur önnur sápa, mýkir hana og sléttir á hinn fegursta hátt. Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ali MacGrawLux. iioÁ’sjHim'újnjj r Luxgcrirhúðina mjúka ogsiétta LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. XPLTS20-I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.