Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 32
_ ^skriftar- síminn er 830 33 _^\ýiglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 Jakob Hafstein fiskeldisfræðingur: Skvett úr klaufunum NAUT frá býlinu Lundi vid Ný- býlaveg í Kópavogi slapp á laugar- dag út úr girðingu og hvarf sjónum manna vestur Nýbýlaveginn. Starfsmenn Lundar hófu að leita bola ásamt lögreglu og hjálpsöm- um borgurum. Boli kom í leitirnar þegar skelkaður ökumaður hringdi til lögreglunnar og tilkynnti að vígalegt naut hefði hlaupið fyrir bifreið sína á Kársnesbraut. Kftir- reiðarmenn héldu vestur Kárs- nesbraut og fannst boli vestast í Kópavoginum. l’ar var hann kró- aður af, gómaður og færður til síns heima. Þá varð sá atburður í Kópa- vogi á sunnudag, að hani réðst á 9 ára dreng með þeim afleiðing- um að fara varð með drenginn í slysadeild og gera að sárum hans. Drengurinn fór inn á girta lóð þar sem haninn var ásamt hirð hænsna. Haninn réðst um- svifalaust á hinn óboðna gest og hjó með spora í andlit hans, en hann var af einhverjum ástæð- um með spora á fótum. Komst drengurinn við ilian leik af lóð- inni og fluttu hjálpsamir vegfar- endur hann í slysadeild. ***** m Fyrsta söltunarsíldin barst til Eskifjarðar á laugardaginn og þá tók Ævar þessa mynd, þegar síldinni var landað úr Sæljóninu og hún söltuð hjá söltunarstöð Friðþjófs hf. Borgarráð: Hitaveita hækki um 30,8% og Raf- magnsveita um 30% BORGAKRÁÐ samþykkti á fundi sín- um í gærdag, að óska eftir 30% hækk- un á gjaldskrám Rafmagnsveitu Reykjavikur og 30,8% hækkun á gjaldskrám Hitaveitu Reykjavíkur, að sögn Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. „Ósk um 30,8% hækkun á gjald- skrám Hitaveitu Reykjavikur er sett fram í trausti þess, að stofnunin fái nauðsynlegar hækkanir við næstu verðákvarðanir, en raunveruleg hækk- unarþörf hennar er 56%,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri ennfremur. Allt að 1.500 löxum stolið úr Elliðaán- um í skjóli myrkurs Mun minna af laxi ofan við teljara en hann sýnir TAI.H) KR að allt að 1500 löxum hafí verið stolið úr Klliðaánum í haust í skjóli náttmyrkurs, að því er Jakob llafstein fiskeldisfræðingur sagði í samtali við Mbl. í gær. Um 4(KHI laxar gengu í gegnum teljarann í sumar, en rúmlega 1200 fiskar veiddust i ánum og eitthvað af laxi er talið hafa gengið upp í Klliðavatn, Verðbólgu- hraðinn á bil- inu 84—86% VKRÐBÓLGUHRAÐI hér á landi er nú á bilinu 84—86%, ef hliðsjón er höfð af hækkun lánskjaravisitölu milli mánaðanna september og október annars vegar og hækkunar byggingarvísitölu á tímabilinu júli til október hins vegar. Lánskjaravísitala hækkaði milli mánaðanna september og október um 5,22%, eða úr 402 stigum í 423 stig. Ef sú hækkun er framreiknuð næstu tólf mánuðina, til að sjá hraðann, kemur út liðlega 84% hækkun. A síðustu tólf mánuðum hefur lánskjaravísitala hins vegar hækkað um liðlega 54%, eða úr 274 stigum í 423. Byggingarvísitala hækkaði á tímabilinu júlí til október um 16,8% , eða úr 1.140 stigum í 1.331 stig. Við framreikning þessarar hækkunar næstu tólf mánuðina kemur í ljós liðlega 86% hækkun. A síðustu tólf mánuðum hefur byggingarvísitala hækkað um lið- lega 64%, eða úr 811 stigum í 1.331 stig. en það magn er talið lítið. Hins veg- ar telur Jakob að ekki séu nema um 1000 fiskar fyrir ofan teljara, en hann hefur að undanförnu veitt lax í klak í ánum. „Ég tel að það sé ekki eins mikið af laxi í Elliðaánum eins og ætti að vera miðað við það sem teljar- inn sýnir og staðreyndin er sú að engir 3000 laxar eru ofanvið telj- arann í Elliðaánum, miðað við klakveiðina sem ég hef unnið að nú undanfarið. Það er lax um allar ár en hann er dreifður, en engir bunkar af laxi í ánum. Fljótið er eini staðurinn þar sem mikið hef- ur verið af fiski, en ég dró þar á í klak og veiddi 120 laxa. Það sem ég sé nú í ánum passar ekki við það sem ég sá í sumar. Þá var víða sporður við sporð, en þá var líka björt nótt. Eftir að hafa séð þetta er ég mjög hræddur um að það sé farið mjög hressilega í Elliðaárn- ar,“ sagði Jakob. „Ég tel að nú séu um 1000 laxar fyrir ofan teljara í Elliðaánum sem þýðir að allt að 1500 löxum hafi verið stolið úr ánum. Miðað við það sem ég hef séð í teljara- kistunni, er teljarinn nokkuð rétt- ur og þar skeikar ekki nema 200 löxum í mesta lagi. Hins vegar geta menn farið í náttmyrkri með net í árnar. Ekkert eftirlit er á nóttunni með ánum og engin gæsla. Varðandi laxagöngur upp í Elliðavatn, þá efast ég um að þeir laxar, sem hafa farið upp stigann í Elliðavatn, geti skekkt þessa mynd. Allir þeir, sem ég hef talað við um þetta mál, eru sammála um það að það er tekið mikið magn af fiski úr ánum á nóttunni. Það er enginn vandi að fara við annan mann með létt net í Elliða- árnar og fylla það um leið,“ sagði Jakob Hafstein. Boli kominn undir mannahendur og á leið til síns heima. Mynd Mbl. KÖE. Eina flugfélagið sem slapp við sektir í pílagrímafluginu „í SÍÐUSTU ferðinni frá Jeddah millilentum við i Damaskus og tókum þar um 140 Palestínuflóttamenn frá Beirút og (luttum þá til Algeirsborg- ar, að beiðni alsírska flugfélagsins Aer Algerie. Þetta var greinilega fjöl- skyldufólk, mest konur og börn,“ sagði Baldur Maríusson, yfirmaður pílagrímaflugs Flugleiða, í samtali við Mbl. Fyrri hluta pílagrímaflugsins lauk hinn 21. þessa mánaðar og fluttu Flugleiðir um 35.500 pílagríma frá Alsír til Jeddah í 119 ferðum. „Pílagrímaflugið gekk vonum framar að þessu sinni og stóðust flugvélar Flugleiða fullkomlega áætlun í .öllum sínum ferðum," sagði Baldur. „Eru Flugleiðir þann- ig eina flugfélagið sem engar sektir hlaut á King Abdulaziz-alþjóða- flugvellinum í Jeddah af u.þ.b. 40 flugfélögum sem þátt tóku í píla- grímafluginu þótt við flyttum fleiri farþega en nokkurt þeirra. Mjög strangar reglur gilda um komu og brottfarartíma flugvéla á þessum flugvelli, eins og sést á því að öll hin flugfélögin fengu sektir.“ Sagði Baldur að þetta hefði tekist vegna þess hversu vel pílagrímaflug Flugleiða hefði verið skipulagt, Flugleiðamenn hefðu verið mjög samhentir við afgreiðslu vélanna og gott samstarf hefði verið við heimamenn. Heimflutningur pílagrímanna frá Jeddah mun hefjast hinn 1. októbert en ljúka þann 19. Um 270 manns starfa á vegum Flugleiða við þessa flutninga og verða þeir staðsettir í Jeddah og nokkrum borgum og bæjum í Alsír. Flugleiðir fluttu flóttafólk frá Beirút

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.