Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
27
Hún stundaði nám við Verslun-
arskóla Islands og lauk stúd-
entsprófi 1978. Að námi loknu
starfaði hún hjá sjónvarpinu en
haustið 1980 réðst hún til starfa í
utanríkisþjónustunni. Fyrst starf-
aði hún í utanríkisráðuneytinu, en
í júlí 1981 tók hún við starfi við
sendiráð Islands í Briissel.
Þrátt fyrir skamman starfstíma
í utanríkisþjónustunni hafði Sol-
veig áunnið sér óskorað traust og
vináttu allra sem með henni störf-
uðu. Hún var vel undir starf sitt
búin, samviskusöm og vönduð.
Framtíðin virtist björt. Því er erf-
itt að skilja og sætta sig við þegar
hún svo fyrirvaralaust er kölluð
burt.
Fyrir hönd vina og samstarfs-
manna votta ég foreldrum hennar
og fjölskyldu dýpstu samúð.
Þorsteinn Ingólfsson
Þegar haustar og hver dagurinn
verður öðrum skemmri leitar hug-
urinn gjarna liðins langdegis.
Minningin um bjarta vor- og
sumardaga veitir okkur styrk til
að bjóða skammdeginu byrginn og
þreyja langan vetur.
En það er ekki aðeins á ytra
borði tilverunnar, sem ljósið og
skuggarnir deila völdum. í lífi
hvers manns skiptast á skin og
skúrir. Menn fæðast og deyja og
höfundur lífsins einn fær ráðið
þeim rökum. Undir hans vilja
hljótum við að beygja okkur og
treysta því að hann ráði öllu bezt.
Sem ég sit og skrifa þessar línur
í minningu Solveigar Magnúsdótt-
ur leitar hugurinn 20 ár aftur í
tímann.
Ég kynntist henni Sollu fyrst,
þegar hún var fjögurra ára hnáta.
Ljúft og elskulegt barn á heimili
sinna góðu foreldra, sem urðu ná-
grannar mínir, vinir og miklar
hjálparhellur.
Solveig og systkini hennar 3
urðu leikfélagar og vinir sonar
míns, Bjarna, sem var á svipuðu
reki. Börnin uxu úr grasi, tápmikil
og glöð, og það var gaman að ljúka
upp hurðinni, þegar Solla drap
hæversklega á dyr og stóð úti fyrir
með yngri systkini sín, Láru og
Þórð, tilbúin í hverskyns bjástur
og leik, eins og börnum er títt.
Að leik loknum var Solla vís til
að sækja sópinn, ótilkvödd, sópa
gólfið og koma röð og reglu á allt
sem úr skorðum hafði gengið í
ærslunum. Ég kallaði hana „Sollu
sómakonu". Það var strax eitthvað
svo íhugult og traust við þessa
litlu stúlku. Seinna varð hún nem-
andi minn í gagnfræðaskóla, í tvo
vetur. Góð greind, vönduð vinnu-
brögð og háttvísi einkenndu hana
sem nemanda. Dýrmætir eigin-
leikar í námi og starfi. Meðal
bekkjarfélaga og kennara var hún
hvers manns hugljúfi.
Síðast þegar ég hitti Solveigu
var hún fulltíða stúlka, falleg og
æskuglöð. Hún hafði lokið námi og
var á förum til Belgíu til að starfa
hjá sendiráði íslands í Bruxelles.
Þaðan átti hún ekki afturkvæmt.
A hljóðri stundu sendum við
Bjarni henni kæra þökk fyrir öll
glöðu brosin og hlýja og trausta
viðmótið og biðjum henni blessun-
ar Guðs handan landamæranna
miklu.
Foreldrum hennar, Ragnheiði
og Magnúsi, systkinum hennar og
öllu skylduliði, sendum við inni-
legustu samúðarkveðjur, og biðj-
um Guð að leggja líkn með þraut.
Minningarnar verma eins og
hlýir og bjartir sólargeislar, en
Guð einn megnar að græða dýpstu
sárin.
Þórunn Bjarnadóttir frá Vigur
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verda að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grcin, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Björg Magnúsdóttir
— Minningarorö
Fædd 29. nóvember 1919
Dáin 22. september 1982
Ég var harmi slegin er mér var
tilkynnt andlát Bjargar, en aðeins
fáeinum klukkustundum fyrr
hafði ég fengið þær fregnir, að
henni heilsaðist eftir atvikum vel
að loknum uppskurði á Norðfjarð-
arsjúkrahúsi. Ég hafði vonast til
að fá að hafa hana meðal okkar
örlítið lengur.
Samfylgd okkar Bjargar Magn-
úsdóttur var stutt í árum, en allt
frá því er ég kynntist henni fyrst,
fyrir röskum áratug, var hún mér
sannur vinur.
Björg var ættuð af Héraði en
æskuár hennar eru mér lítt kunn.
Hún giftist eftirlifandi manni sín-
um, Friðbergi Einarssyni, árið
1944 og eignuðust þau tíu börn;
Ingibjörgu, Hildi, Einar, Eyþór,
Harald, Hreggvið, Sólrúnu og
Berglind, öll búsett á Austfjörðum
og Héraði, Magnús, sem býr í
Reykjavík og Sigfríði á Akureyri,
en barnabörnin voru orðin sau-
tján.
Björg og Friðbergur hófu bú-
skap sinn að Klyppstað í Loð-
mundarfirði en þaðan lá leið í
Hjaltastaðaþinghá, fyrst að Ey-
landi og þá að Hrollaugsstöðum.
Frá Hrollaugsstöðum flutt þau að
Framnesi við Reyðarfjörð og loks
á Bakkastíg 13, Eskifirði, fyrir um
það bil átta árum. Fjárhagur
þeirra hjóna var mjög þröngur
allt fram á síðustu ár, en aldrei
varð ég vör við að Björg væri
beisk, þó hún væri snauð af ver-
aldlegum auði.
Björg, tengdamóðir mín, var
skapmikil kona og bjó yfir ótrú-
lega miklum lífsþrótti. Hún skyldi
aldrei gefast upp fyrr en í fulla
hnefana. Þegar við kynntumst var
heilsan farin að bila, en þrátt fyrir
margar sjúkralegur hélt hún jafn-
aðargeði sínu og léttri lund til síð-
asta dags.
Alltaf var jafn gott að koma
heim á Bakkastíg til Bjargar og
Friðbergs, hvort sem komið var til
skammtímadvalar frá Reykjavík,
eða í allt að því daglegar heim-
sóknir, er við hjónin og dóttir
okkar bjuggum um tveggja ára
skeið á Eskifirði nú nýverið.
Sonardóttir og alnafna í
Reykjavík sér á bak ömmu með
sárum trega, en Björg var ákaf-
lega elsk að barnabörnum sínum;
þar sem amma var áttu þau góðan
félaga og vin, hvort heldur var á
gleði- eða raunastund.
Með Björgu, tengdamóður
minni, átti ég oft ómetanlegar
samverustundir og er forsjóninni
þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta samfylgdar hennar. Björg er
mér horfin, en minningin um hana
lifir.
Sigríður Hrefna Jónsdóttir
Hjónaminning:
Rósa Ivarsdóttir
Guðjón Hallgrímsson
Rósa
Fædd 26. júní 1891
I)áin 11. september 1982
Guðjón
Fæddur 17. nóvember 1890
Dáinn 8. september 1982
Við brottför ömmu okkar, Rósu
Guðjónsdóttur, og afa, Guðjóns
Hallgrímssonar, úr þessum heimi
langar okkur að minnast þeirra
með örfáum þakkarorðum sem
þau eiga sannarlega skilið af
okkar hendi, því það var okkur
systkinunum ómetanlegt að fá að
alast upp í nálægð þeirra og njóta
hlýju þeirra og ástar.
Ef einhver misklíð kom upp eins
og stundum vill verða í systkina-
hópi var alltaf leitað til þeirra, því
þar vissum við af opnum örmum
og hug sem alltaf reyndi að gera
gott úr öllu. Allir vita að börn eru
síspyrjandi og það vorum við einn-
ig, en afi og amma áttu til svör við
öllu og það virtist einungis vera
þeim gleðiefni að mega fræða
okkur um það er forvitni okkar
vakti.
Amma var mikill dýravinur og
hafði yndi af blómum. Af henni
lærðum við að umgangast skepn-
urnar og þekkja blómin. Hún átti
sinn eigin garð og það voru hennar
bestu stundir að vinna við að
rækta hann og það gerði hún svo
lengi sem heilsa og kraftar leyfðu.
Þó að afi hafi virst hrjúfur á
yfirborðinu var það gott hjarta
sem undir sló. Þolinmæði hans í
okkar garð virtist vera óendanleg.
Minnumst við hans, er hann sat
með okkur á hnjánum tímunum
saman og kenndi okkur að þekkja
stafina og læra mannganginn. Það
virtist vera honum mikið kapps-
mál að við lærðum, því jafnvel í
síðustu skiptin er við heimsóttum
hann á sjúkrahúsið, spurði hann
mikið um skólagöngu okkar.
Fyrsta fjáreign okkar var einnig
frá honum komin. Afi gekk við
staf (og seinna við tvo), en það
virtist ekki aftra honum frá því að
ganga um úti og fylgjast með
verkum. Áhugi hans var alltaf
bundinn við búskapinn, allt fram
á síðustu stundu.
Á fyrstu jólunum sem afi og
amma voru ekki hjá okkur, fund-
um við fyrir tómleika og söknuði.
Þau voru þá flutt á ellideild Hér-
aðshælisins á Blönduósi. En á
meðan þau voru enn ferðafær,
komu þau heim annað slagið og
dvöldu um tíma. Þau vildu ekki
slíta tengsl sín við þennan stað
sem þau höfðu lagt þrek sitt og
starfsorku í að byggja og rækta
upp.
Nú þegar elsku afi og amma eru
horfin héðan minnumst við þeirra
með söknuði, en þá er okkur ofar í
huga þakklæti fyrir allar þær
ánægjulegu stundir er við áttum
með þeim.
Blessuð sé minning þeirra.
„Ia'KK ég nú l»a*Ai líf oj» önd
Ijúfi Josú í þína hönd
siöasl [n iiar <■>» sofna ft r,
silji guös cnglar yfir mér.“
Þórarinn, Guðjón, Inga og
Ásdís frá Marðarnúpi.
Marsilía Jónsdóttir
— Minningarorð
í dag, miðvikudaginn 29. sept-
ember, verður gerð frá Fossvogs-
kirkju útför Marsilíu Jónsdóttur
sem andaðist í Landakotsspítala
20. september sl. á 91. aldursári.
Marsilía fæddist á Torfalæk í
Austur-Húnavatnssýslu 14. febrú-
ar 1892. Móðir hennar var Arn-
fríður Sigurðardóttir en föður
sinn missti Arnfríður í bernsku í
miklu mannskaðaveðri á Húna-
flóa. Móðir Arnfríðar hét Sólveig,
hagyrðingur góður, komin í bein-
an kvenlegg af formóður Skegg-
staðaættar. Faðir Marsilíu var
Jón Hróbjartsson, bóndi að
Gunnfríðarstöðum í Austur-
Húnavatnssýslu, en Jón stundaði
auk búskapar húsa- og trésmíði og
var talinn hagur vel. Jón var Ár-
nesingur að ætt, einn úr stórum
systkinahópi, fæddur að Reykj-
arkoti í Biskupstungum, sem nú er
komið í eyði.
Þegar Marsilía fæddist var
Arnfríður, móðir hennar, ógift og
átti erfitt uppráttar enda víða
þröngt í búi á þeim árum. Marsilíu
var því komið í fóstur aðeins 14
daga gamalli til hjónanna á Spá-
konufelli, þeirra Sigríðar Símon-
ardóttur og Jóns Benjamínssonar.
Þau hjón áttu tvö börn, Hannes og
Margréti, sem urðu uppeldissystk-
ini Marsilíu. Eftir að Marsilía fór
að heiman minntist hún oft æsku-
heimilis síns með hlýhug og Spá-
konufellið var henni það sama og
Esjan er Reykvíkingum.
Marsilía hleypti heimdraganum
ung að árum, rúmlega 18 ára, og lá
leið hennar til Reykjavíkur eins og
títt var um ungmenni þeirra tíma
sem fárra kosta áttu völ í heima-
högum. Fyrst eftir komuna til
Reykjavíkur stundaði hún þá
vinnu sem bauðst, oft sem vinnu-
kona á heimilum efnameiri bæj-
arbúa og síðar m.a. við vistheimil-
in að Vífilsstöðum og Kleppi.
Á styrjaldarárunum fyrri, í
kringum 1916, kynntist Marsilía
Árna Erasmundssyni, húsasmíða-
meistara, sem nú er látinn.
Bjuggu þau saman um tveggja ára
skeið. Dóttir þeirra Árna og Mars-
ilíu er Drífa, sem búsett hefur ver-
ið í Bandaríkjunum sl. 40 ár. Drífa
er gift Roy Steiwell, þýskættuðum
Bandaríkjamanni, verkstjóra hjá
General Motors. Þau hjón eiga
þrjú uppkomin börn á lífi. Áður en
Drífa flutti til Bandaríkjanna
eignaðist hún son, Smára Sigur-
jónsson, sem búsettur er í Noregi.
Árið 1927 giftist Marsilía Einari
Jónssyni, prentara. Einar fæddist
að Hamri í Svarfaðardal 20. júlí
1894. Foreldrar Einars voru Ingi-
björg, dóttir Benedikts Bene-
diktssonar frá Grund í Höfða-
hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, og
Jón Einarsson, ættaður úr Mýrdaí
í Skaftafellssýslu. Marsilía og
Einar eignuðust eina dóttur, Jónu
Guðrúnu, sem gift er Guðjóni
Guðmundssyni, rennismið, og eiga
þau tvö börn.
Við, sem þessi orð ritum, kynnt-
umst Marsilíu, móðursystur
okkar, fyrst við komu okkar til
Reykjavíkur um 1940 en Marsilía
og móðir okkar, Helga Jónsdóttir,
voru samfeðra. Þá var þröngbýlt í
Reykjavík sökum ríkjandi styrj-
aldarástands og erfitt um vik fyrir
aðkomufólk að verða sér úti um
húsnæði og fæði. Því var brugðið á
það ráð að leita á náðir Marsilíu
og Einars um fyrirgreiðslu og var
hún veitt eftir því sem tök voru á
með glöðu geði og ljúfmennsku.
Marsilía og Einar bjuggu á ýms-
um stöðum í Reykjavíkurborg. En
hvort sem heimili þeirra var að
Laugavegi 84 eða Njálsgötu 86 var
það alltaf jafn hlýlegt og gott
heim að sækja.
Marsilía Jónsdóttir var greind
kona og listhneigð og átt sérlega
auðvelt með allar hannyrðir. Hún
naut ekki mikillar skólagöngu á
uppvaxtarárunum en var víða vel
að sér í íslenskum bókmenntum og
kunni hún ljóð margra þjóðskáld-
anna utan bókar. Þau flutti hún
oft af munni fram í félagsskap
þeirra sem slíkt kunnu að meta.
Marsilía var gestrisin, gjafmild og
greiðasöm svo af bar. Sérstaklega
var henni annt um þá sem höfðu
farið halloka í lífsbaráttunni. Á
kreppuárunum eftir 1930 voru þeir
margir sem litu við hjá Marsilíu
og Einari og þágu matarbita svo
lítið bar á þegar vistir voru þrotn-
ar í heimahúsum. Eiginmanni sín-
um, Einari, var Marsilía góð kona
og nærgætin enda virti Einar
hana að verðleikum. Einar lést 30.
júlí 1982.
Eins og áður getur las Marsilía
mikið Ijóðmæli og mat hún Einar
Benediktsson mest allra ljóð-
skálda. Því er við hæfi að birta í
kveðjuskyni eitt erindi úr því
kvæði þjóðskáldsins, sem hreif
hug hennar hvað mest.
„Nú finnsi mór það allt svo lílid og lágt,
som lifaö er fyrir og barizt er móti.
I»ó kasti |H‘ir grjóti og hati og hóti,
vió hverja smásál ég er í sátt.
I*vi bláloftió hvelfist svo bjart og hátt.
Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki,
og hugurinn lyftist í a*óri átt,
nú andar guós kraftur í duftsins líki.
Vér skynjum vom þrott, vér þekkjum í nótt
vorn þegnrétt í Ijóssins ríki. —“
Að lokum sendum við öllum að-
standendum innilegustu samúð-
arkveðjur.
Anna Steingrímsdóttir,
Ilólmsteinn Steingrímsson.