Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 17 Hluti undirbúningsstjórnar að störfum á heimili Guómundar Emilssonar. Frá vinstri: Dr. Þorsteinn Hannesson, dr. Ingjaldur Hannibalsson, Guómundur Emilsson, Hafsteinn Guómundsson, Sesselja Halldórsdóttir og Siguróur I. Snorrason. MorRunblaðift/Kristján Einarsson. íslenska hljómsveitin: Átta tónleikar SVO sem kunnugt er af fréttum var í haust stofnuð ný hljóm- sveit hér á landi, Islenska hljóm- sveitin. Mun það hafa verið Guð- mundur Emilsson, hljómsveitar- stjóri, sem hvað mest hefur beitt sér fyrir stofnun þessarar nýju hljómsveitar. Búið er að skipu- leggja vetrarstarfsemi Islensku hljómsveitarinnar; það stendur til að halda átta tónleika, sjö í Gamla bíói en jólatónleikana í Háskólabíói. Verða fyrstu tón- leikarnir 30. október og bera þeir yfirskriftina „Austurríki — höf- uðból tónlistarinnar". Annars geta menn fengið nánari upplýs- ingar um starfsemi vetrarins í í kynningarbæklingi sem íslenska hljómsveitin hefur látið útbúa. Hljómsveitin hefur ekki opin- bert aðsetur enn sem komið er, en veitir allar upplýsingar um starfsemina og selur áskrift- arskírteini í síma 24972 milli kl. 9.00 og 12.30 dag hvern. vetur Morgunblaðið hafði samband við tvo menn sem starfa í undir- búningsstjórn hljómsveitarinn- ar, þá Hafstein Guðmundsson fagotleikara, og dr. Ingjald Hannibalsson iðnaðarverkfræð- ing hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda, og fara viðtöl við þá hér á eftir. „Frelsi er listinni nauðsyn“ — segir dr. Ingjaldur Hannibalsson — Nú ert þú ekki tónlistarmað- ur að atvinnu Ingjaldur, hvert hef- ur verið þitt hlutverk í undirbún- ingsstjórninni? „Það eru skipulagsmálin fyrst og fremst. Ég er iðnaðarverkfræðing- ur að mennt og á því að heita sér- fræðingur í skipulagningu á rekstri fyrirtækja." — Þið hafið lýst því yfir að ekki standi til að falast eftir opinberri aðstoð við rekstur hljómsveitar- innar. Og það hefur líka komið fram að þetta er ekki áhuga- mannahljómsveit. m.ö.o. það á að greiða tónlistarfólkinu fyrir sína vinnu. Hvernig hafiði hugsað ykk- ur að tryggja fjárhagsgrundvöll hljómsveitarinnar? „Það hefur verið gerð kostnað- aráætlun fyrir fyrsta starfsvetur- inn og samkvæmt henni verður rekstrarkostnaður hljómsveitar- innar um 1,2 milljónir kr.; þ.e.a.s. laun, húsaleiga, útgáfa bæklinga o.fl. Við reiknum með að tekjur af sölu aðgöngumiða standi undir helmingnum af þessum kostnaði, sala á flutningsrétti greiði 25% kostnaðar, og þau 25% sem á vant- ar vonumst við til að fá með frjáls- um framlögum frá fyrirtækjum og almenningi." — Hvernig þarf aðsóknin að vera til að dæmið gangi upp? „Hundrað prósent!" — Er ástæða til að ætla að að- sóknin verði svo góð? „Við stefnum að því að selja sem mest af áskriftarskírteinum, helst 475. Eftir fyrstu tvo sölumorgnana hafa selst 75 skírteini, sem er 15% af því sem við vonumst til að selja. Það gefur tilefni tii bjartsýni. Auk þess virðist áhugi almennings fyrir hljómsveitinni vera mikill." — Hvers vegna er lögð þessi ríka áhersla á að leita ekki eftir Dr. Ingjaldur Hannibalsson opinberri aðstoð? Er það hug- sjónamál? „Að hluta til er það hugsjónamál hjá okkur að reyna að reka þetta sjálf og með hjálp fyrirtækja og almennings. Slíkt tíðkast víða er- lendis, og við viljum láta á það reyna hvort þetta geti ekki gengið hér líka. I annan stað mátum við stöðuna þannig að ekki væri raunhæft að fara þess á leit við ríkið að það styddi við bakið á okkur. Aðstæð- urnar í þjóðfélaginu gefa ekki beint tilefni til þess að ríkið sé að leggja peninga í fyrirtæki eins og þetta, a.m.k. ekki á meðan það er enn í burðarliðnum." — Segjum nú að hljómsveitin kæmi út úr þessum áætluðu átta tónleikum með umtalsverðu tapi, hvað verður þá tekið til bragðs? Verður hljómsveitin lögð niður eða kemur þá til greina að leita til opinberra aðila? „Við trúum því að þetta gangi. Það er vilji fyrir því í landinu að listastarfsemi sé rekin á frjálsum grundvelli. En ef illa fer er ekkert annað að gera en að taka því. Við munum bera skaðann sjálf og ekki fara fram á aðstoð hins opinbera. En eins og ég sagði, þetta á að geta gengið upp; listir eru í raun- inni á sama báti og atvinnulíf hvað það varðar að þær þrífast best í frelsi. En það þarf auðvitað dugn- að til.“ „Verðum með ýmsar nýj- ungar á tónleikum vetrarins“ — segir Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari — Hvers konar hljómsveit er hér um að ræða, Hafsteinn? Er þetta sinfóníuhljómsveit í hefðbundnum skilningi þess orðs eða eitthvað ann- að? „íslenska hljómsveitin er auðvitað í vissum skilningi sinfóníuhljóm- sveit. Það verða t.d. allt upp í 45 hljóðfæraleikarar í henni. En hún er alls ekki hefðbundin. Við komum til með að leika talsvert af kammertón- list, og öðrum verkum fyrir fá hljóð- færi, jafnvel eitt. Þannig að verksvið okkar er nokkuð mikið víðara en gildir um hefðbundnar sinfóníu- hljómsveitir." — Það er að sjá á efnisskrá ykkar fyrir veturinn að þið eruð með ýmsar nýtískulegar hugmyndir varðandi tónleikahald. „Já, við munum brydda upp á ýms- um nýjungum. Það má nefna blönd- un listforma. Á tónleikunum verður boðið upp á sýningar á listdansi, kvikmyndasýningar, lestur ljóða- flutning erinda o.fl. Svo hafa hverjir tónleikar ákveðna yfirskrift, sem tengir efni þeirra saman. Þannig mynda tónleikarnir sterkari heild og fólk skynjar ákveð- ið samhengi á milli þeirra verka sem flutt verða í hvert sinn. Við munum fá rithöfunda og myndlistarmenn til að vinna efnisskrá hverra tónleika út Hafsteinn Guðmundsson frá þessari yfirskrift. T.d. munu grafíklistamenn gera forsíðumynd fyrir hvert prógramm og er ætlunin að veggmyndir af þessari forsíðu verði seldar á tónleikunum. Enn eitt má nefna. Eftir hverja tónleika verður áheyrendum gefinn kostur á að hitta tónlistarfólkið yfir kaffiveitingum og spjalla við það um tónleikana eða hvaðeina. Þetta ætti að vera báðum aðilum til góðs, auka sambandið og vera jafnframt vett- vangur fyrir gagnrýni og skoðana- skipti.“ — Eruð þið með þessari margvís- legu nýbreytni e.t.v. að reyna að höfða til annars hóps en þess sem venjulega sækir tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands? „Bæði og. Það er mjög líklegt að verkefnavalið og þessi margvíslega „tilraunastarfsemi" okkar veki áhuga hjá fólki sem annars er ekki vant að sækja sinfóníutónleika. En ég er sannfærður um hitt, að fyrir flest það fólk sem stundar tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands verða tónleikar íslensku hljómsveitarinnar kærkomin viðbót og tilbreyting." Við skráargatið Fyrsta bók Sæmundar Guðvinssonar „VID SKRÁARGATIÐ" nefnist ný bók eftir Sæmund Guðvinsson, sem væntanleg er frá Bókaútgáfunni Vöku nú innan skamms. Að sögn Olafs Ragnarssonar bókaútgefanda er hér um að ræða eins konar dag- bókarbrot, þar sem höfundur lýsir ósköp venjulegri fjölskyldu í Reykja-" vík nútímans, lífi hennar og amstri frá degi til dags. „Höfundur hugsar sér að hann sjái inn um skráargatið hjá ein- hverri ótilgreindri fjölskyldu," sagði Olafur, „og hann lýsir því sem þar ber fyrir augu, og vænt- anlega munu flestir sjá eitthvað af sjálfum sér í þeim lýsingum. Þetta eru í rauninni stuttar smásögur, sem þó tengjast innbyrðis í tíma og með þeim persónum er við sögu koma, þetta form er eiginlega mitt á milli smásagnasafns og skáld- sögu.“ Þetta er fyrsta bók Sæmundar Guðvinssonar, sem nú starfar sem fréttafulltrúi hjá Flugleiðum hf., en var lengi blaðamaður og síðast fréttastjóri Vísis og Dagblaðsins og Vísis. Þá hefur hann ritað fjölda þátta í blöð og tímarit, en þeir þættir er nú birtast í hans fyrstu bók hafa ekki komið út áð- ur. Hvalvertíðinni lokið: 352 hvalir á 100 dögum HVALVERTÍD lauk að þessu sinni síðastliðinn mánudag og var það 35. hvalvertíðin í röð. Vertíðin stóðí 100 daga eða frá 19. júni til 27. september og alls veiddust 352 hvalir. Af lang- reyði veiddust 194 hvalir, eða það sem veiða mátti. Af búrhval veiddust 87 og var það einnig það sem veiða mátti. Af sandreyði veiddist 71 hval- ur, en hámarkið er 100 hvalir árlega, eða 84 hvalir ár hvert frá 1980 til 1985. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., gekk vertíðin vel nú að undanskildu því, að mikið var um brælu í ágúst og september og hamlaði hún veiðum nokkuð. Þá * sagði hann, að vertíð hefði verið hætt nú án þess að fylla sandreyð- arkvótann, þar sem fremur lítið hefði verið um hana nú. Þá sagði Kristján, að sala afurða hefði geng- ið vel, einkum frystra. Lágt verð væri nú á mjöli og lýsi og því væri aðaláherzlan lögð á frystu afurð- irnar. í fyrra stóð hvalvertíðin í 90 daga og veiddust þá alls 397 hvalir, 254 langreyðar, 40 búrhvalir og 100 sandreyðar. Samkvæmt samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins frá þessu ári verður aðeins leyfilegt að veiða 267 stórhveli hér við land, 167 lang- reyðar og 100 sandreyðar, en búrhvalurinn verður alfriðaður. Reykjavíkurflugvöllur: Ný slökkvi- liðsbygging ÁÆTLAÐ er aö hefjast handa um byggingu nýrrar slökkviliðsbyggingar á Keykjavíkurflugvelli nú í haust. Þarna er um 600 fermetra stálgrindarhús aö ra-öa, klætt utan með járni og gert er ráð fyrir því viö hönnun hússins, að hægt veröi að færa það, ef til kemur. Húsið verður suður af flugturninum, við Flugskóla Helga Jónssonar. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, flugvallarstjóra á Reykjavíkurflug- velli, gera menn sér vonir um að byggingin verði tekin í notkun á næsta ári, en það er háð því að næg fjárveiting fáist. Núverandi húsnæði slökkviliðsins eru 40 ára gamlir braggar, sem dæmdir hafa verið óhæfir til notkunar af Vinnueftirliti ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.