Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 Þjóðleikhúsid frum- sýnir Garðveislu GAKDYKISLA Guðmundar Steinssonar verður frumsýnd á fjölum l'jóð- leikhússin.s annað kvöld, fimmtudag. Leikstjóri verksins er María Krist- jánsdóttir, en þetta er i fyrsta skipti sem hún sviðsetur leikrit á vegum l>jóðleikhússins. — Leikmynd og búningar eru eftir Pórunni Sigríði I*or- grimsdóttur og tónlistina samdi Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing er í höndum Asmundar Karlssonar. Með aðalhlutverkin í Garðveislu fara Kristbjörg Keld og Erlingur Gíslason, en Jórunn Sigurðardóttir, Guðjón P. IVdersen og Kagnheiöur Arnardóttir leika einnig stór hlutverk. Fjöldi ann- arra leikara kemur fram i sýningunni, s.s. Tinna Gunnlaugsdóttir, Borgar Garðarsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Helga E. Jónsdóttir, Sigríður Porvaldsdóttir, Gisli Alfreðsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Bessi Bjarnason, Pórhallur Sigurðsson og Sigurður Sigurjónsson. Ennfremur koma ýmsir til viðbótar við sögu í leiknum, þar á meðal Haukur Morthens, söngvari. Á blaðamannafundi, sem Þjóðleikhússtjóri hélt í tilefni frumsýningarinnar, kom m.a. fram að höfundur Garðveislu, Guðmundur Steinsson, hafði lagt frumdrög að verkinu fyrir mörgum árum, en rekið smiðs- höggið á það í fyrra. Sveinn Einarsson, Þjóðleik- hússtjóri, kvað mikinn siðferðisboðskap í leiknum; höfundur væri að vara fólk við líferni þess á okkar dögum. Sagði Sveinn að þetta væri eitt höfuðviðfangsefni Guðmundar Steinssonar í öllum þeim leik- ritum sem sýnd hafa verið eft- ir hann hér á landi. María Kristjánsdóttir leik- stjóri kvað engar stórvægi- legar breytingar hafa orðið á Garðveislu frá því að æfingar Myndin er tekin á blaðamannafundi vegna Garðveislu. Frá vinstri: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leiktjalda- og búningahönnuður, María Kristjáns- dóttir leikstjóri, Árni Ibsen blaðafulltrúi Þjóðleikhússins og Sveinn Einars- son Þjóðleikhússtjóri. hófust, en þó hefði Guðmundur Steinsson, sem fylgdist grannt með þeim, stytt leikritið og lagfært textann. Hún sagði ennfremur að blaðaskrif þess efnis að leikrit- ið stríddi gegn siðgæðisvitund fólks vegna nektaratriða væru mjög villandi og hefðu oft og tíðum ekki átt við nein rök að styðjast. — Og víst væri að til- gangur leiksins væri ekki að Atriði úr Garðveislu. Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum i Garð- veislu. hneyksla áhorfendur. — Maria bætti því við að henni hefði þótt gaman að fást við þetta verkefni, enda þótt það gerði miklar kröfur. — Aðspurð um ástæðu þess að leikararnir Helgi Skúlason og Hjalti Rögnvaldsson hefðu hætt við að koma fram í leiknum kvað hún vera innanhússmál sem hún vildi ekki tjá sig um. Sveinn sagði að það væri öld- ungis ekki óeðlilegt að leikarar bæðust undan því að leika í leikritum einhverra hluta vegna. I fréttatilkynningu um Garðveislu segir m.a.: „í verkinu er áleitinn siðferðis- boðskapur og lagt er út af sög- unni um Adam og Evu og garðinum og lífinu sem Guð gaf þeim. Spurt er um missi Paradísar — í sögunni gömlu — og hugsanlegan missi aldin- garðsins Jarðar á kjarnorku- öld.“ — Aðstandendur leiksins vildu fáu bæta við þessa lýs- ingu á Garðveislu, en rétt er að taka fram að Guðmundur Steinsson sá sér ekki fært að sitja blaðamannafundinn. Garðveisla er fimmta leikrit Guðmundar Steinssonar, sem er sett á svið hérlendis. Áður höfðu leikritin Forsetaefnið, Lúkas, Sólarferð og Stundar- friður verið sett upp. — Og má geta þess að tvö síðastnefndu leikritin fengu metaðsókn í Þjóðleikhúsinu. Eins og áður sagði verður frumsýningin á Garðveislu á fimmtudagskvöld á stóra svið- inu. Bjargveiðimannaveizla á Hótel Loftleiðum Súla, lundi og sjávarréttir á hlaöboröi HÓTEL Loftleiðir efna til Bjarg- veiðimannaveizlu annað árið i röð í Víkingasal hótelsins nk. fóstu- dagskvöid og laugardagskvöld. Voru haldnar tvær slíkar veizlur í stíl Vestmanneyinga fyrir ári og komust færri að en vildu. Svign- uðu borð undan ýmsum Eyjakrás- um, svo sem reyktum og steiktum lunda og marineruðum, reyktri súlu og nýrri og ýmsum sjávarrétt- um. Þá koma fram í veizlunum © INNLENT Vestmanneyingar með ýmis atriði, en veizlustjóri er Árni Johnsen. Einnig munu koma fram í Bjarg- veiðimannaveizlunum að þessu sinni Guðjón Ármann Eyjólfsson, Ási í Bæ og Gísli Brynjólfsson harmonikkuleikari. Verður slegið á nótur gamans og alvöru í veizl- unum. Súla var í fyrsta skipti boðin á veitingastað í umræddri veizlu Hótels Loftleiða sl. haust og vakti villibráðin mikla athygli. Bjargveiðimannaveizlur Hótels Loftleiða eru opnar öllum, en þær hefjast kl. 19.30 bæði kvöld- in og að loknu áti og dagskrá verður stiginn dans fram til klukkan 3 við undirleik Stuðla- tríósins. í eftirrétt á veizluborði Bjargveiðimanna er boðið upp á ávaxtagraut með rjóma að út- eyjasið, en framkvæmd veizl- „Prófasturinn" verður einn af kost- unum í Bjargveiðimannaveizlunni á Hótel Loftleiðum um helgina. Ljósmynd Mbl. Si((urgeir. unnar má segja að sé leikin af fingrum fram eftir viðamikinn undirbúning matsveina Hótels Loftleiða. (FrétUtilkynninýt.) Landssamband íslenskra verzlunarmanna: Ráða verður bót á úr- ræðafátækt stjórnvalda FUNDUR sambandsstjórnar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, hald- inn í Reykjavík 26. september 1982, mótmælir harðlega þeirri kaupskerðingu, sem felst í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 21. ágúst sl. segir í frétta- tilkynningu frá LÍV, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Enn eru kjarasamningar ógiltir að hluta, en þetta hefur verið fast- ur þáttur í efnahagsaðgerðum stjórnvalda um langt árabil, og virðast þau fá ráð önnur kunna. Bráðabirgðalögunum er ætlað aö hamla á móti þeim efnahagsvand- ræðum, sem að steðja um þessar mundir. Vandræðin eru öllum auð- sæ og jafnframt nauðsyn þess að greiða úr þeim. Launþegar skorast ekki undan að mæta erfiðleikunum að sínu leyti, ef skýrt er að hverjum sé þar ætlað átak eftir afli. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin noti heimiid 2. gr. bráðabirgðalaganna, þótt smátt sé þar skammtað, og liggur beinast við að bótunum verði varið til hækkunar lágtekjumarksins, sem kjarasamningar kveða á um. Ef ná á árangri í baráttunni við verðbólguna, verður að ráða bót á úrræðafátækt stjórnvalda. öll helztu öfl þjóðfélagsins verða að leggjast á eina sveif. Milli þeirra þarf að ríkja samstarf og gagn- kvæmt traust. Skerðing á ákvæð- um kjarasamninga grefur undan trú fólks á frjálsan samningsrétt, og er síst til þess fallin að skapa þann samhug, sem þjóðin þarf á að halda. Skerðingarákvæðum bráða- birgðalaganna er mótmælt og allur réttur áskilinn til gagnaðgerða. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins í gær um nýja öryrkjavinnustofu SÍBS í Múla- lundi urðu þau mistök að nafn stjórnarformanns Múlalundar mis- ritaðist. Var hann sagður vera Guð- mundur Guðmundsson, en hið rétta heiti er Guðmundur Guðmundarson. Er hlutaðeigandi beðinn velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.