Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
Karl Eðvarð
Benediktsson - Minning
Fæddur 25. desember 1906
Dáinn 28. ágúst 1982
Þá er Kalli frá Bæ horfinn frá
oss, um stund. Eða er þessi oft svo
stutta dvöl á plánetunni Jörð allt
og sumt. Þótt á oss flest, að ég
hygg, leiti efasemdir um líí að
þessu loknu, þá held ég að innst í
sálarfylgsnum okkar leynist nokk-
uð traust trú á það, að jarðvistin,
þegar henni lýkur, sé ekki endir
alls, alls þess er vér unnum svo
mikið. Ymsar áreitnar umþenk-
ingar leita á hug manns í hvert
sinn er vinur er burt kallaður.
Karl E. Benediktsson, sem lést
fyrir nokkru, átti að eiginkonu
móðursystur mína, Pálínu Sigurð-
ardóttur. Vegna frændsemi og
vinatengsla urðu samskipti mikil
á milli fjölskyldu þeirra upp á
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í siðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Tanntæknir —
tannlæknir
1 minningargreinum um Guð-
mund Hraundal tanntækni hér í
blaðinu í gær, urðu þau mistök að
orðið tanntæknir varð tannlæknir.
Þetta leiðréttist hér með. Morgun-
blaðið biður hlutaðeigandi velvirð-
ingar á mistökunum.
Skaga og systkina og foreldra
minna hér í Reykjavík. Reyndar
var Karl að eðlisfari slíkt tryggða-
tröll, að hann bast traustum vina-
böndum við hinn stóra hóp ætt-
menna eiginkonu sinnar. Það kom
í hlut þeirra hjóna, Pálínu og
Karls, að hlúa að ömmu minni og
afa, þeim heiðurshjónunum Þuríði
á Bæ og bónda hennar Sigurði, í
hárri elli þeirra. Alúð sú er Karl
auðsýndi hinum öldnu hjónum,
skal lengi í minnum höfð.
Karl var höfðingi í lund og fasi,
gæddur ríkri kímnigáfu og greind-
ur vel. Mikla ást bar hann til konu
sinnar og tveggja dætra, og ekki
fóru barnabörnin varhluta af
hjartahlýju hans. Pálína frænka
mín sem hefur strítt við heilsu-
brest í fjöldamörg ár, hefur nú
misst traustan lífsförunaut, en
umhyggja sú er hann bar fyrir
sjúkri eiginkonu sinni var einstök.
Karl E. Benediktsson var fædd-
ur á Akranesi í desember árið
1906. Foreldrar hans voru Guðrún
Sveinsdóttir og Benedikt Tómás-
son skipstjóri. Snemma hóf Karl
sjósókn með föður sínum og má
segja að sjómennska hafi verið
mestan part ævistarf hans. Vél-
stjórn var hans aðalstarf bæði til
sjós og einnig vann hann við vél-
gæslu í Rafstöðinni á Akranesi
um tíu ára skeið. Síðustu 20 árin á
sínum langa starfsferli helgaði
hann Akraneshöfn. Hann bar hag
hafnarinnar mjög fyrir brjósti og
skrifaði margar greinar um hafn-
armál þeirra Skagamanna. Karl
Benediktsson var ekki af þeirri
manngerð, sem aðeins leysir af
hendi það nauðsynlega og ekkert
umfram það, hvert það verk er
honum var falið að inna af hendi,
var unnið af trúmennsku og sam-
viskusemi.
3. júlí 1932 kvæntist Karl
frænku minni, Pálínu E. Sigurð-
ardóttur. Það var upphafið að
gæfu þeirra beggja. Sambúð
þeirra var á allan hátt hinn feg-
ursta. Dætur tvær eignuðust þau
hjón, mér er í fersku minni hversu
tápmiklar stúlkur þær vóru í æsku
sinni, nú eru þær báðar fyrir
löngu orðnar tápmiklar mæður og
ömmur. Þær eru báðar giftar
ágætismönnum. Erla gift Alfreð
Viktorssyni, þau eiga 4 börn. Sig-
þóra gift Þórði Jónssyni, börn
þeirra eru 5, þar á meðal knatt-
spyrnukappinn Kalli Þórðar. Kalli
afi var líka hreykinn af Kalla sín-
um. Hann hafði líka ástæðu til
þess.
Ég kveð svo að lokum Kalla
minn. Hann mun uppskera eins og
hann sáði.
Ég sendi ykkur öllum mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Ef harð-
skeyttur ellihrumleiki varnaði
ekki Elínu móður minni máls,
myndi hún mæla svo: „Guð styrki
þig og blessi Pálína, elsku systir
mín.“
Oddur H. Þorleifsson
Bakki í Svarfaöardal byggöur 1910—’ll.
Niðjamót í Svarfaðardal
DAGANA 21. og 22. ágúst sl. var
aö Húsabakka í Svarfaöardal hald-
iö ættarmót, hiö fyrsta sinnar teg-
undar hér í sveit en þar voru sam-
an komnir niðjar hjónanna Krist-
ínar Jónsdóttur og Vilhjálms Kin-
arssonar fyrrum bónda á Bakka í
Svarfaöardal. A heimaslóöir voru
mættir um 200 manns en alls eru
afkomendurnir um 300 talsins.
Kristín var fædd 16. septem-
ber 1868 en lést 22. apríl 1964 og
var því tæplega 96 ára er hún
lést. Hún var mikilhæf kona,
skörungur að hverju sem hún
gekk og átti auðvelt með að um-
gangast þá er einhverra hluta
vegna lentu ekki réttu megin í
lífinu. Þar vísast best til bókar
Jóns Helgasonar „Þrettán rifur
ofan í hvatt", en þar er hennar
getið í umgengni við umrenning-
inn Jóhann bera sem um tíma
dvaldi á Bakka. Kristín var
Svarfdælskrar ættar.
Vilhjálmur Einarsson var
þingeyingur, fæddur í Svartár-
koti i Bárðardal 16. september
1863 en lést 20. júlí 1933. Þau
hjón hófu fyrst ábúð í Jarðbrú-
argerði hér í sveit en um 1904
tryggðu þau sé lífstíðarábúð á
Bakka. Þar rak Vilhjálmur
myndarbúskap af miklum dugn-
aði, jók landsnytjar með ræktun
og bætti húsakost á jörðinni t.d.
byggði hann íbúðarhús allstórt
og myndarlegt á árunum
1910—’ll, að mestu steinhús.
Vilhjálmur, sem hafði óbilandi
trú á mátt moldarinnar og
gróðri jarðar, tileinkaði sér ýms-
ar nýjungar í landbúnaði á und-
an öðrum bændum í Svarfaðar-
dal og varð kunnur búnaðar-
frömuður langt út fyrir byggð-
arlag sitt. Hann átti og gerði út
allstóran sexæring á árunum
1902—’04 og þótti aflamaður
með afbrigðum.
Vilhjálmur Einar.sson
Þeim hjónum varð 11 barna
auðið en aðeins 8 komust upp en
að auki átti Vilhjálmur barn
fyrir hjónaband, Vilhelmínu sem
búsett var í Reykjavík. Börn
Vilhjálms og Kristínar sem upp
komust voru: Sigríður, búsett í
Ólafsfirði, Þór, bóndi á Bakka,
Gestur, bóndi í Bakkagerði, Sól-
veig, búsett í Reykjavík, Helga
búsett á Sauðárkróki, Ingibjörg,
búsett á Blönduósi, Þorbjörg,
húsfreyja í Ölduhrygg, og Klem-
ens, bóndi í Brekku. Af þessum
systkinum eru 3 enn á lífi, Gest-
ur, Helga og Klemens. Aðal-
hvatamaður að ættarmótinu var
Helga dóttir Kristínar og Vil-
hjálms.
í sem stystu máli var dagskrá
ættarmótsins á þá leið að um kl.
18 laugardaginn 21. ágúst var
þessi stóri hópur mættur að
Húsabakka þar sem Klemens
Vilhjálmsson ávarpaði gesti og
bauð til kvöldverðar, en Klemens
var stjórnandi og kynnir á þessu
móti. Síðar um kvöldið var kom-
Kristín Jónsdóttir
ið saman að Þinghúsinu að
Grund þar sem ýmislegt var til
skemmtunar og fróðleiks fyrir
afkomendurna svo sem minn-
ingarbrot flutt af Helgu Vil-
hjálmsdóttur um föður sinn,
ávarp Gests Vilhjálmssonar, al-
mennur söngur, sýndar kvik-
myndir ásamt mörgum ávörpum
og upplestrum fluttum af niðjum
Vilhjálms og Kristínar. Að lok-
um var stiginn dans við glymj-
andi harmoníkuspil.
Á sunnudagsmorgni fór fram í
fullsetinni Tjarnarkirkju helgi-
stund hjá sr. Stefáni Snævarr,
prófasti, en Ólafur Tryggvason
spilaði undir söng frændliðsins.
Margt var á þessum degi til
skemmtunar eins og hinn fyrri
og má segja að frá þessu ætt-
armóti hafi niðjar þeirra hjóna
frá Bakka í Svarfaðardal haldið
hver til síns heima í sólskins-
skapi eftir vel heppnaðar sam-
verustundir og sér betur meðvit-
aðir um ætt sína og uppruna.
Fréttaritarar.
Guðmundur Hraundal
tanntœknir - Minning
Guðmundur Hraundal, tann-
tæknir og háskólakennari, lést að
heimili sínu aðfaranótt þriðjudags
vikunnar sem leið. Lát hans bar
óvænt að, því þótt Guðmundur
hefði haft lítilsháttar óþægindi
fyrir bringspölum hafði nákvæm
skoðun ekki leitt neitt í ljós sem
telja mætti varasamt.
Guðmundur fæddist að Gröf í
Vatnsnesi, Húnavatnssýslu, 23.
júlí 1914 og var því kominn hátt á
sjötugsaldur. Heimilið var þungt.
Systkinin voru tíu talsins og þegar
móðirin veiktist og var vistuð á
Vífilsstaðahæli var heimilið leyst
upp og systkinin tvístruðust. Guð-
mundur fór að Fossi, Vesturhópi.
Þetta hafa verið erfiðleikaár fyrir
fjölskylduna, eins og jafnan var
þegar annað foreldrið veiktist al-
varlega eða féll frá.
Ári síðar kom svo Guðmundur
ásamt föður sínum og tveimur
systkinum til Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar og þar hófst skóla-
vist hans. Það lék allflest í hönd-
um Guðmundar og hugkvæmni
hans og smekkvísi í handíð varð
til þess að hann fór að föndra við
sitt af hverju í gullsmíðaverkstæði
og varð svo slyngur við þá iðju að
hann hafði þó nokkrar tekjur af.
Þegar hann fermdist, 14 ára gam-
all, réðst hann nemi í tannsmíði
hjá Halli Hallssyni, eldra. Þar
vann hann í þrjú ár og lauk prófi í
tannsmíði. Þá var sjóndeildar-
hringur hans farinn að víkka og
hann setti sér að ljúka prófi í
tannlækningum. Til þess þurfti
stúdentspróf og hann las fyrir það
utanskóla og tók prófið 1938.
Það hefur sjálfsagt ekki verið
átakalaust að lesa undir stúd-
entspróf á þeim kreppuárum og
þurfa að vinna fyrir sér um leið.
En það tókst og umsókn Guð-
mundar um styrk til náms við
„Köbenhavnske Tandlægehoj-
skole" hafði verið samþykkt. Hann
var meira að segja búinn að
tryggja sér far með „Bergenska".
En þrátt fyrir að hann legði mikið
á sig átti ekki fyrir Guðmundi að
liggja að verða tannlæknir því nú
fór allt í bál og brand þegar síðari
heimsstyrjöldin hófst. Ekki var
Guðmundur þó á því að gefast upp
heldur leit nú vonaraugum til
Bandaríkjanna. En þar voru líka
erfiðleikar. Tannlæknanám í
Bandaríkjunum er rándýrt og auk
þess hefði hann þurft að bæta við
sig heilu ári til frekari undirbún-
ings. Þetta gerði honum ókleift að
hugsa frekar um nám í tannlækn-
ingum. Hann tók þá það til bragðs
að fara til framhaldsnáms í tann-
tækni og kom svo heim að því
loknu.
Árið 1941 var samþykkt á Al-
þingi að stofna til kennslu í tann-
lækningum við Háskóla Islands.
Til að annast þá kennslu skyldi
skipa sérstakan dósent og
tannsmið við Læknadeild Háskól-
ans en aukakennslu skyldi fela
stundakennurum. Þar með hófust
kynni og samvinna okkar Guð-
mundar sem varaði nær þriðjung
aldar og man ég ekki til að þar
hafi nokkru sinni fallið skuggi á.
Það var mikið lán fyrir tann-
læknadeildina að maður með
skapgerð Guðmundar skyldi ráð-
ast þar til tæknikennslu. Hann
var besti drengur, alltaf reiðubú-
inn að greiða úr vanda nemenda,
og samvinna eins og best verður á
kosið við aðra kennara og starfslið
deildarinnar. Mér virtist alltaf, er
Guðmund bar á góma, að menn
bæði virtu hann vegna mannkosta
og kennsluhæfileika og þætti jafn-
framt vænt um hann vegna hjálp-
semi hans, mannúðlegra skoðana
og drengilegrar framkomu.
Guðmundur átti hinna ágæt-
ustu konu, Ingibjörgu Skaftadótt-
ur, og áttu þau eitt barn; Helgu.
Fjölskylda Guðmundar og ég
búum við Drápuhlíð og hittumst
því oft. Mér fannst alltaf þegar ég
mætti þeim Guðmundi og Ingi-
björgu að þar væri nýtrúlofað par
á ferðinni, og segir það nokkra
sögu um samband þeirra. Ég sendi
Ingibjörgu og Helgu og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur gegndi vandasömu
og erilsömu starfi með miklum
kærleika og prýði. Er þörf á
nokkru frekar?
Jón Sigtryggsson,
prófessor.