Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Óli Tómas Magnús son — Minning Fæddur 28. september 1940 I)áinn 17. ágúst 1982 Frá upphafi bygKÖar hafa ís- lenskir sjómenn marga hildi háð á hafinu við strendur landsins, lagt af stað í róðra vonglaðir að morgni, dregið fiskinn úr djúpum sjávar meðan næði og veiðivon entust en síðan haldið heim að færa fjölskyldunni björg í bú. Eig- inkonur og börn hafa beðið í eftir- væntingu meðan heimilisfeður eða eldri bræður reru til fiskjar og sem betur fer hafa þeir oftar en hitt komið færandi hendi heim. Enginn hefur lýst lífinu á strönd- inni við ysta haf eða hamingju barnanna yfir heimkomu fjöl- skylduföðurins betur en Jón úr Vör gerði í skáldverki sínu Þorp- inu. En hitt hefur líka komið fyrir að eftirvænting og tilhlökkun hafa snúist upp í sorg og söknuð, þegar sjómennirnir komu ekki aftur hcim til ástvina sinna, því „Ægir karl með yggldar brár og úfið skegg á vöngum" liggur í leyni og býr sjómönnum grand, hvenær sem ekki er fylgst stöðugt með kenjum hans. Hin kalda undiralda hreyfir sig hægt í logni en í stormi magnast hún og byltist færandi í kaf hverja fleytu, sem ekki nær til hafnar í tæka tíð. Óli Tómas Magnússon, sem hér verður minnst, fæddist í Frið- heimi í Mjóafirði eystra 28. sept- ember árið 1940. Eftirlifandi for- eldrar hans, Magnús Tómasson og Karen Björg Óladóttir, eru bæði uppalin að miklu leyti í Mjóafirði og ættuð frá Firði. Friðheimur var eitt hinna svonefndu Fjarðarbýla, sem hafa nú verið í eyði í aldar- fjórðung og sum nokkuð lengur (sjá Múlaþing 10. bindi, bls. 139—192). Oli var þriðji í röðinni af fimm systkinum. Eldri en hann eru Guðríður og Sigurjón, sem eru búsett í Reykjavík, en yngri eru Gísli, nú búsettur á Grundarfirði, og Elín, búsett á Neskaupstað. Tvíbýli var í Friðheimi og í hinum enda hússins bjó Ólafur Ólason, bróðir Karenar, ásamt konu sinni, Hólmfríði Jónsdóttur frá Fjarð- arkoti, og áttu þau fjögur börn. Elstur í þeim hópi var Þorgeir, sem fórst á sviplegan hátt í sjó- slysi á þrítugsaldri og varð þar mikill mannskaði. Hin heita: Óli, Elín og Jóna. Öll eru þau búsett á Norðfirði. Þessi frændsystkini voru því níu talsins og öll á líku reki og ólust upp í skjóli dalsins djúpa, skuggsæla og skjólsæla, sem geymir sérstætt gróðursam- félag og djúpa kyrrð. En þar verð- ur gnótt berja og veiði í Fjarðará, þegar á sumarið líður en á sjónum má fá fisk, fugl og sel á ýmsum tímum árs. Þarna ólst Óli upp við leik í glöðum barnahópi. Snemma í bernsku kom í ljós að veiðiskapur- inn mundi verða hans aðaláhuga- mál. Nokkuð innan við fermingar- aldur var hann farinn að sjá heim- ilinu fyrir silungi úr ánni og fiski úr sjónum ásamt yngri bróður sín- um. Og einnig tóku þeir til hend- inni við heyskapinn á sumrin og upptöku úr görðunum á haustin, eftir því sem orkan leyfði. Oft var líka skroppið út á Kringlu til að renna fyrir fisk. Á haustin rjúpnaveiði í dal og fjöllum og fjárgeymsla á vetrum. Þau urðu því mörg sporin inn með ánni ekki síður en áratogin á firðinum. Þarna komst Óli í kynni við hið harðbýla en frjálsa útilíf og leitaði þess jafnan síðar í lífinu. Hann var vel í stakk búinn til þess, at- hugull, áræðinn og rammur að afli. Meðan Óli dvaldist í barnaskóla í Mjóafirði komu í ljós farsælar námsgáfur hans, einkum í ís- lensku og stærðfræði. Seinna dvaldi hann tvö ár á Eiðaskóla en lauk svo landsprófi í Reykjavík. Þá var fjölskylda hans sest að syðra. Tveimur árum síðar lauk ÓIi fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum og eftir þetta var sjórinn sumarathvarf hans að mestu. En á vetrum vann hann í landi við ýmsa bygginga- vinnu en þó mest við járnabind- ingar og náði mikilli þjálfun. Mátti undrast þann hraða með nákvæmni sem hann sýndi við það starf og eins við að lesa úr teikn- ingum. En járnabindingar eru ein- hver erfiðasta útivinna, sem hægt er að hugsa sér, einkum að vetr- arlagi. Á frídögum fyrri hluta vetrar leitaði hann oft á rjúpna- slóðir inn til fjalla, þegar veður leyfði og þá kom þessi undraverði hraði hans og nákvæmni oft í ljós við að ná rjúpum á flugi. Stundum rifjaðist þá eitthvað upp frá ungl- ingsárunum eystra en þar hefði hann getað hugsað sér að búa. Árið 1962 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Guðbjörgu Haraldsdóttur ættaðri frá Hellis- sandi og bjuggu þau fyrst á Lind- argötu 58 en byggðu síðar raðhús- ið Réttarbakka 15. Börn þeirra tvö, Magnús og Elín, voru með föð- ur sínum í síðustu sjóferðinni og björguðust þá á undursamlegan hátt, fyrir eigin hyggindi og harð- fylgi og nútímatækni. Bæði eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Sonur Guðbjargar áður en hún giftist Óla heitir Hartmann, er rafeinda- virki og gekk Óli honum í föður- stað. Óli og Guðbjörg keyptu sér lítið hús á Hellissandi og bjuggu þar á sumrin. Óli átti trillu á Rifi og stundaði þaðan handfæraveiðar á Breiðafirði. Á haustin var aftur horfið til Reykjavíkur, þegar skól- inn hófst hjá börnunum. Sú var einnig ætlunin nú, en þá gripu ör- lögin í taumana, svo að Óli kom ekki aftur. Þetta sumar stunduðu börn hans bæði handfæraveiðar- arnar ásamt honum. En nú hefur sól brugðið sumri. Óli fórst á heimleið úr fiskiróðri að kvöldi dags hinn 17. ágúst sl. Börn hans tvö sýndu sundkunnáttu, þolgæði og rétt viðbrögð, þegar vandann bar að höndum. Þakkir skulu hér færðar öllum sem veittu aðstoð þá og brugðust við kalli þeim til bjargar. Þegar næði var á kvöldin og um helgar var stundum horfið að tónlistinni, því Óli átti harmóniku og spilaði talsvert á hana. Þegar komið var saman á heimilunum hans, foreldra hans eða systkina, hér í Reykjavík, var oft gripið í spil. Oftast var spilað hið létta, fjöruga, kanadíska spil „joker" sem krefst vökullar athygli og dirfsku í sögnum og því var jafnan glatt á hjalla við spilaborðið. Hér fylgja svo tvö erindi, sem urðu til í orðastað uppeldissystk- inahópsins í Friðheimi fáum árum eftir að fjölskyldurnar fluttu það- an brott og urðu eftir það sín á hvoru landshorni: l^ngl í burl viA fjall og fjörA ('K fvrslu sporin á, um fjöru oj» hlíöar slóöir lát»u lítt, cn líliö skip á lóni flaut og lciddi bcrnskuþrá við l<*ikjaglaum um sievardjúpið vílt. Kn ár þau liðu undrafljólt og út í heim ég fór mcð apvintýraþrá og von í sál. I>ótt vonir hrcgðist ein og ein við áfoll lífsins stór mun alið geymast bernskutöframál. Um leið og ég þakka kynni mín við Óla Tómas Magnússon, þann röska og góða dreng í fornri og nýrri merkingu orðsins, vil ég tjá konu hans, börnum, öldruðum for- eldrum og systkinum samúð mína við sviplegt fráfall hans. Sigurður Kri.stins.son í dag fer fram að Ingjaldshóls- kirkju, minningarathöfn um Óla T. Magnússon, sem fórst með báti sínum, Létti, á Breiðafirði, þriðju- daginn 17. ágúst sl. Þessi dagur heilsaði íbúum Neshrepps með blíðskaparveðri, eftir iangvarandi ótíð. Eftir slíka ótíðarkafla eru sjómenn gjarnan fljótir til að koma sér á ný um borð í báta sína og halda á miðin. Óli var sá maður sem var fljótur til skips, þegar svona dagar komu. En hann hafði róið á sinni 6 tonna trillu, Létti, frá Rifi síðustu tíu sumrin og sonur hans Magnús hafði verið með föður sínum, síðan hann gat innbyrt fisk og nú í sumar, dóttir hans Elín, sem áður hafði oft farið á sjó með þeim feðgum, en nú þetta sumar verið fastur háseti. Það voru myndarleg mæðgin sem létu úr höfn frá Rifi þennan dag, eftir að búið var að taka 10 veðrið, faðirinn, bjartur yfirlitum, þéttur á velli og þéttur í lund, og systkinin glæsilegu, þau Magnús 19 ára og Elín 17 ára. „Hverju spáir hann?“ sagði ein- hver á bryggjunni við Óla. „Hann spáir blíðu," ansaði Óli. „Og á að fara á flákann?" spurði sá hinn sami. „Já, á flákann skal haldið." Fláki er fiskislóð sem gengur út eftir miðjum Breiðafirði, utarlega. Þar kunni Óli jafnan vel við sig, enda yfirleitt ekki róið annað. Eg sem þessar línur skrifa, var að vinna við skip mitt í Rifshöfn þennan þriðjudagsmorgun. Um sjöleytið um kvöldið var farið að hvessa og jókst vindurinn eftir því sem á kvöldið leið. Kl. 10 á mið- vikudagsmorguninn kemur til- kynning í útvarpinu um að það sé gúmmíbátur á reki á Breiðafirði. Mig setti hljóðan er ég heyrði þessa frétt. Hver gat það annar verið en Óli sem hafði verið á flák- anum, enda kom það fljótt í Ijós, að það var Léttir sem vantaði. Hvað getur maður gert annað undir svona kringumstæðum, en biðja til guðs að björgun hafi tek- ist? Hvernig má konu og móður líða þegar hún heyrir þessa fregn, allir hennar ástvinir um borð? Spurningin um hvort allir hafi-^ ekki bjargast, verður að kveljandi óvissu. Drukknaði eitthvert þeirra, eða e.t.v. öll? Það má vera hraust manneskja að þola svona bið. En sem betur fer var óvissu- biðin ekki löng, og þó, verður ekki mínútan að klukkutímum á svona örlagastund? En svo eigum við tækninni fyrir að þakka að biðin tók enda og hinir raunsönnu at- burðir komu í Ijós. Það undraverð- asta var, að systkinin höfðu bjarg- ast, en föðurinn vantaði. Hvað kom fyrir? Jú, það voru þessir straumhnútar, sem koma svo snöggt, að enginn maður getur varast þá. Þeir taka svona litlar fleytur og snúa þær niður, og þarf ekki alltaf litla báta til. En hvern- ig var hægt að koma út gúmmí- bát? Það er spurning sem fáir geta svarað. Eins og síðar kom fram, tók straumhnútur bátinn og hvolfdi honum á augabragði, eftir að þau voru nýbyrjuð að keyra til lands og voru systkinin á dekki, en fað- irinn í stýrishúsinu, og vissu þau ekki fyrr til, en þau voru í sjónum og báturinn á hvolfi, en gúmmí- báturinn fastur undir bátnum. Undravert þrek er það hjá 19 ára unglingi, eftir að hann hefir gert örvæntingarfullar tilraunir til að bjarga föður sínum, að kafa niður að gúmmíbátnum og reyna að losa hann og svo loks þegar honum tekst það, þá vill hann ekki blásast út. Eru það ekki einhver æðri máttarvöld sem stjórna gerðum þessa unglings og gefa honum þrek. Þegar drengurinn er að ör- magnast við þetta, þá tekur systir- in við. Hún kallar: Ég vil ekki deyja. Hún neytir ýtrustu krafta sinna, og sjá, báturinn opnast og blæs sig út. Þeim er borgið. Hvert er það þrek sem þessum systkin- um er gefið, að framkvæmda þessa þrekraun. Fyrst að reyna að bjarga föður sínum, síðan að ná föstum gúmmíbátnum undan hinu sökkvandi fleyi. Og svo loks að þurfa að gera margítrekaðar til- raunir að opna bátinn? Eru það ekki einhver æðri máttarvöld sem grípa inn í og láta það ótrúlega ske, þegar allt er að lokast í haf- róti og ísköldum sjó? Megum við ekki þakka guði fyrir það kraftaverk sem skeð hef- ir við þessa björgun? Því þetta á ekki að vera fræðilegur möguleiki við svona aðstæður. Óli T. Magnússon var fæddur 28. september 1940, að Friðheimum í Mjóafirði, úr hópi 5 systkina, sem heita: Guðríður, Sigurjón, Gísli og Elín, sonur hjónanna Karenar Björgu Óladóttur og Magnúsar Tómassonar, sem nú eru orðin há- öldruð og búa í Reykjavík. Óli stundaði nám við Eiðaskóla 1955—57, síðan við Menntaskól- ann í Reykjavík 1958. Fiskimann- inn við Stýrimannaskólann í Reykjavík, tekur hann á einum vetri 1959—60. Hann flytur frá Mjóafirði til Reykjavíkur, ásamt foreldrum sínum kringum 1956. Síðan er hann á togurum og bát- um. Sjómennskan varð hans aðal- starf. Árið 1963, þann 1. desember, giftist hann eftirlifandi konu sinni Guðbjörgu Haraldsdóttur og stofna þau heimili í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn, þau Elínu og Magnús. Auk þess átti Guð- björg 2ja ára son, Hartmann, og gekk Óli honum í föðurstað. Eftir að þau Óli og Guðbjörg giftust, kynntumst við hjónin hon- um enda eru þær systradætur kona mín og Guðbjörg. Upp frá því urðu órjúfandi vinabönd milli fjölskyldna okkar. Síðustu 10 árin var það föst venja þeirra hjóna að koma til Hellissands, en þau keyptu sér lít- ið hús hér sem þau dvöldu í á sumrin. Óli stundaði róðra á trillu sinni frá Rifi, en vann nú orðið við járnabindingar í Reykjavík á vetr- um, en það var sama hvað Óli tók sér fyrir hendur, hvort það var að læra, vinna við tré eða járn og þá ekki hvað síst, hvað varðaði öll sjómennskustörf. Hann var góður hljóðfæraleikari og á harmónik- una var hann mikill snillingur. Það var ómetanlegt að kynnast slíkum manni. Þær eru mér ógleymanlegar, allar stundirnar sem ég átti með honum á góðum sumardögum við fallega laxveiðiá. Þær verða seint máðar úr huga mínum, minningarnar um hann. Sama á hverju gekk, alltaf var hann sama prúðmennið. En sjór- inn átti hug hans allan, öll önnur störf virtust aukaatriði. „Hafið blá hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd?" Þessar Ijóðlínur, eiga svo sannarlega við líf og starf Óla heitins. Þær koma okkur einnig til að spyrja okkur sjálf hinnar stóru spurningar. Hvað er á bak við hina ystu sjón- arrönd? Hin eilífa brennandi spurning, sem svo erfitt verður að fá svör við. Óli átti margar ánægjustundirnar á lognsléttum haffletinum á fengsælum fiski- miðum á Breiðafirði. En sjórinn bæði gefur og tekur. Óli var afburðamikill þrekmað- ur, enda átti hann ekki langt að sækja það, foreldrar hans einstakt myndarfólk. Við hjónin vottum foreldrum hans, systkinum, eig- inkonu og börnum þeirra, okkar dýpstu samúð í þeirra miklu sorg, sem þau hafa orðið fyrir. Við hjónin þökkum þeim af al- hug þessi tíu ár, sem okkur hlotn- aðist að verða honum samferða. Við munum aftur hittast, bak við hina ystu sjónarrönd. Sigurður Kristjónsson. t Móöir okkar, tengdamóöír, amma og systir, SIGRÍDUR Á. NARFADÓTTIR, andaöist í Landakotsspítala, aöfaranótt 23. september. Jaröarförin fór fram 1. október. Þökkum auösýnda samúö. Narfi B. Haraldsson, Höröur Jafetason, Anna Aöalsteinsdóttir, Siguröur Haröarson, Bjarnþór Haröarson, Jónína K. Narfadóttir. Systir okkar og mágkona, GUDBJORG J. ÓLAFSDÓTTIR frá Kiöafelli, vistkona aö Kumbaravogi, lóst aðfaranótt 30. september í Borgarspitalanum. Berga Ólafsdóttir, Erlendur Ólafsson, Guðrún Ólafsdóttir, Lilja Thoroddsen. t Útför eiglnkonu minnar, MARENAR PETERSEN JÓNSSON, Brávallagötu 26, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. október kl. 10.30. Ragnar Scheving Jónsson t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ODDGERÐAR ODDGEIRSDÓTTUR, Stórholti 24. fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 4. október kl. 15.00. Ólafur Nikulásson, Sigrlöur Björg Ólafsdóttir, Oddgeir Ólafsson, Guöbjörg Einarsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.