Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 26 Fæðan og fjölskyldan eftir dr. Jón Úttar Ragnarsson dósent Er fjölskyldan úrelt? Er hiö heföhundna fjölskylduform að líöa undir lok? Er þjóöfélagið að riölast innan frá? Nær daglega berast nýjar fregnir af tvístrun fjölskyldna vegna sambúðarslita eða sund- urlyndis. Aðrar eru tengdar saman með óhefðbundnum hætti og þannig mætti áfram telja. í Stundarfriði, leikriti Guö- mundar Stcinssonar, er frábær lýs- ing á þessari umturnun fjölskyldu- lífs og heimilishalds, án efa þeirri mestu sem mannkynið hefur upp- lifað. Fjölskylda og samfélag Margir virðast ekki gera sér neina grein fyrir þeirri samfélags- byltingu sem á sér stað fyrir aug- um okkar og á eftir að hafa áhrif á þjóðfélagsþróun um komandi ár. Fækkað hefur í heimili. Híbýli hafa stækkað og vélvæðst. Börn eru færri en áður. Kynslóðum hefur verið stíað sundur. Ein- stæðum foreldrum fjölgar frá ári til árs. Eftir því sem verkefnum fækkar innanstokks og frelsis- barátta konunnar magnast leit- ar hún í vaxandi mæli út á vinnumarkaðinn. A mörgu heim- iligerist nú daufleg vist. I stað fjölbreytts heimilislífs kemur sjónvarpsgláp, doði og deyfð þar sem hver lifir sínu lífi í aukinni einangrun eftir eigin tímatöflu og geðþótta. Þegar foreldrar vinna úti eru börnin skilin eftir hjá ættingj- um, kunningjum, dagmæðrum eða dagheimilum. Önnur eiga aðeins í auða íbúð eða tóman kofa að venda. Félagsleg upplausn hefur breytt mörgum landlægum smá- vandamálum í óleysanlegan hnút. Börn lenda milli steins og sleRKju, bera vanda sinn á torg eða skóla landsins. í skólum er hart barist við að finna lægsta samnefnara aga- og áhugaleysis fyrir þann fjöl- skrúðuga hóp sem þangað sækir. Barnauppeldi bætist við hefð- bundið fræðsluhlutverk. Andlega gelt skrifstofuveldið lítur verðbólgnum augum yfir vígvöllinn og sér ekki voðann, en kynni hvort sem er engin svör við barna-, unglinga- og fullorð- insvandamálum. I stað þess að skapa sveigjan- legra samfélag er gengið enn lengra í að drepa í dróma frum- kvæði einstaklingsins og heil- brigða samkeppni með gervilausn- um og gunguhætti. Aö éta úr ísskáp Á sveitaheimilum tíðkast víða enn að heimilisfólk safnist sam- an við matarborðið á máltíðum. Eru þetta sameiningarstundir þar sem fjölskyldan kemur sam- an og ræðir sín mál. í bæjum landsins er aftur á móti komið til sögunnar annað mynstur, ef mynstur skyldi kalla, en er í raun aðeins óreiða á ýmsum stig- um og rís hæst á ísskápsheimilum. Á ísskápsheimilum felst mál- tíðahald einkum í þvi að í hvert skipti sem einhver rekur inn nef- ið og vill fá eitthvað í svanginn fer hann sjálfur í isskápinn og fær sér bita. Þetta fyrirkomulag hefur þann mikla kost fyrir marga að þeir geta haldið áfram að lifa í eigin heimi og geta dregið enn frekar úr takmörkuðum sam- skiptum við umheiminn. Þar sem mörgum börnum er ekki boðið upp á morgunmat í heimahúsum og ekki heldur heitar máltíðir í skólum hafa sjoppurnar eignast nýjan og áhugasaman aðdáendahóp. Af þessu leiðir að börn lifa nú í stórum stíl á sjoppumat og kælivöru. En þau eru ekki ein um hituna. Þvert á móti. Margt gamalt fólk er síst betur sett. Gamalt fólk á oft erfitt um vik að komast úr húsi. Það lifir ósjaldan á einhæfu og nær- ingarsnauðu fæði. Þeir sem búa á stofnunum eru oft lítið betur á sig komnir. Á meðan þessu vindur fram hírast fyrirvinnurnar í biðröðum á einhverjum skyndibitastað eða ríkismötuneyti og bíða eftir hamborgara og kók eða lamba- kjöti og sultu. Hvað er á seyði? Hvað er um að vera? Svarið er auðvitað ofurein- FÆDA OG HEILBRIGÐI falt. Þetta er aðskilnaðarstefnan í framkvæmd. Sú stefna sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi og hcfur nú beðið endanlegt skipbrot. Svo rækilega er þessi aöskilnað- ar- og firringarstefna komin til framkvæmda í þjóðlífinu aö það verður enginn hægðarleikur að snúa af þessari braut. En það er nauðsyn eigi að síður. Hvaö skal til ráða Þjóðfélagið verður að taka til- lit til síaukinnar fjölbreytni í fjölskylduformi, m.a. æ fleiri fjölskyldna þar sem „þín“ börn og „mín“ deila heimili með „ykk- ar“ börnum og „okkar“. 1 stað þess að auka firringu og breikka enn bil milli kynslóða með nýjum stofnunum fyrir nýja aldurshópa þarf nýja hugmynda- fræði, hugsjón sem stuðlar að sam- einingu, ekki sundrun. Fyrir það fyrsta er orðið tíma- bært og óhjákvæmilegt að börn fái kennslu í næringar- og heil- brigðisfræði þegar í fyrstu bekkj- Aldraðir í Bústaðakirkju Kirkiudagur Óháða safnaðarins FRÁ STOFNUN þessa safnaðar fyrir 32 árum hefir verið venja að halda svonefndan Kirkjudag hátíð- legan síðsumars ár hvert til þess að treysta tengslin við kirkjuna sér- staklega innbyrðis, minna á hana út á við og afla fjármuna til byggingar hennar, viðhalds og fegrunar. Flest- allir, ef ekki allir aðrir söfnuðir í Reykjavík og víðar, hafa tekið upp sömu siðvenju, það er kirkjudaga, og gefist vel. Konur úr kvenfélagi Óháða safnaðarins hafa frá upphafi haft veg og vanda af fjáröfluninni með kaffisölu alla kirkjudaga með þeirri rausn, sem rómuð er orðin innan safnaðarins og utan. Mikils þarf við á næstunni til viðhalds og viðgerðar kirkjunnar, og heiti ég nú sem prestur hennar á safnaðarfólk að nota tækifærið og minnast kirkju sinnar, sem mér er manna kunnugast um að marg- ir hafa styrkt af ráðum og dáð frá upphafi. Ýmsir þeirra eru nú fallnir frá og veit ég fyrir víst að þeim þætti vænt um að eftir kirkj- unni yrði munað þegar þeirra er minnst. Slíkan hug báru þeir til hennar og máttu ekki til þess hugsa að hætt yrði að búa vel að henni. Á kirkjudegi vorum í fyrrahaust messaði vinur minn séra Árelíus Níelsson í veikindum mínum og síðan áfram nær allan veturinn og vil ég nota þetta tilefni og þakka honum, þótt aldrei verði fullþakk- að það drengskaparbragð sem hann sýndi mér þá, kirkjunni og söfnuðinum. í stórum dráttum verður dagskráin þannig á sunnudaginn í kirkju Óháða safnaðarins og Kirkjubæ: Kl. 2 síðdegis hefst guðsþjónust- an með samleik á fiðlu og orgel og organistinn, Jónas Þórir Þórisson, stjórnar söng kirkjukórsins. Stef- án bóndi Jasonarson í Vorsabæ flytur stólræðuna í kirkjunni, sá landskunni félagsmálafrömuður. Eftir messu, um kl. 3 hefjast síðan hinar rómuðu kaffiveitingar kirkjukvenfélagsins í safnaðar- heimilinu Kirkjubæ og standa lengi dags. Um klukkan fjögur verður barnamyndasýning í kirkj- unni. Með kæri kveðju til lesenda minna og þökk fyrir birtinguna. Emil Björnsson. Vetrarstarfið í Laugarneskirkju SUNNUDAGINN 3. október hefst vetrarstarf Laugarnessafnaðar í Reykjavik. Þá byrja meðal annars barnaguðsþjónusturnar sem verða á hverjum sunnudegi kl. 11 og al- mennar messugjörðir verða kl. 14. í messunni á sunnudaginn mun Sól- veig Kjörling syngja aríu eftir F. Hándel. Einnig verður altarisganga. auk messugjörðanna á sunnudög- um eru: Fyrirbænaguðsþjónustur á þriðjudögum kl. 18.00. Síðdegis- kaffi annan hvern föstudag kl. 14.30 með fjölbreyttri dagskrá fyrir karla og konur. í október og nóvember verða Biblíuskýringar á miðvikudögum kl. 20.30 og hefjast þær miðvikudaginn 20. október kl. 20.30 í kjallara kirkjunnar. Æsku- lýðsfundir verða hvert þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Kvenfélags- fundir eru fyrsta mánudag hvers mánaðar. Bræðrafélagið hefur 4 fundi yfir vetrarmánuðina. Auk starfsins í Laugarneskirkju eru haldnar reglulegar guðsþjónustur í Hátúnshúsinu þ.e. hjá Oryrkja- bandalaginu, Sjálfsbjörg og deild- um Ríkisspítalanna sem þar eru til húsa. Eftir messu á sunnudaginn verður kirkjukaffi í kjallarasal kirkjunnar á vegum Kvenfélags Laugarnessóknar. Kvenfélagið starfar ötullega m.a. að fjáröflun fyrir byggingu safnaðarheimilis- ins, en brátt fer að hylla undir lokaátak í byggingarmálunum. Er vonast til þess að heimilið verði tekið í notkun á næsta ári. Nýja safnaðarheimilið verður til sýnis þennan sama sunnudag og mun Þorsteinn Ólafsson, formaður sóknarnefndar, lýsa heimilinu og framkvæmdaáætlun næstu mán- a^a Jón D. llróbjartsson, sóknarprestur. * Asgrímssafn: Sumarsýningu að Ijúka SUNNUDAGINN 3. október lýkur sumarsýningu Ásgrímssafns sem staðið hefur yfir undanfarna mán- uði. Sumarsýningin er eins konar yf- irlitssýning á verkum Ásgríms Jónssonar og hefur verið vel sótt af erlcndum sem innlendum gestum. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið yfir vetrarmánuðina sunnudag, þriðjudag og fimmtu- dag kl. 13.30—16.00. Aðgangur er Þau eru nú orðin mörg árin sem aldraðir hafa fagnað fyrstu merkjum vetrar með því að streyma í Safnað- arheimili Bústaðakirkju til alls kon- ar viðfangsefna. Hefur starfið notið mikilla vinsælda, enda er það fjöl- breytt og leitazt við að koma til móts við þarfir sem flestra. Á miðvikudaginn kemur, þann 6. október verður fyrsta samveru- stundin á þessu starfsári. Er byrj- að kl. 2 síðdegis og næstu þrjár stundirnar eru margs konar þætt- ir á dagskránni. Ber þar fyrst að nefna handavinnu og föndur, sem bæði karlar og konur hafa haft ánægju af að sinna, og hefur ævinlega verið bætt við nýjum þáttum á hverju starfsári. Guðni organisti Guðmundsson hefur bæði leitt fjöldasöng og komið með fjölmarga listamenn með sér til að skemmta gamla fólkinu. Hermann Ragnar Stefánsson hef- ur liðkað stirðnandi vöðva og liða- mót með léttum æfingum og hóp- dönsum. Sóknarpresturinn eða einhver annar í fjarveru hans hef- ur annazt helgistund, og öllu starfinu stjórnar Áslaug Gísla- dóttir vel studd af fjölmennum hópi sjálfboðaliða. Og síðast en ekki sízt skal minnt á það, að spil- in hafa fengið góða hvíld í sumar og eru því til í tuskið á ný, en spilamennskan á sér dyggan hóp aðdáenda. Og svo er það vitanlega kaffi og með því eins og lengi hef- ur þótt við hæfi, þegar góðvinir hittast. En lengri og styttri ferða- lög og leikhúsferðir eru líka áformaðar að venju. Það er því ekki að efa, að margir leggja af stað í Bústaðakirkju á miðvikudaginn kemur. (Frá SafnaAarráAi BÚHtaóanóknar) Kaffidagur Eyfirðinga- félagsins á sunnudaginn ÞAÐ ER orðin árleg hefð, að Ey- firðingafélagið í Reykjavík hefji vetrarstarfið á hverju hausti með kaffideginum á Hótel Sögu, þar sem sérstaklega er boðið eldri Eyfirðingum á höfuðborgarsvæð- inu og hverjum þeim, sem kann að vera staddur í heimsókn syðra. Kaffidagurinn verður að þessu sinni nk. sunnudag, 3. október, í Súlnasal Hótel Sögu og verður húsið opnað kl. 1.30. Á fyrri kaffidögum hefur oftast verið opinn bazar, þar sem marg- víslegir munir hafa verið til sölu. JEins.verður að þessu sinni. Fastir liðir safnaðarstarfsins _ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.