Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 11 Sextán söguþættir eft- ir Jón R. Hjálmarsson Námsstefna um málefni þroskaheftra Suðurlandsútgáfan hefur gefið út bókina „Af spjöldum sögunnar" eft- ir Jón R. Hjálmarsson. í formálsorðum segir höfundur, að af þeim 16 söguþáttum, sem i bókinni eru, séu níu sem ekki hafi áður birzt á prenti, en sjö eru úr tveimur fyrri bóka hans; Af spjöld- um sögunnar, sem kom út 1969 og Frægir menn og fornar þjóðir, sem kom út 1972. I þessari nýju útgáfu „Af spjöldum sögunnar", sem höfund- ur segist hafa áhuga á að bæta við tleiri bindum, eru 16 þættir frá steinöld og fornöld; I árroða sög- unnar, Fyrsta ártalið, Furðuverk heimsins við Níl, Hin horfna þjóð Súmera, Hammúrabí og heims- veldi Babýloníumanna, Assyríu- ríkið og endalok þess, Heimsveldi Kýrosar mikla, Alexander mikli, Föníkar, Karþagó — borgin sem hvarf, Etrúrar, Herhlaup Kimbra og Tevtóna, Þrællinn Spartakus, Orrustan í Teftóborgarskógi, Kali- gúla keisari og Hinn grimmi Neró. Jón R. Hjálmarsson DAÍIANA 20.—24. september sl. var haldin námsstefna á Hótel Loftleiðum á vegum NFPIT (norræn samtök um málcfni þröskaheftra) um þörf, vægi og gildi líkamsþjálfunar þroskaheftra, segir í fréttatilkynningu frá Styrktarfé- lagi vangefinna. l»ar segir ennfremur: Þátttakendur á námsstefnunni voru tæplega 70 manns frá Finn- landi, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Fiestir þátttakenda starfa á þessu sviði í þágu þroskaheftra. Námsstefnur um þetta málefni hafa verið haldnar árlega á Norður- löndum, síðast í Finnlandi, en nú í fyrsta skipti hér á landi. Slík samvinna norræns fagfólks er okkur íslendingum mikil nauðsyn og var það samdóma álit, að námsstefn- an hafi tekist hið besta í hvívetna. Margir fyrirlestrar voru haldnir á námsstefnunni, sýndar voru kvik- myndir og myndbönd og auk þess fór fram sýnikennsla í sundlaug Sjálfsbjargar. Styrktarfélag vangefinna sá um framkvæmd námsstefnunnar fyrir hönd norrænu samtakanna, en í framkvæmdanefnd áttu sæti Sonja B. Helgason, íþróttakennari, Ásta Baldvinsdóttir félagsráðgjafi og Magnús Kristinsson, formaður fé- lagsins. Fulltrúi íslands í stjórn NFPU er Sigríður Ingimarsdóttir húsmóðir. AGQMLQ GŒOVERÐI r SAAB ER BILUNN Viö eigum enn til bíla af árgerð '82 Þá seljum við þessa dagana á mjög hagstæðu verði. SAAB 99 GL 2ja dyra, kr. 179,200 SAAB 900 GL 4ra dyra, kr. 220,900 SAAB 900 GLI 4ra dyra, kr. 231,900 SAAB 900 GLE 4ra dyra kr. 272,200 Hvernig væri að renna í Bíldshöfðann og skoða vagnana, - það er þess virði. Opið í dag frá 10—18. TÖGGURHF. SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.