Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Utanríkisráðherrar NATO-ríkja: Oformlegur fundur í Kanada Toronlo, I. október. AP. Illanríki.sráðherrar 16 aAildar- þjóda NATO funda þessa helgi noró- ur af Montreal og ræða vandamál er vestrænar þjóðir standa nú frammi fyrir en óformlegur fundur utanrík- isráðherranna sem þessi hefur ekki vcrið haldinn áður. Þrátt fyrir að ekkert hafi verið birt um hvað umræðurnar muni snúast, þykir ligKja í augum uppi að mest verði rætt um deilur þær er Bandaríkin og handamenn þeirra í V-Evrópu eiga nú í vegna lagningu gasleiðslunnar miklu frá Sovétríkjunum og þau höft er bandarísk stjórnvöld hafa sett á sölu hluta í hana. Engir utanaðkomandi munu geta fylgst með fundahöldum þessum, en hverjum ráðherra leyf- ist að taka með sér einn aðstoð- armann. Ekki mun verða gefin út nein sameiginleg yfirlýsing að fundinum loknum. Iran — Irak: Enn barist við Baghdad Nirosia, Kýpur. I. októher. AP. IIKKAFLI írana réðst fyrir dögun á stöðvar Íraka og segjast íranir hafa unníð þar umtalsverða sigra, segir í opinberum heimildum frá íran í dag. Utvarpsstöð íranska hersins staðfesti fregnirnar og sagði uin bardagana að þeir geisuðu um það bil 100 kílómetra austur af Baghdad, höfuðborg írak. Óljósar fregnir hafa borist af bardögunum, en þeir virðast hafa verið töluverðir. Útvarpsstöðin í íran sagði að frá þeirra hendi tækju þátt land- og flugher ásamt þjóðvarðliðum og kallaði hún árás þessa „Muslim Ibn-E Aghil", en frá írak berast þær fregnir að ír- anskt herlið hafi beðið mikil af- hroð og þeir hafi enga sigra unnið. Arásir Írana nú koma eftir að viku hátíðahöldum í landinu er lokið, en þau fóru fram til að minna á tveggja ára afmæli bar- daganna, sem hófust þann 22. september 1980. Fötunum fækkad í góðgerðarskyni Tískusýningarstúlkan Gloria vakti á sér mikla athygli og ánægju veg- farenda, cinkum karlmanna, þegar hún tók upp á því í gær á fjölfarinni götu í Lundúnaborg að klæða sig úr hverri spjör. Að því búnu klæddi hún sig aftur og þennan leik lék hún ásamt stöllu sinni, Caroline, alls þrjátíu sinnum og söfnuðu þær um leið alls 300 pundum fyrir barna- hjálparsjóð i Ixindon. Þær fóru alltaf í nýjan klæðnað og það var fataverslun í Carnaby-stræti, sem borgaði brúsann. AP Margaret Thatcher gagnrýnd í Kína Peking, I. október. AP. KÍNVERSK stjórnvöld gagnrýndu í dag það, sem þau kalla breska „fall- byssupólitík", innrás Breta í Kína á síðustu öld og sögðu það „heilaga skyldu" sína að endurheimta Hong Kong. Fréttaskýrandi hinnar opinberu fréttastofu, Xinhua, kvað Kín- verja mjög óánægða með þær yfir- lýsingar Thatchers, forsætisráð- herra Breta, að samningurinn um Hong Kong væri í fullu gildi og yrði í heiðri hafður. Sagði hann, að þær væru óaðgengilegar fyrir Kínverja og að samningurinn væri til kominn vegna yfirgangs Breta í Kína á síðustu öld. Sl. fimmtudag sagði í frétt frá kínverska utanrík- isráðuneytinu, að Kínverjar væru óbundnir samningnum um Hong Kong og myndu heimta hana til sín þegar þeir teldu tíma til kom- inn. Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, sagði í viðræðum þeirra Thatchers í fyrri viku, að sameig- inlega þyrftu þjóðirnar, Kínverjar og Bretar, að leysa gömul ágrein- ingsmál og ætti það ekki að þurfa að veitast þeim erfitt á grundvelli friðsamlegrar sambúðar og gagn- kvæms hags. Blásýra í verkja- töflum veldur dauða ArlingtonHeighLs, lllinoi.s, I. október. AP. BLÁSÝRA hefur fundist í sterkum tylenol-hylkjum og er nú unnið að rann- sókn fimm dauðsfalla er öll tengjast neyslu á þessum hylkjum, en komið hefur í Ijós að þau höfðu verið opnuð áður en þau voru seld. Læknaráð Illinois lítur á þessi dauðsföll sem huganleg morð og hefur verið að reyna að átta sig á því hvenær hugsanlegt sé að hylk- in hafi verið opnuð og blásýrunni komið fyrir. Hylkjum þessum hefur því skyndilega verið kippt af söluskrá flestra lyfjaverslana t ríkinu á meðan að rannsókn fer fram á málinu. Hylki þessi eru notuð sem verkjalyf. „allar götur fullar af vatni stop hvað á ég að gera“ 139 ára gamalli sögu símskeytanna lokið í Bretlandi l/ondon, I. október. Al*. FVKIK Sherlock Holmes og Bertie Wooster voru þau upphafið að mörgu ævintýrinu. Konur, sem áttu menn sína á vígvöllunum, óttuðust þau. Svaramenn við brúð- kaup stauluðust í gegnum þau. Blaðamenn og aðrir gárungar höfðu gaman af þeim og tíræðir öldungar titruðu af fognuði þegar þcim bárust þau í hendur. Þannig var það en er ekki lengur. Á miðnætti aðfaranótt laugardagsins verður sérstökum skeytaútburði nefnilega hætt í Bretlandi. Símskeyti hafa verið borin út sérstaklega í Bretlandi í 139 ár en vegna gífurlegs halla á þjón- ustunni, 21 milljón pund á síð- asta ári, hefur Telecom, hinn breski Póstur og sími, ákveðið að hætta henni fyrir fullt og fast. Simskeytin urðu flest á árinu 1945, 63 milljón, en voru komin niður í tvær milljónir í fyrra og er vaxandi notkun símans, fjar- ritans og annarra tækja kennt um. í stað símskeytanna, áletraðs pappírsstrimils í brúnu umslagi, munu nú koma svokölluð sím- boð, sem komið verður til skila á viðkomandi pósthús í gegnum símann eða fjarritann og síðan borin út með venjulegum pósti og þá að sjálfsögðu ekki um helgar. Þannig verða það nú ekki konungleg símskeyti heldur kon- ungleg símboð, sem send verða þeim, sem ná hundrað ára aldri, og hjónum, sem halda upp á demantsbrúðkaup eða 60 ára hjúskaparafmæli. Símskeytaþjónustan í Bret- landi hófst 16. maí árið 1843 og vann sér fljótt veglegan sess í breskum bókmenntum. Það var t.d. ekki óalgengt, að Sherlock Holmes, sá frægi spæjari, héldi út í Lundúnaþokuna á vit ævin- týranna eftir að hafa fengið sím- skeyti i hendur og það voru sím- skeytin, sem oftast voru upphaf- ið að æðislegum uppákomum í lífi Bertie Woosters, yfirstétt- arfíflsins í sögum P. G. Wode- house. Gárungar og grínagtugir náungar hafa lengi lesið ýmis- legt skemmtilegt út úr snubbótt- um símskeytum. í bresku blöð- unum í dag er t.d. sagt frá því þegar iæknar við sjúkrahús nokkurt sendu einum kollega sínum, sem hafði verið skipaður líflæknir drottningar, eftirfar- andi skeyti: „hamingjuóskir stop guð blessi drottninguna." Þá er sagan um breska blaðamanninn Robert Benchley, sem sendur var til Feneyja og sendi blaðinu sínu strax þetta skeyti: „allar götur fullar af vatni stop hvað á ég að gera.“ Að síðustu ein um G.K. Chesterton, sérvitran breskan rithöfund, sem lést árið 1936. Hann var staddur í Leicester- skíri og sendi konu sinni svolát- andi skeyti: „er í Harborough stop hvert ætlaði ég að fara“. HEUVULISTÆKI BARNAFÖT HÚSGÖGN NIATVÖRUR Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLAIa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.